Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 33 AÐSENDAR GREINAR Skeleggur skáld MÉR barst í gær (20. janúar) úrklippa úr Morgunblaðinu frá 10. janúar með svari Þórarins Eldjárns við athugasemdum eftir mig, sem mér skilst að birst hafi viku fyrr (ég hef ekki enn séð þær á prenti), og fjölluðu um kynferðislega mis- notkun fornafna í íslensku máli. Alls fyrst vil ég þakka Þórarni ágæta vísu, sem „liðaðist upp úr" honum í lokin. Ekki hafa aðrir (né heldur aðrar) skáld fyrr kveðið um mig - eða til mín - svo ég viti, og ég hafði drjúgt gaman af, jafnvel þótt ort kunni að hafa verið mér til háðungar — enda skiftir það minnstu máli. Ég er sjálfur hæðinn, kímni líkar mér vel, og vísan stend- ur fyrir sínu. Enn fremur vil ég samgleðjast Þórarni í stolti hans yfir syni sínum fjögurra ára, sem „er farinn að segja „átshj" þegar hann kveinkar sér" (snemmindis bráðgörr á enska tungu) og heyrðist um jólin „segja fyrsta fökkið sitt". Nú er ég ekki alveg viss um hvort þetta er yfir- leitt eitthvað sem íslenskir foreldrar nú til dags bíða eftir í ofvæni eins og eftir fyrstu tönn, og ég er að hugsa að kannski ætti ég að senda snáðanum eitthvert lítilræði í fökkfé. En komum að mergi málsins. í athugasemdum mínum 3. janúar nefndi ég dæmi þess að Þórarinn, Hrafn Gunnlaugsson og fleiri hefðu notað rangt kyn á fornöfnum til að vísa til áður tiltekinna eða eftir- farandi nafnorða, svo sem „Sjálfur var skáldið ..." (Þórarinn), „Ráð- herrann hengdi^ sjálf upp..." (Hrafn), o.s.frv. Ég taldi þetta áhrif frá ensku, enda ensk nafnorð yfir- leitt ókynjuð. Þórarinn telur mig hafa borið „sjálfan Helga Hálfdan- arson" (hefur hann verið tekinn í guðatölu?) fyrir því og er kannski vorkunn, því að setningin var af minni hálfu ekki nógu hákvæmlega orðuð til að útiloka slíkan misskiln- ing (eða útúrsnúning?). En Helgi virtist kenna róttækum femínisma um fremur en áhrifum frá ensku. Orsökin skiftir þó minna máli en afleiðingin, og ég þykist ekki þurfa að skjóta mér bak við „sjálfan Helga", þótt pistill hans í Morgun- blaðinu sl. sumar um sama efni hafi verið eitt tilefni athugasemda minna. Áður en Þórarinn segir „skoðun" mína „ósköp einfaldlega" ranga kveður hann vandséð „hvers vegna umhyggja [mín nái] ekki líka til lýsingarorða". Og hann heldur áfram: „Ef skoðun hans væri rétt er kynferðisleg mis- notkun þó áreiðanlega síst minni á þeim en fornöfnunum þegar málfræðikyn og eðli- skyn falla ekki sam- an." Ljótt er ef satt er. En því er fyrst til að svara, að hér er ekki um neina skoðun að ræða. Skáld er „ósköp einfaldlega" hvorug- kynsnafnorð; ráðherra er karlkynsnafnorð. Það er út í hött að hafa skoðun á því sem enginn vafi leikur á. Og ástæðan til þess að ég nefndi ekki lýsingarorð er ann- ars vegar sú - og hér ætla ég að skjóta mér bak við „sjálfan Helga" - að pistill hans, sem ég hafði að upphafsstað, fjallaði að mestu um fornöfn; en hins vegar er orsökin sú, að ég minnist þess ekki að hafa Ég er ekki eins liðugur skáld og Þórarinn, segir Hallberg Hallmunds- son, kalkvistur _____sem ég er._____ rekist á lýsingarorð sem eins rangt er með farið og fornöfnin í þeim dæmum sem ég tilfærði. Eg hef t.d. aldrei rekist á að Þórarinn væri kallaður „góður skáld" eða Ingibjörg Sólrún „röggsöm borgar- stjóri". Auðvitað má þó vera að mér hafi sést yfir eitthvað slíkt, sem ég