Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLADIÐ -* MINNINGAR KATRIN EIRÍKSDÓTTIR + Katrin B. Eiríks- dóttir var fædd á Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd 18. október 1904. Hún lést á heimili sonar síns á Steinsstöðum í Öxnadalshreppi 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sólveig Benj- amínsdóttir, f. 25. apríl 1867 á Hróf- bjargarstöðum í Kol- beinsstaðareppi, d. 17. desember 1949, og Eiríkur Jónsson, f. 2. júní 1856 í Götu á Vatns- leysuströnd, d. 18. apríl 1922. Sólveig' og Eiríkur eignuðust 11 börn og var Katrín sú níunda í þeim hópi. Þau eru nú öll látin nema dr. Benjamín H.J. Eiríks- son er einn lifir systkini sín. Hinn 27. maí 1933 giftist Katrín Eggerti Kristjánssyni, skipstjóra frá Akureyri, f. 20. apríl 1896, d. 1. júní 1967. Börn Katrínar og Eggerts eru tvö:- Sigríður, f. 13. desember 1933, maki Þorsteinn Guðlaugsson, f. LANGT æviskeið var á enda runnið 21. febrúar síðastliðinn, en þá lést tengdamóðir mín, Katrín B. Eiríks- dóttir, á heimili sonar síns, komin á tíræðisaldur. Allt til hinstu stund- ar hélt hún sínu andlega og líkam- lega þreki, enda ákaflega sterklega byggð kona. Saga þjóðarinnar segir okkur að lífskjör á íslandi hafi ekki ætíð ver- ið góð og lífsbaráttan því hörð. Á l þetta ekki hvað síst við um tímabil- ið frá því laust fyrir og um síðustu aldamót. Á þeim tíma fluttist stór hópur íslendinga til Vesturheims í leit að betra lífsviðurværi, sem því miður, í mörgum tilfellum, gaf ekki það í aðra hönd, er til var ætlast. En þeir er sátu um kyrrt og trúðu á landið, urðu að horfast í augu við erfiðleikana og treysta á sjálfa sig í von um betri tíma. Lífsviðhorf þess fólks er ólst upp á þessum tíma mótaðist því mjög af hinum erfiðu þjóðfélagsaðstæðum. Einkennandi fyrir þessa kynslóð er, hve atorku- og eljusöm hún hefur verið. Ríkast í fari hennar var trúmennska og samviskusemi, nægjusemi svo og I það „að sælla er að gefa en þiggja". Af þessari kynslóð var tengdamóðir mín. Nóbelskáldið okkar segir í einu kvæða sinna: og hvað er auður og afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús. Garður sá er Katrín ræktaði á lífsleiðinni var ekki stór, en hann ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIBIR lÍTEUmiEHU 4. júní 1934, þeirra sonur er Gylfi Þór, f. 11. september 1970, og Gestur Eiríkur, f. 30. maí 1939, er var kvænt- ur Guðrúnu H. Arndal, en þau slitu samvistir. Þeirra börn eru Eggert, f. 16. apríl 1964, Guðlaug, f. 14. ágúst 1967 og Katrín, f. 26. apríl 1973. Katrín fluttist með foreldrum sín- um til Hafnarfjarðar árið 1908 og bjó þar, lengst af á Sjónar- hóli, til ársins 1930 er hún flutt- ist til Reykavíkur með móður sinni og yngsta bróður. Frá ár- inu 1933 til ársins 1946 var heimili hennar á Akureyri, en eftir það í Reykjavík þar til fyrir rúmum tveimur árum er hún fluttist með syni sínum að Steinsstöðum. Útför Katrínar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst útförin klukkan 15. var fagur. Sá garður var heimili hennar. Fyrst sambúð hennar með móður sinni og bróður, uns hún stofnaði sitt eigið heimili með eigin- manni sínum, Eggerti Kristjánssyni, skipstjóra frá Akureyri. Lengst af skipstjóraferli sínum varhann á skipum hins kunna útgerðarmanns, Ingvars Guðjónssonar. Fór orð af Eggerti sem einstaklega dugmiklum og fengsælum aflamanni. A heimili þeirra Eggerts og Katrínar á Akur- eyri dvöldu móðir Eggerts, Margrét Hálfdánardóttir, er lést 23. nóvem- ber 