Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 35 I i I I I I I 1 I í i I i i i i I i i i i i 4 i hannaður hjá Pixar og kallast Renderman og MenV. Hver sek- únda í bíómynd skiptist í 24 ramma og í 724 úr sekúndu þurfti fimm megabæta minni. Það gera 550 milljarða bæta. Að meðaltali voru gerðar um þrjár mínútur á viku af myndinni en til samanburð- ar má nefna að fyrsta tölvugerða stuttmynd Pixar fyrirtækisins, „Luxo, jr.“, var tvær mínútur að lengd en það tók 18 vikur að gera hana árið 1986. Og hraðinn á eft- ir að verða ennþá meiri að sögn Lasseters. Með Leikafangasögu hefur Pixar komið sér upp stóru safni af hlutum, leikmyndum og persónum sem hægt er að nota í öðru samhengi með smávægilegri aðlögun. Ekki er útilokað heldur að Leikfangasaga 2 verði gerð áður en langt um líður. Myndin hefur tekið inn 177 milljónir doll- ara í Bandaríkjunum einum og búist er við jafnvel meiri tekjum af heimsdreifingunni. Tölvuteikn- ingarnar eru líka ódýrari í fram- leiðslu og verða það enn frekar eftir því sem tæknin þróast. Að- eins 27 menn unnu við myndina en helmingi fleiri teiknarar unnu við „Pocahontas" svo dæmi sé tek- ið. Segja má að grunnvinnan við Leikfangasögu hafí hafist fyrir næstum aldarfjórðungi þegar framkvæmdastjórinn við gerð hennar, Edwin Catmull, sótti nám við háskólann í Utah einum af fyrstu skólunum sem kenndu tölvugrafík. Catmull hafði mestan áhuga á teiknimyndum og bjó óvart til fyrstu tölvugrafíkina sem notuð var í bíómynd þegar hann gerði tölvumynd af öðrum handlegg sín- um. Michael Crichton notaði hann í mynd sína „Westworld" árið 1973. Catmul stjórnaði seinna tölvutæknideild George Lucas fyr- irtæksins, Lucasfilm, og réð tii sín Disneyteiknarann Lasseter, sem farinn var að kynna sér möguleika tölvunnar í teiknarastarfinu. „Á þessum tíma hafði Disney aðeins áhuga á að minnka kostnaðinn við teiknimyndagerð með tölvunum en ekki listrænu gildi þeirra," seg- ir Lasseter. „Við vissum það strax árið 1984 að blanda yrði saman tölvutækni og listsköpun.“ Islenskt tal Eftir nokkrar stuttmyndir gerð- ar í tölvum þótti kominn tími á tölvumynd í fullri lengd og Leik- fangasaga var sett í gang. „Fólk kynntist því hverju tölvur gátu áorkað í mynd eins og Tortímand- anum 2,“ segir meðframleiðand- inn, John Guggenheim. Höfundar Leikfangasögu leituðu aftur til gamanmynda þögla skeiðsins eftir andagift. „Buster Keaton er guð,“ segir einn þeirra, Andrew Stantou, sem notaði það í myndina sem hann hafði lært af verkum meist- arans. En höfundarnir horfðu á fieiri myndir. Leikfangasaga er svoköll- uð „vinamynd“ (,,buddy-movie“) og til að komast að kjarna slíkra mynda horfðu þeir á vinamyndir eins og „The Defiant One“, „The Odd Couple“, „Midnight Run“, „48 Hrs.“ og,,Lethal Weapon“ mynda- röðina. I Leikfangasögu gegnir mannfólk ákveðnu hlutverki en er mjög haldið í bakgrunni og er fyr- irmynd þess fengin úr Disney- myndinni „The Lady and the Tramp“. Þannig var mjög víða leit- að fanga eftir fyrirmyndum og lausnum. Myndin verður frumsýnd í Sam- bíóunum um páskana með bæði íslensku og ensku tali. Leikstjóri íslensku talsetningarinnar er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir en Ágúst Guðmundsson er þýðandi. Tvö helstu hlutverkin eru í höndum Felix Bergssonar (kúrekinn) og Magnúsar Jónssonar (geimfarinn). Með önnur hlutverk fara Arnar Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Steinn Ármann Magnússon, Karl Ágúst Úlfsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Söngtón- leikar í Dalabúð Búðardal - Mánudaginn 11. mars voru haldnir tónleikar hér í Búðar- dal. Tónleikana héldu Hanna Dóra Sturludóttir söngkona og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari. Þetta eru fyrstu söngtónleikar Hönnu Dóru í heimahéraði og voru Dalamenn farnir að verða langeygð- ir eftir af því gæti orðið. Hanna Dóra er að ljúka námi