Morgunblaðið - 06.03.1996, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
EVRÓPURÁÐSTEFIMA NORÐURLAIMDARÁÐS
Evrópuráðstefna tækifæri
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
til að kynna sjónarmið
EVROPURAÐSTEFNA Norður-
landaráðs um ríkjaráðstefnu Evr-
ópusambandsins 1996 er fyrsta
samkoma ráðsins eftir að breyttir
starfshættir voru teknir upp og
kemur í stað Norðurlandaráðs-
þings, sem venjulega var haldið
um þetta leyti. Nýskipanin hefur
mælst vel fyrir og sagði Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra í
samtali við Morgunblaðið að ráð-
stefnan hefði reynst betur en hann
hefði þorað að vona og þátttaka
verið góð, bæði af hálfu þing-
manna og ráðherra.
Aukinn sveigjanleiki ESB
Halldór sagði að ráðstefnan hefði
verið gagnleg, því þar hefði gefist
tækifæri til að átta sig á áherslu-
atriðum norrænu ESB-landanna
þriggja og gefið íslendingum og
Norðmönnum tækifæri til að tjá
sig um áhugamál sín. Ljóst væri
að löndin þijú vildu gjarnan hafa
samráð um ESB-mál við löndin
tvö, sem ekki væru í ESB. Hvað
ríkjaráðstefnuna varðaði hefði hún
áhrif á ísland, meðal annars af því
að allar ákvarðanir um stækkun
hefðu áhrif á ísland sem EES-land.
ísland væri ekki eingangrað frá
þessari þróun og þótt íslendingar
væru aðeins áhorfendur hefðu
breytingar á ESB áhrif á þá.
Halldór benti á að mikil óvissa
væri um niðurstöðu ríkjaráðstefn-
unnar og þar væri ýmislegt uppi,
sem vart væri að skapi íslendinga
eins og aukið yfirþjóðlegt vald.
Þótt ekkert yrði fjallað um yfir-
stjórn auðlinda væri það fróðleg
vísbending að Þjóðveijar og
Frakkar hefðu nú lagt til aukinn
sveigjanleika á sviði öryggis- og
varnarmála, þannig að löndin
gætu verið. aðilar að ákvörðunum
á því sviði eftir því hvort þau teldu
hagsmunum sínum borgið þar eða
ekki. Hvað hér væri átt við væri
ekki gott að segja, en ef þetta
þýddi að einstök lönd gætu al-
mennt staðið utan við sumt og
verið með í öðru væri komin upp
ný staða, sem þyrfti að taka af-
stöðu til.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins og annar
tveggja varaformanna í Evrópu-
nefnd Norðurlandaráðs er stóð að
undirbúningi ráðstefnunnar, tók
til máls á þinginu og gerði varnar-
samstarfið og yfirþjóðlega stefnu
ESB að umræðuefni. í samtali við
Morgunblaðið sagði hún að hug-
myndir um innlimun Vestur-Evr-
ópusambandsins í ESB væru
áhyggjuefni fyrir íslendinga og
Norðmenn, því þar með yrði staða
þeirra óljós. Norðmenn og Islend-
ingar hefðu á sínum tíma kosið
að vera með í NATO og Finnar
og Svíar að standa utan þess. Nú
væru þessi tvö lönd hins vegar
gengin í ESB, en íslendingar og
Norðmenn væru utan þess.
Norræn samvinna gagnleg
svo langt sem hún nær
NORÐMENN hafa ekki á tilfinning-
unni að þeir hafi mikil áhrif á gang
mála innan Evrópusambandsins að
sögn Torbjorns Jaglands formanns
norska Verkamannaflokksins. Aðal-
áhugamál varðandi ríkjaráðstefnuna
er hver verði þróun Vestur-Evrópu-
sambandsins, sem Norðmenn eru
aukaaðilar að eins og Islendingar.
