Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B 54. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Aznar sigraði Vongóð- ur um sterka stjórn Madrid. Reuter. JOSÉ Maria Aznar, leiðtogi spænska Þjóðarflokksins, sagðist í gær sannfærður um að sér tækist að mynda trausta ríkisstjórn þrátt fyrir að flokkur hans hefði ekki fengið hreinan meirihluta í þing- kosningum á sunnudag. Þjóðarflokkurinn fékk 38,85% atkvæða og 156 menn kjörna. Hann skortir 20 þingsæti til að geta myndað meirihlutastjórn og yrði því að treysta á stuðning að minnsta kosti tveggja smáflokka. Líklegast er talið að Aznar reyni fyrst að semja við flokk Katalóna, CiU. Hann hefur þegar stuðning fjögurra miðjuþingmanna frá Kan- aríeyjum. Þreifingar hafnar Aznar sagði á blaðamannafundi í gær að þreifingar um stjórnar- myndun væru þegar hafnar á bak við tjöldin og að hann myndi ræða við fulltrúa allra flokka, einnig sósíalista. Hann kvaðst vilja mynda hefðbundna ríkisstjórn en sagði að einnig kæmi til greina að semja um lausbeislaðra bandalag um stuðning á þingi. Viðræðurnar gætu tekið allt að tvo mánuði eftir að Aznar fær umboð til stjórnar- myndunar. Sósíalistaflokkur Felipe Gonz- alez fékk 37,48% atkvæða og 141 þingmann, Sameinaða vinstri- bandalagið 10,58% og 21 þing- mann og CiU 4,61% atkvæða og sextán þingmenn. ■ Erfið staða/29 Stjórn Kína Eldflauga- tilraunir við Tævan Peking. Reuter. STJORNIN í Kína tilkynnti í gærkvöldi að eldflaugum yrði skotið í sjóinn nálægt Tævan í tilraunaskyni 8.-15. mars. Talið er að þetta sé liður í heræfingum sem fyrirhugað- ar eru til að ögra Tævönum fyrir forsetakosningar þeirra síðar í mánuðinum. í tilkynningu stjórnarinnar er skýrt frá því hvar eldflaug- arnar eiga að lenda í sjónum. „í öryggisskyni biður kín- verska stjórnin hlutaðeigandi yfirvöld í viðkomandi ríkjum og svæðum um að tilkynna skipum og flugvélum að ekki megi fara á þetta svæði á þessum tíma.“ Stjórn Israels á neyðarfundi vegna mannskæðra sprengjutilræða Reuter ALVARLEGA særður maður fluttur í sjúkrabíl eftir sprengjutilræði á fjölfarinni verslunargötu í Tel Aviv í gær. Að minnsta kosti 13 manns biðu bana í tilræðinu og 105 særðust. Daginn áður hafði sprengjutilræði í Jerúsalem orðið 19 manns að bana. Palestínskir hryðjuverkamenn hafa drepið hátt í 60 manns í fjórum tilræðum í ísrael á níu dögum. Hótar að senda herinn á sj álfstj órnarsvæðin Jerúsalem, Tel Aviv, Damaskus. Reuter, The Daily Telegraph. Yfirstjórn baráttunnar gegn hermd- arverkum fær „frjálsar hendur“ Reuter ÆSTIR ísraelar mótmæla við byggingu ísraelska varnarmálaráðu- neytisins í Tel Aviv . Þeir kröfðust þess að Shimon Peres forsæt- isráðherra segði af sér og sökuðu hann um föðurlandssvik. STJÓRN ísraels ákvað eftir mann- skæð sprengjutilræði í Tel Aviv og Jerúsalem í gær og á sunnudag að áskilja sér rétt til að senda ísraelska hermenn að nýju á sjálfstjórnar- svæði Palestínumanna til að að leita að hryðjuverkamönnum úr röðum múslima. „Við förum í hvern krók og kima þar sem þessi hryðjuverka- starfsemi hefur skotið rótum,“ sagði Shimon Peres forsætisráðherra. Einnig var ákveðið að stofna sér- staka yfirstjórn baráttunnar gegn hryðjuverkum og verður yfirmaður leyniþjónustunnar þar í forsæti. ,,[Yf- irstjórnin] mun hafa fijálsar hend- ur,“ sagði einn af ráðherrum lands- ins. Sjálfsmorðsárásir