Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ¦I AÐSENDAR GREINAR Flutningur grunnskóla íhöfn? EINS og flestum er kunnugt skipaði hann þrjár nefndir undir forystu sérstakrar verkefnisstjórnar til að undirbúa flutning- inn. Kennarafélögin áttu fulltrúa í verk- efnisstjórn, nefnd um verkefni fræðsluskrif- stofa og nefnd sem átti að gera tillögur um tilhögun og með- ferð kjara- og rétt- indamál kennara og skólastjóra á grunn- skólastigi. Þeir áttu hins vegar ekki sæti í nefnd sem meta átti kostnað af tilfærslu grunnskólans. Nefndirnar hafa nú allar skilað lokaskýrslum til verkefnisstjórnar en þar náðist samkomulag um fyrirkomulag kjara- og réttinda- mála og verkefni fræðsluskrif- stofa. Lokaskýrsla þeirrar nefndar Björn Bjarnason hef- ur frá því hann tók við embætti menntamála- ráðherra lagt mikla áherslu á að flutningur grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga sé fram- kvæmdur í sátt allra aðila, þ.e.a.s. ríkis, sveitarfélaga og sam- taka kennara. sem átti að meta kostnaðinn er nú til umræðu í verkefnisstjórn ásamt fleiri málum sem bíða úr- lausnar. Það eru enn mörg atriði sem ná þarf samkomulagi og sátt um við kennarafélögin áður en af flutningi getur orðið. Tæpast ætla ríkisstjórn og sveitarfélög að flytja grunnskólann 1. ágúst 1996 í ósátt við kennarafélögin? Réttindi tryggð? Kennarafélögin lýstu því ýfír í vetur að forsenda þess að flytja núgildandi kjarasamning óbreytt- an til nýs vinnuveitenda væri að í einu og öllu yrði farið eftir nefnd- aráliti réttindanefndar. Að öðrum kosti myndu þau draga sig út úr frekari viðræðum hvað varðar flutning grunnskólans. Þannig vildu félögin ítreka að sátt yrði að nást um öll atriði og að réttindi þeirra yrðu þau sömu hjá sveitarfé- íögunum. Að öðrum kosti yrði að taka kjarasamninga upp í tengsl- Guðrún Ebba Ólafsdóttir Svanhildur M. Ólafsdóttir um við flutninginn. Frumvarp um réttindi og skyld- ur kennara og skólastjóra grunn- skóla sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi tryggir vissulega óbreytt ráðningarréttindi við flutning. Drög að frumvarpi til laga um Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins ger- ir ráð fyrir áframhaldandi aðild kennara að sjóðnum. Hvers vegna rjúka þá kennar- afélögin upp til handa og fóta og hætta öllu samstarfi um flutning grunnskóla til sveitarfélaga? Astæðurnar eru: • Drög að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem fram koma veru- legar skerðingar á réttindum þeirra þar á meðal rétti til skipun- ar og biðlauna. • Drög að frumvarpi til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem skerða réttindi sjóðfélaga og ganga þvert á þá sátt sem náðist um yfirfærslu réttinda grunnskóla- kennara og skólastjóra. • Lokaskýrsla kostnaðarnefndar vegna flutnings grunnskóla gerir ráð fyrir að lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins verði breytt til skerðingar lífeyris. • Frumvarp félagsmálaráðherra um samskiptareglur á vinnumark- aði sem þrengja verulega sjálf- stæðan samningsrétt verkalýðsfé- laga. Verði þessi frumvörp að lögum verður ekki um óbreytt réttindi að ræða. Grunnskólakennarar eina stéttin með æviráðningu og biðlaunarétt? Trúir því einhver að grunnskóla- kennarar verði eina starfsstéttin í landinu með æviráðningu og bið- launarétt? Ekki Sigrún Magnús- dóttir, formaður Skólamálaráðs Reykjavíkurborgar, eins og fram kemur í viðtali við hana í Tímanum 22. mars sl: „Ég hef t.d. fundið það hjá öðrum borgarstarfsmönn- um að þeim finnst óeðlilegt að kennarar verði áfram æviráðnir eftir að þeir verða borgarstarfs- menn þegar búið er að afnema æviráðningu