treysti þá Þórarni til að benda mér á, annaðhvort opinberlega eða okkar á milli. Mér væri satt að segja þökk á því. Og þá er að snúa sér að skoðun- um - í þessu tilfelli Þórarins. Hann myndar að gamni sínu tvær setn- ingar „að hætti Hallbergs", sem hann telur „hjákátlegar": „Ég elska foreldra mína af því að þeir hafa alltaf verið svo góðir við mig." Og: „Ég spurði þennan boldangskven- mann hvort ég mætti ekki sofa hjá honum." Spyr síðan: „Ef til er kyn- ferðisleg misnotkun í máli, er það þá ekki einmitt eitthvert slíkt orða- far?" Svarið er „einfaldlega": Nei. Hér er ekki um neina misnotkun " að ræða. Báðar eru setningarnar réttar - að íslenskum hætti jafnt og mínum. Það að þær séu hjákát- legar er hins vegar skoðun Þórar- Hallberg Hallmundsson ins. Og ég skal játa að fyrri setninguna gæti ég ósköp vel tekið mér í munn. Ef hin síðari er kauðaleg - fremur en hjákátleg, að minni skoðun - er það ekki af því að þar sé notað rétt fornafn. Hún mundi jafnkauðaleg, og engu þjálii, þótt „henni" væri skotið inn í stað „honum". Setn- ingin er miklu fremur smekklaus að sam- setningu. Það er ósköp auðvelt að setja saman afkáralegar setningar sem þó eru fullkomlega rétt myndaðar. Dæmi úr bók, sem út kom í haust leið: „Skyndilega rétti hann úr sér og sparkaði snöggt í áttina að snjókorni." Eins er hægt að mynda snoturlegar setningar, sem þó eru málfræðilega rangar. Dæmi: „Sjálfur var skáldið eins og jurt af þeim rótum ... " úr Kyrrum kjörum. Hvorugt er rök fyrir einu eða neinu. Ég verð að játa að mér þótti leitt að heyra að Halldór Laxness hafi haft fornafnið hann um skáldið í Heimsljósi. Ærið langt er síðan ég las þábók á íslensku - hálf öld eða svo. (Ég las hana aftur fyrir réttu ári á ensku, að gefnu tilefni.) Og hafi ég tekið eftir þessari ávirðingu sem unglingur, þá er ég löngu bú- inn að gleyma því. En ég kann samt sem áður vel að meta þá bók, rétt eins og ég met að verðleikum Kyrr kjör Þórarins, sem ég fór um mjög jákvæðum orðum í umsögn fyrir 11 árum, þótt ég reyndar fyndi að nokkrum hnökrum í máli hans. Enda voru athugasemdir mínar í Morgunblaðinu fyrr í þessum mán- uði ekki gerðar „til háðungar" þeim höfundum sem þar eru nefndir, þótt Þórarinn hafi sýnilega tekið þær þannig, svo hart sem hann hefur brugðist við í þetta skiftið. Þær voru fremur gerðar til ábend- ingar, bæði höfundunum og öðrum. Ég var sennilega í lengstu lög að vona að þetta væri bara pennaglöp, eins og alltaf geta komið fyrir. En nú sé ég, svo að ekki verður um vilist, að um ásetning er að ræða og þykir sýnu verr. Þórarinn kallar svargrein sína „Kynjakallkvistur", sem ég held ég hljóti að taka til mín fyrst það get- ur varla vísað til nokkurs annars. En ekki held ég neinum geti fund- ist það bæta málstað hans að grípa til slíkra uppnefna. Ég er að vísu gamall orðinn (og ef til vill kalinn); það er þó hvorki mér til lasts eða lofs fremur en aldur (og funi?) hans sjálfs. Og eflaust gæti ég fundið upp eitthvert neyðarlegt hæðnisorð um hann ef ég kærði mig um. Mig hefur ekki til þessa skort hug- kvæmni til hæðni. En til þess arna rekur mig enginn nauður. Þótt við séum á öndverðum meiði í þessu máli, er ekki þar með sagt að við séum raunverulegir andstæðingar. Og síst ber ég nokkurn kala til hans þótt við tökumst á um mál sem okkur er báðum umhugað um: íslenska tungu. Að lokum