Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ +" IHwgfiiiMaMfr STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI: FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRIÐARSTARF OG HRYÐJUVERK ALVARLEGASTA afleiðing sprengjutilræðis Hamas, hryðju- verkasamtaka heittrúaðra múslima, í Jerúsalem sl. sunnu- dag og Tel Aviv í gær kann að verða sú, að friðarsamkomulag ísraels og Palestínumanna fari út um þúfur. Það væri hörmu- legt, því samkomulagið gefur vonir um frið eftir áratuga átök milli Israela og Araba. Það væri jafnframt hörmulegt af þeirri ástæðu, að þar með hefði hryðjuverkamönnum tekizt að ráða gangi mála í Miðausturlöndum með tilheyrandi mannfórnum um ókomna tíð. Báðir leiðtogarnir, þeir Shimon Peres og Yass- er Arafat, hafa lýst eindregnum vilja til þess að halda samninga- viðræðum áfram, þrátt fyrir hryðjuverkin. Hins vegar er ekki víst að þeir fái ráðið þeirri för. Morðárásir Hamas samtakanna hafa beinst að saklausum farþegum strætisvagna og í sprengingunum^ hafa tugir manna farizt. Skiljanlegt er og eðlilegt, að íbúar ísraels telji. öryggi sínu alvarlega ógnað og krefjist harðra aðgerða af ríkisstjórn sinni. Spurningin er hins vegar sú, hvort öfgasinnaðir ísraelar, sem barizt hafa harkalega gegn friðarsamkomulaginu, muni ekki grípa til gagnaðgerða utan laga og réttar. Skemmst er að minnast morðsins á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra. Reiði manna beindist þá gegn ófgasinnuðum Gyðingum, en merki sjást um það nú, að reiði fólks beinist ekki sízt að eftirmanni hans, Shimon Peres, fyrir að geta ekki tryggt öryggi þegna ísraels. Kosningar eiga að fara fram í ísrael 29. maí nk. og þegar Peres boðaði til þeirra naut hann og Verkamannaflokkurinn mikils fylgis í kjölfar morðsins á Rabin. Hryðjuverkamönnum Hamas er að takast að snúa dæminu við, því fylgi við Likud- bandalagið fer ört vaxandi. Forustumenn þess eru andstæðing- ar friðarsamninganna og stofnunar sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna. Shimon Peres hefur krafizt þess, að Arafat grípi til allra ráða til að útrýma vopnuðum flokkum Hamas samtakanna og annarra slíkra öfgahópa á sjálfstjórnarsvæðunum. Arafat, sem hefur fordæmt morðárásirnar í ísrael harkalega, mun gera hvað hann getur til að verða við óskum Peresar, enda veit hann, að framtíð friðar er undir því komin. Vandi Arafats er hins vegar sá, að ýmis öfgasamtök Palestínumanna eiga vísan stuðning stórra hópa á sjálfstjórnarsvæðunum, sem eiga erfitt með að sættast við ísraela. Fjöldi þjóðaríeiðtoga hefur fordæmt morðin í Israel, en það er ekki nóg. Veita verður þeim Peres og Arafat allan þann stuðn- ing sem mögulegt er til að handsama morðingjana og leysa upp hryðjuverkasamtökin. Hraða verður uppbyggingarstarfinu á sjálfstjórnarsvæðunum, því fátækt og menntunarskortur er gróðrarstía hryðjuverkasamtakanna. AUÐLIND í HÆTTU DEILUR strandríkjanna, sem eiga lögsögu að gönguslóð norsk-íslenzka síldarstofnins, um stjórn síldveiðanna eru komnar í harðan hnút. Viðræður íslands, Noregs, Færeyja og Rússlands í Ósló í seinustu viku báru engan árangur, ekki held- ur fundur landanna fjögurra með Evrópusambandinu. Evrópusambandið hefur lýst því yfir að náist ekki samningar við strandríkin um heildstæða veiðistjórnun, muni það úthiuta sjálfu sér 150.000 tonna veiðikvóta á alþjóðlega hafsvæðinu í Síldarsmugunni. Það er fráleitlega há krafa og ekki í neinu samræmi við veiðireynslu ESB-ríkja, sem stunduðu síldveiðar á árum áður. Hins vegar geta strandríkin sjálfum sér um kennt, því að hefðu þau náð samkomulagi sín á milli hefði mátt hindra sjálftöku ESB í Síldarsmugunni. Síldarstofninn, sem var nánast útrýmt í lok sjöunda áratugar- ins, hefur náð sér á strik á undanförnum árum. Vísindamenn telja að eigi að vera hægt að tryggja áframhaldandi vöxt stofns- ins til lengri tíma megi ekki veiða meira en milljón tonn á þessu ári.. Ef kvo fer fram sem horfir ver(5a í ár veidd 350.000 tonn af síld umfram það, sem