öfgamanna í Hamas-hreyfingunni kostuðu 19 manns lífið á sunnudag og 13 í gær auk þess sem fjöldi manna slasaðist. Dagblöð Palestínumanna fordæmdu tilræðin í gær og sökuðu öfgamenn- ina um að tortíma sjálfstæðisdraum- um þjóðarinnar, til þess nytu þeir hjálpar erlendra afla. Pólitískir leið- togar Hamas hvöttu skæruliðaarm hreyfingarinnar til að hætta tilræð- unum. „Stríðsyfirlýsing" Forseti sjálfsstjórnarsvæða Pal- estínumanna, Yasser Arafat, hét því í gær að vinna með ísraelskum stjórnvöldum í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum og uppræta starfsemi þeirra. Talsmaður Arafats hafði eftir honum að sprengjutilræð- in jafngiltu „stríðsyfirlýsingu". Á sunnudag bannaði Arafat starfsemi vopnaðra sveita heittrúarmanna á svæðunum. Ráðamenn Israela höfðu krafist þess að Arafat léti afvopna sveitirnar. Hann yrði að sýna fulla hörku ella gæti_ svo farið að brott- flutningi herja Israels frá Hebron í lok mars yrði frestað. Leiðtogar víða um heim for- dæmdu framferði hryðjuverkamann- anna. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði það kaldhæðnislegt að öfga- menn úr röðum Palestínumanna og Gyðinga ættu sér það sameiginlega takmark að stöðva friðarumleitan- irnar. Málgagn sýrlenskra stjórnvalda, al-Baath, sagði í gær að Israelar myndu aldrei geta búið við öryggi nema þeir gerðu réttlátan og raun- verulegan frið við arabíska granna sína. Sýrlendingar neita að skil- greina aðgerðir palestínsku öfga- samtakanna Hamas og íslamska Ji- had sem hryðjuverk, segja að um frelsisstríð sé að raeða og sama ger- ir klerkastjórnin í íran. Heittrúarmenn á þingi Jórdaníu tóku í sama streng í gær en tals- menn ríkisstjórnarinnar í Amraan og Hussein konungur fordæmdu til- ræðin, sögðu þau geta stefnt friðar- umleitunum í Miðausturlöndum í hættu. ísraelar ákváðu í gær að kalla heim sendinefnd sína í friðar- viðræðum við Sýrlendinga sem fram hafa farið í Bandaríkjunum. „Peres, þú ert næstur“ Um 700 reiðir ísraelar grýttu bif- reiðar og kveiktu elda við byggingu varnarmálaráðuneytisins í Tel Aviv meðan stjórnin var þar á neyðar- fundi. Fólkið krafðist blóðhefnda og afsagnar Shimons Peres. „Peres, þú ert næstur,“ hrópaði múgurinn og sakaði forsætisráðherrann um föð- urlandssvik. Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likud-flokksins, hvatti ísraela til að sýna stillingu og standa saman í baráttunni gegn hryðjuverkamönn- um. Palestínumenn í Austur-Jerúsal- em flýttu sér í gær að safna matar- birgðum til að geta haldið sig heima við næstu daga þar sem þeir ótt.ast hefndaraðgerðir. ísraelar höfðu reynt að ráðast á Palestínumenn í Jerúsalem eftir sprengjutilræðið þar á sunnudag. Ami Ayalon, yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar Shin Bet, sagði að þúsundir ungra Palestínumanna væru tilbúnar til sjálfsmorðsárása í nafni íslams. Aðeins í einum flótta- mannabúðum, Fawwar, nálægt Hebron á Vesturbakkanum, væru 30-40 ungir Palestínumenn reiðu- búnir að fórna lífi sínu. Hann sagði að flestir þeirra hefðu verið hand- teknir í árás ísraelska hersins á búð- irnar i gær. Fregnir herma að her- menn hafi handtekið 1.000 unga Palestínumenn þar og safnað þeim saman í skóla en síðan sleppt flestum þeirra. ■ Tugir manna farast/20 ■ Friðarvonum drekkt/28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.