Morgunblaðið - 05.03.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 05.03.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 9 Doktorsvörn í miðalda- bókmenntum HANNA Steinunn Þorleifsdóttir hefur varið doktorsritgerð í miðalda- bókmenntum við Sorbonne-háskól- ann í París. Ritgerðin fjallar um afdrif þýddrar riddarasögu (ívens- sögu) í íslenskum handritum og er nákvæmur samanburður á verki Crétien de Troyes (um 7000 ljóðlín- ur) og ívenssögu sem er varðveitt í fimmtándu aldar íslenskum hand- ritum. Fornsænsk gerð sögunnar, Aukaútdrátt- ur í Víkinga- lottói og Kínó í kaupbæti AUKAÚTDRÁTTUR í Víkinga- lottóinu verður miðvikudaginn 6. mars. Sami miðinn gildir í tveimur útdráttum, sama kvöldið, þannig að tækifærið til að vinna stórt verður _ tvöfalt. Samhliða þessu hefur íslensk getspá ákveðið að gefa öllum þeim sem kaupa 10 raða miða í Víkingalottóinu dag- ana 4.-6. mars Kínó-miða. Fyrirkomulagið verður þannig að fyrst verður dregið úr „venju- lega“ pottinum, en fyrsti vinningur er áætlaður um 100 milljónir króna. Að fyrri útdrætti loknum verður aftur dregið en að þessu sinni eingöngu um aukapottinn sem verður 57 milljónir króna. í aukaútdrættinum verður aðeins einn vinningsflokkur, þ.e. sex rétt- ar tölur. Ef enginn á Norðurlönd- unum er með sex réttar tölur verð- ur aftur dregið um aukapottinn miðvikudaginn 13. desember nk. Allir þeir sem kaupa 10 raða miða í Víkingalottóinu dagana 4. mars til og með 6. mars nk. fá í kaupbæti einn miða í 6 talna Kínó- leiknum að andvirði 50 kr. Tilboð- ið gildir aðeins þegar opið er fyrir Kínó-sölu frá kl. 9 til 19 nema miðvikudaginn fram til kl. 17. Vinningur í Kínói er 2,5 milljónir króna. PUSTKERFI Bílavörubúöin FJÖÐRIN Skeifunni 2 — Sími 588 2550 BOSS *«(< * »*« Sœvar Karl Bankastrœti 9, s: 551 3470 FRÉTTIR Herr Ivan, er einnig tekin til hlið- sjónar. í ritgerðinni er leitast við að draga upp mynd af miðaldaþýð- ingunni í upphaf- legri gerð með nákvæmri rann- sókn á verkinu í heild í öllum varð- veittum handrit- um. Leiðbeinandi ritgerðarinnar var próf. Régis Boy- er og andmælend- ur próf. Philippe Walter frá Stendhal-háskólanum í Grenoble, próf. Christiane Marc- hello-Nizia frá Ecole Normale Su- périeure í Fontenay-St. Cloud og próf. Michel Zink frá Collége de France. Doktorsverkefni Hönnu Stein- unnar hlaut styrk frá franska ríkinu til þriggja ára, styrk úr Vísindasjóði í tvö ár og aðstoð frá verðlauna- nefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar. Hanna Steinunn er fædd 23. mars 1954, dóttir Huldu Hannes- dóttur og Þorleifs heitins Jóns- sonar, bifvélavirkja. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1974, hvarf til Frakk- lands (Tours) í einn vetur til að læra frönsku, lauk síðan B.A.-prófi í enskum og frönskum bókmenntum frá Háskóla íslands 1978; Maitrise-prófi 1979 og D.E.A. prófi 1980 í bókmenntum frá Sorbonne- háskóla. Hún vinnur eins og er að úttekt á íslenskum bókakosti Nor- ræna bókasafnsins í París. Systkini Hönnu Steinunnar eru Jóna, Sig- ríður, Pétur, Helga Hrönn og Gunnar Þorri. [ Kragalausar dragtir með síðum jökkum Verð kr. 27.300 TBSS - Verið velkomin - neðst viö Dunhaga, sími 562 2230 . neð X" Opið virka daga kl.9-18, laugardaga kl."l(M4. Einar Guðmundsson pípulagningameistari LAUFBREKKU 20 / 0ALBREKKU MEGIN - KÚP. SlMI 554 5633 - BRÉFSlMI 554 0356 MaxMara Ný sérverslun á Hverfisgötu 6, Reykjavík. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.