í söng í Berl- ín og hefur náð þar glæsilegum ár- angri og er nú þegar farin að koma fram við ýmis tækifæri. Hún tók þátt í nýafstöðnum tónleikum í Borgarleikhúsinu þar sem fjórir söngvarar komu fram ásamt Jónasi Ingimundarsyni. Hanna Dóra og Jónas byijuðu daginn á því að heimsækja grunn- skólann í Búðardal og taka lagið fyrir nemendur og kynna þeim tón- list. Þetta vakti ánægju og gleði. Um tónleikana í Dalabúð er óhætt að segja að þar komu fram fyrsta flokks tónlistarmenn. Söngrödd Hönnu Dóru er stórkostlega falleg og bæði söngur og túlkun laganna var frábær. Hanna Dóra hefur einn- ig heillandi og fijálslega sviðsfram- Morgunblaðið/Kristjana R. Ágústsdóttir JONAS Ingimundarson og Hanna Dóra Sturludóttir á tónleikunum í Dalabúð. komu. Jónas Ingimundarson skilaði sínu hlutverki af alkunnri snilld og tónlistargestir hrifust af þeirri til- finningu sem honum tókst að töfra fram hjá hljóðfærinu. Aðsókn að tónleikunum var mjög góð og undirtektir áheyrenda sýndu að þeir kunnu að meta listafólkið sem þarna kom fram. Dalamenn þakka þetta framtak og eru ákaflega stoltir að því að eiga listakonu á borð við Hönnu Dóru og vonast til að hún megi komast sem oftast og syngja fyrir okkur. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Verð f rá kr. 3.995,- Stærðir: 23-39 Komnir aftur - pantanir óskast sóttar! ■ PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 1 Domus Medica, Toppskórinn, Kringiunni, Egilsgötu 3, Veltusundi, Kringlunni 8-12, sími: 551 8519 sími: 552 1212 sími: 568 9212 AÐALFUNDUR LYFJAVERSLUNARISLANDS HF. VERÐUR HALDINN í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU, LAUGARDAGINN 30. MARS 1996, KL. 13.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögurfrá hluthöfum, sem bera áfram á aðalfundi, þurfa að vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur svo og ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins Borgartúni 7, á 2. hæð, dagana 25.-29. mars, kl. 9-16. Hluthöfum er vinsamlegast bent á að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 16, föstudaginn 29. mars. Stjórn Lyfjaverslunar íslands hf. LYFJAVERSLUN ÍSLANDS H F. /T FASTEIGNA MARKAÐUFtlNN ehf \ ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Til sölu stórglæsilegt húsnæði Á 8. og 9. hæð í Kringlunni 4-6, (Turninn). Húsnæðið selst tilbúið til innréttinga eða fullbúið, allt eftir oskum kaupenda. Til afhendingar fljótlega. 8. hæð er 245 fm og getur selst í tveimur hlutum. 9. hæð er 247 fm (ein og hálf hæð) og selst í einu lagi. 360 fm bílakjallari. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. (p Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali. Ólafur Stefánsson, viðsk.fr. og lögg. fasteignasali IP FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf Óðinsaötu 4. Símar 551 -1540. 552-1700 J Lotus Noteí Spennandi kynning „og dér erboðíð! KVNNING Styrkur f ólks sem vtnnur saman í tllefni af útkomu Lotus Notes útgáfu 4 hefur Hughúnaðardeild Nyheria hf., sölu- og dreifingar- aðili Lotus hugbúnaðar á Íslandí, ákueðið að halda veglega kynningu á Lotus Notes 4 sem fer fram á Grand Hótel Reykjauík hann 21. mars nk. 13:30 NýíungarílotusNotesútg.4 Notes Mail Internetlausnir 14:35 Kaffíhlé 15:10 Samskiptagrunnurfyrir útgáfu4 15:40 Reynsia Flugleiða af lotus Notes 16:00 Kynningulýkur i kaffihlé og eftir að kynningu lýkur verður sýníng á hugbúnaðarlausnum í hliðarsal. Miðvikodaginn 20. mars kl.l5:30-l6:30 verður tialdin almenn Notes kynning I ráðstefnusal Nýherja har sem kynnt verða gnmnatriðl lotus Notes sem er góður undirbúníngur fyrir liá sem ekkl hekkia til hugbúnaðarins. NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 569 7700 http://www.nyherji.is/ Alltaf skrefi á undan Vlnsamiega tilkynnið bátttöku i sima 569 7700 eða með tölvupósti: hugb@nyherji.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.