Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 : MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Kvittur um heilsuleysi Mandela NELSON Mandela, forseti Suð- ur-Afríku, er á leið í þriggja daga alhliða læknisskoðun og er vonast til, að niðurstaða hennar kveði niður þrálátan orðróm um heilsu- leysi hans. Vegna hans hefur gengi randsins, suður-afríska gjaldmiðilsins, átt nokkuð undir högg að sækja. Fjármálasérfræð- ingar segja, að erlendir fjárfestar óttist, að hugsanlegur eftirmaður Mandela verði ekki jafn varkár í fjármálum ríkisins og hann. Bjartsýnn á olíusölu AMIR Muhammed Rasheed, olíu- málaráðherra íraks, kvaðst í gær bjartsýnn á, að viðræðurnar við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna um takmarkaða olíusölu bæru góðan árangur. Enn væru þó ýmis mál óútkljáð. Setuverkfall áþingí HELSTI stjórnarandstöðuflokk- urinn í Japan efndi til setuverk- falls á þingi í gær til að neyða stjórnina til að fresta atkvæða- greiðslu um umdeilt frumvarp. Samkvæmt því verða skattpen- ingar notaðir til að hjálpa að- þrengdum lánastofnunum. Fólk frá borginni Kobe efndi einnig til mótmæla úti fyrir þinghúsinu og skoraði á stjórnina að nota skatt- peninga almennings til að byggja upp borgina í stað þess að gefa þá stjórnendum illa rekinna lána- stofnana. í Kobe létust þúsundir manna í miklum jarðskjálfta fyrir ári. Sinn Fein útilokað GERRY Adams, leiðtoga Sinn Fein, var meinuð þátttaka^ í við- ræðum um frið á Norður-írlandi í Belfast í gær. Verður svo þar til IRA, írski lýðveldisherinn, hef- ur lýst yfir nýju vopnahléi. Sir Patrick Mayhew, írlandsmálaráð- herra bresku stjórnarinnar, og Dick Spring, utanríkisráðherra írlands, hófu einnig fund í Bel- fast í gær um fyrirhugaðar kosn- ingar og reglulegar friðarviðræð- ur í júní en vegna komu Springs hættu flokkar mótmælenda við þátttöku í viðræðunum í gær. Stjórn í Tyrklandi TYRKNESKI Föðurlandsfiokk- urinn samþykkti í gær sáttmála nýrrar stjórnar með Hægri- flokknum. Um er að ræða minni- hlutastjórn og munu leiðtogar flokkanna, Mesut Yilmaz og Tansu Cilier, skiptast á um að gegna forsætisráðherraembætt- inu. Eistar og Lettar deila EISTNESKIR landamæraverðir stöðvuðu í gær veiðar lettnesks fiskiskips og fóru um borð á þeirri forsendu að það Væri í eistneskri lögsögu, að því er sagði í yfírlýs- ingu frá eistnéska utanríkisráðu- neytinu. Eistar og Lettar hafa undanf arin tvö ár átt í landhelgis- deilu. Lettar segja að skipið hafi hins vegar ekki verið innan hins umdeilda svæðis og hafa krafið Eista skýringa á athæfi þeirra. Tilræðismenn reyna að hindra friðarsamninga Tugir manna farast í Jerúsalem og Tel Aviv Jerúsalem, Tel Aviv. Reuter. SPRENGJUTILRÆÐI á fjölfarinni verslunargötu í Tel Aviv varð a.m.k. 12 manns að bana í gær og um 100 slösuðust, að sögn lögreglu. 18 manns og tilræðismaður að auki létu lífið í sjálfmorðstilræði Palest- ínumanns í Jerúsalem á sunnudag. Hamas, hreyfing múslimskra heit- trúarmanna, lýsti yfir ábyrgð á til- ræðinu í Jerúsalem en óljóst var um hið síðara. „[Tilræðismaðurinn] fór yfir göt- una á horni Dizengoff-götu og götu Georgs konungs þar sem fjöldi manna og bíla var á ferð og sprengdi sjálfan sig í loft upp," sagði Gabi Last, lögreglustjóri í Tel Aviv. Sprengingin varð í kjarna borg- arinnar, í Dizengoff-verslanamið- stöðinni, en árið 1994 varð sjálfs- morðingi úr röðum Hamas rúmlega tuttugu manns að bana í strætis- vagni á Dizengoff-götu. Rúður í verslunum í grennd við staðinn sundruðust í gær, sviðin bílflök lágu á við og dreif og sums staðar sáust blóðflekkir úr fómarlömbunum á garigstéttum. „Um 10 manns biðu við hraðbanka til að taka út pen- inga," sagði kona sem var vitni að atburðinum. „Það varð sprenging og sjö manns þeyttust upp í loftið." Talsmaður Ichilov-sjúkrahússins sagði að þangað hefði verið komið með þrjú slösuð börn. Ronnie Milo, borgarstjóri í Tel Aviv, sagði að tilræðismaðurinn virtist hafa ætlað að fara inn í stórmarkað þar sem fjöldi barna var í hátíðarklæðum í tilefni trúarhátíðar gyðinga, Purim. „Hann virðist hafa séð lögreglu- mann í dyragættinni og ákveðið að sprengja sig á götunni. Við sáum höfuð mannsins í nokkurra metra fjarlægð." Að sögn Milos hafði maðurinn bundið sprengiefnið við líkama sinn. Maður sem talaði arabísku en ekki gaf upp nafn sitt hringdi í ísraelska útvarpið og sagðist tala í