Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 39 MINNINGAR véltækninnar stór. Nú er fallinn í valinn einn afkastamikill liðsmaður í þeirri framfarasókn, Björn Bjarnar- son jarðræktarráðunautur hjá Bún- aðarfélagi íslands. Hann kom til starfa hjá Búnaðar- félaginu árið 1946 við uþphaf rækt- unar- og tæknibyltingarinnar miklu, sem hófst um lok síðustu heimsstyrj- aldarinnar. Hann hafði þá aflað sér góðrar skólamenntunar er lauk með prófi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaup- mannahófn 1941. En vegna stríðsins kom hann ekki heim, heldur hóf að starfa í Danmörku, fyrst sem aðstoð- armaður við leiðsögn í framræslu og jarðvinnslu hjá ræktunarsambandi í Præsto Amt í þrjú ár og síðan sem ráðunautur í framræslu í Ringsted í tvö ár. Reynsla hans á sviði fram- ræslu og jarðvinnslu, er hann tók við starfi jarðræktarráðunautar, var því mikil og kom sér vel. Nú voru hin stórvirku tæki, skurð- gröfurnar til framræslunnar og jarð- ýturnar til jöfnunar og frumvinnslu lands, að koma í notkun hvarvetna um landið. Sett voru lög um jarð- ræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum árið 1945 og á grundvelli þeirra voru ræktunarsamböndin stofnuð í öllum héruðum landsins. Þau voru annar aðalburðarásinn í hinum miklu framræslu- og ræktun- arframkvæmdum. Það kom mjög í hlut Björns að aðstoða við stofnun þeirra og að setja þeim samþykktir í samræmi við lög- in. Björn var þar bæði í hlutverki eftirlitsmanns með framkvæmd lag- anna og veiti þeim handleiðslu sem voru í forystu fyrir samböndin. Hinn meginþáttur í þessari hörðu sókn til aukinnar ræktunar var starfsemi Vélasjóðs ríkisins sem keypti og rak skurðgröfur um allar byggðir. Þau kaup hófust 1942. Vélanefnd ríkisins sem tók við rekstri Vélasjóðs var stofnuð 1950 og átti Björn sæti í henni fyrstu 16 árin. Meginstarf Björns Bjarnarsonar sem jarðræktarráðunautar, einkum þó framan af starfsævinni, var að skipuleggja framræsluna ^ bæði í smáu og stóru. Hann og Ásgeir L. Jónsson vatnsvirkjafræðingur, sem var allmiklu eldri í starfi hjá Búnað- arfélaginu, skiptu með sér landinu og voru á ferðinni öll sumur um all- ar byggðir, völdu ræktunarlöndin með bændunum og skipulögðu og mældu fyrir skurðum. Eftir forsögn þeirra breyttu margar votlendissveit- irnar um svip og jarðir sem áður þóttu rýrar til búskapar urðu að stór- býlum. Fóðurframleiðslan færðist af úthaganum á túnin og beitin sömu- leiðis að hluta en á framræst mýr- lendi sem gaf margfalda uppskeru. Merkilegt við þessi störf var það einnig að með þeim var verið að heyja sér nýja reynslu og þekkingu á heppilegustu aðferðum við fram- ræslu og ræktun landsins. Nátengd ræktunarleiðbeiningun- um voru störf Björns í Verkfæra- nefnd ríkisins, þar sem hann átti sæti í meira en áratug og átti þátt í tæknilegri þrðun landbúnaðarins, bæði vélvæðingu og framþróun þeirra búvéla og verkfæra sem beitt var við alla þætti bústarfa. Sakir glöggskyggni sinnar og þekktrar samviskusemi var Björn mjög oft kvaddur til starfa í mats- nefndum eða sem meðdómsmaður í álitamálum. Björn Bjarnarson var maður vel á sig kominn, röskur og harðduglegur. Hann dró aldrei af sér á löngum mælingaleiðöngrum en þá reyndi á líkamlegt þrek þegar jafnan var unn- ið frá því árla morguns