Morgunblaðið - 06.03.1996, Page 16

Morgunblaðið - 06.03.1996, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ f sraelar herða baráttuna gegn hermdarverkum múslimskra heittrúarmanna Loka húsum tilræðismanna og vegum Nablus, Jerúsalem, Gaza, Washington. Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn lokuðu í gær húsum palestínskra tilræðismanna með logsuðutækjum og settu upp tálma á helstu vegi á Vesturbakkanum. Þetta er liður í nýrri herferð ísraelsstjómar gegn múslimskum heittrúar- mönnum eftir fjögur sprengjutilræði á tíu dögum sem kostuðu 57 manns lífið. Shimon Peres, for- sætisráðherra ísraels, veitti ísraelskum ör- yggissveitum ftjálsar hendur í baráttunni .gegn hermdarverkum eftir að 14 manns höfðu beðið bana í sjálfsmorðsárás við verslanamiðstöð í Tel Aviv á mánudag. ísraelskir hermenn hófu aðgerðir sínar á Vesturbakkanum í dögun í gær, settu upp vegatálma milli þorpa og umhverfis borgir á sj álfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Meintir liðsmenn pal- estínsku öfgasamtak- anna Hamas og ísl- amsks Jihad voru handteknir. „ísraelskir hermenn tilkynntu í hátölurum að við mættum ekki fara frá þorpunum," sagði íbúi í þorpinu Rummenah, nálægt Jenín á Vesturbakkanum. „Svo virðist sem ísraelar hafi hernumið Vestur- bakkann að nýju.“ 19 menn handteknir ísraelsher sagði að hermenn hefðu ráðist inn í sjö byggðir Pal- estínumanna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu og handtekið að minnsta kosti 19 Palestínumenn. Hermenn framfylgdu einnig út- göngubanni á fimm þorp og flótta- mannabúðir. Hermennirnir lokuðu heimilum átta hermdarverka- manna Hamas-sam- takanna. Sex þeirra höfðu látið lífið í sprengjutilræðum, einn gengur laus, og áttundi maðurinn er Yahya Ayyash, sprengjusérfræðingur Hamas, sem ísraelar réðu af dögum 5. jan- úar með því að koma fyrir sprengju í far- síma hans. Húsin verða lögð í rúst nema íbúar þeirra áfrýi ákvörðuninni til dóm- stóla innan sólar- hrings. Fjölskyldu Ayyash var skipað að flytja eigur sínar úr húsinu. Járnplötur voru síðan festar á gluggana og dyrum lokað með log- suðutækjum. Faðir Ayyash, tveir bræður hans og tveir frændur, voru handteknir. Hamas segist hafa hafið sprengjutilræðin til að hefna drápsins á Ayyash. Sjálfstjórnar- svæðum lokað Hermennirnir hertu öryggis- gæsluna við sjálfstjórnarsvæðin og meinuðu Palestínumönnum að fará til ísraels eða ferðast á milli svæð- anna. Yasser Arafat, leiðtogi sjálf- stjómarsvæðanna, sagði þessar aðgerðir ganga í berhögg við friðarsamninga ísraela og Frelsis- samtaka Palestínumanna. „Ef þær Reuter RAYID Sharn obi, 24 ára Palestínumaður sem er talinn hafa orð- ið 18 manns að bana. Reuter ISRAELSKUR lögreglumaður leitar á Palestínumanni, sem tókst að lauma sér til Vestur-Jerúsalem í gær þrátt fyrir mikinn öryggisviðbúnað ísraelska hersins. eru nauðsynlegar þarf að ræða það við okkur,“ sagði hann. Palestínu- menn birgðu sig upp af matvælum þar sem þeir óttast að svæðunum verði lokað í langan tim. 150 liðsmenn Hamas handteknir Yfirstjórn öryggissveitanna sagði að 150 meintir liðsmenn Hamas hefðu verið handteknir á Vesturbakkanum og 400 á Gaza- svæðinu frá því sprengjutilræðin hófust 25. febrúar. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, ákvað f gær að senda ísrael- um sprengjuleitartæki sem þeir gætu notað í baráttunni gegn hermdarverkum. Forsetinn ákvað einnig að senda sérfræðinga til að þjálfa og áðstoða öryggissveitir Israela og sjálfstjórnarsvæða Pal- estínumanna við að afstýra frekari hermdarverkum. Dole sagð- ur hagnast á stuðningi Gingrich Washington. Reuter. TALIÐ var, að stuðningsyfirlýsing Newts Gingrich, forseta fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, við próf- kjörsbaráttu Bobs Dole, leiðtoga þingmeirihlutans í deildinni, gæti ráið miklu um niðurstöðu prófkjörs repúblikana, sem fram fór í átta ríkjum í gær. Gingrich greiddi atkvæði utan kjörfundar í heimaríki sínu, Georg- íu, á mánudag og lýsti að því búnu yfír stuðningi við Dole. „Hann er náinn vinur og mikill leiðtogi. Sam- an tókst okkur að koma í gegnum þingið halialausu fjárlagafrum- varpi, skattalækkunum og umbót- um á velferðarkerfinu, sem verða að lögum þegar hann tekur við starfí forseta," sagði Gingrich. Stjórnmálaskýrendur töldu, að stuðningur Gingrich myndi bæta stöðu Dole fyrir forkosningarnar í gær, sem fram fóru í Georgíu, Massaehusetts, Rhode Island, Connecticut, Maine, Vermont, Maryland og Colorado, en honum var spáð sigri í þeim öllum. Sömu- leiðis þykir hann sigurstrangaleg- astur forsetaefna repúblikana í for- kosningum, sem fram fara í New York ríki á morgun, fimmtudag. Jerúsalem. Reuter. HERNAÐARARMUR Hamas, Izz el-Deen al-Qassam, sem hef- ur staðið fyrir mannskæðum sprengjutilræðum í Israel, er aðeins lítill hluti af múslimsku samtökunum sem hafa fest ræt- ur á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Talið er að blossað hafi upp ágreiningur innan Hamas milli harðlínumanna, sem vilja koma friðarsamning- unum við ísraela fyrir kattarnef með hermdarverkum, og afla sem eru hlynnt viðræðum við Frelsissamtök Palestínumanna (PLO). Hamas á rætur að rekja til Múslimska bræðralagsins, sem hefur náð fótfestu í mörgum löndum múslima, t.d. Egypta- Iandi. Lamaður klerkur, Ahmed Yassin, stofnaði Hamas á Gaza- svæðinu árið 1987 og markmið samtakanna var í fyrstu að berj- ast gegn hernámi Israela með mótmælafundum. Samtökin hófu vopnaða baráttu árið 1989 og Yassin var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi sama ár vegna dráps á tveimur ísraelskum her- mönnum, sem samtökin rændu. Félagsleg þjónusta Starfsemi samtakanna er fjármögnuð með gjafafé frá hreyfingum erlendis, meðal annars Bandaríkjunum, Bret- landi og Persaflóaríkjum. Ham- as rekur íþróttahús, skóla og heilsugæslustöðvar á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu. Margir af leiðtogum Hamas Klofn- ingur innan Hamas búa í ýmsum arabalöndum og Mousa Abu Marzuk, formaður framkvæmdaráðsins, hefur ver- ið handtekinn í Bandaríkjunum. Forystumenn Hamas á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu stjórna daglegri starfsemi sam- takanna en hafa samráð við leiðtogana erlendis þegar mikil- vægar ákvarðanir eru teknar. Ekki er vitað hversu margir Palestínumenn eiga aðild að Hamas. Skoðanakannanir benda hins vegar til þess að allt að 15% tveggja milljóna Palestínumanna á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu styðji samtökin. Morðið á Ayyash vatn á myllu harðlínuafla Hernaðararmur Hamas, Qassam, var stofnaður árið 1990 og talið er að í honum sé frem- ur fámennur kjarni sem starfar með mikilli leynd og hefur feng- ið unga og dygga Hamas-menn til liðs við sig. Qassam hóf sjálfs- morðsárásir árið 1994 eftir að gyðingur drap 29 múslima í Hebron. Liðsmenn Qassam drápu hartnær 100 manns, aðal- lega ísraela, í nokkrum