1934 og systir hans Halldóra, er síðar fluttist til Danmerkur og starfaði þar til dauðadags. Er mér kunnugt um að Katrín sýndi þeim mæðgum ætíð mikla umhyggju- semi. Sömu tryggð sýndi Katrín Sólveigu móður sinni, en eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur dvaldi hún á heimili þeirra þar til hún lést þar í árslok 1949. Ástæða þess, að þau hjón fluttu til Reykjavíkur voru tímar atvinnu- leysis. Til að létta undir við rekstur heimilisins vann Katrín oft utan þess. Fór gott orð af henni t.d. sem matr- áðskonu á stórum vinnustöðum, enda með eindæmum eljusöm kona. Aldrei féll henni verk úr hendi. Ef hún ekki var að sinna hinum hefðbundnu heimilisverkum, sinnti hún prjóna- skap eða saumum. Eftir hana liggja mikil handverk á þeim sviðum. Tengdamóðir mín var frekar al- vörugefin kona, oft nokkuð fljóthuga og gat á stundum verið nokkuð hvöss Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11, s. 5884460 'iiííw DRYKKIUJR Vðnduð þjónusta Góðar veitingar Rúmgóð salarkynni Næg bílastæöi FÉLAGSHEIMILIÐ SELTJARNARNESI 1 Sími 561-6030 ---- í tilsvörum. En hið innra var stutt í einlægni hennar, heiðarleika og tryggð í garð sinna nánustu. Eftir 40 ára viðkynningu er margs að minnast. Ferðalaga, bæði hérlendis sem erlendis, veru í sum- arbústaðnum við Gíslholtsvatn, þar sem hún hafði unun af veiðum. Til margra ára árlegum laxveiðiferðum, þar sem hún aflaði ekki hvað minnst. Fór yfirleitt vel á með okk- ur við þessi tækifæri. Katrín var í eðli sínu mjög sjálf- stæð kona. Hún hafði skilað löngu og farsælu ævistarfi. Og með því hvernig hún kvaddi hið jarðneska líf, fékk hún ósk sína uppfyllta, þ.e. engum háð né til ama. Því fínnst mér við hæfi að kveðja tengdamóð- ur mína, um leið og ég þakka henni alla tryggð og vinsemd í garð fjöl- skyldu minnar, með orðum Kahlil Gibran: Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hahs, getur orðið þér Ijósara í fjarveru hanss, eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni. Hvíl í friði. Þorsteinn Guðlaugsson. Ég vil minnast fyrrverandi tengdamóður minnar, Katrínar Ei- ríksdóttur, við andlát hennar þann 21. febrúar síðastliðinn. Það var mér og börnum mínum dýrmætt að eiga að slíka sómakonu eins og Katrínu, bæði í gleði og sorg. Það ríkti ávallt eftirvænting þegar Katr- ín var væntanleg suður í Hafnar- fjörð á Miðvanginn og dvaldi hjá okkur um helgar. Katrín var alltaf ánægð, þegar ég sótti hana, sem oftar, á föstudögum og við keyrðum um Hafnarfjörðinn, sem var henni svo kær, enda hún fædd þar og uppalin. Það var alltaf hægt að tala við Katrínu eins og jafningja sinn, um þau mál er voru efst á baugi og ráðfæra sig við hana, því Katrín var einstaklega skilningsrík og góð kona sem aldrei mátti aumt sjá. Ég lærði mjög mikið af Katrínu í matargerð og hef búið að því alla tíð síðan. Það eru vandfundnar jafn- góðar kleinur og hún Katrín bakaði. Það var ávallt gaman að taka slátur á haustin með henni og þá var mik- ið hlegið og spjallað saman meðan á sláturgerðinni stóð. Katrín var ein- stök hannyrðakona og var ein af þessum prjónakonum sem aldrei sátu auðum höndum og prjónaði margar fallegar lopapeysur um dagana. Það var alveg sérstakt að sjá handbragð hennar á peysunum, hvað það var vandað og vel gert í alla staði. Katrín amma hafði stórt og hlýtt hjarta og miðlaði ást sinni þaðan til barnabarnanna, þeirra Eggerts, Guðlaugar og Katrínar. Hún gat líka verið föst fyrir og ákveðin ef því var að skipta, en