Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 27 MEIMNTUN 10-12 ára nemendur Selásskóla Ræðumenn framtíðar SELASSKOLI er eini skólinn á landinu, þar sem ræðumennska og fundasköp eru á stundaskrá 10-12 ára nemenda einu sinni í viku. Hef- ur svo verið undanfarin tíu ár. Sú sem átti hugmyndina og sér um kennsluna er Kristín H. Tryggva- dóttir skólastjóri. Hún var við nám í Berkeley í Kaliforníu, en þar lærði hún þær aðferðir sem hún notar. „Mér fannst þetta áhugavert því sjálf hafði ég alltaf átt erfitt með að tjá mig og koma fram. Ég vann um tíma hjá BSRB og tók þar upp ræðumennsku fyrir fullorðna. - Þar nefndu t.d. margir kennarar að þeir hefðu viljað fá þessa kennslu mun fyrr. Því byrjaði ég strax og ég hafði mögu- leika á hér í skólanum," sagði hún. Hugstormun og flokkun orða Á fyrsta ári fer kennslan þannig fram að Kristín nefnir orð, t.d. ungl- ingur, og nemendur kalla upp þau orð sem koma í hugann. „Það finnst þeim óskaplega skemmtilegt. Öll orðin eru skrifuð upp á töflu og í sameiningu flokkum við þau niður. Stundum verða nemendur að skýra út af hverju þeim finnst orðin eiga að vera í sama flokki eða af hverju ekki." Sem dæmi um flokka tengda unglingum má nefna útlit, hegðun og fatnað. Nemendur velja síðan tvo flokka og skrifa þau orð sem þar eru. Síðan búa þeir til setningar utan um orðin, nokkurs konar sam- felldan texta, koma~upp og flytja sína ræðu. „Venjulega gengur á ýmsu til að byrja með, en þetta þýðir að hvert einasta barn treystir sér til að koma upp. Eftir fyrsta veturinn eru þau smám saman orðin það lagin að ég get haft hugstormunina munnlega. Ef tími er til er „orðið laust" í lok tímans og þeir duglegustu til að rökræða koma upp, spyrja hina Morgunblaðjð/Árni Sæberg UMRÆÐUEFNI nemenda í 7. HGL var að þessu sinni forseta- kosningarnar. Ræðumaðurinn heitir 'l'órnas Huldar Jónsson en fundarstjóri var Linda Rós Birgisdóttir. hvers vegna skoðun þeirra sé svona eða hinsegin, af því þeir eru sjálfir ekki á sama máli," sagði Kristín. Á öðru ári eru skipaðir fundar- stjórar meðal nemenda. Þegar fimm mínútur eru eftir af tímanum slíta nemendur fundi og í sameiningu velja þeir ásamt Kristínu efni fyrir næstu viku. Kristín segir að funda- sköp séu eftir settum reglum og nemendur læri smám saman að segja „orðið er laust" en ekki „mál- ið er laust" eins og heyrðist gjarnan í byrjun. Eða „fundi er slitið" en ekki „fundurinn er slitinn". Mikið meira en islenskutími Tíminn sem Kristín hefur notað til ræðumennsku er tekinn af ís- lensku, en hún segir nemendur fá mun meira en íslensku út úr tíman- um. Þeir verði til dæmis alltaf að færa rök fyrir sínu máli. „Ég legg einnig áherslu á að í lokin segi þau sína skoðun á málefninu, þó svo að þau hafi einungis komið fram með kaldar staðreyndir." Kristín segist finna að nemendur séu vel inni í mörgum málum og hafi áhuga á því, enda séu umræðu- efnin víðtæk, einkum í 12 ára bekk. Þar sé meðal annars rætt um al- næmi, eiturlyf, landgræðslu, skóg- rækt, slys og náttúruhamfarir, svo dæmi séu tekin. „Mér finnst þetta frábært, því nemendur læra mjög vel að flytja mál sitt. Ég gef þeim umsögn fyrir efni, flutning, rökræð- ur á eftir og hlustun." í lok skólaársins hafa tólf ára nemendur tekið þátt í keppni, þar sem þrír fulltrúar úr hvorum bekk etja kappi. „Ræður þeirra eru stór- kostlegar og gefa menntaskóla- krökkunum ekkert eftir," sagði Kristín. Aðspurð kveðst hún hafa heyrt að þegar nemendur komi í unglingadeild í Árbæjarskóla standi þau sig vel í félagsstarfi, því þau séu óhrædd við að láta í sér heyra. Nýjar námsbækur Á VEGUM Námsgagnastofnunar hafa nýverið komið út bækur í