Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 43 FRETTIR Fegursta stúlka Austur- lands valin Egilsstöðum. Morgunblaðið. FEGURÐARSAMKEPPNI Austurlands var háldin í Hótel W Valaskjálf á Egilsstöðum á U laugardaginn var. Sjö stúlkur r.% kepptu um titilinn fegursta ™ stúlka Austurlands. Dómnefnd þótti erfitt að gera upp á milli stúlknanna en þrjár voru valdar til þess að taka þátt í Fegurðar- samkeppni Islands. Mikil spenna og hátíðleiki ríkti í salnum meðan á keppn- inni stóð. Stúlkurnar komu 4| fram á sundbolum og sýnt var á breiðtjaldi myndband þar sem tekið var viðtal við þær og þær % sögðu frá sér og áhugamálum sínum. Dansatriði voru inni í dagskránni en fram kom dans- párið Eggert Thorberg Guð- mundsson og Karen Björgvins- dóttir frá Dansskóla Jóns Pét- urs og Köru. Síðan komu stúlk- urnar fram í samkvæmiskjólum. Sigurvegarinn er Seyðfirðingur Hápunktur kvöldsins var ™ krýning nýrrar drottningar eh fegurðardrottning frá því í fyrra, Rósa Júlía Steinþórsdótt- ir frá Hornafirði, krýndi. Feg- 4 4 4 4 4 4 Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÞRJÁR stúlkur fara til þátttöku í Fegurðarsamkeppni íslands, Jóhanna Halldórsdóttir, fegurðardrottning Austurlands, Guðrún R. Garðarsdóttir og Hrefna D. Arnardóttir. Höfn-Þríhyrningur hf. Sterfsfólk bjarteýnt á endurráðningu RJÖRN Ingi Björnsson, framleiðslu- stjóri kjötvinnslu hjá Höfn-Þríhyrn- ingi hf., segir að 59 af 110 starfs- mönnum fyrirtækisins, sem fengu uppsgnarbréf á fimmtudag, séu al- mennt vongóðir um að vera ráðnir að nýju eftir þá endurskipulagningu sem nú er í bígerð. „Starfsfólkið vissi að einhverjar aðgerðir voru í deiglunni en átti kannski ekki von á uppsögnum. Upp- sagnirnar eru hins vegar með því fororði að flestir verði endurráðnir og hugur manna beinist að því að framleiða enn meira þannig að seiri flest starfsfólk haldi vinnunni," segir hann. Kvíða gætir lítið Björn segir að lítill tími hafi gefíst til að kanna þessi mál ofan í kjölinn, en hann telji uppsagnirnar hluta af þeirri endurnýjun sem stöðugt þurfi að vera til staðar, enda væringar miklar á matvörumarkaði. Flestar uppsagnirnar eru í kjötvinnslu og verslun fyrirtækisins á Selfossi. Meðal þeirra aðgerða sem rætt hefur verið um að grípa til, er að flytja alla kindakjötvinnsluna á einn staðog sérhæfa sláturhúsin. „Ég held að fólk sé almennt ekk- ert farið að spá í möguleika á að þurfa að flytja sig um set vegna starfsins, eins og gefíð hefur verið í skyn, kannski ekki síst að manni virð- ist að fátt hafi verið bundið fastmæl- um í sambandi við skipan mála og þau séu enn í skoðun. Auðvitað setur að fólki kvíða við aðgerðir sem þess- ar, en hann er ekki kominn upp á yfirborðið að neinu ráði," segir Björn. urðardrottning Austurlands 1996 heitir Jóhanna Halldórs- dóttir, 17 ára frá Seyðisfirði. Með henni fara Guðrún R. Garð- arsdóttir, 19 ára frá Seyðis- firði, og Hrefna D. Arnardóttir, 19 ára frá Breiðdalsvík, til þátt- töku í Fegurðarsamkeppni ís- lands. Ljósmyndafyrirsæta var Guðrún R. Garðarsdóttir og vin- sælasta stúlkan Laufey G. Bald- ursdóttir, 17 ára frá Fáskrúðs- firði, en hana völdu keppendur sjálfar. Dómarar í keppninni voru Þórarinn J. Magnússon, Ágústa Jónsdóttir, Helena Jónsdóttir, Sigurður Mar Halldórsson og Hólmfríður Jóhannsdóttir. Framkvæmdastjóri Fegurðar- samkeppni Austurlands var Alma J. Árnadóttir. Félagsmálaráðuneytið Nefndarbreyting til síðari umræðu BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar þarf að taka til síðari umræðu til- lögu bæjarstjórnar um skipan í hús- næðisnefnd, segir í bréfi félags- málaráðuneytisins, sem lagt hefur verið fram í bæjarráði Hafnarfjarð- ar. I bréfi ráðuneytisins kemur fram að litið sé svo á að taka þurfi tillögu bæjarstjórnar um skipan í hús- næðisnefnd til síðari umræðu. Ekki 4 4 H ~í FJÖLMENNI var í miðborginni aðfaranætur laugardags og sunnu- dags. Það telst helst til tíðinda að fyrri nóttina þurftiað flytja átta unglinga í athvarf ÍTR. Þeir voru flestir frá nágrannabyggðarlögun- um. Haft var samband við foreldr- ana, sem sóttu börnin í athvarfið. Gönguhópar foreldra í