Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 17 VIÐSKIPTI ATVR íhugar kæru á hendur umboðsaðila Campari Skiptar skoðanir um viðskiptahætti HOSKULDUR Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins, íhugar nú að kæra heildverslun- ina Karl K. Karlsson hf. til Sam- keppnisstofnunar eða Eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA) fyrir misbeitingu á markaðsráðandi aðstöðu sinni. Campari er uppurið í verslunum ÁTVR og segir Höskuldur að það verði ekki á boðstólum að svo stöddu. Ingvar J. Karlsson, fram- kvæmdastjóri Karls K. Karlssonar hf., segir þetta mál hins vegar á misskilningi byggt auk þess sem ÁTVR hafi aldrei svarað tilboði fyr- irtækisins. Að sögn Höskuldar eru einkum þrjár ástæður fyrir því að fyrirtæk- ið íhugi nú að grípa til þessara aðgerða. „í fyrsta lagi pöntuðum við eina tegund af vöru en okkur er gert að kaupa aðra," . „Við pönt- uðum Campari af 25% styrkleika en eigum að kaupa tegund sem er 21% að styrkleika. Þá pöntum við 2.400 flöskur en okkur er sett það skilyrði að taka 3.600 flöskur. í þriðja lagi ætluðum við síðan að kaupa vöru sem kostaði 242 krónur flaskan en okkur er sagt að kaupa hana á 505 kr. eða 109% hærra verði en við greiddum áður. Mælir- inn hjá okkur er því einfaldlega fullur." Höskuldur segir að ekki hafi ver- ið ákveðið enn hvort að þessir við- skiptahættir verði kærðir eða hvort fyrirtækið muni leita annað. Karl K. Karlsson hf. hefur einkaumboð fyrir Campari hér á landi í dag og á grundvelli þess hefur framleið- andinn neitað að afgreiða ÁTVR um pantanir og vísað þess í stað á umboðsaðilann hér á landi. Hös- kuldur bendir þó á að samkvæmt EES-samningnum sé ekkert til lengur sem heiti einkaumboðsaðili og því leiti fyrirtækið nú að öðrum umboðsaðilum sem séu tilbúnir til þess að bjóða kjör sem séu nær því sem ÁTVR sé að óska eftir. Tilhæfulausar ásakanir. Ingvar J. Karlsson, fram- kvæmdastjóri Karls K. Karlssonar, segir þessa umræðu á misskilningi byggða og í raun sé það hjákátlegt að ATVR sé að setja fram slíka kæru í ljósi eigin einokunarstöðu. Hann segist hins vegar fagna því ef Samkeppnisstofnun taki þetta mál til umfjöllunar enda fróðlegt að vita hvort starfsemi ÁTVR sé í samræmi við samkeppnislög. „Hvað varðar verðhækkunina þá stafar hluti hennar af hækkun frá framleiðanda Campari auk þess sem við þurfum að taka á okkur kostnað vegna birgðahalds og því eðlilegt að innkaupsverð ATVR hækki eitthvað enda ætti birgða- kostnaður þeirra að lækka fyrir vik- ið," segir Ingvar. „ÁTVR hefur hins vegar ekki svarað í neinu tilboði okkar frá því í desember og engum kvörtunum hefur verið komið á framfæri við okkur fyrir utan at- hugasemd við hvernig virðisauka- skattur væri settur fram." Ingvar segir að tilboðið hafi mið- ast við 3.600 flöskur en aldrei hafí viðskipti verið skilyrt við það magn heldur hafi magnafsláttur einungis verið miðaður við þessa tölu. Hvað varðar skiptinguna yfir í 21% styrk- leika á Campari segir hann að sú ákvörðun hafi komið að utan og það sé af og frá að fyrirtækið sé að reyna vísvitandi að hækka verð- ið með þessum hætti. Það hafi eng- an hag af slíku enda sé Campari að keppa hér á landi við fjölmargar aðrar tegundir. Hann segir að Campari sé nú uppselt í ríkinu en ætti hins vegar að fást á vínveit- ingahúsum að nýju fyrir helgi. Viðskipta- og tölvuskólinn býður kvöld- námskeið (6 klst) fyrir aðeins kr. 4.500 ~^þ Internet Hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 569 7640 NYHERJI Vertu skrefi á undan með okkur! VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN t Ánanaustum 15 101 Reykjavík Sími 569 7640 Sfmbréf 552 8583 skoli@nyherji.is PAVIGREI rjp Sterkar og ódýrar flísar AlFAÐORG? KNARl^BVQGÍv4 f » 568 6755 JK^tf^lUMátíb -kjarnimálsins! ISLENSKI MARKAÐSDAGURINN 15. MARS HVAÐ V€ISTU UM MARKAÐINN? Námsstefna um markaðsrannsóknir í Borgarleikhúsinu, föstudaginn 15. mars kl. 9.20 -15.00. singar um markaðinn skipta miklu máli viö ákvörðun markaðsaðgerða íat á árangri þeirra. Á námsstefnu ÍMARK verður fjallað um möguleika leiðirtil öflunar upplýsinga og markvissa nýtingu þeirra. Meöal annars rður leitast við a.ð svara eftirfarandi spurningum: • Hvaða upplýsingar eru tiltækar um kauphegðun neytenda? • Hvernig mælist eftirtekt auglýsinga? • Hver veröur þróunin í rannsóknum næstu árin? • Hvernig geta fyrirtæki mælt ímynd sína? • Hvað eru þjónustukannanir? • Hvernig nota íslensk fyrirtæki markaösrannsóknir? Fyrirlesarar: Skúli Gunnsteinsson, ÍM Gallup Hallur A. Baldursson, Yddu Stefán Ólafsson, Félagsvísindastofnun Háskólans Jón Björnsson, Hagvangi Hafsteinn Már Einarsson, ÍM Gallup Ásta G. Haröardóttir, Ráðgaröi Birna Einarsdóttir, íslandsbanka Emil Grímsson, Toyota Þátttökugjald Þátttökugjald fyrir félaga í ÍMARK er 4.900 kr. og 7.900 kr. fyrir aðra. Innifalið er léttur hádegisverður, kaffiveitingar og námsstefnugögn. Þátttökugjald má greiða með VISA og EURO. Skráning Skráning fer fram á skrifstofu ÍMARK í síma 561 0140 á mánudögum kl. 13 -15 og á miðvikudögum kl. 10 -12. Einnig má tilkynna þátttöku með því aö senda fax í sama númer. Takmarkaður sætafjöldi. Takið frá íslenska markaösdaginn frá morgni til kvölds. Munið verðlaunaafhendinguna fyrir ATHYGLISVERÐUSTU AUGLÝSINGAR ÁRSINS 1995 í aðalsal Borgarleikhússins kl. 15.30 og sýninguna í anddyri leikhússins. Hátíð í Borgar- kjallaranum um kvöldið. "••w. ISLENSKI MARKAÐSDAGLMNN «V!ARK- I ÍM 'ARK ÍSLANDSBANKI Margt smdtt PÓSTUR OG SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.