Að sögn Gunnars Berge norræns
samstarfsráðherra Norðmanna nýt-
ist norræn samvinna Norðmönnum
vel, en kemur ekki í veg fyrir vand-
ann sem hlýst af því að standa utan
ESB.
Jagiand sagði í samtali við Morg-
unblaðið að einu leiðir Norðmanna
til að hafa áhrif innan ESB væru
annars vegar í gegnum norrænt
samstarf og hins vegar með þátttöku
í evrópsku flokkasamstarfi. Á þann
hátt væri hugsanlegt að hafa óbein
áhrif, en aldrei gæti orðið um mikil
áhrif að ræða, meðan landið væri
ekki aðili að ESB.
VES verði áfram
sjálfstætt
Fyrir ríkjaráðstefnuna hafa Norð-
menn annars vegar reynt að koma
að sjónarmiðum sínum í gegnum
norrænt samstarf, en hins vegar
innan embættismannasamstarfsins í
Brussel. Jagland sagði að helsta
áhugamál Norðmanna væri þróun
evrópsks varnarsamstarfs og Vest-
ur-Evrópusambandsins. Ef svo færi
að VES yrði hluti af varnarsam-
starfi ESB takmarkaði það áhrif
Noregs og því væru Norðmenn
áhugasamir um að VES yrðu áfram
sjálfstæð samtök. Sem stæði virtist
stefna í þá átt, síðast vegna aukins
áhuga Frakka á þátttöku í NATO
og um leið minni áhuga á að innlima
VES í ESB. Ef þróunin yrði hins
vegar í hina áttina sagði Jagland
að Norðmenn yrðu að freista þátt-
töku í varnarsamstarfi ESB.
Ólíkir
fiskveiðihagsmunir
Jagland sagðist ekki eiga von á
að niðurstöður ríkjaráðstefnunnar
breyttu neinu um afstöðu Norð-
manna til ESB-aðildar. Norsk aðild
ætti langt í land að komast aftur á
dagskrá. Það yrði vart fyrr en
stækkun ESB væri orðin að veru-
leika og breytingar hefðu orðið á
landbúnaðar- og fiskveiðistefnu ESB
í átt að norðlægum sjónarmiðum. Á
þessu sviði gætu Islendingar og
Norðmenn ekki unnið saman, því
eins og kunnugt væri, færu hags-
munir þeirra ekki saman á fiskveiði-
sviðinu.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Gunnar Berge að Norðurlandaráð
og Norræna ráðherranefndin gögn-
uðust Norðmönnum vel sem vett-
vangur til að fylgjast með og koma
að sjónarmiðum sínum á Evrópumál-
unum. í gegnum samstarfið ættu
Norðmenn óformlegan aðgang að
undirbúningi mála innan ESB, en
það kæmi auðvitað ekki í veg fyrir
þann vanda, sem stafaði af því að
Norðmenn væru ekki aðilar að ESB
og gætu því ekki haft bein áhríf þar.
555-1500
Garðabær
Stórás
Gott ca 200 fm einbhús auk 35
fm bílskúrs. Mögul. á tveimur
íb. Ekkert áhv. Skipti mögul. á
3ja herb. íbúð.
Reykjavík
Baughús
Glæsil. ca 90 fm 3ja herb. íb. í
tvíbýli með góðu útsýni. Áhv.
ca 2,8 millj. húsbr. Verð 8,5
millj.
Kóngsbakki
Mjög góð 3ja herb. íb. ca 80 fm
á 3. hæð. Áhv. ca 3,1 millj.
Verð 6,5 millj.
Hafnarfjörður
Sóleyjarhlfð
Góð 3ja herb. ca 92 fm íb. Ath.
tilb. u. trév. Laus strax. Verð
6.450 þús. Áhv. 2,9 millj.
Miðvangur
Gott raðhús ca 150 fm + 38 fm
bílsk. Möguleiki á 4 svefnh.
Skipti mögul. á minni eign.
Álfaskeið
Einb. á tveimur hæðum með
hálfum kj., samtals 204 fm.