sam- félagsgreinum og umferðarfræðslu. • Landbúnaður á íslandi í saman- tekt Árna Árna- sonar með mynd- um eftir Kolbein Árnason ^ og Árna Árnason er m.a. ætlað unglingum. Heft- ið er tekið saman í samstarfi Námsgagna- stofnunar og Upplýsingaþjónustu landbúnað- arins, sem jafnframt styrkti verk- efnið. Myndband fylgir. Heftið er 31 bls. • Aðgát í umferðinni eftir Ástu Egilsdóttur og Jóhönnu Karls- dóttur með myndum eftir Böðvar Leós er ætlað 6-7 ára börnum. Lítill texti er í bókinni en myndir gefa gott tækifæri til ao ræoa vio Dorn um efni sem snert- ir þau og umhverfi þeirra. Bókin er 32 bls. • Þættir^ í rekstrarhagfræði II eftir dr. Agúst Einarsson prófessor og alþingismann er nýkomin út. Bókin er ætluð til kennslu á háskóla- stigi og er framhald fyrri bókar höf- undar um sama efni. Saman mynda þær umgjörð um langflesta þætti í nútíma rekstrar- hagfræði. Bókin er undirbúnings- útgáfa og fjallar hún m.a. um markaðsform, verðmyndun fyr- irtækja og sam- keppni, verð- stefnu, markaðsmál, skipulag og stjórnun, fjárþörf, fjármögnun, kennitölur og fjárfestingar o.fl. Bókin er 214 bls. að stærð og gefur Fmmtíðarsýn hf. Þverholti 9 hana út skólar/námskeið heilsurækt Norðurljósin, heilsustúdíó, Birna Smith, Laúgarásvegi 27, sími 553 6677 ¦ Sogæðanudd - trimmform Öfiugt sogæðanuddtæki og sellolite-olíu- nudd losar likama þinn viö uppsöfnuð eiturefni, bjúg, aukafitu og örva ónæmis- kerfið, brennslu og blóðrásina. Trimmform og mataræðisráðgjöf innifalin. ¦ Vöðvabólgumeðferð með léttu rafmagnsnuddi, acupunktur- meðferð og heilun opnum við stíflaðar rásir. Góður árangur við höfuðverk, mígreni og eftir slys. myndmennt HANDMENNTÁSKOLi ISLAHDS ¦ Bréfaskólanámskeið í myndmennt Á nýársönn, janúar-maí, eru kennd eftir- farandi námskeið: Grunnteikning. Likamsteikning. Lita- meðferð. Listmálun með myndbandi. Skrautskrift. Innanhússarkitektúr. Híbýlafræði. Teikning og föndur fyrir börn. Fáðu sent kynningarrit- skólans með því að hringja eða senda okkur línu. Sími 562 7644, pósthólf 1464, 121 Reykjavík. http://www.mmedia.is/handment/ ýmislegt ¦ Postulíns- og glermálun Get bætt við mig nokkrum nemendum frá miðjum mars og fram í maí. Jónína Magnúsdóttir (Ninný), mynd- og handmenntakennari, si'mi 565 9099. ú ¦ Zen hugleiðsla Námskeið í Zen hugleiðslu hefst fimmtu- daginn 7. mars kl. 20.00. Á námskeiðinu er kennd Zen hugleiðsla sem gefur þátttakendum í framhaldi af því kost á að iðka Zen með hópi sem og í sínu dagleg lifi. íslenski Zen hópurinn. Upplýsingar gefa Helga ísíma 568 6516 og Óskar í síma 562 1295. ^ J Barnfóstru- námskeið 1996 1. 6., 7., 11. og 12 mars. 2. 13., 14., 18. og 19. mars. 3. 20., 21., 25. og 26 mars. 4. 10., 11., 15. og 16. apríl. 5. 17., 18., 22. og 23. aprfl. 6. 6., 7., 8. og 9. maí. 7. 29. og 30. maí, 3. og 4. júní. 8. 5., 6., 10. og 11. júní. Kennsluefni: Umönnun ungbarna og skyndihjálp. Upplýsingar/skráning: Sími 568 8188 kl.8-16. Reykjavíkurdeild RKÍ. ¦ Tréskurðarnámskeið Fáein páss laus í mars og april. Hannes Flosason, s. 554 0123. tungumál skjalastjórnun ¦ Inngangur að skjalastjórnun Námskeið, haldið 1. og 2. apríl (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 11.000. Bókin „Skjalastjórnun" innifalin. Skráning hjá Skipulag og skjöl í síma 564-4688, fax 564-4689. tölvur ¦ Tölvunámskeið Starfsmenntun: - 64 klst tölvunám - 84 klst. bókhaldstækni Stutt námskeið: - PC grunnnámskeið - Windows 3.1 og Windows 95 - Word grunnur og framhald - WordPerfect fyrir Windows - Excel grunnur og framhald - Access grunnur - PowerPoint - Paradox fyrir Windows - PageMaker fyrir Windows - Internet námskeið - Tölvubókhald - • Novell námskeið fyrir