hjá öllum öðrum starfsmönnum borgarinnar." í við- talinu kemur einnig fram að hún telji eðlilegt að kennarar selji þenn- an rétt og að meta þurfi þann kostnaðarauka áður en til flutn- ingsins kemur. I grein í Vikublaðinu 2. febrúar sl. er haft eftir Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, að eðlilegt sé að lög um réttindi og skyldur kennara og skólastjóra verði end- urskoðuð á sama tíma og annarra opinberra starfsmanna og óeðlilegt sé að réttindastaða kennara sé öðruvísi en réttindi annarra starfs- manna. I Morgunblaðinu 21. febr- úar kemur fram hjá Vilhjálmi um sama málefni að sveitarfélögin hafi ekki uppi nein áform um að krefjast þess að æviráðningar verði afnumdar en eðlilegt sé að rætt verði um breytingar á þessum rétt- indum síðar ef sveitarfélög eða kennarar óska þess. Við lítum því svo á að lög um réttindi og skyldur kennara og skólastjóra grunnskóla séu fyrst og fremst hugsuð sem tímabundið plagg sem hafi þann eina tilgang að tryggja réttindi kennara og skólastjóra við flutning. Það er ólíklegt þau lifi lengi við hlið nýrra laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins ef bæði frumvörpin verða að lögum auk þess sem starfsmenn sveitarfélaga hafa ekki sambærileg réttindi. Munu sveitar- félögin ekki óska eftir breytingum á lögum um réttindi og skyldur kennara og skólastjóra grunnskóla fljótlega eftir flutninginn, jafnvel strax á næsta ári? Atlaga að rétt- indum starfsmanna ríkisins eru því einnig atlaga að réttindum kenn- ara og skólastjóra í grunnskólum þó að um annað lagafrumvarp sé að ræða. Trygg ráðningarréttindi og aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins eru hluti af launakjörum kenn- ara og skólastjóra eigi að afnema þau réttindi með lagabreytingum verður að semja um önnur jafn- verðmæt réttindi eða hærri laun. Eru sveitarfélögin tilbúin að taka þann kostnað á sig eftir flutning- inn? Engin sátt Kennarafélögin hafa ákveðið að hætta þátttöku í frekari undirbún- ingi við flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga og telja að með fyrirhuguðum breytingum 'á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins sé grundvöllur samkomulags verk- efnisstjórnar frá 1. febrúar sl. um réttindi og skyldur kennara og skólastjóra brostinn og kjarasamn- ingar lausir 1. ágúst 1996 verði af flutningi grunnskólans. Kenn- arafélögin geta ekki tekið þátt í samstarfi um flutning grunnskól- ans til sveitarfélaga á sama tíma og freklega er vegið að réttindum þeirra. Sú sátt er virtist í sjónmáli milli kennarafélaga, sveitarfélaga og ríkis um fyrirkomulag flutnings grunnskóla til sveitarfélaga er brostin. Guðrún Ebba er varaformaður Kennarasambands íslands og Svanhildur formaður skólamála- ráðs Kennarasambands íslands. Fráleitt að skattleggja öryggið FYRIR um tveimur áratugum þótti það sjálfsagt mál að öryggis- hjálmar fyrir bifhjól væru án tolla þótt annar búnaður bifhjóla væri með allt að 150% aðflutningsgjöld- um. Hvers vegna? Vegna þess að það var litið svo á að öryggishjálmar gætu komið í veg fyrir alvarleg slys. Og það er staðreynd varðandi óhöpp gegnum tíðina að öryggishjálmar hafa bjargað miklu. Hins vegar er áhrifamikíll örygg- isbúnaður í bifreiðum skattlagður s.s. óryggisbremsur og loftpúðar. Bílgreina- sambandið hefur hreyft þessum málum af og til, eh fjármálaráðu- neytið þráast við og óttast væntanlega að það að slaka einhvers staðar á skattlagning- arklónni þýði eftirgjöf sem bitni á ríkiskass- anum. Tillaga um afslátt vegna öryggisbúnaðar Fyrir skömmu mælti undirrituð fyrir tillögu Rannveig á Alþingi sem lýtur að Guðmundsdóttir því