Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Iþróttamaður Sandgerðis Sandgerði - Val á íþróttamanni Sandgerðis 1995 fór fram 5. mars sl. Kaffisamsæti var haldið í boði bæjarstjórnar í samkomuhúsinu þar sem börn úr tónlistarskóian- um léku fyrir gesti og foreldrafé- lag grunnskólans sá um veitingar. Bæjarstjórinn, Sigurður Valur Asbjarnarson, flutti ávarp þar sem fram kom að þessi dagur væri sérstaklega valinn vegna þess að þetta væri afmælisdagur Magnúsar Þórðarsonar heitins, en hann var ákafur áhugamaður um íþróttir og heiðursfélagi Reynis. Einnig bauð hann Jóhann- es Eðvaldsson velkominn til bæj- arins og sagði að það yrði mikill styrkur fyrir knattspyrnudeildina að fá hann til starfa. Að þessu sinni voru aðeins tveir íþróttamenn tilnefndir, El- ísa Dögg Helgadóttir frá knatt- spyrnudeild Reynis og Hlynur Jóhannesson frá Golfklúbbi Sandgerðis. Óskar Gunnarsson, forseti bæjarstjórnar, fór lofsam- legum orðum um íþróttamennina en þótti miður að ekki skyldu fleiri tilnefndir úr öðrum íþrótta- greinum. Hann afhenti síðan Hlyni Jóhannessyni bikarinn, en hann er íþróttamaður Sandgerðis 1995. Morgunblaðið/Hrefna Björg Óskarsdóttir ELISA Dögg Helgadóttir og Hlynur Jóhannesson voru tilnefnd íþróttamenn ársins í Sandgerði 1995. Nýir eigendur að Fossnesti hf. Ein öflug umferð- armiðstöð starf- rækt á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. KÁ Á Selfossi og Sérleyfisbílar Selfoss hf. hafa keypt hlut í Foss- nesti hf. við Austurveg á Selfossi. Eftir þessi kaup eru eigendur Foss- nestis hf., auk KÁ og SBS, Austur- leið, Norðurleið, Olíufélagið og Klakahöllin. Aðaleigandi Fossnest- is fyrir kaupin var Erlendur Hálf- dánarson og fjölskylda hans. í framhaldi af þessum kaupum hefur SBS ákveðið að flytja afgreiðslu sína frá Árnesti yfir í Fossnesti frá 14. apríl. Eftir það verður starf- rækt ein öflug umferðarmiðstöð áætiunarbifreiða á Selfossi. Stjórn Fossnestis hf. hefur ákveðið að leigja KÁ rekstur Fossnestis og tók KA við rekstrinum í gær, 12. mars. Sigurður Steinsson hefur verið ráð- inn rekstrarstjóri KÁ í Fossnesti en Sigurður starfaði áður hjá Suðurgarði hf. á Selfossi. Kaup KÁ á hlut í Fossnesti og leiga á rekstrinum er í samræmi við yfir- lýsingar af hálfu fyrirtækisins um breyttar áherslur í þá veru að auka umsvif sín á sviði ferðaþjónustunn- ar. í Fossnesti hefur undanfarin ár verið starfræktur veitinga- og skemmtistaðurinn Inghóll á efri hæð hússins. Á neðri hæð er al- mennur veitingastaður með grilli og ferðamannaverslun. Auk þess er bensínstöð á svæði Fossnestis og Austurleið og Norðurleið hafa haft viðkomu í Fossnesti á áætlun- arleiðum sínum. SBS var með sína afgreiðslu í Árnesti, á neðri hæð Hótel Selfoss. Sú afgreiðsla verður nú hluti af umferðarmiðstöðinni í Fossnesti sem fyrirtækið hefur ákveðið að koma upp en það verður til mikils hagræðis fyrir alla þá sém ferðast með áætlunarbifreiðum eða eiga við þá viðskipti. Frá hinni nýju umferðarmiðstöð verða áætlunar- ferðir til allra átta. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HÓPURINN sem þreytti Guðlaugssundið að þessu sinni. * Arlegt Guðlaugssund í Vestmannaevj um Guðlaugur Friðþórsson afhenti sigurvegurunum í boðsundinu, 2. stigi Stýrimannaskólans, bikarinn. Vestmannaeyjum - Stýri- mannaskólanemar í Eyjum þreyttu árlegt Guðlaugssund sitt 12. mars si. en þann dag ár hvert synda þeir Guðlaugssund til að minnast . sundafreks Guðlaugs Friðþórssonar er hann synti til lands eftir að Hellisey VE sökk um 3 mílur austur af Eyjum árið 1984. Friðrik Ásmundsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, sagði að þegar ákveðið hefði verið að minnast afreks Guðlaugs með árlegu sundi hefði Guðlaugur óskað eftir því að synt yrði í þeim tilgangi að minna á örygg- ismál sjómanna. Friðrik sagði að nemendur 1. og 2. stigs Stýri- mannaskólans hafi synt að þessu sinni ásamt gömlum nemendum úr skólanum og fjórum strákum úr 10. bekk sem væru í námi til 30 tonna réttinda. Hann sagði að yfirleitt hefðu stýrimanna- skólanemar einir þreytt sundið en sökum mikilla veikinda í skól- anum hefðu fleiri verið fengnir til liðs nú. Sundið hófst klukkan átta um morguninn og var synt sleitulaust í sex klukkustundir en það er sá tími sem Guðlaugur var á sundi. Að loknu Guðlaugssundinu var boðsundskeppni milli 1. og 2. stigs Stýrimannaskólans eins og alltaf að loknu sundinu þar sem keppt er um bikar sem Guðlaugur Friðþórsson gaf. Synt er boðsund þar sem klifra þarf upp í gúmmíbát á miðri leið. Að þessu sinni sigraði 2. stig skólans boðsundið og hlaut því bikarinn. Friðrik sagði að þegar Guð- laugssundið hófst hafi hjónin Þorsteinn og Anna frá Biátindi gefið forláta bók sem þau létu útbúa sérstaklega og í hana væri allt sem tengdist Guðlaugs- sundinu hveiju sinni skráð. Yfír tíu prósent íbú- anna á dansnámskeiði Vaðbrekku, Jökuldal - Dansnám- skeið fyrir alla fjölskylduna var háldið á dögunum í Brúarási und- ir yfirskriftinni Komið og dansið. Leiðbeinendur voru Iðunn Kröyer og Eymundur Hannesson, en þau ieiðbcina fólki á öllum aidri að læra létta danssveiflu á tveim dögum. Að þeirra sögn er þessi danssveifla upprunnin í Noregi og upphaflega ætluð sem dans gegn vímu fyrir ungt fólk. Síðan hefur komið í ljós að þetta er mjög vinsæll dans hjá „ungu“ fólki á öllum aldri, enda dansaður eftir léttu taktföstu rokki í anda Geirmundar Valtýssonar. Iðunn og Eymunur kynntust þessari sveifíu fyrir þremur árum og hafa verið að læra hana síðan, en byij- uðu að leiðbeina á síðasta hausti og hafa haldið fjögur námskeið í vetur. Að þeirra sögn er þetta langfjölmennasta námskeiðið til þessa, en það mættu þrjátíu og fimm manns í Brúarás, sem eru yfir tíu prósent íbúa sem búa á svæðinu sem námskeiðið var aug- lýst á, en það nær yfir Jökuldals-, Hlíðar- og Tunguhreppa, með rúmlegaa þrjú hundruð íbúa. Fólkið sem kom á námskciðið hafði mjög gaman af að læra sveifluna og góð stemmning myndaðist í hópnum, en fólkið er misjafnlega langt komið í dans- menntinni. Það virtist ekki koma að sök og allir skemmtu sér kon- unglega. Enda alltaf betri stemmning þegar námskeiðin eru svo fjölmenn, sögðu Iðunn og Eymundur að endiugu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.