Morgunblaðið - 15.03.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 15.03.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 19 ERLENT Bretar syrgja fórnarlömb fjöldamorðingjans í Dunblane o g flagga í hálfa stöng Aðkomunni lýst sem „algeru víti“ Dunblane, Skotlandi. Reuter. RON TAYLOR, skólastjóri grunn- skólans í Dunblane í Skotlandi, lýsti í gær aðkomunni í leikfimisal skólans á miðvikudag eftir að Thomas Hamilton hafði gengið þar berserksgang og myrt 16 börn og kennslukonu þeirra sem „algeru víti“. „Ég hef orðið fyrir miklu áfalli og ég á enn bágt með að trúa að þetta hafi gerst,“ sagði Taylor. „Ég mun aldrei nokkurn tíma gleyma þeirri sjón, sem blasti við mér í leikfimisalnum." Sorgin réð ríkjum á Bretlandi i gær og víða var flaggað í hálfa stöng. I Dunblane voru verslanir lokaðar og meira að segja var dregið fyrir glugga og luktar dyr á pósthúsi bæjarins. Fjöldi fólks lagði blómvendi fyrir utan inn- ganginn að skólanum. „Megi Guð gæta ykkar betur en gert var á jarðríki,“ sagði á borða á einum blómvendi. Rannsókn málsins var haldið áfram í gær. „Það er enn verið að gera ræki- legar eftirgrennslanir í skólanum,“ sagði Louis Munn lögreglustjóri á blaðamannafundi í gær. Sérfræð- ingar í skotvopnum og réttarlækn- ar voru að störfum á skólalóðinni. Þrjú börn í lífshættu Hamilton myrti 15 börn og kennslukonu þeirra er hann réðst inn í leikfimisalinn klukkan hálf tíu í gærmorgun og framdi því næst sjálfsmorð. Eitt barn dó síðar á sjúkrahúsi. Tólf börn særðust. 29 börn voru í bekknum og var aðeins eitt barn heilt á húfi eftir árásina. Fimm börn og tveir full- orðnir voru enn á sjúkrahúsi í Stirl- ing, nágrannabæ Dunblane, og þijú börn voru í lífshættu á sjúkra- húsi í Glasgow að því er talsmaður sjúkrahússins í Stirling sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Sky síðdegis í gær. Einn drengur var skotinn þrisv- ar og fór í neyðaraðgerð á mið- vikudag. Hann var í öndunarvél í gær. Annar fimm ára drengur hlaut nokkur sár og. átti að fara í aðgerð í gær. Blaðamenn og ljósmyndarar fengu að fara um skólalóðina í gær. Einu vísbendingarnar um blóðbaðið í fyrradag voru kúlnagöt í veggjum. Grunnskólinn verður lokaður fram í næstu viku, en þegar eru farnar að heyrast kröfur um að hann verði rifinn. Börnum, sem urðu vitni að árás- inni, verður veitt áfallahjálp, en þeirra vitnisburður er einnig mikil- vægur fyrir lögreglu til að hægt sé að draga upp heildarmynd af því, sem gerðist. Munn lögreglu- stjóri sagði að hér væri um að ræða börn, sem orðið hefði fyrir miklu áfalli og því þyrfti að fara mjög varlega. Hryllingur og reiði í Evrópu Morðin vöktu hrylling, reiði og vantrú um alla Evrópu. A forsíðum dagblaða blöstu við fyrirsagnir á borð við „Slátrun“,_„Fjöldamorð“ og „Ódæðisverk". í fjölda blaða voru birtar myndir af syrgjandi foreldrum. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sendi samúðarkveðjur og á írska þinginu var mínútu þögn í minningu fórnarlamba Hamiltons. George Vaivana, forseti breskra kennarasamtaka, sagði Reuter LÍTILL drengur leggur blómvönd fyrir utan grunnskólann í Dunblane þar sem sextán börn og kennslukona voru myrt á miðvikudag. Mikil sorg ríkir á Bretlandi eftir þetta ódæðisverk. blaðamönnum að morðin í Dun- blane ættu að leiða til þess að öryggi verði aukið í skólum, en viðurkenndi að ekkert gæti stöðv- að þann, sem væri staðráðinn í að fara sínu fram. „Maðurinn, sem myrti þessi börn, hefði ekki þurft að komast inn í skólann til að fremja þennan verknað,“ sagði Varvana. „Hann hefði getað hafið skothríð í gegn- um girðinguna við leikvöll skól- ans.“ Reglur um byssueign undir smásjánni Reglur um byssueign eru strangar á Bretlandi, en þær eru nú undir smásjánni. Hamilton hafði byssuleyfi þrátt fyrir vafa- sama hegðun og að honum hefði verið neitað um inngöngu í samtök skotvopnaeigenda. Hamilton var vopnaður ijórum ■hálfsjálfvirkum skammbyssum, tveimur af gerðinni Beretta og tveimur af gerðinni Browning, þegar hann réðst inn í skólann og var á huldu hvort hann hefði haft leyfi fyrir þeim öllum. Breska lögreglan athugar alla, sem sækja um byssuleyfi, og kann- ar hvort þeir séu á sakaskrá eða eigi við geðræn vandamál að stríða. Lögin voru hert eftir að Michael Ryan myrti sextán manns með skotvopnum í bænum Hungerford í suðurhluta Englands árið 1987 og bannað var að eiga ákveðnar gerðir öflugra skotvopna. Sérfræðingar telja hins vegar að þijár milljónir ólöglegra skot- vopna séu í umferð á Bretlandi og til dæmis sé hægt að kaupa rússneskan Kalashnikov-riffil fyrir aðeins 25 pund (um 25 þúsund krónur) á svörtum markaði. Lögregla kvaðst ekki vita hvers vegna Hamilton hefði myrt börnin, en íbúar Dunblane sögðu að hann hefði verið úthrópaður fyrir að vera afbrigðilegur. Faðir drengs í Dunblane sagði í viðtali við breska ríkissjónvarpið (BBC) að hann hefði lagt fram kvörtun vegna framferðis Hamilt- ons. „Hann snerti, bókstaflega snerti hann,“ sagði faðirinn. „Ég vogaði mér ekki að spyija hvernig eða hvar hann hefði snert [son minn], en hann var í uppnámi.“ Ég er faðir þessa skrímslis Thomas Watt, faðir Hamiltons, fór frá móður og syni þegar hann var aðeins eins og hálfs árs. Faðir- inn er nú 65 ára gamall og eyði- lagður maður: „Ég get ekki lifað með þessu, ég held þetta ekki út. Ég er faðir þessa skrímslis." r NOATUN Fyrir ferminguna og kalda borðið! EMa HÓHÓW BavonnessKinKa UNN,N0RNVJUSVÍNAKJOTI Rækjur frá Oögun hf. 758r 599r Ungnauta tihe 1.198 r Verslanir Néatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld NOATUN ^l Ferskur sjöeldislax 1. FL. pr.kg. 399. Ungnaut® innanlæn (BOAST BEE > 1.198: NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEG 116 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - S. 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 554 2062, ÞVERHOLT 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSEL 18 - S. 567 0900, AUSTURVER, HÁALEITISBR 68 - S. 553 6700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.