Morgunblaðið - 06.03.1996, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 37
I
I
I
I
I
J
3
I
;t
I
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
________BREF TIL BLAÐSINS____
Þér gátuð þá ekki vakað
með mér eina stund?
Frá Bárði G. Halldórssyni:
ísland, minn draumur, mín þjáning,
mín þrá,
mitt þróttleysi og viðnám í senn.
segir Steinn Steinarr í frægu
kvæði sínu „Landsýn". Þessi þján-
ing Steins og þrá - þessar and-
stæður takast einatt á í íslending-
um og kannski er marglyndið eitt
helzta einkenni okkar. Oft og ein-
att verða grimmileg átök and-
stæðra afla í sálarlífi manna -
þróttleysi og viðnám í senn. Þessi
þjóð getur sýnt á sér góðu hliðina,
næsta viðkvæman klökkva á köld-
um dögum eins og þeim sem urðu
í október á síðasta ári, þegar þetta
fámenna byggðarlag norður við
heimskaut stóð saman í sorg sinni
sem einn maður. En það er líka
stundum stutt í annan eðlisþátt
íslenzkan - þórðargleðina, mein-
fýsnina - hið innansveitarlega
slúðurgaman - sem að vísu á líka
einstöku sinnum til sína skemmti-
legu hlið, en miklu oftar þó hrá-
slagalega, jafnvel hrottalega og
grimma.
íslenzkir fjölmiðlar eru löngu
komnir af barnsaldri - eitt helzta
barnamein þeirra var rótarskap-
ur, hrottafengin bersögli um ná-
ungann og illyrði. Eftir aldamótin
síðustu dró heldur úr þessu, en í
seinni tíð hefur hörð samkeppni
fjölmiðla um kaupendur rekið
suma fjölmiðlamenn á glapstigu.
Þeir hafa ekki sézt fyrir í kapp-
hlaupi um athygli lesenda og
áhorfenda. Þetta hefur með átak-
anlegum hætti mátt horfa upp á
undanfarna daga. Lengur eða
skemur hafa fáeinar manneskjur
gengið um með gróusögur um
biskup landsins. Það er ekkert
nýtt. Allir biskupar þessa lands,
nema kannski Jón helgi, hafa
mátt þola slíkt. Það er í íslending-
seðlinu að vilja masa misjafnt um
heldri menn. Í mestu bók íslend-
inga segir af því hvernig förukerl-
ingar fara færandi hendi róginn
milli bæja og stigmagna atburða-
rásina með slúðrinu unz það nær
hámarki sínu í dyngju húsfreyj-
unnar á Hlíðarenda. Þar sátu
verklitlir menn í dyngju spennu-
sjúkra kvenna og efldu seið til
mannvíga. Það er illt að þurfa að
búa við þá skuggahlið frjálsrar
samkeppni að stöð sem berst í
bökkum og dagblað sem glatað
hefur helmingi lesenda sinna og
verður að þrífast á hrópyrðum um
erlenda þjóðhöfðingja til að treina
sér lífdagana skuli nú tekin við
hlutverki förukerlinga fyrri daga.
Auðvitað skortir þjóðina hvorki
hallgerðar né lygamerði nú frekar
en áður - en það er nýtt í sög-
unni að hafa slíkt slekti í hávegum
og illa er komið fyrir okkur ef
við veitum því ekki eitthvert viðn-
ám.
í fijálsri samkeppni ráða menn
hvað þeir borga fyrir að fá að
lesa. Ríkisútvarpið er hins vegar
sameign þjóðarinnar og það er
með öllu óafsakanlegt að það
skuli bera á brjóstum sér mann
sem er þeirrar skoðunar að hann
geti krafizt afsagnar biskups
landsins nema hann sanni sak-
leysi sitt. (Kannski með eldburði
eins og tíðkaðist á galdraöld?) Það
verður að ætlast til þess að út-
varpsstjóri áminni þennan starfs-
mann opinberlega og kenni hon-
um undirstöðuatriði réttarfars
okkar og siðferðis og létti af
hlustendum þeirri nauð að þurfa
áð borga fyrir mas hans um bisk-
up landsins, sem hefur, að dómi
einhverra huldukvenna og þessa
sérkennilega siðferðispostula út-
varpsins, ekki þau grundvall-
armannréttindi að mega veija
hendur sínar.
Ofsóknin gegn Ólafi Skúlasyni,
biskupi íslands, er skýrasta dæmi
um galdraofsókn úr seinni tíma
sögu íslnads og á sér enga hlið-
stæðu. Hún hefur öll helztu ein-
kenni galdrafársins - dylgjur, róg,
mistúlkanir, oftúlkanir, þrengingu
utan um fórnarlambið með stig-
vaxandi ásökunum, neitun um að
njóta vafa, neitun um að mega
veija sig, nafnleysi ásækjenda,
þokuna, dulúðina sem gefur undir
fótinn með að vitneskjan sé svo
almenn að sekt sé tvímælalaus -
og síðast en ekki sízt kröfuna um
að hinn sakfelldi skuli sanna sak-
leysi sitt!
Sé það álit einhvers fólks, að
biskup íslands eigi einn manna að
búa við það réttarfar að mega
ekki veija sig og þurfa að sanna
sakleysi sitt fyrir hlaupastrákum
og langbrókum, þá ber brýna
nauðsyn til að menn standi upp
allir sem einn og segi: Nú er nóg
komið.
Ég skora á alla íslendinga -
ekki aðeins þá sem kristnir teljast
og ber skylda til að vaka eina
stund með þeim sem ofsóttur er -
heldur alla þá sem unna frelsi,
réttlæti og siðuðu samferði að
þeir segi nú við rógliðið: hingað
og ekki lengra! Skríðið nú aftur
ofan í holuna ykkar. Verum svo
öll minnug lokaorða Steins:
Ó,. þú skringláða heimska og skrautklædda
smán,
mín skömm og min tár og mitt blóð.