fór ávallt vel með það við börnin, sem voru afskaplega hænd að henni og litu alltaf upp til ömmu á Lindargötunni með mikilli virðingu. Það var alltaf ánægjulegt að koma til Katrínar á Lindargöt- una, þar sem hún hélt fallegt og hlýlegt heimili af miklum myndar- skap. • Elsku Katrín mín! Þakka þér fyr- ir allt og allt sem þú hefur veitt mér og gefið í lífínu. Það var mér ómetanlegt að geta leitað til þín í gegnum árin, því að mörgu leyti varst þú mér fyrirmynd um svo margt í lífinu sem ég bý að enn þann dag í dag. Guð blessi minningu þína. Guðrún Arndal. Þegar faðir minn sagði mér að elsku amma væri látin, flugu í gegn- um hugann minningar um samveru- stundir okkar ömmu Katrínar, en þær voru sem betur fer margar og góðar. Þegar ég var yngri dvaldi ég hjá ömmu heilu og hálfu dag- ana. Á þessum árum þróaðist sam- band okkar í mikla og innlega vin- áttu, sem varð sterkari með hverju árinu sem leið. Margs er að minn- ast frá okkar samverustundum; þeg- ar hún kenndi mér fyrstu bænina, þegar við fórum saman að veiða í sumarbústaðnum við Gíslholtsvatn og þegar amma, þá áttræð, kom með mér í eltingaleik. Þar var henni rétt lýst, því það, að eldast, var eitt- hvað sem ekki var til í huga henn- ar. Amma flutti með syni sínum, Gesti, norður í land og stýrði með honum búi. Ömmu leið ákaflega vel í sveitinni og hafði. oft á orði við mig, hversu yel henni liði í kyrrð sveitarinnar. í október síðastliðnum kom amma hingað til Reykjavíkur, til að vera viðstödd brúðkaup okkar hjóna, þá á nítugasta og öðru ald- ursári. Ekki kom til greina, að við sæktum hana norður eða að hún kæmi með flugi, heldur tók hún rútuna og skrölti til Reykjavíkur í fímm tíma til að vera viðstödd brúð- kaup dóttursonar síns. Amma hlakkaði mikið til að sjá fyrsta barn mitt, sem væntanlegt er, en því miður verður ekki af því og er það mikill missir. Þó þykist ég vita að amma fylgist með frá öðrum stað, eflaust í faðmi afa Eggerts, sem beðið hefur eftir henni í tuttugu og níu ár. Með þessum fáu orðum lang- ar mig að kveðja þig, elsku amraa, Minningin um þig mun lifa. Gylfi Þór Þorsteinsson. Mig langar með örfáum orðum að kveðja móðursystur mína Katrínu Eiríksdóttur. Hún fæddist að Hall- dórsstöðum í Vatnsleysustrandar- hreppi, þann 18. október 1904. Katr- ín ólst upp í stórum barnahópi. Hún var næstyngst ef ellefu systkinum, en Sigríður móðir mín elst þeirra. Alla tíð var mjög náið samband á milli móður minnar og Katrínar. Sólveig móðir þeirra missti fimm af börnum sínum, tvær litlar stúlkur létust og þrír ungir synir hennar drukknuðu ásamt föður sínum. Óhætt er að segja að sorgin hafi komið við á æskuheimili Katrínar að Sjónarhóli í Hafnarfirði. En börn- in áttu duglega móður sem sá um sinn stóra hóp. Hún var þjargið sem börnin settu allt sitt traust á. Katrín kvæntist 27. maí 1933 Eggerti Kristjánssyni skipstjóra ættuðum frá Ytra Krossanesi, Glæsibæjarhreppi. Þau eignuðust tvö börn Sigríði gifta-Þorsteini Guð- laugssyni endurskoðanda og Gest Eirík, bónda á Steinsstöðum í Öxna- dal. Katrín lætur eftir sig fjögur barnabörn og þrjú langömmubörn. Eftir að hafa búið lengi á Akureyri fluttu Katrín og Eggert suður til Reykjavíkur. Katrín var alltaf aufúsugestur á mínu heimili. Af hennni lærði ég ótalmargt, ekki síst er viðkom hann- yrðum, en þar naut sín til hins ýtr- asta næmt litarskyn hennar og smekkvísi. Það var alveg sama hvað þessi glæsilega kona gerði, allt lék í höndunum á henni, enda bar