Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvar er flóttafólkið? í FYRRVERANDI sambands- lýðveldum Júgóslavíu er að finna þrenn mismunandi trúarbrögð, fjögur tungumál og átta mismun- andi þjóðerni. Á tímum Titos skipti þessi staðreynd í raun ekki svo ýkja miklu máli, en síðan stríðið braust út hefur þjóðernishyggjan í Júgóslavíu stigmagnast og gaml- ar þjóðerniserjur komið fram í sviðsljósið og þeim verið markvisst beitt til þess að etja hinum mis- munandi þjóðarbrotum saman. Nú heyrum við í fréttum, að friður sé kominn á í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu. Dayton-samkomulagið hefur verið undirritað og í huga margra er kominn friður á Balkan- skaga. Stjórnvöld Vestur-Evrópu anda léttar. Ekki aðeins vegna þess að þeim sé létt yfir því að hörmungum stríðsins sé að linna, heldur einnig vegna þess að nú er þessum siðferðislega þrýstingi sem á samvisku þeirra hefur hvílt, aflétt. Saminn hefur verið friður og „flóttamannavandamálið" þar með leyst. Hvað þýðir þetta í raun? Getur þá flóttafólk frá Júgóslavíu snúið aftur til fyrri heimkynna og tekið upp þráðinn þar sem frá var horf- ið? Geta Vesturlönd nú farið að einbeita sér að því að senda flótta- fólkið, sem hjá þeim er, aftur heim og íslenska ríkisstjórnin jafnvel hætt við að taka á móti þeim litla hópi einstaklinga sem ákveðið var að einn góðan veðurdag skyldi koma til Islands? Nú nýlega varð aftur á móti að halda neyðarfund í Róm vegna þess að allir aðilar höfðu gerst brotlegir við Dayton-samkomulag- ið. Allir eru sammála um að styrkja þurfi „friðinn". En í landi, þar sem alið hefur verið markvisst og meðvitað á þjóðernishyggju og stríð varað í u.þ.b. fjögur ár, getur verið erfitt að fá fólk til að snúa við blaðinu og fara að búa saman aftur í sátt og samlyndi. Segja má að friðurinn hangi á bláþræði og velti á því, að all- ir forsetarnir þrír hafi fulla stjórn á sínu fólki. Spurning- in er hvort þeir hafí það og hvort þeir geti haldið þessari vaxandi þjóðernis- hyggju í skefjum núna, eftir að hafa beinlínis alið á henni gagnvart almenningi undanfarin ár. Ein af afleiðing- um stríðsins í fyrr- verandi lýðveldum Júgóslavíu á al- menning er að fjöl- skyldutengsl hafa rofnað og sjálf- símynd fólks er tætt. Tökum dæmi: Tvær systur, (Serbar) bjuggu í Sarajevó. Önnur þeirra giftist múslima og átti með honum eitt barn. Hún var drepin í þessu stríði en dóttir þeirra giftist manni sem var hálfur Króati og hálfur múslimi. Þau bjuggu í miðborg Sarajevó ásamt tveimur börnum. í dag býr þessi fjö'lskylda sem flóttafólk í Serbíu. Hin systirin átti barn með Króata en bjó ekki með barnsföður sínum. Hún býr nú sem flóttamaður í Serbíu þar sem hún á ekki afturkvæmt til Sarajevó og dóttir hennar er flóttamaður í London. Hvaða þjóð- erni eða sjálfsímynd á þetta fólk að tileinka sér? Þessi fjölskylda er tætt og sundruð, þau hafa misst allar sínar veraldlegu eigur, ævi- starfið hefur verið gert að engu og við bætist óyfirstíganleg sorg yfír ástvinamissi. Allt þetta fólk, sem áður lifði saman sem fjöl- skylda og leit á sig sem Júgó- slava, stendur allt í einu frammi fyrir því að þurfa að skilgreina sig eftir þjóðerni eða trúarbrögðum. Nú síðustu daga hefur fram- kvæmd Dayton-samkomulagsins ekki gengið sem best. I Sarajevó eru Serbar að flýja borgina af ótta við hefndir múslima, og samstarf- Guðrún Pétursdóttir Irena Kojic ið milli