Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 19 FRETTIR: EVROPA ERLENT LEIÐTOGAR 15 ríkja Evrópusambandsins og tíu Asíuríkja í lok fundarins í Bangkok. Leiðtogafundur Evrópusambandsins og Asíuríkja tókst framar vonum Upphaf að nán- ara samstarfi Bangkok. Reuter. LEIÐTOGAR ríkja Evrópusam- bandsins og tíu Asíuríkja, sem fund- uðu í Bangkok í Tælandi um sein- ustu helgi, náðu árangri, sem sagð- ur er hafa komið þeim sjálfum á óvart. Leiðtogarnir samþykktu að koma á auknu og nánara samstarfi heimshlutanna tveggja á næstu árum og að auka gagnkvæm við- skipti og fjárfestingu. Það, hversu vel leiðtogarnir náðu saman á fundinum, er meðal ann- ars sagt vera því að þakka að tek- izt hafi að sneiða hjá deilum um viðkvæm mál á borð við mannrétt- indi, vinnulöggjöf, lýðræði og af- vopnun og leggja þess í stað áherzlu á hagvöxt og fjárfestingu. Þá hafa gömlu nýlenduveldin í Evrópu, sem drottnuðu áður yfir Suðaustur- Asíu, nú fallizt á að viðurkenna Asíuríkin sem jafningja, enda láta þau síðarnefndu æ meira til sín taka í efnahags- og alþjóðamálum. Gagnkvæmir hagsmunir Evrópusambandsríkin, sem horfa upp hægari hagvöxt en áður og 18 milljónir atvinnulausra manna, telja sig þurfa á nánari tengslum við hið kraftmikla og vaxandi efnahagslíf Asíu að halda. Asíuríkin vilja hins vegar aukinn aðgang að Evrópu- markaðnum. Míkið er í húfi fyrir báða heimshluta að með þeim tak- istgott samstarf. í lokayfirlýsingu leiðtogafundar- ins er lýst yfir vilja til að auka fjár- festingu á báða bóga og'fækka við- skiptahindrunum, auk þess sem trausti á Heimsviðskiptastofnuninni (WTO) er lýst yfir. Auk almennra yfirlýsinga verður ráðizt í sértækar aðgerðir, sem stuðla eiga að nýju samstarfi heims- hlutanna. Komið verður á fót form- legum samstarfsvettvangi, Sam- starfi Asíu og Evrópu um aukinn hagvöxt. Í félagi við einkageirann verður samin áætyun um hvata til fjárfestingar í Asíu og Evrópu. Umræðuvettvangur kaupsýslu- manna frá báðum heimsálfum verð- ur settur á stofn og sérstök Stofnun Asíu og Evrópu verður sett á fót í Singapore. A næsta ári verður efnt til fund- ar utanríkisráðherra ríkjanna 25 og jafnframt munu ráðherrar efna- hagsmála koma saman. Næsti leið- togafundur verður svo haldinn í Bretlandi 1998 og sá þriðji í Suður- Kóreu árið 2000. Rætt er um að fjölga aðildarríkj- um samstarfsins — en eingöngu Asíumegin. Þannig er til umræðu að Indland, Ástralía og Nýja Sjá- land verði með á næsta leiðtoga- fundi. í lokayfirlýsingunni er lýst yfir stuðningi við vernd mannréttinda, en jafnframt gefa ríkin loforð um að blanda sér ekki hvert í annars innanríkismál. Þannig tókst ESB- ríkjunum að friða mannréttinda- samtök, um leið og mannréttinda- brot Asíuríkjanna eru í raun látin óáreitt. Þá er því lýst yfir að heims- hlutarnir tveir, sem lengi tengdust böndum herra og þjóns, muni héðan í frá eiga samstarf á jafnréttis- grundvelli. Sterkari „þríhyrningur" Margir vonast til að með auknu samstarfi Asíu og Evrópu muni „þrí- hyrningur" þriggja helztu vaxt- arsvæða heimsins styrkjast. Eins og nú háttar til, eru mikil tengsl á milli Norður-Ameríku og Evrópu og á milli Ameríku og Asíu, en tengsl á milli Evrópu og Asíu hafa verið veik- ari. „Það er gífurlega mikilvægt að þríhyrningur Evrópu, Asíu og Bandaríkjanna verði virkari." Hið góða andrúmsloft á fund- inum er talið hafa stuðlað að bætt- um tvíhliða samskiptum á milli ýmissa Evrópu- og Asíuríkja. Þann- ig sáust merki um þíðu í samskipt- um Bretlands og Kína, Portúgal gerði Indónesíu tilboð um lausn á deilum um Austur-Tímor og Japan og Kína ákváðu að flýta viðræðum til að reyna að