til síðkvölda eins og háttur var á í sveitum. Björn var bæði samviskusamur og réttsýnn, glöggskyggn á ákvæði laga og reglugerða sem vinna átti eftir, sem og á tölur og stærðir, en allt þetta kom sér vel í margþættum störfum hans fyrir og með bændum svo og sem trúnaðarmaður ríkisins í eftirliti með framkvæmdum. Sem samstarfsmaður og félagi var Björn alúðlegur og féllvel inn í samfélagið hjá Búnaðarfélaginu. Þó að breyttir séu tímar og önnur gildi höfð í hávegum af ýmsum, er full ástæða til að minnast frumherj- anna á þessu mikilvæga tímabili í sögu landbúnaðarins og þjóðarinnar. Þvf ef mér þetta svo ofarlega í huga þegar ég minnist ræktunarmannsins Björns Bjarnarsonar. Hann lifði og starfaði á tímum bjartsýni í landbún- aði og naut þess. Hann á skildar miklar þakkir fyrir lífsstarf sitt. Undir það mundu taka þeir fjöida- mörgu bændur landsins í nær öilum héruðum þess sem hann vann með. Ég færi Ritu, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum hug- heilar samúðarkveðjur. Jónas Jónsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS HAFSTEINS VALDIMARSSONAR frá Rúfeyjum, Breiðafiroi, síðar Hnúki, Dalasýslu, til heimilis í Mávahlíð 16, Reykjavík. Kristín Gunnarsdóttir, Hörður Þorsteinsson, SigurSur Óli Gunnarsson, Ólafía Ingibjörg Ingólfsdóttir, Pétur Gunnarsson, Helga Þ. Sigurðardóttir, Jóhannes Valdimar Gunnarsson, Guðríður Linda Karlsdóttir og barnabörn. • Fleiri mirmingargreinar um Björn Bjarnarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Þökkum öllum þeim, sem heiðruöu minningu og sýndu okkur samúð, vin- áttu og hlýhug við fráfall SIGURGEIRS FRIÐRIKSSONAR bifreiðasmiðs, Holtagerði 52, Kópavogi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustu Karitas. Lilja Vigf úsdóttir, Steinunn Sigurgeirsdóttir, Sigurberg Einarsson, Dröfn Sigurgeirsdóttir, Bryndís Sigurgeirsdóttir, Geir Hafsteinn Sigurgeirsson, Hreinn Sigurgeirsson, Rut Sigurgeirsdóttir, Jón Björn Sigurgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Helgi Ólafsson, Hrafnkell H. Kristjánsson, Gunnhildur Ólafsdóttir, Sesselja Jónsdóttir, Jens Arason, Guðmunda Sigfúsdóttir, WtÆKOAUGL YSINGAR FUNDiR - MANNFAGNAÐUR PT\% Ráðstefna um skipulag og nýtíngu hálendis Islands Ferðamálaráð íslands og Skipulag ríkisins standa fyrir ráðstef nu um ofangreint ef ni og verður hún haldin í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 8. mars. DAGSKRÁ: Kl. 10.00 1. Setning: Birgir Þorgilsson, formaður Ferðamálaráðs. 2. Ávarp: Halldór Blöndal, samgönguráð- herra. 3. Ávarp: Guðmundur Bjarnason, umhverf- isráðherra. 4. Kynning á starfi samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins: Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins og Gísli Gíslason, landslagsarkitekt. 5. Ástand hálendisins og leiðir til úrbóta: Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. Ki. 12.15-13.30 Hádegisverðarhlé. 6. Stutt erindi ferðaþjónustuaðila: Halldór Bjamason, framkvæmdastjóri Safaríferða. Einar Bollason, framkvæmdastjóri íshesta. Amgrímur Hermannsson, framkvæmda- stjóri Addís. Hörður Erlingsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Harðar Erlingssonar. 