Króata og múslima í borg- inni Mostar, sem er grunnurinn að Dayton-samkomulaginu, er í molum. Fólk er biturt og þessi markvissa innræting þjóðernis- hyggju er að skila sér. Atökin á Balkanskaga koma því til með að breytast með tilkomu Dayton- samkomulagsins, frekar en að leysast. Friðurinn í Júgóslavíu virðist því enn um sinn langt undan og Er siðferðilega stætt á því, spyrja Guðrún Pétursdóttir og Irena Guðrún Kojic, að fresta móttöku 25 flóttamanna? tugþúsundir manna, kvenna, barna og gamalmenna eru heimil- islausar, matarlausar og án nokk- urra möguleika á að afla sér lífs- viðurværis. Margir hverjir eru lík- amlega og andlega skaddaðir og eru konur, börn og gamalmenni sennilega í meirihluta þeirra sem hafa enga möguleika á að afla sér lífsviðurværis. Eins og fram kom hér að ofan, er sá hópur sem þrátt fyrir friðarsamkomulagið, á í eng- in hús að venda^ fólk í blönduðum hjónaböndum. A hvaða svæði á að koma þessu fólki fyrir í Júgó- slavíu, án þess að annar eða báðir aðilamir séu dæmdir til þess að sæta ofsóknum meðborgara sinna? Eftir svo langt og hatrammt stríð, sem einkennst hefur af gegndar- lausri grimmd, er í raun til of mikils mælst að ætlast til þess að fólk bregðist við af skynsemi. Hatrið á þeim, sem taldir eru bera ábyrgð á morðum og limlestingum ástvina, er orðið svo djúpstætt og óviðráðanlegt að einhverjir samn- ingar leiðtoganna breyta þar litlu. Islenska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun síðastliðið haust að taka á móti 25 flóttamönnum (3-4 fjöl- skyldum) frá Bosníu eins fljótt og auðið væri.'í síðasta lagi í febrúar- mars á þessu ári. ísafjarðarkaup- staður sýndi áhuga á móttöku flóttafólksins, sem í sjálfu sér er virðingarvert, en síðan hefur lítið sem ekkert um þessi mál heyrst. Hvar er eiginlega þetta fólk sem ætlunin var að taka á móti nú í byrjun þessa árs og hverjar eru hinar raunverulegu ástæður Flóttamannaráðs fyrir frestun komu þess? Það síðasta sem við munum eftir að hafa heyrt frá flóttamannaráði varðandi komu flóttafólksins, var að móttöku þess hefði verið frestað fram á sumar, þar sem ekki væri hentugt að senda fólkið um miðjan vetur til ísafjarðar. Því hafi verið ákveðið að bíða með að taka á móti fólkinu . fram á vor eða sumar. Á meðan við erum sem sagt að bíða eftir vori á ísafirði verða þúsundir manna, kvenna, barna og gamal- menna hungurmorða og á ver- gangi eða lifa í stöðugum ótta við hefndarverk. Hljótum við ekki, sem viljum kalla okkur siðmenntaða þjóð, að spyrja okkur, hvort okkur sé sið- ferðislega stætt á því að fresta því að taka á móti 25 manneskjum á flótta, (þar sem hver dagur get- ur verið spurning um líf eða dauða), vegna þess einfaldlega að það hentar okkur ekki nákvæm- lega núna? Getum við leyft okkur að nota annan eins fyrirslátt og þann, að það sé snjór og myrkur á ísafirði, til þess að taka ekki á málinu strax? I okkar huga er hvort sem er augljóst mál, að ekki sé undir neinum kringumstæðum (hvort sem er um sumar eða vet- ur) skynsamlegt að senda fólkið þegar í stað vestur. Hér er ekki um að ræða fólk sem einhverra hluta vegna tekur þá ákvörðun að búa og starfa um stundarsakir á íslandi, heldur flóttafólk sem á engra annarra kosta völ vegna þess að lífi þess er ógnað. (Gera þarf skýran greinarmun á flótta- fólki annars vegar og fólki sem flytur til landsins á öðrum forsend- um, hins vegar.) Afallahjálp og