þetta: Ég er ekki eins liðugur skáld og Þórarinn, kalkvist- ur sem ég er, svo að ég get ekki sagt að eftirfarandi hnoð „að hætti hans" hafi liðast upp úr mér. Ég satt að segja barði það saman til að launa honum, þótt í litlu sé, fyr- ir fyrstu vísuna sem til mín hefur verið kveðin. Yfir henni var ég jafn- stoltur og Þórarinn sjálfur yfir fyrsta fökki sonar síns: Hvergi veill eða hálfur hendist hann inn á svið, skeleggi skáldið sjálfur, skðrunglegt eldjárnið. Höfundw er skáld. ¦H I ár eru liðin 75 ár frá setningu fyrstu skipulagslaga á íslandi. Aö þessu tilefni efna umhverfisráðuneytið og Skipulag ríkisins til hugmyndasamkeppni undir yfirskriftinni ísland áriö 2018. Tilgangur hugmyndasamkeppninnar íslandáriö 2018 er að vekja athygli á skipulags- og umhverfismálum og hve hratt þau þróast. Leitað er eftir hugmyndum og tillögum um stöðu og framtíð íslands á nýrri öld, með áherslu á þau atriði sem sett eru fram ? keppnislýsingu eða önnur sértækari sem þátttakendur kynnu aö vilja koma aö. Samkeppnin er opin og öllum heimil þátttaka. Veitt verða verölaun, að heildarupphæö 2.000.000 kr. Dómnefnd ákveður skiptingu verðlaunafjár, en allt aö fjmm tillögur verða verölaunaðar. Áhugaverðum tillögum verður einnig veitt viöurkenningin athyglisverð tillaga. Keppnislýsing liggur frammi í umhverfísráðuneytinu og hjá Skipulagi ríkisins. Nánari upplýsingar fást hjá trúnaðarmanni dómnefndar, Huga Ólafssyni deildarstjóra í umhverfisráðuneytinu. Tillögum skal skila til trúnaðartnanns dómnefndar fyrir 1. júlí 1996. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ S K I P U L K I S 1 N S «_ »" ¦¦ ¦¦' ¦¦ - ¦¦* ___ ^¦^ __________ *".......•* l"'——l ^- 1 fl__i_S —____-—,,_______, Með þessu stórkostlega fyrir- komulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mis- munandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöru- vagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEQI 70, KÓP. • SlMI 564 4711 ' FAX SS4 4725 Loksins - loksins aftur á íslandi Subaru Justy J-12 árg. '95 1.150.000 s.fir. 4x4, 5 dyra, afturrúðuþurrka og piss, AM/FM stereo. 1 árs ábyrgð*. 6 ára ryðvarnarábyrgð**. Takmarkaö magn. Til afhendingar í mars. *skv. íslensk '*.sk\'. skilmúli <s> BILASALAN SKEIFAM Skeifunni l ) , s. 368 9555 Morgunverðarfundur Miðvikudaginn 6. mars 1996, Skála, 2. hæð Hótel Sögu og i SH húsinu Akureyri frá kl. 8:00 - 9:30 SH á alþjóða- Samtímis á Akureyri og í Reykjavík FVH boðar til fundar um markaðsstarfsemi SH á alþjóðamörkuðum. Fundurinn verður haldinn samtímis á Hótel Sögu og í SH húsinu á Akureyri með aðstoð Ijósleiðarasambands. Frummælendur eru Friðrik Pálsson, forstjóri og Gylfi Þór Magnússon framkvæmdstjóri markaðssmála og forstöðumaður skrifstofu SH á Akureyri. Fríðrik Pálsson í Reykjavik fjallar um: • Starfsemi og sölunet SH í dag • Uppbyggingu öflugs sölunets • Ólíka markaði sem krefjast ólíkra vinnubragða • Samkeppnisaðila SH á erlendum markaði • Breytt umhverfi, breytt hlutverk sölusamtaka Gylfi Þór Magnússon á Akureyri fjallar um; • Eitt fyrirtæki í tveimur landshlutum • Hvernig SH fer að þvíað láta fyrirtækið virka sem eina einingu þó miklar fjarlægðir skilji nána starísmenn að • Tæknilega og stjórnunarlega úrlausn FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur-gestír velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.