Mikið endurn. Lítið áhv. Ath.
skipti á lítilli íb.
Höfum kaupanda
að þjónustuíbúð á Hjallabraut
33, Hafnarfirði.
Höfum kaupanda
að eldra einbýlishúsi í Hafnar-
firði.
Vantar eignir á skrá.
FASTEIGNASALA,
Strandgötu 25, Hfj.,
éF ÁrniGrétarFinnssonhrl.,
“■ Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl.
Atvinnustefna ESB er próf-
raun á hvort ESB lifir af
NÝTT samfélagskerfi, sem tekur
tillit til atvinnusköpunar og um-
hverfis, er það sem Evrópa þarf.
Andlegur skyldleiki Jacques Delors,
fyrrum formanns framkvæmda-
stjómar Evrópusambandsins, og
norrænna jafnaðarmanna leyndi
sér ekki, þegar formaðurinn fyrr-
verandi lýsti því yfir að framtíð
ESB væri undir því komin að því
tækist að ná tökum á atvinnuleysi
átján milljóna Evrópubúa. Jafn-
framt sagðist hann vona að sömu
kraftar yrðu lagðir í að ráða bót á
atvinnuleysinu og að hrinda evr-
ópska myntkerfinu í framkvæmd.
Delors var framsögumaður á
Evróþuráðstefnu Norðurlandaráðs
í Kaupmannahöfn á mánudag, þar
sem hann ræddi atvinnustefnu
ESB. Hann sagði atvinnuleysi
helstu vá, sem steðjaði að ESB, þar
sem það græfí undan sameiningu
og þjóðfélagslegum stöðugleika.
Evrópa þyrfti að ákveða hvort hún
ætlaði að lifa af, eða stefna í hnign-
un. Hann sagðist ekki vilja vera
með neina óðasvartsýni, en spurn-
ingin um þróun Evrópu væri háð
því hvernig tækist til um atvinnu-
sköpun.
Þótt Evrópa hefði breyst héfðu
f EIGNAMCÐLUNIN
Y - Ábyrg |)jónu8ta í áratugi.
H
Sími: 588 9090 Síðumúla 21
2ja-3ja óskast. Góö 2ja-3ja herbergja íbúð meö góöu aðgengi fyrir fatlaöa óskast
strax, helst miösvæöis. Traustar og góöar greiÖ3iur í boöi. Uppl. veitir Björn Þorri á-skrifst.
íbúðarhæö óskast. Höfum kaupanda aö góöri vandaöri sórhæö í Reykjavík (inn-
an Elliðaáa). Æskileg stærö væri um 150 fm. Bílskúr. Traustur kaupandi.
Iðnaðarpláss óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 300-500 fm íönaöarplássi
meó góðri lofthæð.
íbúð í Fossvogi Óskast. Trausturkaupandihefurbeðiðokkuraðútvega2ja-3ja
herb. íb. m. góöum bllskúr. Æskileg staösetning: Fossvogur, Smáíbúöahverfi eöa Háaleiti.
Uppl. veitír Sverrír Krístinsson
Iðnaðar- og lagerpláss óskast. Traustur kaupandi hefur beðiö okkur aö
útvega 800-1.200 fm plássm. 4-7 m lofthæö. Upplýsingar gefur Sverrír Kristinsson.
Einbýli á Seltjarnarnesi óskast - traustur kaupandi. Áweð-
irm Kaupandi ðskar nú þegar ettir 150-250 fm einbýlishúsi á Seltj.n. Gúðar greiðslur I boði.
Uppl. veitir Sverrir Kristinsson.
AÁ...A
aðrir heimshlutar þróast hraðar.
Ekki væri um að kenna þunglama-
legu félagslegu kerfi í Evrópu og
þar mætti ekki skera niður, því það
héldi þjóðfélaginu saman. Hins
vegar væri mikilvægt að horfast í
augu við staðreyndirnar og átta sig
á að gullöld sjöunda áratugarins
væri liðin og ekki þýddi lengur að
lifa í fortíðinni. .