hverfum borgarinnar urðu ekki varir við börn eða unglinga utan dyra eftir að útivistartíma lauk um helgina. Foreldrar hafa almennt tekið mjög vel við sér eftir gagnmerkt upplýs- ingastarf foreldrasamtaka og ann- arra um nauðsyn þess að virða reglur og efla samhæfni, auk þess sem fbreldrar eru nú betur en nokkru sinni fyrr meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð. Mikil ölvun virðist hafa verið í borginni um helgina. Lögreglu- menn þurftu 75 sinnum að hafa afskipti af fólki vegna ölvunarhátt- semi á almannafæri, auk 33 tilvika þar sem kvartað var yfír hávaða og ónæði að kvöld- og næturlagi. í langflestum tilvikum var um full- orðið fólk að ræða. Vista þurfti 32 í fangageymslu, af þeim voru 8 vistaðir fyrir RLR vegna innbrot.a. Tilkynnt var um 18 slík, auk 8 þjófnaða, 7 líkamsmeiðinga og 24 eignarspjalla. Ökumaður ásamt tveimur far- þegum var fluttur á slysadeild eft- ir að bifreið var ekið á ljósastaur á Höfðabakka á föstudagsmorgun. Eftir hádegi þann dag fóru öku- maður og farþegi sjálfir á slysa- deild eftir árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Skeiðarvogs og Sæbrautar. Skömmu síðar voru ökumaður og f arþegi fluttir á slysa- deild eftir árekstur bifreiðar og bifhjóls í Bankastræti. Síðdegis fóru tveir farþegar á slysadeild eftir harðan árekstur á gatnamót- um Miklubrautar og Reykjahlíðar. Um kvöldið þurfti að flytja farþega á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Háholts og Þverholts í Mosfellsbæ. Þá urðu tvö hross fyrir bifreið á Suðurlands- Úr daqbók iöqreqiunnar 1.-3. mars 1996 vegi. Varð að aflífa þau á staðnum. Ökumaður bifreiðarinnar var flutt- ur á slysadeild með minniháttar áverka í andliti. Síðdegis á laugar- dag var ökumaður fluttur á slysa- deild eftir tveggja bifreiða árekstur á Bústaðavegi og Grensásvegi. Alls var tilkynnt um 36 umferðaróhöpp til lögreglunnar um helgina. Þar af urðu slys á fólki f 6 tilvikum. Manni var bjargað úr höfninni um miðjan dag á föstudag. Sést hafði til mannsins missa flösku í höfnina og síðan stökkva umsvifa- laust á eftir henni. Nærstaddir brugðust skjótt við, komu mann- inum í Markúsarnet og náðu að hífa hann upp á bryggju. Honum varð ekki meint af volkinu. Engar spurnir eru af flöskunni. . Á föstudagskvöld voru höfð af- skipti af fjórum mönnum í bifreið utan við hús í Mjölnisholti. Á þeim fannst tæki til neyslu fíkniefna. Um miðnætti á föstudag sást til tveggja manna og konu vera að bera tölvubúnað út í bifreið við Þingholtsstræti. Lögreglumenn stöðvuðu bifreiðina skömmu síðar á Snorrabraut. Ökumaðurinn virt- ist undir áhrifum áfengis. f bifreið- inni fahnst ýmis búnaður, sem stol- ið hafði verið úr húsi við götuna. Maður var sleginn fyrir utan veitingahús við Lækjargötu aðfara- nótt laugardags. Hann var fluttur á slysadeild. Skömmu síðar var annar maður sleginn á sama stað. Flytja þurfti hann einnig á slysa- deild. Þá var maður fluttur á slysa- deild eftir að hafa dottið á höfuðið á Laugavegi sökum ölvunar. Snemma um morguninn kom ölvað- ur maður á lögreglustöð eftir slags- mál. Hann var fluttur á slysadeild, talinn nefbrotinn. Skömmu síðar þurfti að flytja alblóðugan mann á slysadeild frá Laugavegi. Árásar- maðurinn fannst þar skammt frá. Hann var vistaður í fangageymsl- unum. Á laugardag var kvartað yfir miklum hávaða frá íbúð í Bökkun- um. Mikið ónæði hafði hlotist þar af þremur ölvuðum íbúum hússins. Við athugun kom í ljós að einn íbúanna hafði hlotið hnífstungusár í rass og annar skorist á handlegg. Yoru þeir báðir fluttir á slysadeild. Á slysadeild kunni fólkið ekki að haga sér sem skyldi og reyndist því nauðsynlegt að vista það í fangageymslunum. Það hefur áður komið við sögu mála hjá lögreglu. Á laugardagskvöld fundu. lög- reglumenn hassmola í fórum manns, sem verið hafði í bifreið er stöðvuð hafði vérið á Njálsgötu. Við leit í bifreiðinni fannst auk þess lítill plastpoki með tveimur öðrum pokum í. Í þeim pokum var ætlað amfetamín. Aðfaranótt var slökkvilið kallað að húsi á Melunum. Tilkynnt hafði verið um reyk frá íbúð þar í stiga- gangi fjölsbýlishúss. Húsráðandi, sem reyndist ölvaður, hafði gleymt að slökkva á eldavélinni. Engar skemmdir hlutust af. Handtaka þurfti þijá menn í Fischersundi aðfaranótt laugar- dags eftir slagsmál. Tveir voru fluttir á lögreglustöðina og einn á slysadeild. Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt um gaskútasprengingu í skúr við Vatnsendablett, í landi Kópavogs. Fjögur ungmenni, sem þar voru innan dyra, vóru flutt á slysadeild með brunasár. Eftir hádegi á sunnudag veittust fjórir menn að tveimur öðrum á Vesturgötu framan við einn veit- ingastaðanna. Spörkuðu þeir í and- lit mannanna svo af hlutust áverk- ar í andliti, fótum og víðar. Drengur missti framan af fíngri þegar hann klemmdist á milli hurð- ar og karms í Álftamýrarskóla á ' sunnudag. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Á sunnudagsmorgun var til- kynnt um eld í bifreið á bifreiða- stæði við Unufell. Greiðlega gekk að slökkva eldinn eftir að slökkvi- liðsmenn komu á staðinn, en tjón varð jafnframt á fímm öðrum bif- reiðum á stæðinu. Eigandi bifreið- arinnar, sem eldurinn kom upp í, var handtekinn, en sleppt að lok- inni yfirheyrslu. Nálægur íbúi hafði séð til ferða ungs manns við bifreið- irnar skömmu áður og heyrt brot- hljóð. Við þær aðstæður er fólk jafnan hvatt til að tilkynna slík til- vik til lögreglu. Maður um tvítugt var handtek- inn snemma á sunnudagsmorgun eftir að hafa brotið rúður í Foss- vogsskóla. Fjórir ungir menn voru hand- teknir snemma á mánudagsmorgun eftir að athugull íbúi í Grafarvogi tilkynnti um að þeir væru að reyna að brjótast inn í bifreiðir á bifreiða^ stæði við eitt fjölbýlishúsanna. í bifreið ungu mannanna fundust ýmsir munir úr bifreiðum á svæð- inu. Aðferðir þær, sem notaðar voru, eru eins og notaðar hafa ver- ið við fjölmörg innbrot í bifreiðir á höfuðborgarsvæðinu að undan- förnu. Um helgina voru 54 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Þá eru 12 ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, grunaðir um ölvunar- akstur. í dag, þriðjudag, hittist samstarfsnefnd lögreglunnar á Suðvesturlandi í umferðarmálum til fundar í Grindavík. Á þeim fundi verður m.a. rætt um næstu sameig- inlegu aðgerðir lögreglunnar á svæðinu í þeim málaflokki. Síðasta sameiginlega verkefni lögreglunn- ar á svæðinu var að fylgjast með og kanna búnað eftirvagna, auk þess sem ástand ökumanna stærri ökutækja var kannað nýlega með tilliti til hugsanlegra áfengisáhrifa. sé hægt að líta á hana sem einfalda breytingartillögu við þá samþykkt sem var til afgreiðslu. Á fundi bæjarráðs var jafnframt tekin fyrir og samþykkt tillaga Magnúsar Jóns Arnasonar og Lúð- víks Geirssonar um að bæjarstjórn Hafnarfjarðar vísaði tillögunhi varð- andi skipan húsnæðisnefndar til framkvæmdanefndar um reynslu- sveitarfélagið Hafnarfjarðarbæ. Félög opinberra starfsmanna Aformum ríkisstjórn arinnar mótmælt MORGUNBLAÐINU hafa borist fjórar ályktanir starfsmannafélaga vegna áforma ríkisstjórnarinnar um breytingar á kjörum og samnings- rétti opinberra starfsmanna. Ályktanirnar fjórar eru frá full- trúaráði Hins íslenska kennarafé- lags, launamálaráðsfundi Starfs- mannafélags ríkisstofnana, trún- aðarmannaráði Félags íslenskra náttúrufræðinga og stjórn Félags opinberra starfsmanna á Austur- landi. í þessum ályktunum er því mót- mælt að réttindi og kjör starfs- manna ríkisins og lífeyrisþega verði skert eins og fram komi í frum- varpsdrögum sem kynnt hafa verið. Þau eru: Frumvarp til laga um rétt- indi og skyldur-starfsmanna ríkis- ins, frumvarp um lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins og frumvarp um sáttastörf í vinnudeilum. Þess er krafist að frumvörpin vrði dregin til baka og að gengið verði til samninga við opinbera starfsmenn og haft samráð við þá um breytingar á kjörum. Það sé ekki hægt að fallast á að kjörum verði breytt einhliða. Fulltrúaráð HÍK ítrekaði í álykt- un sinni að verði af flutningi grunn- skólans til sveitarfélaga við þessar aðstæður gerist það í andstöðu við félög kennara og þá verði kjara- samningar kennara og skóiastjóra lausir 1. ágúst næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.