fiskifræðingar ráðleggja. Með því er síldarstofninum, þessari gjöfulu auðlind, stefnt í hættu að nýju. Samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hinum nýja úthafsveiðisamningi hvílir skylda á síldveiðiríkjunum að umgangast auðlindina af ábyrgð og að semja sín á milli um skynsamlega nýtíngu hennar. Það er alveg ljóst að það ríki, sem hefur sýnt mesta óbilgirni og minnstan samningsvilja í þessu máli, er Noregur. Það er eina ríkið, sem hefur nánast ekkert viljað slá af kröfum sínum til þess að veiðarnar gangi ekki of nærri stofninum. Norðmenn halda því gjarnan fram að þeir eigi síldarstofninn, af því að þeir hafi byggt hann upp með friðunaraðgerðum í meira en tuttugu ár. Það er rétt að Norðmenn hafa stuðlað að vexti stofnsins undanfarin ár, en norsk stjórnvöld virðast gleyma því að síldin hætti að ganga út úr norsku lögsögunni og yfir til Færeyja og íslands meða! annars vegna gegndarlausrar ofveiði Norðmanna á smásíldinni. Norðmenn kasta því steinum úr glerhúsi er þeir saka aðra um að ætla að ganga of nærri síldarstofninum. Alda hryðjuverka öfgasinna úr röðum múslima rí UM 60 Israelar hafa látið lífið í sprengjutilræðum íslamskra öfgamanna á síðustu átta dögum. Þjóð- in stendur sem lömuð frammi fyrir sjálfsmorðstilræðum sprengjumanna Hamas-hreyfingarinnar, sem tilbúnir eru til að fórna lífi sínu í þágu mál- staðarins; hinnar heilögu andstöðu gegn friðarsamningum ísraela og Palestínumanna. Ljóst er að sú alda hryðjuverka sem nú ríður yfir samfé- lag Israela kann að hafa djúpstæð pólitísk áhrif í landinu auk þess sem nokkur óvissa ríkir um framhald frið- arferlisins. Ætla má að krafan um að öryggi ísraelskra borgara skuli njóta forgangs fram yfir framgang friðarviðræðna mun hljóma hærra á næstunni. Jafnfram þykir fréttaskýr- endum sýnt að Yasser Arafat, for- seti sjálfstjórnarsvæða Palestínu- manna, sæti nú vaxandi þrýstingi um að ganga fram með mun meiri hörku gegn Hamas-liðum. Sprengjutilræðið í miðborg Tel Aviv í gær sem kostaði allt að 20 manns lífið er hið þriðja í röðinni á átta dögum. í þessum tilræðum hafa yfir 60 manns farist en eftir því sem næst verður komist hafa 13 sambæri- legar árásir átt sér stað í ísrael frá því að samningar um frið og sjálfs- stjórn Palestínumanna voru gerðir haustið 1993. í þessum tilræðum hafa rúmlega 130 manns týnt lífi. Tilræðið er gífurlegt áfall fyrir íbúa Tel Aviv sem notið hafa tiltölu- lega mikils öryggis gagnvart sprengjutilræðum íslamskra öfga- manna. Ástandið í Tel Aviv hefur fram til þessa ekki verið borið saman við það sem ríkir hér í Jerúsalem. Óhugnanleg endurtekning Sprengjan sem sprakk á sunnu- dagsmorgun í Jerúsalem var óhugn- anleg endurtekning samskonar at- burðar í síðustu viku. Aftur var það snemma morguns í strætisvagni núm- er átján, að morðinginn, klæddur sem hermaður, setti af stað sprengju sem var ekki einungis gerð úr sprengiefni heldur einnig nöglum sem ætlað var að gera vítisvélina enn banvænni. Lík- amsleifar fórnarlambanna fundust í margra metra fjarlægð, í trjám og á rúðum nærliggjandi húsa. Á nálægum svölunum mátti jafnvel finna sundur- tætt höfuð. Morðinginn drap 19 manns og bættust þeir í hóp þeirra 25 fórnarlamba sem biðu bana undan- genginn sunnudag. Eftir nokkra tiltölulega friðsæla mánuði hefur síðastliðin vika hrint ísraelum, sem teknir voru að kunna vel við nýja öryggiskennd, aftur ofan í hyldýpi hryðjuverka, örvinglunar og reiði. Það verður ekki sagt að ísraelar hafi verið vaktir með gát til fyrri raun- veruleika. Hryðjuverk hafa snúið aft- ur til þeirra af þvílíkum krafti að jafn- vel þeir allra hörðustu í hópi þeirra sem vinna á vettvangi og eru því ýmsu vanir eru andlega að niðurlotum komnir. Hryðjuverkaaldan hófst á sunnu- dagsmorgni fyrir rúmri viku er tvær sprengjur sprungu, önnur í strætis- vagni í Jerúsalem en hin í mannþröng í Ashkelon. Fórnarlömbin höfðu ekki fyrr verið lögð til hinstu hyílu en ann- að reiðarslag gekk yfir. Á mánudag keyrði palestínskur Bandaríkjamaður viljandi inn í mannþröng, ________ drap. eina konu og særði u.