Vinna í stað bóta
Að sögn Delors þarf Evrópa á
virkri atvinnusköpun að ræða, þar
sem mikilvægt væri að nýta fé til
að skapa atvinnu í stað þess að
halda fólki uppi á bótum, eins og
nú væri mest um. Hér þyrfti einka-
geirinn einnig að koma til sögunnar
og axla samféiagslega ábyrgð sína.
Delors var tíðrætt um gildi
umhverfisstefnu,'sem gæti örvað
atvinnu. Sökum ofsköttunar væri
mannafl vannýtt, meðan náttúru-
auðæfi væru ofnýtt sökum van-
sköttunar. Delors benti í lokin á
að takast þyrfti á við styttan
vinnutíma, þannig að þeir sem í
vinnu væru skiptu vinnunni með
þeim sem enga atvinnu hefðu.
Auka þyrfti möguleika á hluta-
vinnu og fríum til að rýma fyrir
atvinnulausum. Áskorun dagsins í
dag væri nýtt þjóðfélagskerfi í
Evrópu, sem tæki tillit til núver-
andi aðstæðna. Mikilvægt væri að
niðurstaða ríkjaráðstefnunnar
bæri með sér stjórnmálavilja til
atvinnusköpunar.
Nýtt tímarit
frá Fróða
Séð og heyrt
tvisvar
í mánuði
SÉÐ og heyrt heitir nýtt tíma:
rit, sem Fróði gefur út. í
fréttatilkynningu segir að
tímaritið muni koma út tvisvar
í mánuði og verði á mannlegu
nótunum. „Texti í Séð og heyrt
er yfirleitt stuttur og notkun
myndefnis mikil og markviss.
Og þótt blaðið fjalli um þjóð-
málin frá hinum ýmsu hliðum
er markmiðið það að lífga upp
á lífið og tilveruna," segir út-
gefandi í fréttatilkynningu.
Þá segir að ritstjórn Séð og
heyrt leggi mikla áherslu á
náið samband við lesendur
sína. Þeim sé gert kleift að
veita ábendingar um efni gegn
þóknun með því að hringja inn
fréttaskot. Ennfremur geti les-
endur tekið þátt í leikjum,
getraunum og myndaþætti.
Þá er í blaðinu ítarlega fjall-
að um sjónvarpsdagskrána.
Ritstjórar Séð og heyrt eru
Kristján Þorvaldsson og Bjarni
Brynjólfsson. í 1. tölublaði er
meðal efnis viðtal við eigin-
konu biskups íslands.
Borgarráð
Vesturbæj-
arhátíðin
60% fram
úr áætlun
BEINN kostnaður Reykjavík-
urborgar vegna Vesturbæjar-
hátíðarinnar fer 60% fram úr
áætlun samkvæmt upplýsing-
um til borgarráðs.
í bókun borgarráðsfulltrúa
sjálfstæðismanna segir að
kostnaðurinn hafi verið 4 millj-
ónir í stað 2,5 milljóna, sem
áætlað hafí verið. Þá segir að
viðamikil aðstoð hafí verið
veitt vegna verksins frá öðrum
borgarstofnunum án þess að
reikningar væru gerðir. Óskað
er eftir mati á þeim kostnaði.
Tekinn við
línuveiðar á
kapalsvæði
VARÐSKIPIÐ Týr stóð í gær-
morgun línubátinn Lilju VE 7
að meintum ólöglegum veiðutn
á svokölluðu kapalsvæði milli
Vestmannaeyja og Bakka-
fjöru.
Varðskipið færði bátinn,
sem hafði aflað um 600 kíló,
aðallega af steinbít til hafnat'
í Vestmannaeyjum þar sem
skýrslur voru teknar.
Veiðar eru bannaðar á
kapalsvæðinu, að sögn Land-
heígisgæslu, vegna þess að þat'
liggja sæstrengir og vatns-
leiðslur milli lands og Eyja.