mikil sálfræðiað- stoð er grundvallaratriði og óhjá- kvæmileg fyrst í stað eftir komuna í nýtt menningarsamfélag fyrir fólk sem gengið hefur í gegnum hörmungar stríðs, verið pyntað, nauðgað, limlest eða orðið vitni að þvílíkri meðferð á sínum nán- ustu. Mikilvægt er að sú aðstoð fari fram á móðurmáli fólksins, þ.e. með túlki, til að tryggt sé að aðstoðin nái til allra í hópnum, ekki síst barnanna. Er t.d. tryggt aðjþess konar aðstoð sé fyrir hendi á Isafirði? Að okkar mati ætti þegar í stað að sækja flóttafólkið til Bosníu og flytja það hingað til Reykjavíkur þar sem flest fagfólk á þessu sviði er fáanlegt til aðstoðar. Síðar, þegar flóttafólkið hefur náð áttum að einhverju leyti og öðlast lág- marks skilning og þekkingu á þessu n£ja menningarumhverfi sínu, er raunhæft að gefa því kost á að flytja til ísafjarðar eða ann- arra staða á landsbyggðinni. Eða var ef til vill ætlunin að senda fólkið til ísafjarðar og gera því skylt að búa þar og hreyfa sig hvergi? Guðrún Pétursdóttir er félags- fræðingur og Irena G. Kojic er kennari. Pólitískt sjálfsvíg? STAÐA fjármálaráðherra í ríkis- stjórnum er ekki alltaf öfundsverð. Að mörgu þarf að hyggja í ríkisbú- skapnum. Nauðsynlegt er að endur- skipuleggja og bæta og leita þá fyrst og fremst að brotalömum í kerfinu. Hvers vegna hefur ekki verið tekið til hendinni varðandi landbún- aðarmálin? Það skyldi þó ekki vera vegna hræðslu stjórnmálamanna við atkvæðatap? Að undanförnu hafa mörg mál komið upp sem orka tvímælis og eiga efalaust eftir að hafa afdrifa- ríkar afleiðingar. Óttast fjármála- ráðherra ekkert um stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins? Er það stefna Sjálfstæðisflokks- ins að sniðganga rétt lífeyrisþega og skerða áunnin réttindi starfs- manna ríkisins? OPIÐ UM HELGAR TIL KL 21 SkólavOrðustfg 8b. í DV fimmtudaginn 22. febr. sl. er opið bréf til þingflokks Sjálfstæðisflokksins frá Þorsteini Berent Sigurðssyni lífeyris- þega varðandi tvískött- un lífeyris,sem afnum- in var að hluta 1. jan. 1995 en afturkallað 1. jan. 1996. Hann mót- mælir þessum vinnu- brögðum raðherrans og minnir á að félagar í Landssambandi aldr- aðra eru yfír 20 þúsund manns og þeir geta vaknað til dáða. Einnig segir hann: „Þær milíj- ónir sem nást inn í þessu ati í öldr- uðum eru hlægileg upphæð miðað við stærð þessa pólitíska glapræðis sem Sjálfstæðisflokkurinn tekur nú þátt í gegn gömlu fólki á íslandi". Fjármagnstekjuskatt og áhrif hans á vexti, sparnað og fjármagns- flótta úr landi, ásamt innheimtu- kostnaði læt ég aðra um að ræða, en frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins má líkja við sprengju. Fyrst má nefna á hvaða tíma frumvörp þessi koma fram, er samningar um flutning grunnskólans til sveitafélaga eru á mjög viðkvæmu stigi. í fjölmiðlum reyna stjórnmála- menn að telja almenningi trú um að lög þessi hafí ekkert með kjör kennara að gera. Sem opinberir Þorvaldur Óskarsson starfsmenn hafa grunnskólakennarar greitt iðgjöld sín í Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR), og búið var að semja um áframhaldandi aðild þar þrátt fyrir flutning til sveitarféláganna. Greiðslur kennara til LSR eru að sjálfsögðu mismiklar miðað við starfsaldur. Menn- á miðjum aldri og eldri þekkja sögu launabar- áttunnar og hvernig iðulega hefur verið höfðað til forréttinda' um lífeyrísmál og starfsöryggi af viðsemjendum þeg- ar kjarasamningar