Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 15 LANDIÐ Sundlaug- arnar á Ákranesi fá sundjakka Akranesi - Kyennadeild Slysa- varnafélags íslands á Akranesi afhentí á dögunum sundlaugum Akraneskaupstaðar að gjöf sundjakka sem ætlaðir eru sem hjálpartæki við sundiðkun ungra barna á aldrinum 3-9 ára. Þessi gjöf er afar kærkomin og kemur sér vel enda sundiðk- un unga fólksins á Akranesi mikil. Þessi sundjakki er sér- staklega hannaður til að veita börnum ðryggi í vatni, hann hjálpar barninu að fljóta og gerir því sundið öruggara og ánægjulegra. Barnið getur hreyft sig frjálslega og getur æft sundtökin í jakkanum. Þá er jakkinn einnig góð vörn í kulda. Kristinn Reimarsson, skóla- stjóri íþróttamannvirkjanna á Jaðarsbökkum og Helgi Hannesson, forstöðumaður Bjarnalaugar, veittu gjöfinni viðtöku og þökkuðu þann hlý- hug sem konurnar sýndu sund- laugunum og öryggi á Akra- nesi. Að sögn þeirra hefur reynsla af notkun þessara sund- jakka verið góð. ? ? ?---------- Líkur á heitu vatnivið Stykkis- liólm Stykkishólmi - í haust var ákveð- ið að fara út í að kanna möguleika á að finna heitt vatn í nágrenni Stykkishólms. Áður hefur verið leitað í bæjarlandinu og nágrenni en án árangurs enda hefur Stykk- ishólmur verið talinn tilheyra köld- um svæðum. Hér er um samstarfsverkefni að ræða milli Stykkishólmsbæjar og Rafmagnsveitu ríkisins. Hvor aðili borgar helming kostnaðar og ef árangur verður og nýtanlegt heitt vatn finnst greiðir sá aðili sem tekur að sér framkvæmdir allan rannsóknarkostnaðinn. Orkustofnun var fengin til að ann- ast jarðhitaleit og bora rannsókn- arholur. Það var gert í haust og var borað í landi Ögurs, Hofsstaða og Arnarstaða. Orkustofnun skilaði skýrslu í janúar. Þar kemur fram að hitast- uðull er hagstæður og leggur hún til að rannsóknum verið haldið áfram áður en vinnsluhola verður endanlega staðsett. Kostnaður er núna 3,5 millj. kr. og þarf að bæta við 2,5 millj. kr. áður en hægt er að bora vinnsluholuna, en kostnaður við hana er áætlaður 12 millj. kr. Það er mikið hagsmunamál fyr- ir sveitarfélagið og bæjarbúa ef finnst nægilegt heitt vatn hér sem næst bænum og hægt verði að bjóða hitaveitu á lægri verði en rafmagnshitunin kostar. SIÐASTA HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐIÐ..! tB Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í starfi? fc3 Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í nánii? Ef svarið er jákvætt skaltu skrá þig strax á síðasta hraðlestrar- námskeið vctrarins sem hefst fimmtudaginn 7. mars. Skráning er í simum 564-2100 og 564-1091 MFtAf^>LJE^I-RARSKÖI.J[INJN Morgunblaðið/J6n Gunnlaugsson . FULLTRÚAR kvennadeildar Slysavarnafélags Islands á Akra- nesi og Kristinn Reimarsson og Helgi Hannesson við afhendingu sundjakkanna. PARKETSLIPUN Sigurðar Ólafssonar Vlð gerum gömlu gólfin sem ný- Sfml: 564 3500 - 852 5070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.