Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 33 Flugmálastj órn Roykj avíkurílug-- völlur stenst til- skilin öryggismörk FLUGMALASTJORN lýsir furðu sinni á þeim málflutningi, sem efnt hefur verið til af hálfu markaðs- og atvinnumálanefndar Reykjanesbæjar varðandi öryggismál Reykjavíkur- flugvallar og segir að tilgangurinn sé augljóslega að ýta undir að milli- landaflug einkaflugvéla verði með stjómvaldsákvörðun flutt til Keflavík- ur. Stofnunin mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum, sem beitt hefur verið til að gera völlinn tortryggileg- an. Ranglega hafí verið gefið í skyn að lífi þeirra 350 þúsund farþega, sem um flugvöllinn fara á ári hveiju, sé stefnt í hættu og grafið undan trausti almennings á þessu mikil- væga samgöngutæki. Flugmálastjórn telur athyglisvert að svonefnd „úttekt á flugmálum Keflavíkurflugvallar með tilliti til fetju-, millilanda- og innanlands- flugs“ snúist að mestu um að tíunda ágalla Reykjavíkurflugvallar og áhættu samfara flugi um þann flug- völl. í Morgunblaðinu 12. mars hafi verið haft eftir Ingimari Erni Péturs- syni, rekstrarráðgjafa, að engin flug- braut á Reykjavíkurflugvelli uppfyllti þau skilyrði, sem sett séu af Alþjóða- flugmálastofnuninni, ICAO, um slík mannvirki og væru öryggissvæði sér- staklega tilgreind í því sambandi. „Hér er mjög flókið öryggismál af- greitt á afar einfaldan hátt. Ljóst er að flestar hindranir, sem koma í veg fyrir að ýtrustu kröfum um stærð öryggissvæða sé fullnægt á Reykja- víkurflugvelli, hafa verið til staðar allt frá því að hann var byggður fyrir 55 árum. í ljósi þessa hefur Flugmálastjórn gert ítarlega útreikn- inga með tölvuforriti frá ICAO er sýna ótvírætt að blindaðflug að norð- ur-suður flúgbraut Reykjavíkurflug- vallar er innan tilskilinna öryggis- marka,“ segir í fréttatilkynningu frá Flugmálastjórn. „Margir alþjóðaflugvellir uppfylla ekki ýtrustu kröfur ICAO á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að flug- vellirnir í Bergen, Stavanger og Hels- inki uppfyila ekki kröfur ICAO um breidd öryggissvæða umhverfís flug- brautir. I Stavanger eru þessi svæði 150 m á breidd en ekki 300 m eins og gert er ráð fyrir skv. ströngustu kröfum ICAO. Norður-suður flug- brautin á Reykjavikurflugvelli hefur nákvæmlega jafnbreið öryggissvæði og sams konar blindaðflugsbúnað. Völlurinn hefur því enga sérstöðu að þessu leyti." Jafnframt segir í tilkynningu Flugmálastjórnar að fullyrðingar um að íslens'k flugmálayfirvöld hafi ekki frá árinu 1990 skilað skýrslum til ICAO um ástand flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli væru einfald- lega rangar. „Allir flugmenn vita að upplýsingar um flugvelli eru í sér- stökum upplýsingahandbókum, sem flugmálastjórnir í hverju landi gefa út. Slíkar upplýsingar um Reykjavík- urflugvöll er að finna í sérstakri handbók, sem Flugmálastjórn gefur út á íslensku og ensku og er öllum flugmönnum aðgengileg. Þar kemur t.d. skýrt fram breidd öryggissvæða, sem og allar hindranir við flugvöllinn. Engum er ljósara en Flugmála- stjórn hve brýnt er að heijast handa um endurbætur á Reykjavíkurflug- velli. Þetta mál hefur verið rækilega kynnt fyrir alþjóð á undanförnum mánuðum, þar með talin verkfræði- leg úttekt sem gerð hefur verið á ástandi flugbrauta. Þar hefur verið lögð áhersla á hve mikilvægt er að hafist verði handa hið fyrsta um þetta verk og vel til þess vandað, ekki hvað síst af flugöryggisástæð- um. Hinsvegar ber engan veginn að túlka þessa afstöðu þannig að núver- andi ástand flugvallarins sé fyrir neðan tilskilin öryggismörk. Flug- málastjóm myndi ekki leyfa að Reykjavíkurflugvöllur væri notaður ef stofnunin teldi að kröfum um flug- öryggi væri ekki fullnægt með viðun- andi hætti.“ ÞEIR sem voru heiðraðir fyrir blóðgjafir. 