Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 21 ERLENT Hong Kong-búum heitið áritunum 4- Hong Kong. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, lofaði íbúum Hong Kong í gær að þeir myndu ekki þurfa vegabréfsáritun til að ferðast til Bretlands eftir að Kínverjar taka þar völd 30. júní 1997. Yfirlýsingu Majors var fagnað í viðskiptaheimi Hong Kong, en heima fyrir komu þegar fram mótmæli úr eigin flokki. Major sagði einnig í ávarpi til kaupsýslumanna í Hong Kong að Bretar myndu ekki líða það að hlut- ast yrði til um réttindaskrá eða lög í Hong Kong, sem verið hefur bresk nýlenda í 150 ár. Bresk stjórnvöld myndu bregðast við minnsta broti á sameiginlegri yfirlýsingu og sátt- mála Breta og Kínverja um yfir- ráðaskiptin. Þingmenn og almennir borgarar í Hong Kong sögðu að Majoí hefði ekki gert nóg til að fullvissa þá um að þeir héldu réttindum sínum eftir að Kínverjar kæmu til skjalanna. Gæti skaðað Major heima fyrir Ráðherrar í stjórn Majors sögðu að ekki bæri að óttast öldu innflytj- enda í kjölf ar ræðu forsætisráðherr- ans, en Teresa Gorman, þingmaður á hægri væng íhaldsflokksins, var- aði Breta við og sagði þeim að „bú- ast við hinu versta". 14 mánuðir eru í kosningar á Bretlandi og Verkamannaflokkur- inn hefur mikla forystu á Ihalds- flokk Majors í skoðanakönnunum. Innflytjendamál eru eldfim á Bret- landi og yfirlýsing, sem þessi, gæti skaðað forsætisráðherrann, þótt hennar hafi verið vænst í Hong Kong. Major sagði í ræðunni að ekkjur hermanna, sem féllu í heimsstyrj- Hreyfilbil- un olli slysi í Perú Lima. Reuter. FLEST bendir til þess að óvænt og fyrirvaralaus hreyfilbilun hafi valdið því að Boeing 737-200 farþegaþota perúska flugfélagsins Faucett fórst skömmu fyrir lendingu í borginni Arequipa sl. fimmtudagskvöld. Hafi hún verið með þeim hætti, að reynd- ir flugmennirnir fengu ekki við neitt við ráðið. Flugvélin var 28 ára gömul og hafði verið notuð til stuttra ferða því hún hafði að baki 77.000 flug- tök og hafði verið 52.000 klukku- stundir á flugi. í framhaldi af slysinu hafa heyrst háværar kröfur, m.a. frá þingmönn- um, um að endurnýja beri flugflota perúsku áætlunarflugfélaganna sex. Sé hann ævaforn, dæmi eru um að allt að 45 ára flugvélar séu notaðar til áætlunarflugs, illa við haldið og þjakaðar af ofnotkun eins og Faucett-þotan sem fórst fyrir helgi með þeim afleiðingum að 117 farþegar og sex manna áhöfn biðu bana. Talsmaður Faucett hélt því fram, að þotan hefði verið í góðu ásig- komulagi og nýlega verið komin úr viðhaldi þar sem gerðar hefðu verið á henni endurbætur er kostuðu 1,5 milljónir dollara, jafnvirði 99 millj- óna króna. Fulltrúar perúsku flugmála- stjórnarinnar gáfu hins vegar til kynna, að Boeing-verksmiðjurnar hefðu nýlega sent flugfélaginu bréf þar sem fundið var að því, að við- haldi flugflotans væri ekki fram- fylgt með eðlilegum hætti og því væri ábótavant. Þá leiddi athugun bandaríska loft- ferðaeftirlitsins (FAA) til þess í nóv- ember sl., að Perú var sett á svartan lista yfir lönd sem stæðust ekki al- þjóðlega staðla um flugöryggi. öldinni síðari, myndu fá breskt rík- isfang og hét minnihlutahópum í Hong Kong því að þeir mættu flytja til Bretlands ef þrýst yrði á þá. Verðbréfasali einn í Hong Kong sagði að hér væri um innantóm orð að ræða: „Hvað varðar að fylgja eftir brotum á sameiginlegu yfirlýs- ingunni: Hvað ætla Bretar að gera? Senda herskip? Ég held ekki." Áttþú víðskiptahugmynd? Stofnun og rekstur smáfyrirtækja Kvöld- og helgarnámskeið um stofnun og rekstur smáfyrirtækja hefst 16. mars. Innritun og nánari upplýsingar í síma 587 7000. lóntæknistof nun 11 GOLF fUlAVEGl SAMKVÆMT ÖLLUM ÖRYGGISPRÓFUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.