Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR VERK eftir Guðrúnu H. Jónsdóttur. Andstæður kyrrðar, þæginda og átaka MYNPLIST Haínarborg MÁLVERK Guðrún H. Jónsdóttir/Guðrún R. Eiriksdóttir/Ian Hobson. Hafnar- borg: Opið kl. 12-18 alla daga nenra þriðjud. til 10. mars. Aðgangur ókeypis. í HAFNARBORG hafa verið opn- aðar þrjár sjálfstæðar sýningar, sem eiga sér sameiginlegan út- gangspunkt í náttúrunni. Mismun- andi nálgun listafólksins að við- fangsefninu, sem og ólík úrvinnsla, verður til að gefa gestum kost á fróðlegum samanburði milli sýn- inga. Guðrún H. Jónsdóttir Guðrún H. Jónsdóttir, Gígja, sýn- ir hér fjörutíu olíumálverk sem hún hefur unnið á síðustu árum. I sínu listnámi lagði hún einkum stund á grafík.en hefur síðan skipt um mið- il, þó vissulega megi sjá í þessum málverkum úrvinnslu, sem um margt minnir á grafíklistina í skerpu ímyndarinnar og myndbyggingu. Sýningin nú ber með sér líkan heildarsvip og sýning hennar á sama stað fyrir fimm árum, þegar undirritaður kenndi hana við róm- antíska myndsýn, í jákvæðri merk- ingu þeirra orða. Margar myndanna tengdust þá uppstillingum blóma og ávaxta, og svo er enn; yfirbragð kyrrðar og jafnvægis náttúrunnar er sterkasti þáttur þeirrar heildar, sem verkin skapa. Þessi kyrrðarheimur er ekki síður ímyndaður en raunverulegur, eins og sést á þeim fjölda mynda sem byggja á eins konar kúlublómum. Hver mynd hefur sitt eigið lita- spjald, sem byggt er upp með mark- vissum hætti innan verksins. Hins yegar má segja að á stundum fari litagleðin úr böndum - skreytnin verði að ofhlæði, sem dregur úr gildí þeirrar myndbyggingar, sem Gígja vinnur út frá. Þetta á einkum við þar sem mynsturgerðin í fletinum verður flókin, eins og í „Jarðlitir" (nr. 15), en verður þó virkur þáttur heildarinnar í málverkum eins og „Bláa blómið" (nr. 7) og „Brúðan" (nr. 38). Gígja hefur áður sýnt íhugular myndir af börnum og unglingum, sem má tengja að nokkru við það nýja raunsæi, sem nú ryður sér rúms í listheiminum. Slík verk eru hér færri en áður, en engu að síður eftirminnileg, og er rétt að benda á „Sumarkjólinn" (nr. 3) sem besta dæmi þessa, þar sem hin barnslega ró hvílir yfir heildarsvipnum. Guðrún R. Eíríksdóttir Myndlistin er ekki síst lífsfylling í hugum þeirra fjölmörgu, sem fylgjast með henni sem listafólk og listunnendur. Það er mjög breið- ur hópur sem sinnir listinni einkum í tómstundum og af áhuga, gjarna eftir að hafa sótt námskeið og not- ið leiðsagnar þeirra sem hafa gert hana að sínu ævistarfi. Guðrún Ragnhildur Eiríksdóttir fyllir þennan flokk, en í Sverrissal Hafnarborgar hefur hún komið fyr- ir rúmlega fjörutíu vatnslitamynd- um sem hún hefur unnið á síðustu árum. Hér er fyrst og fremst um að ræða fínlegar landslags- og blómamyndir, þar sem mjúk lita- áferð Guðrúnar nýtur sín vel, og nær á stundum að skapa sterkar heildir, eins og í nr. 11 og 35. Þrátt fyrir litagleði blómanna verða myndimar hins vegar tæpast eftirminnilegar vegna þess mynd- efnis, sem helst má kenna við þægi- lega stofulist. Hins vegar kemur í ljós í nokkrum húsamyndum (t.d. nr. 1) að listakonan hefur gott auga fyrir byggingu og mýkt lita- tónanna þar sem birta og skuggar vinna saman, og eru það án efa sterkustu verk sýningarinnar. Ian Hobson Kanadamaðurinn Ian Hobson hefur dvalið undanfarna mánuði sem gestur listamiðstöðvarinnar í Straumi, og hefur greinilega orðið fyrir miklum áhrifum af þeim veðraham, sem hann hefur orðið vitni að yfir vetrarmánuðina. Hann sýnir í kaffistofu Hafnarborgar hálfan annar tug myndverka sem hann hefur unnið á pappír, þar sem þessi áhrif koma sterklega fram. Hobson vill ekki kalla sig lands- lagsmálara, og vekur með því at- hygli á vinnsluferli myndanna, sem verða til á löngum tíma úrvinnslu og endurskoðunar, fremur en skyndihrifum náttúrunnar á til- teknu augnabliki. Þetta gildir auð- vitað fyrir flesta listmálara, en vill á stundum gleymast þegar staðið er fyrir framan hin endanlegu verk; þar fara almennt heildarhrif