netstjóra - Barnanám - Unglinganám í Windows - Unglinganám í Visual Basic - Windows forritun Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum nániskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561 6699. Tölvuskóli Reykiavíkur nsfafyrir 7a ¦ Enskunám í Englandi. Lengi langað? Láttu nú drauminn rætast. Boðið upp á námsferð í hóp og á eigin vegum. Mjög góðir skólar víða í Eng- landi. Hagstætt verð. Uppl. f s. 565 0056 milli kl. 15-18. Erla Aradóttir, MA í enskukennslu, fulltrúi enskuskólanna The Bell og Anglo World. handavínna Borgartúni 28, sími 561 6699. ¦ ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 5517356. ¦ Leðurvinna Námskeið í leðurvinnu verða haldin á næstunni. 1. Smíði reiðtygja. 2. Almenn leðurvinna. Hvítlist hf., Bygggörðum 7, Seltjarnarnesi, sfrni 561 2141. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Mazda 121 '92, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 40 þ. km. Fallegur bill. V. 750 þús. Subaru Legacy 1.8 Station 4x4 '90, sjálfsk., ek. 105 þ. km., rafm. í rúðum, grjótagrind o.fl. V. 1.130 þús. Sk. á ód. V.W. Golf 1.4 cl station '94, blár, 5 g., ek. 32 þ. km., rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 þús. Grand Cherokee Limited V-8 '94, ek. 15 þ. km., grænsans., einn með öllu, gullfal- legur bill. V. 3.950 þús. Willys Koranda 2.3 dfesil (langur) '88, 5 g., ek. aðeins 30 þ. km. V. 980 þús. Toyota Corolla Hatsback XLi '94, grá- sans., 5 g., ek. 47 þ.km. V. 990 þ. BMW 518i '88, 4ra dyra, 5 g., ek. 92 þ. km., rafm. í rúöum, sóllúga o.fl. V. 670 þús. (Sk. á D-Cap '90-'92). Hyundai Accent GS Sedan '95, ek. aðeins 4 þ. km. V. 960 þús. Nissan Patrol Turbo diesil langur '92, 5 g., ek. 156 þ. km., rafm. [ rúðum, læst drif, álfelgur o.fl. V. 2.550 þús. MMC Pajero Turbo Interc. diesel '96, dráttarkrókur, spoiler o.fl., ek. 12 þ. km. Steingrár. V. 3.090 þ.kr. Dodge Grand Caravan LE 4x4, 7 manna, '91, 4 captain stólar og bekkur, ABS- bremsur og loftpúði í stýri, rafm. í öllu, samlæsingar, ek. 96 þ. km. V. 1.980 þús. Nissan Terrano SE V-6 '90, 5 dyra, sjálfsk., ek. 85 þ. km., álfelgur, sóllúga, rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. Einn eig- andi. V. 1.890 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ.km., vél yfirfarin (tímareim o.fl. Nótur fylgja). V. 950 þús. Mjög góð lánakjör. Nissan Þrimera SLX 2000 '95, 5 dyra, sjálfsk., ek. 16 þ. km., álfelgur, rafm. í rúðum, geislasp., spólvörn o.f!. V. 1.680 þús. Toyota Corolla Touring GLi 4x4 station '92, 5 g., ek. 55 þ. km. V. 1.250 þús. Renault 19 RT 1.8 '94, 5 g., ek. 40 þ. km. V. 1.170 þús. Flat Panda 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. að- eins 56 þ. km. V. 470 þús. GMC Tracker 4x4 (Suzuki Sidekick) '90, hvitur, 5 g„ ek. 83 þ. km. V. 980 þús. Útvegum hagstæð bflalán Mercedes Benz 230 E '91, sjálfsk., ek. 135 þ. km., sóllúga, ABS o.fl. V. 2,3 millj. MMC Lancer GLX hla&bakur '91, sjálfsk., ek. 86 þ. km. Gott eintak. V. 780 þús. Tilboðsv. 670 þús. Nissan Patrol diesel turbo Hl Roof (lang- ur) '86, 5 g., ek. 220 þ. km. 36" dekk, spil o.fl. Mikið endurnýjaður. V. 1.550 þús. Cherokee Laredo 4.0L '92, ek. 46 þ. km., grænn, rafm. í rúðum, samlæsingar, flöskugrænn o.fl. Sem nýr. V. 2.280 þús. Ath.: Tilboðsverð á fjölda bifreiða. V.W. Golf CL 1800Í '92, 5 dyra, sjálfsk., ek. 52 þ. km., geislasp. o.fl. V. 960 þús. Toyota Hilux D.cap bensín SR-5 '92, 5 g., ek. aðeins 45 þ. km. V. 1.550 þús. V.W. Polo „Fox" '95, 5 g„ ek. 15 þ. km. V. 870 þús. M. Benz 280 SEL '82, sjálfsk., ek. 177 þ. km„ rafm. í öllu, 2 dekkjagangar. Óvenju gott eintak. V. 1.250 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.