Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Kristinn BRODDI og Ólöf Rún með viðurkenningargripi eftir Ófeig Björns- son myndiistarmann i tilefni útnefningarinnar i gær. Bresku blöðin The Sun og Sunday Telegraph Umfangsmikil um- fjöllun um Björk Valin skýr- mæltustu fjölmiðla- mennirnir HEYRNARHJÁLP hefur valið Brodda Broddason og Ólöfu Rún Skúladóttur skýrmæltustu fjölmiðlamennina. í niðurstöðu dómnefndar segir að Broddi og ÓJöf Rún eigi sammerkt að vera óumdeilanlega skýrmælt. Flutn- ingur þeirra sé persónulegur og eðlilegur. Þau „haldi vel utan um“ frásögnina og komi mein- ingu orðanna sterkri til skila. 25 fjölmiðlamenn voru tilnefndir í dómnefnd sátu Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Gylfi Baldursson heymar- og tal- meinafræðingur og Jóhanna S. Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri Heyrnarhjálpar. Dóm- nefndinni bárust skriflegar til- nefningar um 25 starfandi fjöl- Sjómanni dæmdar bætur HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt Tiyggingamið- stöðina og Samheija til að greiða tæplega sextugum sjómanni 2,5 milljónir kr. í bætur með vöxtum frá 23. apríl 1991 til 16. febrúar í ár og 400 þúsund krónur í málskostnað. Maðurinn brenndist illa er hann fékk yfir sig fullan pott af sjóðandi vatni í miklum sjógangi um borð í Akureyrinni EA 23. apríl 1991. Málsatvik eru m.a þau að um- ræddan dag var Akureyrin EA á stími frá miðunum vestan við land og inn Faxaflóa þegar ólag reið yfir skipið þannig að það tók djúpa stjórnborðsveltu. Sjómaðurinn var á leið um eldhús skipsins þegar ólagið reið yfir og fékk yfir sig vatn úr 25 lítra heitum potti sem þar stóð lok- laus á eldavélinni. Maðurinn brennd- ist illa og fékk bráðameðferð um borð að höfðu samráði við lækna í landi en var síðan lagður inn á Land- spítalann daginn eftir. í vottorði frá spítalanum var hann talinn hafa haft 25% brunasár af 1. stigs en þó mest af 2. stigs bruna I andliti, framan á hálsi, á ofan- verðri bringu, neðanverðum kviði og fleiri stöðum. miðlamenn og valdi hún 8 úr þeim hópi. Þau eru Broddi Broddason, Edda Andrésdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Þor- steinsdóttir, Ólöf Rún Skúla- dóttir, Páll Magnússon, Sigríður Arnardóttir og Þröstur Emils- son. AÐ UNDANFÖRNU hef ég verið borinn þungum sökum í fjölmiðlum um háttsemi, sem er refsiverð. Að sakaráburði þessum hafa staðið nafngreindir og ónafngreindir aðil- ar. Sakaráburður þessi er með öllu ósannur. Með sakaráburðinum er vegið að friðhelgi einkalífs míns og æru með ólögmætum hætti og jafnframt ger- ast sakaráberar sekir um rangar sakargiftir. Þá virðist mega ráða af ummæl- um í fjölmiðlum að markmiðið með hinum röngu sakargiftum sé að þvinga mig til að segja mig frá bisk- upsembættinu. Þess vegna hef ég leitað mér ráðgjafar lögmanna. Hæstaréttar- lögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson og Tryggvi Gunnarsson hjá AP lög- mönnum hafa tekið að sér að gæta hagsmuna minna. Lögmennirnir hafa bent mér á að friðhelgi einkalífs míns og æra njóti verndar samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar, XXV. kafla al- mennra hegningarlaga og 8. og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þeir liafa og vakið athygli mína á að rangar sakargiftir séu refsiverð- ar skv. XV. kafla almennra hegn- ingarlaga. Þá hafa þeir vakið at- hygli mína á að refsivert sé sam- kvæmt 225. gr. almennra hegning- Tilgangur vals á skýrmælt- asta fjölmiðlamanninum var að stuðla að því að þeir sem koma fram í fjölmiðlum tali skýrt og grinilega svo heymarskertir hafi frekari möguleika