heim- ili hennar þess vott hvar sem á var litið. Það var gaman að sjá frænku mína á mannamótum, alls staðar var eftir henni tekið. Á þessari stundu er mér éfst í huga þakklæti fyrir að hafa verið samferða þessari konu öll mín ár. Allt frá því að ég var lítil telpa til dagsins í dag. Katrín hafði fengið að gjöf ýmsa bestu eðliskosti ís- lenskra kvenna. Þá gjöf tókst henni vel að ávaxta. Blessuð sé minning hennar. Sólveig Stígsdóttir Sæland. Með þessum fáu línum vil ég í senn minnast og kveðja ömmusystur mína og nöfnu Katrínu Eiríksdótt- ur. Við fráfall Kötu frænku, eins og ég var vön að kalla hana, hefur myndast ákveðið tómarúm. Fyrir mér var hún ekki aðeins systir henn- ar ömmu Sigríðar, heldur konan sem ég ber nafn mitt af og leit upp til. Það var aldrei svo farið í bæinn að ekki væri komið við á Lindargöt- unni hjá Kötu, en þar bjó hún til margra ára. Alltaf var jafngott hana heim að sækja og fá notið gestrisni hennar. Það var aðdáunarvert að sjá hveru snyrtilegt og notalegt heimili hennar var. Það bar svo sannarlega eiganda sínum fagurt vitni. Þegar ég komst til vits og ára dáðist ég oft að því hversu smekk- leg og ung í anda hún nafna mín væri. Meðal annars með þetta í huga hafði ég einhverju sinni að orði að ekki væri nú amalegt að hafa eitthvað til nafnsins. Ég er þakklát fyrir það að hafa haft tækifæri til þess síðastliðið sumar að heimsækja hana í Öxna- dalinn, ásamt fjölskyldu minni, en þar bjó hún ásamt Gesti syni sínum. Þar var vel tekið á móti okkur eins og vænta mátti. Síðastliðið haust hittumst við í síðasta skipti og áttum saman ánægjulega kvöldstund á heimili mínu. Við töluðum oft saman í síma eftir það og nú síðast nokkrum dög- um fyrir andlát hennar. Þá var hún hin hressasta og spurði mikið um það hvenær ég yrði á ferðinni um Oxnadalinn næsta sumar. -Allt fram á sfðasta dag var hún nafna mín svo lánsöm að njóta ágætrar heilsu. Hún gat unnið sín verk og gripið í prjónana þess á milli. Ég er hrædd um að það hefði ekki átt við hana að enda ævi sína hjálparvana eða vera.upp á aðra komin á nokkurn hátt, því það sem einkenndi hana öðru fremur var hversu dugleg og sjálfstæð hún var. Að lokum vil ég þakka henni sam- fylgdina. Katrín Sæland. KRISTMUNDUR ANTON JÓNASSON tKristmundur Anton Jón- asson fæddist 21. desember 1929 í Reykjavík. Hann lést í Reykjavík 3. febrúar síðastlið- inn og fór útförin fram frá Dóm- kirkjunni 11. febr- úar. ELSKU afi, ég vissi ekki hvað ég átti að segja, þegar ég frétti að þú værir dáinn. Ég vissi að þú varst búinn að vera mikið veikur en hélt ekki að þú myndir deyja. Ég veit ekki enn hvað ég á að segja. Við gátum ekki verið mikið saman, af því að ég bý í Svíþjóð. En þú varst afi minn og ég sakna þín. Ég gat ekki verið við jarðarförina þína, en hugsaði mikið til þín. Ég kann sænskt kvæði um söknuðinn og dauðann, sem mér finnst fallegt og segja svolítið af því sem ég get ekki alveg sagt sjálfur. Pabbi minn, Örlygur Antonsson, hefur reynt að hjálpa mér að þýða það laus- lega á íslensku. Er aflið hægt um þrýtur og augað missir glampa er gott að fá að sofna, fá hvíld að loknu striði. En við sem þér stóðum nær, þú varst okkur svo kær. Þú ert okkur nú fjarri og með allri elsku vorri við söknum þín, ó kæri. Þér ætið alls sé þökk, þess áttum við öll saman þess minnumst ætíð klökk. Er hentum að ýmsu gaman. Enn einu sinni þökk - og sof þú nú í ró. Alexander Örlygsson. Hí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.