52 viðurkenningar AÐALFUNDUR Blóðgjafafélags Islands var haldinn á Hótel Lind 28. febrúar sl. Meginefni fundarins var eftirfarandi: Venjuleg aðalfund- arstörf, blóðgjöfum veittar viður- kenningar, Rauði kross íslands til- kynnti um gjöf til Blóðbankans til kaupa á blóðsöfnunarbíl, fræðsluer- indi. Auk blóðgjafa var sérstaklega boðið til þessa fundar Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Vigdísi Magnús- dóttur, forstjóra Ríkisspítala, Ólafi Ólafssyni landlækni og Hafþóri Jónssyni, fulltrúa Almannavarna ríkisins. Fráfarandi stjórn var endurkjörin Blóðgjöfum voru veittar viður- kenningar fyrir að gefa blóð 50 og 75 sinnum en að þessu sinni hafði enginn náð að gefa 100 sinnum á árinu 1995. Fimm einstaklingar hafa áður náð 100 gjafa markinu. Samtals voru veittar 52 viðurkenn- ingar. Á síðasta ári voru rúmlega 14 þúsund blóðgjafir gefnar í Blóð- bankanum, en það er aukning frá árinu á undan. Nýir blóðgjafar voru rúmlega 800. Sérstök viðurkenning var veitt dr. ólafi Jenssyni en hann var gerður að heiðursfélaga í Blóðgjafafélagi Islands fýrir heillarík störf að mál- efnum blóðgjafa á íslandi. Ólafur stofnaði félagið árið 1981 og gegndi formennsku til ársins 1993. Hann er vel að þessum heiðri kominn. Anna Þ. Þorkelsdóttir, varafor- maður Rauða kross íslands, til- kynnti á fundinum um gjöf til Blóð- bankans á fullkomnum bíl til blóð- söfnunar. Sveinn Guðmundsson, forstöðulæknir Blóðbankans, veitti gjöfinni viðtöku og sagði við það tilefni að bíliinn yrði vonandi kom- inn á götuna til notkunar í haust. Með þessum bíl gæti starfsfólk Blóðbankans farið í styttri ferðir út fyrir bæjarmörkin og einnig kom- ið til fyrirtækja innanbæjar. Með þessu gerir Blóðbankinn sér vonir um að geta aukið þjónustu sína við blóðgjafana og um leið breikkað blóðgjafahópinn.Davíð Á. Gunnars- son, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, kom í fjarveru ráðherra og sagði m.a. að góð blóðgjafasveit eins og þjóðin á er lífsnauðsynlegur hlekkur og reyndar ein af undirstöðum í heil- brigðiskerfi nútímans. Hafþór Jóns- son, fulltrúi Almannavarna ríkisins, sagði af þessu tilefni að bíli sem þessi væri ákaflega mikilvægur með tilliti til rekstraröryggis Blóðbank- ans og almannavarna. Sveinn Guðmundsson forstöðu- læknir hélt erindi um blóðgjafir á íslandi þar sem hann lýsti blóð- hlutavinnslu og notkun blóðs í nú- tíma heilbrigðisþjónustu. Lýsti hann hvernig blóðsöfnunarbíll eykur möguleika Blóðbankans á að sinna sínu hlutverki. Blóðgjafafélagið er vettvangur allra blóðgjafa á íslandi til að hafa áhrif á málefni blóðsöfnunar og blóðgjafastarfsemi á íslandi. Blóð- gjafafélag íslands er áhugafélag sem heldur uppi fræðslustarfsemi um mikilvægi blóðlækninga, um blóðsöfnun og blóðbankastarfsemi og notkun blóðs á sjúkrahúsum hérlendis og erlendis. Einnig heldur það uppi fræðslu um rannsóknir á blóðefnum og erfðaþáttum blóðsins og þýðingu þeirra fyrir heilbrigða og sjúka. Félagar geta orðið allir blóðgjafar og aðrir einstaklingar sem hafa áhuga á málefnum þeim sem félagið lætur sig varða. „EKKERTVOL HELDUR ÞOL” HJÁ MAGNÚSI SCHEVING I Gestir Magnúsar aö þessu sinni hafa allir komiö nálægt íþróttum með einhverjum hætti. Bryndís Ólafsdóttir, kraftlyftingakona og fyrrverandi afrekskona í sundi. Jóhannes Eövaldsson, fyrrverandi atvinnumaöur í knattspyrnu. Ómar Ragnarsson, fréttamaöur. Sigurður Sveinsson, handknattleiksmaður og kona hans, Sigríöur Héðinsdóttir. SUNNUDAGSKVÖLD KL.21:15 GESTIRCHJÁ MAGMÚSl SCHEVING) Magnús spjallar við þau um íþróttir og heilnæma lífshætti. Toscana (Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir), einn heimilismanna, tekur þetta mál að sjálfsögðu föstum tökum með því að hefja framleiðslu á Aerobic myndbandi sem hún nefnir „Ekkert vol heldur þol“. t-illi leigjandi (Steinn Ármann Magnússon), nýi leigjandinn á heimilinu, sýnir þessu máli ekki sama áhuga, enda má segja að Lilli standi fyrir öll þau gildi í lífinu sem Magnús foröast eins og pláguna. Ekki missa af Gestum, þeir eiga engan sinn líka í íslensku sjónvarpi. Komdu og fáðu *Ef greitt er meö boögreiðslum, annars 2.145 kr. S T O Ð Áskriftarsími 533 5633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.