á að heyra það sem þessir miðlar hafa upp á á bjóða. arlaga að neyða mann til athafna með því að hafa upp rangan sak- burð um refsiverða eða vansæm- andi háttsemi. Lögmennirnir segja að sama eigi við um hlutdeild í slík- um verknaði og tilraun. Ennfremur geti það að bera út ummælin verið refsivert. Að lokum telja lögmenn- irnir að ákvæði 26. gr. skaðabóta- laga um bætur fyrir meingerð gegn friði, æru og persónu annars manns eigi hér við. Það er siðferðileg skylda mín við þessar aðstæður að láta reyna á það að lögum hvort ekki sé svo um hnútana búið í hinu íslenska réttar- ríki, að í fullu gildi sé meginregla 70. gr. stjómarskrárinnar um að sérhver borgari teljist saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Augljóst er að önnur viðbrögð af minni hálfu væru til þess fallin að skapa viðsjárvert fordæmi. Með vísan til ofangreinds hef ég falið lögmönnum mínum að leita þeirra réttarfarsleiða, sem eru til þess fallnar að skilgreina og ákvarða hver séu réttindi og skyld- ur þeirra, sem að máli þessu hafa komið og ekki síst hver sé ábyrgð þeirra. í næstu viku munu lögmenn- irnir hefjast handa um nauðsynleg- ar aðgerðir og verður síðan að bíða niðurstöðu réttra úrskurðaraðila. Ólafur Skúlason, biskup. BRESKU blöðin The Sun, sem er eitt útbreiddasta dagblað heims, og Sunday Telegraph birtu á laugardag og sunnudag umfangsmikla umfjöllun um Björk Guðmundsdóttur, en að- aláhersla er á að rekja æsku hennar. Bæði blöðin sendu menn hingað til lands til að afla efnis, The Sun blaðamann og Jjós- myndara, en Sunday Telegraph tónlistarritsljóra blaðsins. Fyrirsögn á frásögn The Sun, sem birtist á laugardag, er Upp- reisnarkona frá Reykjavík, en í myndatexta á fyrstu síðunni er meðal annars lagt út af því að Björk sé ein sérkennilegasta poppstjarna heims. Slegin yfir frægðinni Rætt er við Hildi Rúnu Hauksdóttur, móður Bjarkar, og meðal annars haft eftir henni að Björk hyggist leggja popp- sönginn á hilluna og snúa sér að sígildri tónlist. Samkvæmt The Sun segist Hildur óttast að frægðin verði Björk um megn. Hildur rekur tónlistaráhuga Bjarkar og nefnir að hálfs þriðja árs hafi hún kunnað utan- að og gjarnan sungið öll lögin úr Tónaflóði. Einnig segir hún frá unglingsárum Bjarkar og því þegar hún fór að syngja með hljómsveitum. Með grein- inni birtast myndir af Björk, allt frá eins árs aldri og til dags- ins í dag. f Sunday Telegraph er einnig rakin ævi Bjarkar, en meira lagt upp úr tónlistarferli henn- ar. Þar er einnig rætt við Hildi, sem segir þar að Björk hafi verið slegin yfir því hve fræg hún væri orðin á íslandi. Hildur rekur einnig tónlistarferil Bjarkar og segir frá því að hún hafi forðast alla fíkniefna- neyslu, sem er landlæg í popp- heiminum, vegna þess að það væri vísasta leiðin til að kæfa alla listsköpun. Einnig er rætt við Guðmund Gunnarsson, föð- ur Bjarkar, sem tekur í sama streng með frægð hennar heima fyrir og segist ekki hafa orðið hissa þegar hann frétti af atvik- inu í Bangkok þegar Björk veittist að breskri blaðakonu sem henni þótti of nærgöngul. „Ég veit að hún hefur skap,“ er haft eftir Guðmundi í Sunday Telegraph, „hún vill fá að vera í friði og sérstaklega vill hún að Sindri fái að vera í friði.