fremur en skyndileg uppljómun listafólks- ins. Það má ráða af þeim myndum sem hér eru að það eru átök veð- urs og vinda, sem einkum hafa fangað huga listamannsins. Kaldir stormar, tungl vaðandi ský, norður- ljós - allar bera þessar myndir vitni þeirri ólgu og hræringum, sem listamaðurinn hefur leitast við að að festa niður. Árangurinn er með miklum ágætum; hér eru á ferðinni öflug myndverk, sem því miður njóta sín ekki sem skyldi sem hornrekur í kaffistofu og hefðu vissulega átt skilið hentugra sýningarrými. Vonandi fæst það bætt síðar. Eiríkur Þorláksson Tónlist og leiklist í mars í menningar- höfuðborginni Kaupmannahöfn Samtímalist með íslensku ívafi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ANDIÐ djúpt, nú stendur mikið til" ráðleggja skipuleggjendur menningarhátíðarinnar evrópsku í Kaupmannahöfn. Og mikið rétt, marsdagskráin er að springa af góðum tilboðum, sem mörg hver eru sprottin beint upp úr samtíman- um. Tíu stórar sýningar, nútímatón- list og þá einnig með íslensku ívafi því Caputhópurinn kemur, kvik- myndahátíð og gestaleiksýningar meðal annars sú sem hér er kynnt sem Amlóðasaga í uppsetningu Sveins Einarssonar. í þessum mán- uði verður einnig opnað heilt nýtt listasafn, Örkin, í nýju húsi sunnan við Kaupmannahöfn, en hugum hér nú að tónlistar- og leiklistartilboð- um mánaðarins. Caputhópurinn og fleira nýtt Danska tónskáldafélagið efnir til þriðja tónskáldatvíæringsins fyrri hluta marsmánaðar, þar sem flutt verða verk eftir ung tónskáld frá árunum 1960 og fram á daginn í dag. Annars vegar eru verkin flutt af dönskum tónlistarmönnum, en hins vegar af norrænum hópum, sem flytja þá verk eftir dönsk tón- skáld og heimamenn sína. Á tón- leikum 14. mars flytur Caputhópur- inn verk eftir Hauk Tómasson og Áskel Másson, en einnig eftir dönsk tónskáld. Alls eru 23 tónleikar á hátíðinni, sem stendur til 17. mars. Tónleikarnir eru haldnir í Den And- en Opera í Kronprinsensgade, sem er þvergata út frá Köbmagergade rétt við Strikið. Þeir sem hafa áhuga á djassi hafa úr nógu að moða í mars. Helsti gesturinn er Bandaríkjamaðurinn Fred Wesley, holdtekning soul-djass eins og hann gerist bestur. Hann kemur fram á sjö tónleikum í mars víðs vegar um borgina og ná- grenni. Á ferjunni Krónborg við Amalíukajann, skammt frá mið- borginni er stefnt saman tónlistar- hópum, sem fara nýjar leiðir, hvort sem er innan teknó eða þjóðlagatón- listar eða blöndu af ýmsum grein- um. Þann 25. mars heldur djass- píanóleikarinn Michel Petrucciani tónleika í tónleikasalnum í Tívolí með eigin lögum og annarra. Söngleikir hafa verið sjaldséðir í Danmörku fram að þessu, en nú rekur hver söngleikurinn annan við góðar undirtektir áhorfenda. Fram á síðsumar er í gangi söngleikur um þjóðskáldið danska H.C. And- ersen, sem sýnt er úti í Gladsaxe Teater, skammt frá Kaupmanna- höfn. Dómarnir voru í meðallagi, en áhorfendur láta þá sem vind um eyru þjóta og streyma að. Amlóði og Stormurinn Amlóði og saga hans á sér sér- staka skírskotun í Danaveldi, þar sem hann er betur þekktur sem Hamlet og þá í útgáfu Shakespe- ares. Nú verður saga hans, íslenska frumsagan, sýnd hér á heimaslóð- um, ef svo má segja. Leikritið er frumsýnt í Helsingör 3. mars, en verður síðan sýnt 5., 6. og 7. mars á Cafe Teatret í Skindergade, rétt við Köbmagergade. Um breska leikhópinn Notting- ham Playhouse og uppsetningu hans á Óveðrinu eftir Shakespeare er sagt að þar sé á ferðinni áhuga- verðasta Shakespeare-uppsetning Bretlands og er þá stórt kveðið í heimalandi leikskáldsins. Hópurinn verður með fjórar sýningar 5.