Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 9 Doktorsvörn í miðalda- bókmenntum HANNA Steinunn Þorleifsdóttir hefur varið doktorsritgerð í miðalda- bókmenntum við Sorbonne-háskól- ann í París. Ritgerðin fjallar um afdrif þýddrar riddarasögu (ívens- sögu) í íslenskum handritum og er nákvæmur samanburður á verki Crétien de Troyes (um 7000 ljóðlín- ur) og ívenssögu sem er varðveitt í fimmtándu aldar íslenskum hand- ritum. Fornsænsk gerð sögunnar, Aukaútdrátt- ur í Víkinga- lottói og Kínó í kaupbæti AUKAÚTDRÁTTUR í Víkinga- lottóinu verður miðvikudaginn 6. mars. Sami miðinn gildir í tveimur útdráttum, sama kvöldið, þannig að tækifærið til að vinna stórt verður _ tvöfalt. Samhliða þessu hefur íslensk getspá ákveðið að gefa öllum þeim sem kaupa 10 raða miða í Víkingalottóinu dag- ana 4.-6. mars Kínó-miða. Fyrirkomulagið verður þannig að fyrst verður dregið úr „venju- lega“ pottinum, en fyrsti vinningur er áætlaður um 100 milljónir króna. Að fyrri útdrætti loknum verður aftur dregið en að þessu sinni eingöngu um aukapottinn sem verður 57 milljónir króna. í aukaútdrættinum verður aðeins einn vinningsflokkur, þ.e. sex rétt- ar tölur. Ef enginn á Norðurlönd- unum er með sex réttar tölur verð- ur aftur dregið um aukapottinn miðvikudaginn 13. desember nk. Allir þeir sem kaupa 10 raða miða í Víkingalottóinu dagana 4. mars til og með 6. mars nk. fá í kaupbæti einn miða í 6 talna Kínó- leiknum að andvirði 50 kr. Tilboð- ið gildir aðeins þegar opið er fyrir Kínó-sölu frá kl. 9 til 19 nema miðvikudaginn fram til kl. 17. Vinningur í Kínói er 2,5 milljónir króna. PUSTKERFI Bílavörubúöin FJÖÐRIN Skeifunni 2 — Sími 588 2550 BOSS *«(< * »*« Sœvar Karl Bankastrœti 9, s: 551 3470 FRÉTTIR Herr Ivan, er einnig tekin til hlið- sjónar. í ritgerðinni er leitast við að draga upp mynd af miðaldaþýð- ingunni í upphaf- legri gerð með nákvæmri rann- sókn á verkinu í heild í öllum varð- veittum handrit- um. Leiðbeinandi ritgerðarinnar var próf. Régis Boy- er og andmælend- ur próf. Philippe Walter frá Stendhal-háskólanum í Grenoble, próf. Christiane Marc- hello-Nizia frá Ecole Normale Su- périeure í Fontenay-St. Cloud og próf. Michel Zink frá Collége de France. Doktorsverkefni Hönnu Stein- unnar hlaut styrk frá franska ríkinu til þriggja ára, styrk úr Vísindasjóði í tvö ár og aðstoð frá verðlauna- nefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar. Hanna Steinunn er fædd 23. mars 1954, dóttir Huldu Hannes- dóttur og Þorleifs heitins Jóns- sonar, bifvélavirkja. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1974, hvarf til Frakk- lands (Tours) í einn vetur til að læra frönsku, lauk síðan B.A.-prófi í enskum og frönskum bókmenntum frá Háskóla íslands 1978; Maitrise-prófi 1979 og D.E.A. prófi 1980 í bókmenntum frá Sorbonne- háskóla. Hún vinnur eins og er að úttekt á íslenskum bókakosti Nor- ræna bókasafnsins í París. Systkini Hönnu Steinunnar eru Jóna, Sig- ríður, Pétur, Helga Hrönn og Gunnar Þorri. [ Kragalausar dragtir með síðum jökkum Verð kr. 27.300 TBSS - Verið velkomin - neðst viö Dunhaga, sími 562 2230 . neð X" Opið virka daga kl.9-18, laugardaga kl."l(M4. Einar Guðmundsson pípulagningameistari LAUFBREKKU 20 / 0ALBREKKU MEGIN - KÚP. SlMI 554 5633 - BRÉFSlMI 554 0356 MaxMara Ný sérverslun á Hverfisgötu 6, Reykjavík. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.