eru í gangi. Á þessum forsendum hefur launum opinberra starfsmanna sannanlega verið haldið niðri. í frumvarpinu um lífeyrissjóðinn kemur veruleg skerðing fram í því að ekki á lengur að miða lífeyri við hæstu meðallaun á 10 ára starfs- ferli (dagvinnulaun) og síðan launa- þróun eftirmanns, eins og nú er gert. Skerða á 95 ára regluna og refsa þeim sem hefja töku lífeyris fyrir 65 ára aldur. Þá verður öllum starfsmönnum skylt að greiða ið- gjald fram að töku lífeyris. í dag er iðgjald fellt niður eftir 32 ára greiðslu eða aðeins lengur fyrir þá sem ætluðu að nýta sér 95 ára regluna. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, gerði í viðtali í Morgunblaðinu 21. febr. sl. grein fyrir hvernig skerðing samkvæmt frumvarpinu kæmi út í hans dæmi. Kannske ég verði líka persónulegur og skoði hugsanlega skerðingu í mínu dæmi: Eins og margir aðrir sem ekki voru settir í fullt stöðuhlutfall í byrjun starfsfer- ils, en kenndu fulla kennslu og/eða höfðu verið í öðru starfí á vegum ríkisins, keypti ég lífeyrisréttindi fyrir þessi störf áður en heimild til þeirra kaupa var afnumin. Miðað við nýjar reglur (samkv. frumvarp- inu) um töku lífeyris frá 65 ára aldri, mun ríkið trúlega hirða greiðslur vegna þessara kaupa óbættar. Ég tilheyri eldri 95 ára reglunni (starfsaldur + lífaldur) og mátti því fara á eftirlaun 58 ára að aldri. Til að hækka aðeins eftirlaunin frá 64% af dagvinnulaunum, þá er ég ennþá í starfi og bæti við 2% á Greiðslur kennara til LSR, segir Þorvaldur Oskarsson, eru að sjálf- sögðu mismiklar miðað við starfsaldur. ári. í sumar á ég 2 ár eftir í viðmið- unaraldur nýju reglunnar. Segjum svo að nú vilji ég láta af störfum. Samkvæmt frumvarpinu ætti þá líf- eyrir minn að skerðast um 12% (6% fyrir hvert ár sem vantar upp á 65 ára aldurinn) nema áunnin réttindi haldist. Eða frá hvaða tíma lög taka gildi. Um þessar mundir er þó nokkurt atvinnuleysi. Væri ekki nær að rymka á atvinnumarkaðnum með því að lækka eftiriaunaaldurinn? Við berum okkur oft saman við aðrar þjóðir. Tökum dæmi af starfs- bræðrum á Ermarsundseynni Gu- ernsey. Eftirlaun má taka frá 55 ára aldri, lífeyrisgreiðslur þá 75% af launum Ef starfað er til 60 ára aldurs, sem er algengast, eru greiðslurnar 85%. Lengst má starfa til 65 ára aldurs en þá eru lífeyris- greiðslur 95% af föstum launum. Og þegar. látið er af störfum fá menn 2 milljónir kr. (2.000,- £ ) í starfslokagreiðslu. í Morgunblaðinu sunnudaginn 25. febrúar gerir Ólafur G. Einars- son, forseti Alþingis, ráð fyrir að frumvarp um breytingar á lífeyris- réttindum alþingismanna og ráð- herra verði lagt fram af forsætis- nefnd þingsins á vorþingi, í sam- ráði við þingflokksformenn. Fram kemur í fréttinni að Ólafur G. horf- ir björtum augum til endurskoðun- arinnar þar sem hann fær nú að- eins að greiða í lífeyrissjóð af þing- farakaupinu sjálfu, sem er 195 þús- und krónur á mánuði. Og Ólafur G. segir: „Með öðrum orðum fæ ég ekki að borga í lífeyris- sjóðinn skv. þeim tekjum, sem ég hef, og nýt þar af leiðandi ekki þeirra lífeyrisréttinda, sem mér ber." Hvernig væri nú að Ólafur G. Einarsson styddi í leiðinni réttinda- baráttu okkar hinna. Ég hef alltaf viljað fá að borga í lífeyrissjóðinn af minni föstu yfirvinnu og njóta lífeyrisréttinda í samræmi við það og svo. Höfundur er skólastióri i Breiðholtsskóia.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.