þ.b. tuttugu. Það lýsir greinilega hugarástandi þeirra sem búa við sífellda ógnun af "~~—~~" þessu tagi að vegfarendur gripu til vopna sinna með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lá í valnum og aðrir voru ekki einungis sárir eftir árekstur- inn heldur einnig af völdum skotsára. Á föstudagskvöld handtók herinn fimm menn vopnaða sveðjum á leið inn í landnemabyggð á Gazasvæðinu. Á sunnudag sprakk áðurnefnd sprengja í strætisvagni í Jerúsalem, grandaði nítján manns og særði sex. Igær, mánudag voru svo tveir land- nemar stungnir í Hebron áður en sprengingin skók miðborg Tel Aviv. Hefnt eftir Ramadan Ólgan í Israel hefur farið vaxandi að undanförnu og margir óttuðust hefnd eftir að ísraelska leyniþjónust- an, að því er talið er, réð einn helsta Friðarvon- um drekkt í blóði? Sjálfsmorðsárásir íslamskra öfgamanna í Tel Avív í gær og í Jerúsalem á sunnudag hafa vakið gífurlega reiði í ísrael. Sigrún Birna Birnisdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins í Jerúsalem, fjallar um þessa blóðugu herför gegn friðarsamningum ísraela og Palestínu- manna og hugsanlegar afleiðingar hennar. el u h- 1> Reuter SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, ávarpar blaðamannafund í Jerúsalem á sunnudag. Fundurinn var haldinn eftir að tilræðismaður Hamas-samtakanna varð sjálfum sér og 18 öðrum að bana í strætis- vagni í borginni. Margir óttuð ust hefndar- ráðstafanir sprengjusérfræðing Hamas-samtak- anna, „Verkfræðinginn" svokallaða, af dögum í upphafi árs. Þegar bið varð á hefndarráðstöfunum róaðist fólk smám saman jafnvel þó öryggis- gæslan hafi sífellt verið að koma upp um fyrirhuguð hryðjuverk. Hamas beið með hefndarráðstaf- anir uns hinum helga mánuði múslima Ramadan lauk. Það hefur vakið reiði margra að hernumdu svæðin sem höfðu verið lokuð af öryggisástæðum voru opnuð aðeins nokkrum dögum fyrir tilræðið m.a. vegna þess 'sem Shimon Peres, forsætisráðherra, kall- aði þrýsting norrænna mannúðar- og mannréttindasamtaka. Sprengjutilræðin í Jerú- salem og Ashkelon í síð- ustu viku voru ekki einung- is framin rétt eftir að Ramadan lauk heldur einn- ^—^™" ig nákvæmlega tveimur árum eftir fjöldamorð gyðingsins Baruchs Goldsteins á Palestínumönn- um í Hebron en sérstaklega hafði verið varað við hefndaraðgerðum á þeim degi. Síðustu viku hefur Yasser Arafat hvað eftir annað þurft að birta yfirlýs- ingar þar sem hann fordæmir tilræðin og vottar ísraelum samúð sína. Reiðir stjórnmálamenn, fréttamenn og al- menningur bera honum því á brýn að hann geri ekki nóg til að koma í veg fyrir hryðjuverk; Arafat kveðst gera allt sem í hans valdi stendur. Ásökun- um um að áframhaldandi hryðjuverk séu sönnun þess að honum sé um megn að stjórna hernumdu svæðunum svarar hann með því að benda á að ísraelum hafi ekki gengið betur þegar þeir fóru þar með stjórn. Einnig bend- ir hann á að hryðjuverkamenn undan- farinnar viku hafi komið frá Hebron- svæðinu sem enn er undir stjórn Isra- José Maria Aznar, leic Viljasterki enlit JOSÉ Maria Aznar, formaður Þjóð- arflokksins, er líklegasti eftirmað- ur Félipe Gonzalez í embætti f or- sætisráðherra Spánar. Aznar er 43 ára gamall fyrrum skattaeftirlits- maður, lágvaxinn og með yfirvara- skegg: Þrátt fyrir að hann hafi verið leiðtogi Þjóðarflokksins í sex ár er hann enn óráðin gáta í augum margra Spánverja. Hann er ekki talinn hafa mikla persónutöfra, f orðast að horfa beint í augu við- mælenda og þykir ekki sérstaklega mælskur. Að undanförnu hafa spænskir fjölmiðlar keppst við að draga per- sónu Aznars fram í sviðsljósið og komast að því hvaða mann hann hafi að geyma. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er af hlédrægum en öguðum leiðtoga sem hefur gaman af skáld- skap og yrkir jafnvel sjálfur. I nýlegum viðtölum hefur hann við- urkcnnt að hafa gaman af bröndur- um, sem betra væri að hafa ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.