Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 41 .1 1 I ! 1 I J i I i I 4 $ 4 < ( ( ( i ( I I i ( ( ( BRÉF TIL BLAÐSINS Breyting í 4. deild karla 1996 Frá Ómari Braga Stefánssyni: KNATTSPYRNA er fjölmennasta íþróttagreinin sem stunduð er á Islandi og er það vel. Margar íþróttagreinar og félög hafa geng- ið í gegnum erfiða tíma, á það jafnt við um sérsambönd sem ein- stakar deildir innan íþróttafélag- anna, þrátt fyrir ótrúlega fórnfýsi og sjálfboðavinnu margra einstak- linga. Nú fyrir skömmu barst okkur bréf frá skrifstofu KSÍ (Knatt- spyrnusambands íslands) þar sem breytingar eru boðaðar í 4. deild í knattspyrnu á komandi sumri. Ekki hafa fjölmiðlar fjallað um þetta að því ég best veit, enda ekki mikið fjallað um 4. deildina yfirhöfuð. Það er hlutskipti minna manna í Tindastóli að spila í 4. deild á komandi keppnistímabili svo málið varðar mig, jafnt og öll lið í 4. deild. Nú bregður svo við að 6 lið af Vestfjörðum senda lið til keppni í 4. deild og þarf því að fjölga riðlunum úr 4 í 5. Vissulega er það mjög jákvætt fyrir knatt- spyrnuna að liðum fjölgi og styrk- ur knattspyrnuhreyfingarinnar aukist, en framhaldið finnst mér ekki rétt og ég vona að önnur lið’ í 4. deild séu á sama máli. Það er erfiðara að komast upp úr 4. deild en nokkurri annarri deild á landinu. Fyrst þarf venjulega deildarkeppni þar sem spilað er heima og að heiman og síðan komast tvö efstu liðin í 8 liða úrslitakeppni þar sem útsláttar- fyrirkomulag er. Lið getur verið að spila vel allt sumarið, unnið riðilinn, en síðan tapað einum leik í úrslitakeppninni t.d. vegna meiðsla leikmanna eða af annarri ástæðu, og þar með er draumur- inn búinn. Þær breytingar sem stjórn KSÍ nú boðar eru að ekki dugar fyrir alla að vinna sinn riðil til að kom- ast í úrslitakeppnina, ótrúlegt en satt. Heldur verða ákveðin lið að spila um úrslitasæti í keppninni. Riðlarnir 5 eru: A-riðill liða á Stór-Reykjavíkur- svæðinu B-riðill liða á Stór-Reykjavíkur- svæðinu v C-riðill liða á Norðurlandi E-riðill liða á Austurlandi V-riðill liða á Vesturlandi Nú byijar ballið: Tvö efstu liðin í öllum þessum 5 riðlum komast áfram í „úrslita- keppnina“. Með þeim undantekn- ingum þó að það. lið sem lendir í 2. sæti í C-riðli þarf að keppa við það lið sem lendir í 1. sæti í V-riðli. Einnig þurfa að leika saman lið sem lendir í 2. sæti í B-riðli og það sem verður í 2. sæti í V-riðli. Þetta verður einskonar forkeppni fyrir úrslitakeppnina. Þetta er ekki gott mál að mínu mati, og ég sé ekki hvernig stjórn KSÍ ákveður hvaða lið keppi við hvern. Tvö efstu liðin í Vestfjarða- riðli þurfa bæði að spila um úrslita- sæti og eitt úr Norðurlandsriðli og eitt úr Stór-Reykjavíkurriðlin: um. Ef þetta er leiðin sem KSÍ sér að aukakeppni þurfi að halda, þá ættu öll lið sem lenda í 2. sæti að keppa um sæti í úrslitakeppn- inni. Þessi uppstilling þeirra kemur ekki til mála og gaman væri að vita hvernig þeir ákveða hverjir spila við hverja og hvort þeir séu að ákveða að liðin frá Reykja- víkursvæðinu og að austan séu betri en lið frá Norður- og Vestur- landi. Kannski eiga Austfirðingar hauk í horni í mótanefnd, ég segi nú bara svona. Orðrétt segir í til- kynningu frá KSÍ: „Eðlilegt þykir að liðin frá Vestfjörðum taki þátt í henni að þessu sinni, en val leikja að öðru leyti miðast við að halda ferðakostnaði félaga í lágmarki.