Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hádegisverðarfundur IMARK MARKAÐSSMÁL OC INTERNETIÐ ÞROUN UNDANFARNA MÁNUÐI Sífellt fjölgar þeim fyrirtækjum sem nýta sér möguleika Internetsins til kynningar og upplýsjngaleitar í harðri markaösbaráttu. Á síöasta ári hélt ÍMARK fund þar sem fjallaö var um þessi mál og var hann mjög vel sóttur. Ókkur þykir nú tímabært aö skoða málin aftur þar sem þróunin hefur orðið mjög ör á þessum tíma. Frummælendur: Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Margmiðlunar hf. Gestur Gestsson, markaðsstjóri Margmiðlunar hf. Fundarstjóri: Árni Geir Pálsson, Mættinum og dýröinni. Fundurinn verður á veitingastaðnum Carpe Diem, fimmtudaginn 7. mars kl. 12:00 -13:30. Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir ÍMARK-félaga en 2.500 kr. fyrir aðra (hádegisverður og kaffi er innifalið). Munið félagsskírteinin. Styrktaraðilar ÍMARK 1995 -1996 eru: QPIN KERFI HF I^IM PÓSTUR OG SÍMI Margt smdtt ISLANDSBANKI VIÐSKIPTI VILT ÞÚ LÁTA INNHEIMTUAÐGERÐIRNAR GANGA HRATT FYRIR SIG ? Innheimtur s/f leggja áherslu á faglega, hraða og góða þjónustu. Ef þú leitar lögfræðilegra innheimtuaðgerða áttu rétt á að fá: HRAÐA ÞJÓNUSTU Hraðar innheimtuaðgerðir geta gert útslagið um hvort skuldin innheimtist og það að ná peningunum sem fyrst inn í veltuna getur verið áhrifavaldur á arðsemi fyrirtækis þíns. GREIÐAN AÐGANG AÐ UPPLÝSINGUM Þú verður að geta fengið upplýsingar um gang og stöðu mála á fyrirhafnarlausan hátt þegar þér hentar. GÓÐAR SKILAGREINAR Forsenda þess að þú getir haft nákvæmt eftirlit með útistandandi kröfum og uppgjöri þeirra eru góðar skilagreinar. REGLULEGT UPPGJÖR Þú átt rétt á að fá peningana þína tafarlaust eftir að greiðsla hefur farið fram. Ef þú eða fyrirtæki þitt þarf á lögfræðilegum innheimtuað- geróum að halda skaltu gera kröfur. Hafðu samband vió Einar Gaut Steingrimsson hdl. á skrifstofu okkar og fáðu nánari upplýsingar um þjónustuna. INNHEIMTUR SF Eiðistorgi 13,170 Seltjarnarnesi, sími 561 0077, fax 562 3484. Samskip kaupa 80% hlutafjár í Landflutningum hf. Mynda nýtt og öflugt þjónustunet um allt land SAMSKIP hf. hafa gengið frá samningum um kaup á 72% hlutafj- ár íi Landflutningum hf. fyrir 80 milljónir króna. Þá er samningum nær lokið um kaup á 8% hlut til viðbótar og öðrum hluthöfum verð- ur boðið að selja sína hluti á hlið- stæðum kjörum. Ákveðið hefur ver- ið að sameina starfsemi félaganna tveggja innanlands undir nafninu Landflutningar - Samskip og mynda þannig nýtt og öflugt þjón- ustunet um allt land. Landflutning- ar eru 30 ára gamalt fyrirtæki. Starfsmenn eru þrjátíu talsins og var veltan á sl. ári um 72 milljónir. Að sögn Baldurs Guðnasonar, framkvæmdastjóra flutningasviðs Samskipa, skilar sameining innan- landsflutninga Samskipa og Land- flutninga í senn hagræðingu og aukinni þjónustu. Heildsali i Reykjavík, sem selur vörur til margra staða á landsbyggðinni, getur nú t.d. gengið frá öllum flutningum smum á sjó og landi hjá Landflutningum í stað þess að semja við tugi einstaklinga og fyr- irtækja um flutninginn. „Við höfum kynnt okkur mjög vel landflutningamarkaðinn og greint það hversu mikið magn er flutt frá hverjum landsfjórðungi til og frá Reykjavíkursvæðinu, fjölda ferða og fjölda flutningsaðila. Stór hluti af flutningabílunum eru illa nýttir í ferðum til Reykjavíkur þar sem þeir eru fylltir vegna flutninga út á land. Við höfum hins vegar mikla flutninga frá landsbyggðinni til Reykjavíkur á útflutningsvöru sem fer í millilandaskipin. Þannig sáum við að hægt væri að auka nýtingu í flutningum í báðar áttir með samstarfi við þessa aðila. Bætt nýting fjárfestinga er lykill að hagræðingu. Fram til þessa hefur innanlandskerfið verið byggt upp þannig að hver maður á sinn bíl sem stendur kyrr meðan eig- andinn sefur. Það þarf bæði að tryggja það að flutningsrýmið sé vel nýtt og að bílarnir séu í stöð- ugri notkun." Reka flutningamiðstöðvar í samvinnu við heimamenn Kaup Samskipa á Landflutning- um er liður í viðameiri uppbygg- ingu félagsins^ á flutningakerfinu innanlands. „Á síðasta ári hófst uppbygging á flutningamiðstöðv- um á landsbyggðinni í samvinnu við heimamenn á hverjum stað," sagði Baldur. „Við byrjuðum á því taka upp samvinnu við Stefni og Óskar Jónsson í flutningamiðstöð Norðurlands á Akureyri. Síðar stofnuðum við flutningamiðstöð Suðurlands í samvinnu við Kaupfé- lag Árnesinga og Sigurð Ástráðs- son. Á Austurlandi tókum við upp samstarf við flutningaþjónustu