Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 56
varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMl S69 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(a>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vepja í vorferð VEPJUHÓPUR hefur sést af og til í Vestmannaeyjum frá því í fyrri viku. Sést hafa allt upp í sjö fugl- ar í einu. Vepjurnar í Eyjum voru Tíomnar í sumarskrúða og því sannkallaðir vorboðar. Vepjan er útbreidd í Evrasíu og flækist langt til norðurs, en út- breiðslumörkin í norðvestri eru talin liggja um Bretlandseyjar. Hópar af vepjum koma gjarnan hingað í heimsókn á haustin og stundum snemma vors. Vepjan er algengur varpfugl á skosku eyjunum og algengust í Orkneyjum en verpir sjaldan í Færeyjum og á íslandi. Vitað er um nokkur skipti sem vepjur hafa orpið hér og komið upp ungum sunnanlands. Fjögur skip á togararalli umhverfis landið Vísbendingar um meiri þorskgengd ÓLAFUR Karvel Pálsson, fiski- fræðingur og leiðangursstjóri í tog- ararallinu sem nú stendur yfir, seg- ir að svo virðist sem meira sé af þorski á Vestfjarðamiðum nú en á sama tíma í fyrra. Sigfús Schopka fiskifræðingur segir að á Aust- fjarðamiðum virðist einnig meira vera af þorski núna en í togararall- inu í fyrra. Fjögur skip taka þátt í togara- rallinu; Ljósafellið, Rauðinúpur, Múlaberg og Brettingur. Leiðang- urinn er rúmlega hálfnaður og er fyrstu niðurstaðna að vænta í byrj- un apríl. Ólafur Karvel sagði of snemmt að draga víðtækar ályktanir af þeim gögnum sem búið væri að safna. Leiðangrinum væri ekki lokið og menn ættu eftir að bera saman bækur sínar og skoða heildarmynd- ina í samanburði við rannsóknar- gögn frá fyrri árum. „Menn hafa auðvitað orðið varir við fisk. Ég treysti mér hins vegar ekki til að svara því hvort þetta er meira eða minna en í fyrra. Ég hef ekki heildarmyndina fyrir mér. Mér sýnist þó að það sé eitthvað meira hjá okkur á Vestfjarðamiðum en í fyrra,“ sagði Ólafur Karvel, sem er um borð í Múlabergi. Sigfús var einnig varkár í yfirlýs- ingum, en hann er um borð í Ljósa- felli fyrir austan land. Hann sagði þó að það væri greinilega meira líf í sjónum en í fyrra og svo virtist sem meiri þorskur væri við landið en í fyrra. Varar við bjartsýni Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, sagði vara- samt að draga ályktun á þessu stigi. Togararallinu væri ekki lokið og menn væru ekki komnir með heild- armyndina. í fyrra hefðu menn t.d. talið að útkoman í rallinu yrði betri en síðan kom á daginn þegar öll gögn höfðu verið skoðuð og dregin saman. Hann sagðist því vilja vara við of mikilli bjartsýni um útkom- una úr rallinu sem nú stendur yfir. teikningar fundust FUNDIST hafa á Borgarfirði eystra teikningar frá árinu 1911 eftir Rögnvald Ólafsson húsa- meistara af kirkju sem aldrei hefur verið reist, en virðist hafa verið ætlaður staður á Borgar- firði. Teikningamar fundust eft- ir að ábendingar bárust frá brottfluttum Borgfirðingi. ■ Ekki vitað/4 mMm - Morgunblaðið/Þorkell Þingmannaráð norðurheimskautssvæðisins Stuðningur við hvalveiðar Á FUNDI þingmannaráðs norður- heimskautssvæðisins var samþykkt ályktun þar sem mælt er með skyn- samlegri nýtingu sjávarspendýra. „ Geir H. Haarde, alþingismaður og formaður nefndar sem samdi álykt- unina, segir þetta rnikilvægan stuðn- ing við það sjónarmið Islendinga, að stuðla beri að eðlilegri nýtingu hvalastofna. Þetta er annar fundur þing- mannaráðs norðurheimskautssvæð- isins og fór hann fram í Yellowknife í Kanada. Fyrsti fundur ráðsins var haldinn í Reykjavík árið 1993. Fund- inn sóttu þingmenn frá öllum Norð- urlöndunum, Grænlandi, Kanada og Rússlandi. Fundurinn samþykkti að stofnað yrði formlegt norðurheim- skautsráð á vettvangi ríkisstjórna landanna. Unnið hefur verið að stofnun þess. í ályktun fundarins var auk þess lögð mikil áhersla á umhverfismál og sjálfbæra þróun. í ályktuninni er vikið að hvalveið- um og sagt að stuðla beri að sjálf- bærri og skynsamlegri hagnýtingu lifandi auðlinda hafsins, þar með talin sjávarspendýr. Ályktunin var samþykkt samhljóða. Islendingur sjósettur LANGSKIPIÐ, sem Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður hefur verið að smíða að undan- förnu, var sjósett frá Miðbakka í Reykjavíkurhöfn í gærdag. Athöfnin hófst klukkan 11 og stóð yfir í rúma klukkustund. Við þetta tækifæri gaf frú Vig- dís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, skipinu nafn og var það nefnt tslendingur. Kynnir við athöfnina var Guð- mundur Kjærnested fyrrum skipherra og ávörp fluttu Gunn- ar Marel Eggertsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra. Síðan fór nafngjöfin fram og að því búnu var skipið sjósett, að sögn fyrsta sjósetning víkingaskips á íslandi í 1.100 ár. Likamsárás í Vallarstræti RÁÐIST var á tæplega fertugan mann í Vallarstræti í Reykjavík í fyrrinótt. Maðurinn var fluttur með- vitundarlaus á gjörgæsludeild Borg- arspítalans og gekkst hann þar undir ítarlega rannsókn. Að sögn Ragnars Finnssonar, læknis á gjör- gæsludeild, er ekki talið að hann hafi hlotið lífshættulega áverka. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni í Reykjavík, var haft samband við lögreglu um kl. 3:30 og tilkynnt um mann sem lægi alvarlega slasaður i Vallarstræti. Hann var strax flutt- ur á sjúkrahús. Geir Jón sagði að vitni hefðu verið að árásinni og að sögn þeirra réðst hópur manna á manninn og sló og sparkaði í hann. Lögreglan var strax látin vita og mætti á staðinn fljótlega eftir að ráðist hafði verið á manninn. Enginn hafði verið handtekinn þegar síðast fréttist, Ragnar Finnsson sagði að mað- urinn hefði verið með sýnilega áverka á höfði, skurð og mar. Hann hefði strax verið sendur í ítarlega rannsókn. Tölvusneiðmynd hefði leitt í ljós, að hann væri ekki með alvarlegan áverka á heila, en hugs- anlega mar. Maðurinn yrði áfram til rannsóknar, en ekki væri fyrir- hugað að gera á honum aðgerð. Hann var kominn til fullrar meðvit- undar um hádegisbil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.