-9. mars. Hljómsveit í sviðsljósinu NÝI Helsingfors-kvartettinn nýtur sívaxandi álits erlendis undir stjórn 'Jans Söderbloms sem leikur á fyrstu fiðlu í kvartettinum. Aðrir í honum eru Petri Aarnio, sem leik- ur á aðra fiðlu, lágfiðluleikarinn Ilari Angervo og sellóleikarinn Marko Ylönen. Kvartettinn hefur gert samning við alþjóðlega umboðsfyrirtækið IMB sem mun skipuleggja tón- leika bæði í Bretlandi og Frakk- landi. Seinna á þessu ári leikur Nýi- Helsingfors-kvartettinn í Wig- more hall í Lundúnum. í síðustu viku lék kvartettinn nýtt verk, annan strengjakvartett Paavo Heininens, í Helsingfors. „Heinin- en krefst mikils af hljóðfæraleik- unum bæði í tækni og túlkun. Verkið býður bæði upp á gífurleg- ar tæknilegar þolraunir og langa Ijóðræna kafla. Ég held að „Lýrísk svíta Paavos" sé réttnefni á því," segir Jan Söderblom. TONLIST Álftancsskóli PÍANÓTÓNLEIKAR Pianótónleíkar Peter Maté í Alfta- nesskóla sunnudaginn 3. mars. Kirkjan á hafsbotni EKKI fer milli mála að Peter Maté er heilmikill píanóleikari, eins I og reyndar einnig má lesa í efnis- I skrá tónleikanna í kvöld, en þar eru Italin upp ótal verðlaun, sem hann hefur hlotið í tónlistarkeppni I Tékkóslóvakíu og víðar og skal eng- I an furða, því leikur hans er sem skapaður fyrir slíkar keppnir, tækn- in mjög örugg og hrein, allt fingra- spil svo skýrt að hver nóta skilar sér í erfiðustu hlaupum og stáltaugar virðist hann hafa, sem sagt allt sem til þarf að sigra í píanókeppni, en fleira virðist þurfa til þegar sigra skal listþorsta áheyrendur og þá kemur til hinn óskilgreindi dómur hjartans sem erfitt er að koma á böndum. Á sjaídheyrðri Sónötu í B-dúr, KV. 570 eftir W.A. Mozart hóf Maté tónleikana, en sónatan hefði alveg eins getað verið eftir einhvern annan Mozart. Svo skýrt var spil Maté að við lá að maður hrykki við ef ein nóta í fingraspilinu var ekki í nákvæmu jafnvægi við þá sem á undan kom og þá sem á eftir fór, að vísu saknaði ég legato-spils og að píanóið fengið að syngja, en þetta mátti kannski kenna allt of litlum figli og þurrum hljómburði, að við- bættu því að ein nótan var ekki hreinstemmd og fór ekki vel við nákvæmt spil Maté. Annar þátturinn var kannski aðeins of hægt leikinn, þrátt fyrir Adagio-yfirskriftina, og varð dálítið langdreginn, og þrátt fyrir ljóðræna byggingu vantaði Mozart-iskan söng í línurnar. Síð- asti kafli sónötunnar er stuttur, ekki sérlega áhugaverð tónsmíð, og tók fliótt af. í Paganini-etíðunni í Es-dúr eftir Liszt sýndi Maté sínar bestu hliðar og Consolation nr. 3 spilaði hann mjög fallega og þar tók hljóð- færið að syngja og glitra. Ekki vant- aði tæknina í Mephisto-valsinn en fyrir mér var hann í hraðasta lagi, um of spilað upp á að sýna tækni og við það hlýtur innihaldið að líða. Vitanlega er nær vonlaust að skila þessum valsi á lítinn Kavai-flygil en gáfulegra hefði líklega verið að gefa innihaldinu meiri gaum og leiða skýrar fram ógnþunginn valsryðma og seiðandi synkópuhrin þessa magnþrungu tónsmíðar. Eftir hlé lék Maté tvö stutt verk eftir J. Speight, sú fyrri í minningu Oliviers Messiaen og þá síðari í minningu Igors Stravinskys, alls ekki illa skrifað fyrir píanóið, kannski of keimlíkar til þess að vera heppilegar saman, minntu mjög á Debussy og Ravel og voru vitanlega ekki verri fyrir það. Tvö „létt píanó- lög" eftir Bartók, Kvöld í sveitinni og Tjarnadansinn, gaf Maté nýtt andlit, sérstaklega því fyrra. De- bussy átti næstu tvö, Stúlkan með hörgula hárið og Kirkjuna á hafs- botni, sem kallaði reyndar á stærra hljóðfæri. Kirkjan, sem Debussy byggir sitt verk á, þ.e. kirkjuna sem reis lír hafdjúpinu um hver dagmál og þá hljómaði söngur prestanna og leikur orgelsins, minnir kannski á kirkjuna sem margir hafa viljað feigá og óskað niður á hafsbotn, ekkert fær deytt, hún hefur mátt þola ósigra, undirferli, klögumál, formælingar, svik, ágirnd, valdatafl, en upp úr djúpinu rís hún alltaf, hún er eins og lífið sjálft, getur ekki dáið, og enn mun hún lifa af skot úr skúmaskotum ýmsum og áfram munum við halda jól. Maté endaði tónleikana á tveim snjöllum dönsum eftir snillinginn B. Martinu og þar var Maté á heimavelli. Aðdáunarvert er hvað Peter Maté getur haldið sér í góðri æfingu þrátt fyrir mikla kennslu og ekkert vafa- mál er að hann er virtuós á píanóið, en - það vantar eitthvað til þess að hárin rísi á höfði manns. Ragnar Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.