BÁRÐUR G. HALLDÓRSSON,
Litlubæjarvör 7, Álftanesi.
AUGL YSINGAR
TILKYNNINGAR
Húsverndarsjóður
í apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndar-
sjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að
veita lán til viðgerða og endurgerðar á hús-
næði í Reykjavík, sem hefur sérstakt varð-
veislugildi af sögulegum eða byggingarsögu-
legum ástæðum.
Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja
verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum,
kostnaðaráætlun, teikningar og umsögn
Árbæjarsafns.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1996 og skal
umsóknum, stíluðum á Umhverfismálaráð
Reykjavíkur, komið á skrifstofu garðyrkju-
stjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík.
Síðasti skiladagur er 26. mars 1996.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Fundur um CE-merkingar
Samtök iðnaðarins auglýsa tvo félagsfundi
um framkvæmd tilskipana og reglugerða,
sem tengjast CE-merkingum og afnámi
tæknilegra viðskiptahindrana dagana 7. og
8. mars nk.
Fyrri daginn hefst fundurinn kl. 14.30 og þá
verður farið yfir kröfur vélatilskipunar og raf-
magnstilskipana Evrópusambandsins, leiðir
til að taka upp CE-merkingar og sagt frá
reynslu nokkurra fyrirtækja, sem komin eru
af stað við þessa vinnu.
Seinni daginn hefst fundurinn kl. 9.00 og
þá munu fulltrúar frá ESA (Eftirlitsstofnun
Evrópska efnahagssvæðisins) og Löggilding-
arstofnunni fjalla um framkvæmd samnings-
ins varðandi afnám tæknilegra viðskipta-
hindrana.
Tími: Fimmtudagur 7. mars 1996, kl. 14.30-
17.15.
Föstudagur 8. mars 1996, kl. 9.00-12.15.
Staður: Hallveigarstíg 1, fundarsal í kjallara.
<3)
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
Aðalfundur
Ferðaþjónustu bænda hf.
verður haldinn á Lýsuhóli, Staðarsveit,
16. mars nk. og hefst kl. 13.30 að ioknum
aðalfundi Félags ferðaþjónustubænda, sem
hefst 15. mars kl. 13.30.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf
samkvæmt lögum félagsins.
Stjórnin.
w
Mígrensamtökin
Félagsfundur verður haldinn í Bjarkarási,
Stjörnugróf 9, Reykjavík í dag, miðvikudaginn
6. mars, kl. 20.30.
Fundarefni: Guðrún Óladóttir, reikimeistari,
fjallar um bætt líf með breyttu hugarfari.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Aðalfundur
Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Alþýðu-
bankinn hf. verður haldinn í Setrinu, Grand
Hótel Reykjavíkfimmtudaginn 14. mars 1996
og hefst kl. 17.00.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við
ákvæði greinar 4.06 í samþykktum félags-
ins.
2. Tillaga stjórnar um breytingar á sam-
þykktum félagsins þess efnis, að fram-
lengja heimild stjórnar til hækkunar á
hlutafé með sölu nýrra hluta.
3. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á
eigin hlutabréfum í félaginu.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í
skrifstofu félagsins á Suðurlandsbraut 30,
5. hæð, Reykjavík, dagana 11.-13. mars nk.
milli kl. 10-15 og á fundarstað.
Ársreikningurfélagsinsfyrirárið 1995, ásamt
tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja,
verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá
8. mars nk.
Reykjavík, 12. janúar 1996.
Stjórn Eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankinn hf.
Fundur um Leonardó da Vinci
starfsmenntaáætlun ESB
Lýst eftir umsóknum
Landsskrifstofa Leonardó boðar til fundar í
dag, miðvikudaginn 6. mars, um Leonardó
starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins,
þar sem annarri umsóknahrinu verður ýtt
úr vör.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu
í Ársal milli kl. 15 og 17.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan
húsrúm leyfir.
DAGSKRÁ:
Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Lands-
skrifstofu Leonardó á íslandi:
Leonardó áætlunin á íslandi og árangurfyrstu
umsóknahrinu.
Kjersti Grindal, starfsmaður framkvæmda-
stjórnar ESB:
Markmið og ávinningur af Leonardó áætlun-
inni og forgangsatriði ársins 1996.
Héléne Barry, starfsmaður Technical Assist-
ance Office Leonardó áætlunarinnar í Brussel:
Hvað ræður vali verkefna í Leonardó áætlun-
inni?
Sigurður Guðmundsson, verkefnastjóri
Landsskrifstofu Leonardó á íslandi.
Hvaða aðstoð er veitt við undirbúning verk-
efna og umsókna?
Almennar umræður um verkefni í Leonardó
áætluninni.
Fundurinn fer fram á ensku og íslensku.
Skráning fer fram hjá Landsskrifstofu
Leonardó í síma 525 4900.
TIL SÖLU
Jörðtil sölu
Jörðin Neðra Holt, Torfalækjarhreppi, er til
sölu. Á jörðinni er m.a. 183 fermetra steypt
íbúðarhús í ágætu ásigkomulagi, hesthús,
hlaða og vélaverkstæði í rekstri sem getur
selst með. Kvóti er ekki á jörðinni.
Tilboð óskast send á Húnabraut 19, 540
Blönduósi, til Stefáns Ólafssonar hdl., sími
452 4030, fax 452 4075, sem jafnframt gefur
nánari upplýsingar, fyrir föstudaginn 22. mars
1996. Áskilinn er réttur til að taka hvaða til-
boði sem er eða hafna öllum.
- kjarni málsins!