nafni Hamas. Tilræðismaðurinn hefði verið Salah Abdel-Rahim Ishaq, 24 ára gamall Palestínumaður frá borginni Ramallah á Vesturbakkan- um. Síðari fregnir hermdu að Ham- as segðist ekki hafa borið ábyrgðina á tilræðinu í gær og beindist þá grunurinn að íslamska jihad, öðrum öfgasamtökum múslima. Hert eftirlit Öryggisviðbúnaður hefur verið stórefldur í Jerúsalem og víðar í Israel vegna tilræðanna. Shimon Peres, *forsætisráðherra Israels, samþykkti á sunnudag áætlun um hert eftirlit á landamærum ísraels og sjálfsstjórnarsvæða Palestínu- manna. Peres kom í skyndiheim- sókn á tilræðisstaðinn í Tel Aviv í gær. „Peres, þú ert næstur!" hróp- aði reitt fólk að ráðherranum. Talið er að árásir Hamas geti valdið því að Peres og Verkamannaflokkur hans tapi fyrir hægriflokknum Likud í þingkosningum sem fyrir- hugaðar eru í lok maí. Skömmu eftir tilræðið hvatti Peres almenn- ing til að missa ekki trú á friðarferl- ið. Markmið Hamas með tilræðun- um er að koma í veg fyrir friðar- samninga ísraela og Palestínu- manna. Ramallah heyrir nú undir stjórn Yassers Arafats á sjálfs- stjórnarsvæðum Palestínumanna og var haft eftir talsmanni hans að tilræðin væru stríðsyfirlýsing. „Friðarþróunin er í hættu", sagði talsmaðurinn, Marwan Kanafani. Reuter BJÖRGUNARMENN leita í braki strætisvagns sem Hamas- liðar sprengdu í loft upp í Jerúsalem á sunnudag. Hamas hefur staðið fyrir fjórum sprengjutilræðum á rúmri viku. „ÉG var að koma inn úr dyrunum frá Tel Aviv og veit ekki nákvæm- lega hvað gerðist, en ég heyrði sprenginguna greinilega, var stödd í um eins kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem hún sprakk. Þessi tilræði eru farin að segja til sín og verulegs ótta gætir meðal almenn- ings," sagði Edda Guðnason, sem býr ásamt fjölskyldu í Jerúsalem, í samtali við Morgunblaðið í gæf. Edda sagði, að þegar tilræði ættu sér stað með svo skömmu millibili eins og að undanförnu þá segði það mjög til sín þótt ísraelar væru ýmsu vanir. „Andrúmsloftið er þrungið spennu og andinn slæmur. Það er farið að gæta verulegrar hræðslu meðal almennings og ég get ekki neitað því að talsverðan kvíða hefur sett að okkur. Við erum til dæmis að skoða það nú að skipta um skóla fyrir dóttur okkar. Nú þarf hún að fara með strætisvagni í gegnum miðbæinn en við ætlum að athuga með að fá hana flutta í skóla sem Islendingar í Israel Vaxandi ótti meðal almennings er hé'r í útbörginni," sagði Edda. Það var skjálfti í röddinni er sam- talið fór fram og hún sagðist eiga eftir að hringja mikið, láta vita af sér og sínum og kanna hvort vini og vandamenn hefði nokkuð sakað í tilræðinu í gær. Það væri venjan meðai ísraela í kjölfar sprengjutil- ræða. „Vissulega er fólk farið að óttast að þessi tíðu tilræði geti haft slæm áhrif varðandi friðarþróunina, sem flestir hafa bundið miklar vonir við. Það er ómögulegt að segja hverjar afleiðingarnar verða, hvort mikill afturkippur verði, en vissulega er ástandið slæmt þessa stundina. Og það má segja að spenna hafi farið vaxandi í landinu allt frá því Yitz- hak Rabin var myrtur í haust," sagði Edda Guðnason. Hryðjuverk og afleiðingar „Fólki er mjög brugðið vegna þessara tilræða og þó svo við séum langt fyrir norðan þessa bæi þá hafa tilræðin áhrif hér. Það virðist vera efst á baugi hjá yfirvöldum að auka öryggi og eftirlit í þeim tilgangi að sporna yið frekari hryðjuverkastarfsemi. Á því hefur fólk meiri áhuga en hugsanlegum áhrifum á friðarþróunina," sagði Guðmundur Harðarson vélvirki í bænum Naharía nyrst í ísrael. Hann hefur starfað að viðhaldi rafveitna í suðurhluta Líbanons undanfarin þrjú ár og sagði að á þeim slóðum hefði orðið mun friðvænlegra að undanförnu. Mikillhitiífólki „Hér höfum við ekki orðið vör við neitt hér, Ashdod er friðsemdar- borg, sjáum bara fréttir af þessum tilræðum í sjónvarpinu," sagði Jón Grettisson í samtali við blaðið í gær. Hann vinnur ásamt tug starfs- manna ístaks að smíði lystisnekkju- hafnar í hafnarbænum Ashdod, sem er skammt frá Tel Aviv og Askelon þar sem öfgasamtök efndu til sprengjutilræða í gær og um fyrri helgi. „Annars er mikill hiti í fólki sem við vinnum með vegna þessara hryðjuverka og víst er að arabar í ísrael eru ekki öfundsverðir af hlut- skipti sínu. Menn vonast bara til að það takist að vinna bug á þessu," sagði Jón. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.