Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sinfónían á Sel- fossi á mánudasr isi. Morirunblaöið. Seifossi. Morgfunblaðið. . §INFÓNÍ UHLJÓMSVEIT íslands heldur Qórtán tónleika í fimm bæjar- félögum þessa dagana og verður á Selfossi mánudaginn 18. mars. Tón- leikaröðin byijaði í Kópavogi 15. og 16. mars, 19. mars verður hljómsveitin í Borgamesi, í Grindavík 20. mars og í Keflavík 21. mars. Um er að ræða skólatónleika á skólatíma í grunnskól- unum og almenna tónleika að kvöld- lagi. Þessir tónleikar eru liður í verk- efninu Tónlist fyrir alla og reyndar hápunktur þess. Efnisval tónleikanna í grunnskól- unum er afar fjölbreytt og sniðið að ,hæfi hinna ýmsu aldurshópa. Á kvöld- tónleikunum flytur hljómsveitin forleik að Leðurblökunni eftir Strauss, Saxó- fónkonsert eftir Svíann Ulf Adáker og Sinfóníu nr. 4 eftir Tsjaikovskí. Á tónleikunum á Selfossi mun kór Fjöl- brautaskóla Suðurlands syngja með hljómsveitinni Kvæðið um fuglana, Úr útsæ rísa íslandsfjöll og Hver á sér fegra föðurland, undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. I Keflavík mun Karlakór Keflavíkur syngja með hljómsveitinni 21. mars lögin Brennið þið vitar, Pflagrímakór- inn og Nú andar suðrið. Það er kín- verski hljómsveitarstjórinn Lan Shui sem stjómar hljómsveitinni á þessum tónleikum. Hann tók við stöðu aðstoð- arhljómsveitarstjóra sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Detroit og er nú eftirsótt- ur hljómsveitarstjóri í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Einleikarar á tónleik- unum em Sigurður Flosason saxófón- leikari og Andrés Bjömsson trompet- leikari. Kynnir á tónleikunum er Sverr- ir Guðjónsson. --------» ♦ ♦---------- ■ KRISTILEGT félag heilbrígð- isstétta heldur fjáröflunarfund mánudaginn 18. mars nk. Hann verður haldinn í Safnaðarheimili Háteigskirkju kl. 18.30. Boðið verður til kvöldverðar. Ýmis skemmtiatriði verða á dagskrá, happdrætti, uppboð og hugleiðing sem sr. Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, flytur. Fjáröfl- unin er til styrktar útgáfumálum félagsins, en m.a. er verið að gefa út litabók hana sjúkum bömum. Þeir sem vilja styrkja málefnið eru velkomnir. Meiríháttar helgarnámskeiði f- Karlmenn & jóga Námskeið fyrir nútimamanninn. Hvaö erum viö aö gííma við? Streitu, hraða, mikið vinnuálag og áhyggjur. Innibirgðar tilfinningar svo sem gremju, reiði, sorg og depurö. Teknir verða fyrir flestir þættir sem mæta karlmönnum i nútímanum. Kenruir verða: Jógaæfingar, öndunnartækni, slökun, tjáning, hug- leiösla og fleira sem leið til þess að slaka á og öölast auka lífsfyllingu. Todd Norian Leiöbeinandi verður Todd Norian. Hanri hefur stundaö og kennt jóga í 76' ár og er einn vinsælasti og reyndasti kennarinn i Kripalu jógastöðinni sem er stærst sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Þessi námskeið hafa lengi veriö vinsælustu námskeiðin þai. Námskeiðiö er fyrir alla aldurshópa, engin reynsla eða pekking á jóga nauösynleg. íslenskir leiðbeinendur munu aðstoða. Ókeypis kynningarkvöla nk. fimmtudag kl. 20.00. Önnur væntanleg námskeið með Todd Norian: Leiðbeinendanámskeið Mánudag 18. mars kl. 20.00-22.00. Tónlist & hugleiðsla - Þriðjudag 19. mars kl. 20.00-22.00. 