Kaupfélags Héraðsbúa og Unnar Eyjólfsson og viðræður standa yfir viðaðra aðila. Á sama hátt erum við að und- irbúa uppbyggingu á Vestfjörðun og munum jafnframt endurskipu- leggja flutningana á Vesturlandi og á Reykjanesi. Við erum með öflugasta flutningakerfi landsins. Það verður dagleg dreifing á öll helstu þéttbýlissvæði landsins. Síð- an ætlum við að þróa hana pg bæta þjónustu á höfuðborgarsvæð- inu." Við uppbyggingu á innanlands- kerfinu hafa Samskipamenn horft til nokkurra atriði í ytra umhverfi. „Samgöngur hafa verið að batna, kröfur um vörumeðferð hafa stór- aukist, vökulög ákveða hvíldartíma bílstjóra og olíugjaldið verður fellt inn í þungaskattinn. Samfara þessu hafa kröfur um þjónustu aukist. Menn sætta sig ekki lengur við að þurfa semja við marga bíl- stjóra um flutninga út á land og vilja skipta við einn aðila um alla sína flutninga. Einnig eru vaxandi kröfur um heildarlausn þ.á m. heimsendingu og dreifingu svo og daglegar ferðir. Síðan hafa fisk- flutningar verið að aukast vegna sérhæfingar í fiskvinnslu. Sjávar- útvegsfyrirtæki taka til sín þann afla sem þau setja í vinnslu en senda annað á uppboðsmarkað," segir Baldur. Samskip hafa ennfremur í undirbúningi að tengja flutninga- kerfi sitt innanlands betur við fragtflug með það að markmiði að bjóða þjónustu á sviði hraðflutn- inga. Baldur segir að Samskip eigi í viðræðum um samstarf við nokkra aðila en ekki væri hægt að upplýsa um þau mál að svo stöddu. íslandsflug bætir við sig nýrri og stærri vél Ætlað að sinna frakt- flutningum til Englands ÍSLANDSFLUG hf. hefur tekið á leigu nýja flugvél af gerðinni ATR 42. Vél þessi verður fyrst og fremst notuð til fraktflutninga milli ís- lands og Englands en einnig verð- ur hún notuð til farþegaflutninga, þá sér í lagi milli íslands og Græn- lands, að sögn Gunnars Þorvalds- sonar, framkvæmdastjóra íslands- flugs. Gunnar segir að fraktflutning- arnir hafí farið mjög vaxandi að undanförnu, eftir að hafa farið nokkuð hægt af stað. „Félagið hóf þetta flug árið 1994 og flýgur nú fímm sinnum í viku að næturlagi. Sú vél sem notuð hefur verið til fraktflutninganna var strax síðast- liðið haust verið orði.n of lítil og því var ákveðið að ráðast í þessa viðbót, en fyrir á félagið 3 Dornier- vélar og eina Metro, sem fram til þessa hefur verið notuð í Englands- flugið," segir Gunnar. „Þessi vél var því fyrst og fremst hugsuð til þess að leysa fraktflugið hjá okkur en einnig kemur þar inn í að hún Flugleiðir taka yfir hleðslu ogþrifvéla FLUGLEIÐIR hafa sett á fót tvær nýjar deildir á Keflavíkurflugvelli, hlaðdeild og ræstideild. Þessar deildir eru stofnaðar í framhaldi af samkomulagi sem Flugleiðir og Flugafgreiðslan hf. gerðu um að hætta samstarfi því sem staðið hefur frá árinu 1989, að því er segir í frétt frá Flugleiðum. Nýju deildirnar munu taka til starfa þann 1. maí næstkomandi og verður verksvið starfsmanna þeirra að hafa umsjón með hleðslu flugvéla og þrifum bæði um borð í vélum og í húsnæði félagsins á Keflavíkurflugvelli. Um 120 ný störf hjá félaginu Samtals verða ráðnir um 120-150 manns til starfa við þess- ar deildir og verða störfin auglýst laus til umsóknar strax í þessari viku. Deildarstjóri hinna,. nýju deilda hefur verið ráðinn Hrafn Þorgeirsson, sem undanfarin ár hefur verið stöðvarstjóri Flugleiða á Kastrupflugvelli í Kaupmanna- höfn. Við stöðu hans í Kaupmanna- höfn tekur Kolbeinn Jóhannesson, aðstoðarflugstöðvarstjóri í Kefla- vík. getur nýst í Grændlandsflugihu okkar og stærri leiguflugsverkefn- um. Þannig verður hún í fraktflugi á nóttinni og farþegaflugi á dag- inn." Gunnar segir að flutningarnir séu fyrst og fremst hraðflutningar með DHL auk þess sem fiskútflytj- endur hafi í vaxandi mæli nýtt sér þennan möguleika. Þá hafi það einnig færst í vöxt að innflytjendur sérpanti vörur inn með þessum hætti til þess að spara sér lager- hald. ATR 42 tekur um 4 tonn af frakt eða 46 farþega en fram til þessa hafa vélar Islandsflugs aðeins get- að tekið 19 farþega. Flughraði vélarinnar er um 490 km/klst. sem er öllu meira en flughraði Dornier- vélanna. Þá segir Gunnar að vélin sé nokkuð langfleyg og ráði til að mynda mjög auðveldlega við flug til Spánar. Að auki þurfi hún mjög stuttar flugbrautir sem sé ekki síð- ur mikilvægt hér á landi. Gunnar segir að fyrstu áhafnirnar hafi haldið utan á sunnudag til þjálfun- ar í Bandaríkjunum og vélin verði tekin í notkun þann 1. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.