sjálfs- morðsárásum í ísrael frá apríl 1994 til ágúst í fyrra. Tilræðun- um var þá hætt eftir að PLO hóf samningaviðræður við Harnas. Viðræðurnar ollu ágreiningi meðal leiðtoga Hamas um fram- tíðarstefnu samtakanna og hóf- söm öfl, sem vildu semja við PLO, virtust háfa undirtökin í valdabaráttunni. Morðið á Ya- hya Ayyash, sprengjusérfræð- ingi Hamas, 5. janúar virtist hins vegar styrkja stöðu harð- línumannanna, sem vildu halda sjálfsmorðsárásunum áfram. Hamas sakaði ísraela um morð- ið og hét að hefna hans. Samtökin urðu 26 manns að bana í tveimur sjálfsmorðsárás- um í ísrael 25. febrúar og nokkrum dögum síðar buðust þau til að hætta tilræðunum ef Israelar slepptu föngum og hættu tilraunum til að handtaka Hamas-liða. Hamas veitti ísrael- um átta daga frest til að svara tilboðinu en á sunnudag, nokkr- um dögum áður en fresturinn rann út, gerðu samtökin aðra árás í Jerúsalem, sem varð 18 manns að bana. Sama dag til- kynnti Hamas að tilræðunum yrði hætt í þrjá mánuði en dag- inn eftir, á mánudag, voru 13 manns drepnir í sjálfsmorðs- árás í Tel Aviv. Bardagar í Grosní TSJETSJENSKIR upp- reisnarmenn skutu þijá rúss- neska hermenn til bana í Grosní í gær, að sögn Itar- Tass-fréttastofunnar. Tveir félagar mannanna voru hand- samaðir og fluttir á brott upp í íjallahéruð á valdi Tsjetsj- ena. Rússneskar hersveitir héldu uppi skothríð af fall- byssum á stöðvar skæruliða í bænum Sernovodsk, einnig var beitt herþyrlum. Þúsundir manna hafa flúið til grannhér- aðsins Ingúsetíu frá Sern- ovodsk að undanförnu vegna átakanna. Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rúss- lands, heimsótti Tsjetsjníju á mánudag og sagðist hlynntur friðsamlegri lausn en bætti við að sérhverri byssukúlu frá skæruliðum yrði svarað með mörg þúsund kúlum af hálfu Rússa. Stjórn Rhein- land-Pfalz slapp fyrir horn SAMSTEYPUSTJÓRN jafn- aðarmanna og græningja í þýska sambandsríkinu Rhein- land-Pfalz slapp naumlega fyr- ir hom í gær eftir margra klukkustunda deilur um stækkun flugvallar í Dort- mund. Græningjar féllu loks frá andstöðu sinni við stækkun og samþykktu fjárlög næsta árs. Samstarf flokkanna í rík- inu er oft talið vænleg fyrir- mynd að stjórnarsamstarfi þeirra fyrir allt Þýskaland. Singapore lag- ar til á alnetinu STJÓRNVÖLD í Singapore sögðu í gær að tryggja yrði að notendur alnetsins hefðu ekki aðgang að ýmsum sora, einkum klámi, hatursáróðri og glæpadýrkun.sem bærist að utan. Yrðu fyrirtæki er seldu aðgang að netinu að sjá til þess og grisja efnið, einn af ráðherrum landsins sagði að um „mengunarvarnir" væri að ræða. A hinn bóginn yrði ekki reynt að ritskoða með neinum hætti samskipti ein- staklinga. Ebóla í rénun MALARÍA er á ný orðin ban- vænasti sjúkdómurinn í bæn- um Kikwit í Zaire en yfirvöld óttast þó að ebóla-veiran geti á ný náð sér á strik. Alls lét- ust 244 í ebólu-faraldri í Kikwit í fyrra. Læknum og hjúkrunarliði tókst að ein- angra sýkina og fá fólk til að beita varúðarráðstöfunum en nú mun varkárnin vera á und- anhaldi. Hj’álpargögn f öst í tolli MILLJÓNIR manna í Norður- Kóreu þjást enn af hungri og kulda og bíða þess að hjálpar- gögn berist frá útlöndum, að sögn fulltrúa Rauða krossins. Hann sagði að birgðum frá Suður-Kóreu, 100.000 pökk- um af núðlum, fötuin og tepp- um, hefði ekki verið dreift vegna tafa síðustu vikurnar af hálfu n-kóreskra toll- og heilbrigðisyfirvalda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.