1 Jóga ou öndun - miðvikudag 20. mars kl. 20.00. Önnur námskeið: Grunnnámskeiö ijóga 26. mars þri. - fim. kl. 20.00-21.30 (8 skipti). Mjúkt Jóga (grunnnámskeið) 2. apríl þri - fim kl. 10.30-11.45 (8 skipti). Jóga gegri kvíða 3. apríl mán. & mið. kl. 20.00-22.15 (7 skipti). Leiðbeinendur: Ásmundur Gunnlaugsson & Elnar B. Isleifsson. % Y0GA& STU D I O Afgreiðslan er opin ki. 11-20. Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 511-3100 Kripalujóga - Leikfimi hugar og líkama. I Norræni listaskólinn í Karleby (Finnlandi) býður upp á tveggja ára nám í aðalgreinunum teiknun, málun og listfræði. Lítill fástur hópur kennara sér um kennsluna auk gestakennara frá Norðurlöndunum öllum. Nemendurnir koma frá öllum Norðurlöndum og eru valdir með mati á verkprófum. Kennt er á sænsku, en einnig ensku og finnsku. Á hverju ári eru teknir inn 20 nemendur og um helmingur þeirra kemst i einhvern listaháskóla að loknu námi I Karleby. ATH! UMSÓKNUM BER AÐ SKILA Á SÉRSTÖKU UMSÓKNAREYÐUBLAÐI SEM SKÓLANUM VERÐUR AÐ BERAST í SÍÐASTA LAGI ÞANN I4. MAÍ. VERKPRÓF VERÐA AÐ BERAST SKÓLANUM FYRIR 22. MAÍ. UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ verður skipulagt í skólanum 20. maí til 31. maí I996. Nemendur ráða sjálfir hvernig þeir haga umsókn sinni, en hún verður að berast skólanum í síðasta lagi þann 2. maí I996. Ekki er skylda að taka námskeiðið en því er ætlað að þjóna þeim er hyggjast sækja um vist I skólanum. Umsóknareyðublöð, bæklinga og upplýsingar er hægt að nálgast hjá: Nordiska Konstskolan, Borgmástaregatan 32, FIN 67100 Karleby, Finnlandi. Sími (ef hringt er frá Finnlandi) 968 8220 906 og (ef hringt er utan Finnlands) 00 358 68 8220 906, fax (í Finnlandi) 968 8317 421 og (utan Finnlands) 00 358 68 8317 421. I DAG SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á stóru opnu móti í Cappelle la Grande í Frakklandi fyrir mánaðamótin. Stórmeist- arinn Alexander Nenas- hev (2.590) frá Úsbekistan sigraði á mótinu með 7'/2 vinning af 9 mögulegum. Hann hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu gegn stórmeistaranum Andrei Kovalev (2.505), Hvíta- Rússlandi. Svartur lék síð- ast 21. — b5-b4 í þessari erfiðu stöðu. Glöggir skák- menn sjá að svartur hefur teflt misheppnaða Benoni byijun. 22. Rd4! - Bb7 (Eftir 22. — bxc3 23. Rc6 fellur svarta drottningin) 23. Rc6! - Dc8 (Eða 23. - Bxc6 24. dxc6 — bxc3 25. c7 og vinnur skipta- mun) 24. Rb5 — Bf8 25. Rxb8 - Dxb8 26. Bd4 og með skiptamun yfir og sterka stöðu vann hvítur auð- veldlega. Nenashev tryggði sigurinn með sigri á öfluga stórmeistaranum Mikhail Gurevich í síðustu umferð. Fimm Islendingar tóku þátt á mótinu. Hannes Hlífar Stefán?son hlaut 6 vinninga, Þröstur Þórhalls- son, Helgi Áss Grétarsson og Andri Áss Grétarsson fengu 5'/2 v. og Sigurður Daði Sigfússon 4‘/2 v. Á annað hundrað titilhafar tóku þátt á mótinu. Pennavinir SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á bréfa- skriftum og íþróttum: Miki Hino, 336-651 Nakasuka, Hojo Ehime 799-24, Japan. TUTTUGU og fimm ára Gambíumaður með marg- vísleg áhugamál: Demba Marong, SL Peter’s Metal Works, Lamin, P.O.Box 744, Baiyul, Gambia. TUTTUGU og fjögurra ára japönsk stúlka sem starfar sem þýðandi: Naomi Iwai, C-205 Corpo Shint- okiwa, 1-27-10 Mizutani, Higashi-ku, Fukuoka 813, Japan. ÞRÍTUGUR eistneskur karlmaður með margvísleg áhugamál. Kveðst svara öil- um bréfum: Tiit Lippmaa, P&made Pst. 21, Tallinn, EE 0009, Estonia. GHANASTÚLKA, 24 ára, með áhuga á ferðalögum, matargerð, tónlist o.fl.: Mabel Nanu Agyemen, P.O. Box 840, King Street, Cape Coast, Ghana. ’TUTTUGU og þriggja ára Norður-Finni sem nemur viðskiptafræði og tungu- mál en hann hefur vald á sjö málum. Áhugamálin eru allskonar íþróttir auk þess sem hann safnar ýmsum hlutum, m.a. frímerkjum og tímaritum: Jukka Hemmi, Laivurinkatu 2-4 B27, 95400 Tomio, LEIÐRÉTT í ritdómi Arnaldar Ind- riðasonar um kvikmyndina Nixon, sem birtist á bls. 13 í blaðinu í gær, var meinleg villa. Sýningartíminn var sagður 295 mínútur - það er rangt, hann er 195 mín- útur. Gæludýr BORGARSPÍTALINN VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þátturinn kemur aftur EMIL Páll Jónsson, rit- stjóri Suðurnesjafrétta, hringdi og vildi koma á framfæri þakklæti til stúlkunnar sem hringdi til Velvakanda vegna þáttarins „Lá í loftinu" sem verið hefur í blaðinu úm nokkum tíma. Þátt- urinn hefur fallið niður af ófyrirsjáanlegum or- sökum sem eru óviðkom- andi eigendaskiptunum. Við erum stolt af því að fólk vill blaðið betra og saknar einhvers sem í því á að vera að þeirra dómi og munum því að sjálf- sögðu beita okkur fyrir því að þátturinn verði tekinn upp að nýju svo fljótt sem auðið er. Geðdeild HVERNIG stendur á því að það er verið að tala um samkeppni milli Borgarspítala og Landspítala að Kleppi eins og það nefnist núna? Niðurskurður og spam- aður er mun meiri á Borgarspítalanum. Þetta er engin samkeppni. Eina ráðið er að sameina þessar geðdeildir. Gígja Thoroddsen. Eldibrandur er týndur KÖTTURINN Eldi- brandur hvarf af heimili sínu Akraseli 29 laugar- dagsnóttina 2. mars sl. Hann er bröndóttur, stór vexti og merktur í eyra (R-7535). Hann var ekki með hálsól. Þeir sem kunna að hafa séð til ferða hans eru vinsam- legast beðnir • um að hringja í síma 587-0655 eftir kl. 17 virka daga og um helgar. Köttur í óskilum SVARTUR og hvítur köttur er á flækingi á Hlíðarvegi í Kópavogi og vill komast heim til sín. Upplýsingar veittar í síma 554-4894. Víkverji skrifar... IGÆR, 16. marz, var Gvendar- dagur; dánardagur Guðmundar góða Arasonar Hólabiskups. Hann lézt árið 1237. Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi ár- ið 1315, þegar bein Guðmundar góða voru tekin úr jörðu og skrín- lögð í Hóladómkirkju. Svo segir efnislega í sögu daganna eftir Árna Björnsson. Mikil helgi var á Guðmundi hin- um góða í kaþólskum sið — og raun- ar miklu lengur. Það ríkti þó hvorki friður né sátt um þennan löngu liðna biskup meðan hann lifði. Hann þótti fara ógætilega með fé biskups- stólsins og var þrásinnis flæmdur frá Hólum. Flakkaði hann þá um landið, oft í fylgd fátæks tötralýðs. Látinn varð hann á hinn bóginn dýrðlingur í augum þjóðarinnar, þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega. Það þótti við hæfí að gera þeim sem minna máttu sín eitthvað gott á Gvendardegi. Það segir máski allt sem segja þarf um Guðmund hinn góða. Það eimdi eftir af helgi hans, einkum á Vest- fjörðum norðanverðum, allt fram á 20. öld. Vel megum við íslendingar lengi enn muna Guðmund hinn góða. Góðvildin, sem var aðalsmerki hans, má gjaman vera leiðarvísir okkar allra. Einnig innan kirkjunnar, já, ekki sízt innan hennar veggja. Það fer vel á því á voijafndægri, sem fer í hönd (20. marz) og heitdegi (fyrsti dagur einmánaðar), að kristnir menn einsetji sér að setja niður heift og sérvizku í samfélagi sínu og gefi kærleikanum að minnsta kosti hornauga. XXX Víkveiji sér í fjölmiðlum að út- lánatap ríkisbankanna og op- inberra útlánasjóða, 1990 til 1994, hafi numið 21,7 milljörðum króna. Þetta útlánatap svarar til þijú þús- und blokkaríbúða, sem hver kostar 7 milljónii; króna. Þetta er feiknhá upphæð, sem þannig fór í glatkistuna. Og vart þarf að efa sannleiksgildið, enda komu upplýsingamar fram í svari bankamálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi um útlánatap ríkisbanka og opinberra sjóða. Það eru engar gleðifréttir fyrir landsmenn, sem skaðinn bitnar end- anlega á, að meðtaka fréttir sem þessar úr hásölum opinberrar fjár- magnsstýringar. Víkveiji veltir því fyrir sér hvort slíkt tugmilljarðatap gæti átt sér stað ef viðskiptabankar og fjár- mögnunarsjóðir væru einkareknir, eins og víðast hver er gert í veröld- inni. LÖGREGLAN gegnir mikilvægu og vandasömu starfi í samfé- laginu. Víkveija hefur engu að síður oft fundizt sem lögreglumenn njóti ekki þess skilnings og trausts borg- aranna sem þeir verðskulda, flestir hveijir að minnsta kosti. Þar kom þó að Víkveiji setti spurnarmerki við lögreglufrétt sem hann las í blað- inu sínu síðastliðinn fimmtudag. „Lögreglan hefur tekið upp þá nýbreyttni við kvaðingu þeirra sem skulda sektir", stendur þar, „að ein- kennisklæddir lögreglumenn á vakt annast það að fylgja kvaðningunum eftir og boða þá, sem þurfa að mæta hjá lögreglu og hafa ekki stað- ið skil á sektargreiðslum. — Lög- regla hefur heimild til að ná í skuld- arann á heimili, vinnustað eða ann- ars staðar sem hann heldur sig. Sinni viðkomandi ekki kvaðningu á hann því á hættu að verða handtekinn hvar sem til hans næst.“ Það er nú svo — og svo er nú það. Er það einhver misskilingur hjá Víkjvera að það sé dulítill lögreglu- ríkiskeimur af þessum boðuðu starfsháttum? Ekki eru allir skuld- arar þijótar. Óviðráðanlegar að- stæður geta lokað á greiðslugetu fólks, tímabundið. Vantar ekki mannlega þáttinn í þessa starfs- háttahönnun, eins og hún er fram sett í blaði allra landsmanna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.