7. Almennar umræður. Kl. 16.00 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjórar: Birgir Þorgilsson og Stefán Thors. Ráðstefnugjald með léttum hádegisverði er kr. 3.500. Án hádegisverðar er gjaldið kr. 2.000. Aðalfundur Þróunarfélags íslands hf. Aðalfundur Þróunarfélags íslands hf. verður haldinn mánudaginn 18. mars 1996, kl. 16.00 á Hótel Sögu í A-sal. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á 3. gr. samþykkta varðandi tilgang félagsins. 3. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 4. Tillaga um hlutafjáraukningu. 5. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Stjórn Þróunarfélags íslands hf. Vertu í óruggum höndum þegar... ..fermingin, árshátíöin, afmælið, brúðkaupið, ráðstefnan, t^^T fundurinn, þorrablótið og annað mikið stendur til! • Alhliöa veisluþjónusta fyrir | einstaklinga og fyrirtæki • Veislu- og ráöstefnusalir FÉLAGSHEIMIUÐSELTJARNARMESI • SÍMI561-6030 fyrir mikilvægar stundir! ouglýsingar FELAGSLÍf D EDDA 5996030519 III 1 D FJÖLNIR Fræðsluf. 5996030519 I Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Samvera fyrir eldri safnaðar- meðlimi í dag lcl. 15.00. Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. ' AD KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Fundarefni í umsjá Margrétar Eggertsdóttur. Eddulist í kveð- skap Stefáns Ólafssonar og sr. Hallgríms Péturssonar. Allar konur velkomnar. D HLÍN 5996030519 IV/V - 2 LÍFSSÝN Samtök til sjálfsþekkingar Lífssýnarfélagar Félagsfundur í kvöld kl. 20.30 í Bolholti 4. Gunnar St. Ólafsson, forseti Sálarrannsóknafélags fs- lands segir frá starfsemi félags- ins. Kristín Þorsteindóttir miðill kemur í heimsókn. Allir velkomnir. Stjórnin. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Kvöldganga I kvöld, þriðjudaginn 5. mars, kl. 20.00: Kvöldganga á fullu tungli. Valin verður leið í nágrenni Reykjavíkur. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag islands. I.O.O.F. Rb. 4 S 145358 - Lh. Austurvegurehjd Leiga á sal fyrir andlega starfsemi Leigjum út 30 fm sal á Sjávar- götu 28, Bessast.hreppi, 10 mín. akstur frá Rvík, sem er eingöngu ætlaður fyrir andlega starfsemi - hugleiðslur - miðlun eða þess háttar vinnu. 4 nudd/heilunar- bekkir á staðnum. Fallegt og rólegt umhverfi. Uppl. ( sima 565 2309 (Rafn/ Guðrún) alla daga eftir kl. 13 á daginn. f^l mii KT% Hallveiqarstiq 1 • sími 561 4330 Myndakvöld 7. mars kl. 20.30. Hinn landsfrægi Ijós- myndari Björn Rúriksson sýnir úrval mynda sinna, m.a. myndir úr lofti af þekktum áfangastöð- um Útivistar. Björn kynnir einnig nýútkomna bók sína um Vest- mannaeyjar. Mætum tímanlega.T Hið vinsæla kaffihlaðborð er innifalið í aðgangseyri. Dagsferð þriðjudaginn 5. mars kl. 20: Kvöldganga á fullu tungli. Skíðagöngunámskeið laugar- daginn 9. mars kl. 10.30: Auglýst nánar fimmtu- daginn 7. mars. Dagsferð sun. 10. mars kl. 10.30: Gullfossíklakaböndum. Helgarferð 9.-10. mars kl. 10.00: Skíðaferð á Botnssúl- ur. Á skíðum upp úr Brynjudal í Hvalfirði. Gist í Bratta í Botnssúl- um. Gengið á tindana, ísaxir og broddar. Árshátíð Útivistar laugardaginn 16. mars kl. 19.00. Fariðfrá Hallveigarstig með rútu til Bláa lónsins. Þar er glæsileg aðstaða til veislu- halda og á boröum verður þrí- réttuð máltíð. Hljómsveit og skemmtiatriði í heimsklassa. Verð 3.000 kr. og skráning á skrifstofu. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.