Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 1
136 SÍÐUR B/C/D/E 65. TBL. 84. ÁRG. SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Boða nýjar heræfíngar Taipei. Reuter. LEE Teng-hui, forseti Tævans, sagði í gær að einungis væri hægt að vinna „lokasigur" í bar- áttunni við Kínverja ef hann fengi rúmlega helming atkvæða í forsetakosningunum í næstu viku. Fjármálaráðherra Tævans spáði því í gær að deilan við Kín- verja væri stundarfyrirbæri, ekki síst vegna efnahagslegra hagsmuna Kínveija, og að draga myndi úr spennu er kosningarn- ar væru afstaðnar. Fjölmiðlar í Kína greindu í gær frá því að til stæði að hefja nýjar heræfingar á Tævansundi er myndu standa fram yfir for- setakosningarnar. Kínverska ríkisútvarpið vísaði í gær á bug fregnum um að kín- versk stjórnvöld hefðu greint bandarískum embættismönnum frá því að ekki yrði ráðist á Tævan. Var haft eftir talsmanni utanríkisráðunejrtisins að Kín- verjar hefðu aldrei afsalað sér réttinum til valdbeitingar. ■ Kínverjar/6 Reuter TUGIR þúsunda manna tóku þátt í göngu um miðborg Taipei á laugardag þar sem heræfingum Kínverja var mótmælt og hvatt til að Tævan lýsti yfir sjálfstæði. Göngumenn báru líkan af Jiang Zemin, forsætisráðherra Kínveija, haldandi á eldflaugum. Astandið versnar í Irak Genf. Reuter. EMBÆTTISMAÐUR á vegum Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sakar Saddam Hussein ír- aksforseta um gróf mannréttinda- brot og morð á pólitískum andstæð- ingum í nýrri skýrslu. Max van der Stoel, fyrrum utan- ríkisráðherra Hollands, er starfar nú fyrir SÞ, hvetur jafnframt stjórn- völd í írak til að fallast á skilyrði fyrir því að olíusölubanni verði af- létt að hluta þannig að írakar geti fest kaup á matvælum og lyfjum. Mannréttindanefnd SÞ hefur sex vikna fund sinn í Genf á mánudag. Hann segir efnahagsástandið í land- inu fara stöðugt versnandi og að matvæli hafi hækkað það mikið í verði að ekki sé á færi almennings að kaupa þau. Fámenn forréttinda- stétt lifi hins vegar í vellystingum. Hann segir einnig ljóst að Saddam beri beint eða óbeint ábyrgð á morð- unum á tengdasonum sínum í síð- asta mánuði. ■ Söfnuðu vopnum/12 Stefnuræða Göran Perssons nýkjörins leiðtoga jafnaðarmanna Hyggst standa vörð um velferðarkerfið Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÍKLÆDDUR ljósum vorlitum lauk Göran Persson, nýkjörinn leiðtogi sænska jafnaðarmannaflokksins, ávarpi sínu á þingi flokksbræðra sinna í gær með þeim orðum, að „eins og Olof Palme sagði, þá þurf- um við öll hvert á öðru að halda“. Flokkurinn myndi aldrei svíkja grunnhugmyndir velferðarkerfis- ins, en ekki þýddi að byggja það á erlendum lánum. Persson minnti á styrk alþýðu- hreyfingarinnar, en hnykkti jafn- framt á ábyrgð hennar á raun- særri stefnu. Hann lagði áherslu á vistfræðilega uppbyggingu ogjafn- rétti. Eftir ræðuna var haft á orði að klofningurinn í flokknum væri enn jafn greinilegur og áður og sterkur vinstritónn flokksins myndi gera Persson erfitt að halda til streitu aðhaldssamri stefnu sinni, sem hann hóf sem fjármálaráð- herra. Persson hlaut reglulega lófa- klapp þingheims fyrir setningar eins og „manngildið er mikilvægara en markaðsgildið" og að sænskt velferðarkerfi ætti ekki byggja á erlendum lánum. Sænskur fjár- málaráðherra ætti ekki að þurfa að standa fyrir framan 25 ára fliss- andi kauphallarfólk í New York og rökstyðja sænska velferð. Persson undirstrikaði þörfina á sterku ríkis- valdi sem gæti staðið fijálsum fjár- magnsmörkuðum á sporði. Stöðugur línudans Flokkurinn hefur verið gagn- rýndur fyrir að huga ekki nægilega að byggðastefnu, en Persson eyddi orðum og orku í að lýsa hvernig menntun um allt land og nýir skól- ar myndu efla atvinnulíf þar og um leið vöxt og bjartsýni. í þær 45 mínútur, sem Persson talaði, undirstrikaði hann í sífellu gamlar dyggðir flokksins og tók þar með undir áherslur vinstri- vængsins í flokknum, en bætti þó við athugasemdum um nýjar að- stæður samtímans. Fréttaskýrend- ur telja líklegt að stjórnartími flokksins undir stjórn Perssons geti orðið stöðugur línudans milli vinstri og hægri vængsins. Um leið er hætta á að Persson muni ekki reyn- ast auðvelt að halda sig við þá aðhaldssömu stefnu, sem hann hóf í tíð sinni sem fjármálaráðherra. Árangur hans hingað til mun þó vísast stappa í hann stálinu og reynast honum rök gegn vinstri vængnum, sem berst enn fyrir út- þenslu velferðarkerfisins. Reuter Rætt um frið SUÐUR-afrískur lögreglumað- ur leitar vopna á Zulu-höfð- ingja fyrir fund Nelsons Mand- ela forseta með Goodwill Zwel- ithini, konungi Zulumanna, og Mangosuthu Buthelezi, leiðtoga Inkatha-flokksins. Fundurinn var haldinn í þorpi konungsins í norðurhluta KwaZulu Natal og er markmið viðræðnanna að binda enda á pólitískt ofbeidi í Suður-Afríku. ÆMIÖLOm 06M0MAH * I tísku að taka til VIÐSKIPn AIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI 22 Undir yfirborðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.