“ Vissulega er ferðakostnaður liða í 4. deild ekki ýkja mikill þar sem spilað er í svæðisbundnum riðlum en úrslitakeppnin kostar sitt. Ef stjórn KSÍ er að hugsa um ferðakostnað hjá liðunum þá er örugglega ódýrast að láta liðin 4 sem verða í 1. og 2. sæti i Stór- Reykjavíkurriðlunum tveimur spila saman. Það væri gaman að fá vitneskju um af hveiju ekkert lið frá Austur- landi þarf að fara í þessa „for- keppni". Eg vona að Vestfirðingar og öll lið í 4. deild segi stopp, hingað og ekki lengra, við þessari ákvörðun KSÍ. Þarna er verið að gera virki- lega upp á milli liða og þau sitja ekki við sama borð. Jafnréttis verður að gæta í þessu eins og öllu öðru. ÓMAR BRAGI STEFÁNSSON, form. knattspyrnudeildar Tindastóls. Hrópúr umferð- inni Frá Jórunni Sörensen: „ÞEGAR fréttir koma af því að bílar keyri á kyrrstæða lögreglu- bíla með blá blikkandi ljós aðeins vegna þess að viðkomandi öku- maður hafi ekki tekið eftir honum, verður manni ljóst að hjólreiða- maður væri líklega betur settur á jarðsprengjusvæði." Ofangreind tilvitnun er úr merku riti sem nú er gefið út í Reykjavík. Rit þetta heitir Hjól- hesturinn og er fréttabréf ís- lenska fjallahjólaklúbbsins. Á mínu heimili er engin lesning sem kemur inn um bréfalúguna lesin eins vandlega. Þeir sem skrifa í Hjólhestinn nýta síður ritsins til hins ýtrasta. Greinar eru fjöl- breyttar en eiga það sameiginlegt að þær eru skrifaðar af mikilli ritgleði. í Hjólhestinum er fjallað tæpitungulaust um þau gífurlegu vandamál sem bílaumferð og taumlaus þjónkun stjórnvalda við hana hefur fyrir alla landsmenn - ekki bara þá sem ferðast gang- andi, hjólandi eða með strætó. En það er með þetta rit eins og mörg önnur góð rit sem láta ekki mikið yfir sér - það sjá það færri en gagn og gaman hefðu af. Þeir sem vilja stuðla að jákvæðri um- gengni við land og þjóð ættu að verða sér úti um áskrift að þessu riti. Þær fáu krónur eru vel þess virði. JÓRUNN SÖRENSEN, hjólreiðakona. kr. 3.990 Víraljósasett 3x20 W. Straumur hf. (safiröi - s. 456 3321. Radíóvinnustofan Akureyri-s. 462 2817. Siemens-Búöin Akureyri - s. 462 7788. Sveinn Guömundsson Egilsstööum - s. 471 1438. Verslunin Lóniö Höfn-s. 478 2125. Árvirkinn hf. Seifossi - s. 482 3460. 50w halogen borðlampi m/tvískipum rofa og stillanlegri hæð. HAPPDRÆTTI Allir sýningargestir geta tekið þátt í happdrætti og verður dreginn út veg- legur vinninur í öllum Borgarljós-keðju verslununum 15. apríl. Borgarljós hf. Reykjavík - s. 581 2660. Magasin - Húsgagnahöllinni Reykjavík-s. 587 1410. Rafbúöin Álfaskeiöi Hafnarfiröi - s. 555 3020. Rafbúö R.