Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 23 BÓKMENJNTIR E r i n d i MENNING OG SJÁLFSTÆÐI Eftir Pál Skúlason. Háskóli Islands. Háskólaútgáfan 1994. HUGTAKIÐ íslensk menning er haft í hávegum og á hátíða- stundum í lífi þjóðarinnar og það fær nánast trúarlegt gildi við slík tækifæri. Hástemmdar ræður eru fluttar sem segja þó ekki mikið meira en alltaf er sagt á þessum stundum. Við erum einstök þjóð. Útvarpserindi Páls Skúlasonar um menningu og sjálfstæði liggja nú fyrir í bók sem gefin er út af Háskólaútgáfunni. í bókinni er að sjálfsögðu fjallað um ágæti ís- lenskrar menningar en höfundur gerist svo frakkur að efast um að siðmenning okkar sé á háu stigi og það sem meira er, hann kemur með rök fyrir þessum efasemdum. Páll heldur því fram að hversu þróuð sem bókmenning okkar sé dugi hún hvorki til að skapa góða verkmenningu né þroskaða sið- menningu. Þótt bókmennirig hafi leitt okkur inn í nýja heima og gefið okkur reynslu og innsæi þá er heimur hennar ekki sá sami sem LISTIR Hvers vegiia erum við? við verðum að glíma við dags daglega til að komast af í samfé- lagi við aðra og hafa í okkur og á og gera það með glæsibrag. • Páll skilgreinir menningarhugtakið sem „skipulega við- leitni okkar til að tak- ast sameiginlega á við það lífsverkefni okkar að skynja og skoða veruleikann, að framkvæmda og skapa hluti og að deila lífinu með öðr- um“. Menningin er alltaf þjóðmenning, segir Páll, því sá veruleiki sem við lifum og end- urnýjumst í er alltaf bundinn stað og stund og samfélagi á ákveðn- um tíma. Yfir okkur hellist yfir- borðsleg alþjóðamenning sem gegnum nútímatækni eins og sjónvarp nær tökum á okkar innra lífi en skilur í raun ekkert eftir sig sem gerir okkur betur í stakk búin til að bæta hag okkar og virðingu fyrir náunga okkar. Ef til vill er siðmenn- ing okkar íslendinga nú um of mótuð af alþjóða tæknimenn- ingu og afþreyingar- iðnaði vegna þess að siðræn gildi menning- ararfs okkar hafa ekki náð að móta af- stöðu okkar til hvers annars. Orðið „civilization“ skírskotar til borgmenningar en við getum vart talað um sjálfstæða íslenska borgarastétt. Þótt meira en 90% landsmanna búi í þéttbýli þá erum Páll Skúlason við eins og sveitamenn í því að umgangast hvert annað. Hvort sem við erum á fjölförnu stræti eða í biðröð eru hinir bara fyrir. Við erum þurrir á manninn vegna þess að þéttbýli okkar saman- stendur af sveitabæjum sem starflað er of þétt saman og jafn- vel hver ofan á annan. Páll tekur viðfangsefnið fersk- um tökum og texti hans er gjör- hugsaður frá upphafi til enda. Hann beitir agaðri hugsun heim- spekingsins á kunnuglegt við- fangsefni og opnar athugulum les- anda nýja sýn á veruleika okkar. Raunveruleg menning er alltaf alþjóðleg, segir hann og skýrir út af hveiju við erum hér á mörkum hins byggilega heims að streða við að viðhalda eigin tugu og sögu. Umfjöllun hans verður okkur sem spegill og útlendingum, sem vilja skilja okkur og læra af okk- ur, sem gluggi. Páll Skúlason hef- ur með fyrirlestrarhaldi sínu og skrifum sýnt að hann er menning- arviti í þess orðs jákvæðu merk- ingu. Engum er meiri nauðsyn á leiðarmerkjum í ólgusjó alþjóða- stjórnmála en agnarsmárri þjóð sem skortir þann eiginleika að finna til minnimáttarkenndar. Pétur Pétursson Ingunn V. Snædal Nýjar bækur Ortá malbiki ÚT ER komin ljóðabókin Á heitu malbiki eftir Ingunni Snædal. Ing- unn er 24 ára nemi á lokaári kenn- aranáms. í bókinni eru 34 ljóð. Þau er frá árunum 1984-95, flest ort vetur- inn 1994-95, að sögn höfundar. Bókin er 40 blaðsíður og prent- uð hjá Offsetfjölritun. Hún fæst hjá Máli og menningu, bóksölu kennaranema og höfundi. Þær vinna vel saman Macintosh - eins og hugur mannsl i.Apple-umboðið Skipbolti 21 • Sími 511 5111 Heimasíðan: bttp.llwww. apple. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.