að veittur verði af- sláttur af vörugjaldi bifreiða sem útbúnar eru með öryggisbremsum. Á rammíslensku eru þær nefndar læsivarðir hemlar, en í daglegu tali oftast nefndar ABS-bremsur eða öryggisbremsur. Þetta er stórt mál Það er sannfæring mín, segir Rannveig Guð- mundsdóttir, að út- gjöld ríkisins mundu lækka vegna færri slysa ef lög yrðu sett um að veita afslátt af bifreið- um með góðum öryggisbúnaði. en einfalt. Einfalt vegna þess að með því að veita afslátt af gjöldum bifreiða með ákveðnum öryggisþátt- um er ríkisvaldið ekki að missa af tekjum sem það hefur í dag. Stað- reyndin er nefnilega sú að það eru ekki nema 3-5% seldra bifreiða út- búnar mikilvægum öryggisbúnaði eins og öryggisbremsum og loftpúð- um, öðru nafni kallaðir líknarbelgir. Þetta þýðir að tekjutap ríkisins yrði sáralítið eða ekkert, ef ákvörðun yrði tekin um það að veita afslátt af bifreiðum sem nemur gjöldunum af Jpessum öryggisbúnaði. I dýru bifeiðunum er öryggisbún- aður mjög oft staðalbúnaður og af honum tekur ríkið vissulega sinn toll. Dæmi er um að öryggisbremsur kosti um 80 þúsund í innkaupum en þegar ríkið hefur tekið sitt fer verðið í 180 þúsund krónur eða tvö- falt innkaupsverð búnaðarins, án álagningar. Reynslan hefur sýnt að öryggisbremsur og svokallaðir líkn- arbelgir, sem blása upp við árekst- ur, veita mikla vörn gegn slysum. Við erum eftirbátar annarra Á þessum málum hefur verið tek- ið á Norðurlöndum. Mér er sagt að forsenda Dana, Norðmanna og Finna fyrir áróðrin- um, sem þeir reka og stuðningnum sem þeir veita til að fólk kaupi bíla með þessum útbún- aði, sé sú að bíll sem er með öryggisbúnaði spari umtalsverðar fjár- hæðir í ríkisrekstri og þá sérstakleg í heil- brigðiskerfinu. Norð- menn veita hátt á ann- að hundrað þúsund krónur í endurgreiðslur ef í bifreið er ákveðinn öryggisbúnaður, þ.e. svokailaður tvöfaldur öryggispúði, ABS- bremsukerfi og hátt- liggjandi bremsuljós í afturrúðu. í Danmörku getur endurgreiðslan farið yfir 300 þúsund krónur með því að fullkom- inn öryggisbúnaður sé í bifreiðinni. í Noregi ákvað norska Stórþingið, ekki ríkisstjórnin, að setja það í lög að veita afslátt af bifreiðum með öryggisbúnaði. Ef við ætlum ekki að vera eftirbát- ar Norðurlandanna í þessum éfnum og viljum leggja það sem unnt er af mörkum til að afstýra slysum, örkumlun og dauða af völdum um- ferðarslysa, þá eigum við að bregð- ast við strax, meðan þessi öryggis- búnaður er í svo litlum mæli í seldum bifreiðum vegna þess að núna sriýst ákvörðunin um að afsala sér tekju- lind vegna öryggisbúnaðar. Utgjöid mundu lækka og slysum fækka Það er sannfæring mín að útgjöld ríkisins mundu lækka vegna færri slysa fyrir utan það sem mestu máli skiptir, að afstýra slysum, áföll- um og sorg, sem af þeim leiðir. Það er mikið talað um nauðsyn þess að spara í heilbrigðiskerfinu og það er líka mikið talað um forvarnir og að veita fjármagni til forvarna til að fyrirbyggja útgjöld í heilbrigðiskerf- inu. Það er hins vegar staðreynd að enginn afsáttur er veittur af bún- aði, sem er til þess fallinn að af- stýra umferðaróhöppum og slysum og sem spara augljóslega fé. Með þeirri hvatningu sem, felst í tillögum sem liggja fyrir Alþingi um afslátt af gjöldum vegna öryggisbremsa og loftpúða, má stuðla að því að bifreið- ar verði þannig útbúnar í auknum mæli. Höfundur er alþingismaður. Áttþú viðskiptahugmynd? Stofnun og rekstur smáfyrirtækja Kvöld- og helgarnámskeið um stofnun og rekstur smáfyrirtækja hefst 16. mars. \UfM SKEIÐ Innritun og nánari upplýsingar í síma 587 7000. Iðntæknistof nun 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.