leysa deilur um lög- sögumörk í Kínahafi. Norrænu ríkin sögð forðast erfið mál Forkosningar í átta ríkjum í dag og í New York á fimmtudag Dole vonast eftir afgerandi forystu Fullyrt að Buchanan hafi verið höfundur „leynilegra aðgerða" gegn demókrötum í tíð Nixons EINN helzti sérfræðingur Nórður- landa í Evrópufræðum,_ Nikolaj Pet- ersen, prófessor við Árósaháskóla, gagnrýnir stefnu norrænu Evrópu- sambandsríkjanna í skýrslu, sem hann hefur samið fyrir Norðurlanda- ráð. Petersen segir norrænu ríkin forðast hin erfiðu deilumál innan Evrópusambandsins vegna ótta við almenningsálitið heima fyrir. Petersen segir í samtali við Politik- en að norrænu aðildarríkin hafi ein- beitt sér að málaflokkum á borð við umhverfismál, atvinnumál og lýð- ræði, en gert minna úr mikilvægum viðfangsefnum á borð við öryggismál og tengsl stórra og lítilla ríkja innan stofnana Evróusambandsins. Ole Stavad, formaður Evrópu- nefndar Norðurlandaráðs, vísar gagnrýni Petersens á bug og segir umhverfis- og atvinnumál á meðal mikilvægustu málanna á vettvangi ESB. Atlanta, Washington. Reuter, The Daily Telejrraph. BOB Dole vann sannfærandi sigur í forkosningum repúblikana í Suð- ur-Karólínu á laugardag og vonast til, að kosningar í átta ríkjum í dag og í New York á fimmtudag skilji með afgerandi hætti á milli hans og annarra frambjóðenda. Dole hefur gefíð í skyn, að hann muni bjóða Colin Powell hershöfðingja að bjóða sig fram með sér sem varaforsetaefni. Yfirburðir Dole í Suður-Karólínu komu á óvart en hann fékk 45% atkvæða, Pat Buchanan 30%, Steve Forbes 13% og Lamar Alexander 10%. Aðrir fengu miklu minna. Virðist sem kosningavél Repúblik- anaflokksins, sem styður Dole, hafi loksins komist í gang. Samkvæmt útgöngukönnunum fengu þeir Dole og Buchanan svipað fylgi meðal kristinna hægrimanna en Dole sóp- aði til sín atkvæðum hófsamra kjós- enda. Dole var spurður um helgina hvort hann hygðist bjóða Colin Powell að gerast varaforsetaefni sitt og kvað hann það hugsanlegt. Buchanan brást hins vegar við með því að lýsa yfir, að færi Powell, sem er svartur og frjálslyndur í skoðun- um, fram með Dole gæti það leitt til klofnings í flokknum. Missti af tækifærinu Préttaskýrendur segja, að Buch- anan hafi farið illa með það tæki- færi, sem hann fékk með sigri sín- um í New Hampshire. í stað þess að milda málflutning sinn og reyna að höfða til breiðara kjósendahóps hafi hann tvíeflst í öfgunum. í Suður-Karólínu hafi hann til dæm- is lofað gamla Suðurríkjafánann, sem margir telja táknrænan fyrir þrælahaldið á sínum tíma. Frétta- skýrendur segja hins vegar líka, að kjósendur séu lítt spenntir fyrir Dole þótt þeir telji hann skásta kostinn. „Slagurinn stendur enn á milli fjögurra frambjóðenda en gangi okkur vel á morgun á verður að- eins einn eftir, ég," sagði Dole á fundi í Baltimore í gær. 1^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ *{9 ^H^H ^E* ^ ¦,y. ..... . . PiLtAa " [ s^ ¦¦¦ H 1 M Wm '3B ¦LJ ¦flg » m ¦ IE' ' a§' -^ Reuter ALAN Keyes, einn þeirra, sem bjóða sig fram í forkosningum repúblikana, var handtekinn við sjónvarpsstöð í Atlanta á sunnu- dág. Vildi hann fá að taka þátt í umræðum annarra frambjóð- enda og flokksbræðra sinna en sá, sem kostaði umræðurnar, hafði neitað honum um þátttöku. Var Keyes fh'ótlega sleppt en hann hefur fengið sáralítið fylgi í forkosningunum. Óvissan mest í Georgiu í dag verður kosið í fimm ríkjum á Nýja Englandi og auk þess í Georgiu, Colorado og Maryland. Verður þar tekist á um 226 kjör- menn, mestan fjölda á einum degi til þessa, og þykir líklegt, að Dole muni vegna vel. Mest er óvissan í Georgiu en þar