“ í lok greinarinnar er rætt við Þór Eldon, barnsföður Bjarkar, sem segist treysta Björk full- komlega og að hún viti hvað sé Sindra fyrir bestu. Hann nefnir atburðinn í Bangkok og segir að Bjöík hafi sagt sér að blaða- maður hafi otað hljóðnema að drengnum. When it's minus 20 there's not q lot to do ex<ept stay indoors drink q qreat deal...and sinq Yfirlýsing frá Ólafi Skúlasyni biskupi Islands Biskup hefur falið lögmönn- um að undirbúa málsókn Ein þriggja kvenna ræður sér lögfræðing HERRA Ólafur Skúlason, biskup íslands, hefur falið tveimur hæsta- réttarlögmönnum, Ragnari Aðal- steinssyni og Tryggva Gunnars- syni, að undirbúa málsókn vegna þeirra ásakana sem á hann hafa verið bornar. Sigrún Pálína Ing- varsdóttir, sem sakað hefur biskup um nauðgunartilraún, hefur einnig ráðið sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna ef til málaferla kemur. Biskup sendi frá sér yfirlýsingu sl. laugardag eftir að DV birti við- tal við þtjár konur sem saka hann um kynferðislega áreitni. í yfirlýs- ingunni segir biskup að með sakar- áburði nafngreindra og ónafn- greidra aðila sé vegið að friðhelgi einkalífs síns og æru með ólögmæt- um hætti. Af ummælum í fjölmiðl- um megi ráða að markmiðið með hinum röngu sakargiftum sé að þvinga sig til að segja sig frá bisk- upsembættinu. Mál þetta verði ekki leyst í fjölmiðlum. Það verði að fara réttar leiðir og niðurstaðan að ákvarðast að lögum. Nokkrar leiðir koma til greina Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður sagði að það myndi koma í Ijós innan tíðar hvaða leið biskup færi við að veijast þeim sök- um sem á hann hafa verið bornar. Verið væri að kanna alla þætti málsins og að hveijum málarekstur kæmi til með að snúast. Ragnar sagði að nokkrar leiðir væru til skoðunar. Við undirbúning málsins kæmu til greina laga- ákvæði um friðhelgi einkalífs, ákvæði almennra hegingarlaga um rangar sakargiftir og ákvæði hegn- ingarlaga um að neyða mann til athafna með því að hafa uppi rang- an sakburð um refsiverða eða van- sæmandi háttsemi. Einnig kæmi til greina að höfða meiðyrðamál og að fara með málið fyrir siðanefnd Blaðamannafélags íslands. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem opinberlega hefur ásakað biskup um tilraun til nauðgunar, vildi ekki tjá sig um ákvörðun biskups þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gær. Hún sagðist ætla að ráða sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna ef biskup færi með þetta mál fyrir dóm. Tölvunefnd ræðir við Stígamót Tölvunefnd átti í gær fund með forsvarsmönnum Stígamóta, en nefndin óskaði í síðustu viku skýr- inga á því hvers vegna Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, hefði greint opinberlega frá því að til meðferðar væru hjá Stígamótum konur sem hefðu orðið fyrir meintri kynferðislegri áreitni af hálfu bisk- ups íslands. Guðrún hefur auk þess ritað nefndinni bréf um starfsreglur Stígamóta varðandi nafnleynd. Sig- rún Jóhannesdóttir, ritari tölvu- nefndar, vildi ekki tjá sig um bréfið efnislega, en sagði að það yrði tek- ið fyrir á formlegum fundi tölvu- nefndar nk. mánudag. Stjórn Prestafélagsins Um 20 prest- ar vilja ræða ástandið STJÓRN Prestafélags íslands (PÍ) kom saman í gær til reglulegs fund- ar. Fyrir fundinum lágu meðal ann- ars beiðnir frá samtals um 20 prest- um, þar með talið stjórnum tveggja deilda PÍ, Prestafélags Hólastiftis og Prestafélags Austurlands, um að félagið skapaði vettvang til um- ræðna um ástandið í kirkjunni. Stjórnin samþykkti að fulltrúa- ráðsfundur, sem boðaður hefur verið 14. og 15. apríl næstkomandi, verði opinn öllum félagsmönnum. í félag- inu eru yfir 200 prestar. Þar verður því vettvangur til umræðna um ástandið innan kirkjunnar og þau mál sem hafa verið ofarlega á baugi. Boðað var til fundar fulltrúaráðsins í Skálholti, en fundurinn verður að öllum líkindum fluttur til Reykjavík- ur af hagkvæmnisástæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.