Ó. Keflavík - s. 421 3337. Rafþjónusta Sigurdórs Akranesi-s. 431 2156. O BORGARLJOS ® K • E • B • J • A • N Akranes • Akureyri • Egilstaöir • Hafnarfirði Höfn • íslafiröi • Keflavík • Reykjavík • Selfossi. SÖLUSÝNING R A M Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Toyota Corolla Hatsback XLi '94, grá- sans., 5 g., ek. 47 þ. km. Vi 990 þús. Grand Cherokee Limited V-8 ’94, ek. 15 þ. km., grænsans., einn með öllu, gullfall- egur bíll. V. 3.950 þús. Cherokee Laredo 4.0L '92, ek. 46 þ. km., grænn, rafm. í ruðum, samlæsingar, flöskugrænn o.fl. V. 2,190 þús. Pontiac Trans Sport SE '92, rauður, sjálfsk., ek. 73 þ. km. Fallegur bíll. V. 1.980 þús. Fiat Panda 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. að- eins 56 þ. km., 2 dekkjagangar, gott ástand. Sparneytinn bíll. V. 470 þús. Honda Áccord EX '91, rauður, sjálfsk., ek. 102 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu, álfelg- ur o.fl. V. 1.090 þús. MMC Pajero langur V-6 '92, grænn, sjálfsk., ABS, saml., stuðarar o.fl. V. 2,7 millj. V.W. Jetta GL '91,5 g., 1800 vél, ek. 120 þ. km., spoiler o.fl. V. 690 þús. V.W. Golf 1.4 cl station '94, blár, 5 g., ek. 32 þ. km., rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 þús. Toyota Hi Lux Extra Cap '91, ek. 80 þ. km., plasthús, flækjur, 38" dekk, álfelgur, 5:71 drifhlutföll. No-Spin að aftan, geisl- asp. o.fl. V. 1.580 þús. MMC Lancer GLX '90, blár, sjálfsk., ek. aðeins 68 þ. km., spoiler, rafm. í rúðum o.fl. Sk. ód. V. 740 þús. Toyota Corolla GL Special Series '90, 5 dyra, blár, 5 g., ek. 84 þ. km., rafm. í rúð- um, spoiler o.fl. V. 640 þús. Toyota Landcruiser GX diesel Turbo '93, 5 dyra, sjálfsk., ek. 77 þ. km., 33" dekk, brettakantar, álfelgur o.fl. V. 3,9 millj. Sk. ód. Honda Accord Si '95, grænsans., sjálfsk., ek. 29 þ. km., sóllúga, ABS, spoiler, þjófa- vörn, rafm. í öllu. V. 2.060 þús. Toyota Hi-Lux Extra Cab '87, ek. 114 þ. km., 31“ dekk. Fallegur bíll. V. 680 þús. Subaru Legacy 1.8 Station 4x4 '90, sjálfsk., ek. 98 þ. km., rafm. í rúðum, grjótagrind o.fl. V. 1.080 þús. Sk. ód. Mercedes Benz 190 '88, blár, 4 g., ek. 134 þ. km. V. 1.080 þús. Nissan Terrano V-6 '95, 4ra dyra, sjálfsk., ek. aðeins 12 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu. Sem nýr. V. 3,3 millj. Renault Cllo TR 1.4 5 dyra '94, 5 g., ek. aðeins 11 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 990 þús. Bílar á tilboðsverði: Saab 900i 5 dyra '87, hvítur, ek. 140 þ. km., toppeintak. V. 560 þús. Tilboðsv. 440 þús. Mazda 323 GLX 3ja dyra '86, hvít- ur, 5 g., ek. 100 þ. km. á vél, spoil- er o.fl. V. 330 þús. Tilboðsv. 230 þús. Honda Accord EX '87, sjálfsk., sóllúga og rafm. i öllu, hvítur, ek. 123 þ. km. V. 630 þús. Tilboðsv. 530 þús. Dodge Aries '87, 2ja dyra, sjálfsk., ek. 95 þ. km., brúnsans. V. 390 þús. Tilboðsv. 270 þús. M. Benz 250 '82, blár. V. 390 þús. Tilboðsv. 250 þús. MMC Pajero stuttur '83, 32" dekk, upph. Fallegur og góður bíll. V. 440 þús. Tilboðsv. 360 þús. Mazda 121 1,3 16 ventla '92, ek. 50 þ. km., 4ra dyra. V. 750 þús. Tilboðsv. 650 þús. Nissan Micra '88, 5 g., ek. 122 þ. km. (langkeyrsla). V. 280 þús. Til- boðsv. 190 þús. Lada Samara 1500 '90, 5 g., ek. 80 þ. km. V. 220 þús. Tilboðsv. 150 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.