hafa þeir Buchanan og Alexander rekið harðan áróður. Fái Alexander slæma útreið þar þykir víst, að hann sé úr leik í for- kosningabaráttunní. Þrátt fyrir úrslitin í Suður-Karól- ínu var Buchanan hinn borubratt- asti á sunnudag og sagði þá, að ynni hann í einu ríki af átta í dag væri forkosningabaráttan galopin á ný. Forbes setur aftur á móti allt sitt traust á forkosningarnar í New York á fimmtudag. Buchanan borinn sökum Dagblaðið The Washington Post sagði í gær, að Pat Buchanan hefði á sínum tíma hvatt Richard Nixon og stjóm hans til að beita sér fyrir „leynilegum aðgerðum" gegn demókrötum. Gerðist þetta nokkru fyrir Watergate-hneykslið, sem leiddi til afsagnar Nixons, eða 10. apríl, 1972. Á minnisblaði, sem aldrei var afhent þingnefndinni, sem kannaði Watergate-hneykslið, leggja Buch- anan og aðstoðarmenn hans til, að repúblikanar ráðist „leynilega" gegn ákveðnum demókrötum - en láti líta svo út, að aðrir demókratar hafi átt hlut að máli; að boðuðum fundum demókrata verði hleypt upp; að skipulögð verði mótmæli og gróusögum verði komið af stað um demókrata. The Washington Post sagði, að minnisblaðið væri stílað á John Mitchell, dómsmálaráðherra Nix- ons, og H.R. Haldeman, starfs- mannastjóra Hvíta hússins. Er blaðið nú geymt í bandaríska þjóð- skjalasafninu. í vitnaleiðslum fyrir þingnefnd 1973 neitaði Buchanan allri vitn- eskju um „leynilegar aðgerðir" en hann vann meðal annars að því fyrir Nixon að afla „upplýsinga um andstæðingana". Afgerandi sigur kosningabandalags hægri flokka í Ástralíu Howard heitir umbótum og nánum tengslum við Asíu Sydney. Reuter. JOHN Howard, leiðtogi kosningabandalags Frjáls- lynda flokksins og Þjóðar- flokksins, kvaðst í gær hafa ótvírætt umboð kjósenda til að framfylgja stefnu sinni eftir sigur hægri flokkanna í kosningunum í Ástralíu. Hann hét gagngerum um- bótum í efnahags- og at- vinnumálum á fyrsta blaða- mannafundi sínum eftir stórsigur- inn á laugardag og sagði að áhersla yrði lögð á tengslin við Asíu, sem yrðu snar þáttur í framtíð Ástralíu. Með sigri hægri flokkanna var endi bundinn á 13 ára valdasetu Verkamannaflokksins undir forystu Pauls Keatings og á verð- og hluta- bréfamörkuðum virtust fyrirheit um herta vaxtastefnu og að gefa mark- aðsöflunum lausan tauminn gefa viðskiptum byr undir báða vængi. Howard sagði í gær að það væri mikil stígandi og gnótt tækifæra í samskipt- um Ástrala við nágranna sína. Stéttarfélög í vegi fyrir Howard? „Ég hyggst nýta skrið- þungann af starfi, sem forsætisráð- herrar beggja vegna miðju hófu fyrir löngu," sagði Howard og bætti við að sín fyrsta opinbera heimsókn yrði til grannríkis." Það kom í ljós þegar í gær að Howard mun ekki eiga auðvelt verk fyrir höndum. Bill Kelty, fram- kvæmdastjóri heildarsamtaka ástr- alskra stéttarfélaga (ACTU), til- kynnti afsögn sína úr stjórn Seðla- banka Ástralíu og sagði í yfirlýs- ingu að sú staða samræmdist ekki lengur ábyrgð sinni í forystu verka- lýðsmála. Stjórnmálaskýrendur sögðu að afsögn Keltys staðfesti að stéttarfé- lög myndu ekki aðeins berjast gegn umbótum Howards heldur einnig reyna að knýja fram launahækkan- ir eftir 13 ára samkomulag í launa- málum við Keating og Verka- mannaflokkinn. Howard sagði að Ástralar hefðu alfarið hafnað hroka og einangrun stjórnar Keatings. Enn var verið að telja atkvæði í gær, en allt bend- ir til þess að kosningabandalag Howards fái 50 sæta meirihluta í neðri deild ástralska þingsins þar sem eru 148 sæti. Howard kvaðst ætla að skipa ráðherra síðar í vik- unni og vera tilbúinn að taka við embætti á föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.