Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 9 FRÉTTIR Skátafélagið Hraunbúar semur við bæinn um byggingu skáta- og farfuglaheimilis 698 fm bygging við Víðistaðatúnið SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar hef- ur skrifað undir verksamning við Friðjón Skúlason byggingarmeist- ara um byggingu 698 fm skáta- og farfuglaheimilis ásamt geymslu við Víðistaðatún á mótum Hjalla- brautar og gamla Garðavegsins í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær hefur með samstarfssamningi frá því í maí 1994 við Hraunbúa skuld- bundið sig til að greiða 80% af kostnaði við bygginguna næstu fimm árin. Framlag bæjarins verði hins vegar aldrei meira en 50 millj- ónir. Byggingarkostnaður hefur verið áætlaður 68 milljónir króna. Hraunbúar bera fulla ábyrð á verk- inu og sjá um framkvæmdir. Þeim á að verða lokið um mitt árið 1998. Hið glæsilega hús verður nýtt Hraunbyrgi Hraunbúa og skiptist í megindráttum í íjóra hluta, þ.e. ijölnýtissal, aðstöðu fyrir skáta, farfuglaheimili og tjalda- og áhaldageymslu. Inngangur fjölnýt- issalarins blasir við þegar komið er inn í húsið. Hugmyndin að fjöl- nýtissalnum er sótt í stór hringlaga tjöld skátanna. Grunnflötur salar- ins verður átthyrningur og hallast útveggir 15 gráður innávið. Mikil lofthæð stuðlar að góðum hljóm- burði og veldur því að hægt verður að koma fyrir náttúrulegri loft- ræstingu. Lofthringrás verður mynduð með því að opna glugga neðst á veggnum og upp undir loft. Hraunbúar telja að fjölnýtissal- urinn gæti orðið tekjulind fyrir skátafélagið í framtíðinni enda væri t.d. hægt að leigja hann út fyrir jólatréskemmtanir, brúðkaup, söngskemmtanir og jafnvel ættar- mót og fleira í tengslum við tjald- stæðið. Á vinstri hönd úr forstofunni tekur við rúmgóður gangur skáta- heimilisins. Gangurinn verður að hluta setustofa og í honum verður komið fyrir skátaminjum. í skáta- heimilinu verða m.a. bókasafn, fundarsalir dróttskáta, ljósálfa og yflinga, flokksherbergi og aðsetur félagsstjórnar. Fundarsalina má sameina í einn stóran sal með því að draga saman svokallaðan drag- vegg. Farfuglaheimili Á hægri hönd úr forstofunni er farfuglaheimilið. Hluti þess, snyrt- ingar og fatahengi þjóna öllu hús- inu. Inn af snyrtingum verða bað- herbergi með tveimur steypiböðum hvert og utan- og innangengt verð- ur í herbergi með þvottaaðstöðu fyrir tjaldsvæðið. Fyrirhugað er að nýta þennan hluta byggingarinnar til gistiaðstöðu á sumrin. Skátarn- ir nýti hann hins vegar yfir vetrar- tímann. Tjalda- og áhaldageymsla verður í sér byggingu norðan við aðalbygg- inguna. I byggingunni verður lítið verkstæði og þar ofan á verður Loftteikning af skátaheimil- inu við Víðistaðatún. geymsluloft. Aðkoma vélknúinna ökutækja verður frá Hjallabraut. Arkitektar byggingarinnar eru Sigríður Magnúsdóttir og Hans Olav Andersen. Skátáfélagið Hraunbúar var stofnað fyrir 70 árum og eru félag- ar orðnir 300 fyrir utan öflugan hóp 100 gildisskáta. Félagið er því orðið eitt stærsta skátafélag á land- inu. Þeir hafa rekið rekið tjaldstæði á Víðistaðatúninu í nokkur ár. Islendingar flykkjast í sumarleyfið með Plúsferðum BILLUND, DANMÖRK Vinsæll fjölskyldustaður ALLT AB SELJAST UPP! Vegna mikillar eftirspurnar og sölu til Billund höfum við aukið sœtaframboð þangað. Ennþá eru til laus sœti til Billund. Bókið strax! 5.júní 8 SÆTl LAUS 12. júní 10SÆT1LAUS 19. júní UPPSELT 26. iúní UPPSELT 27.júní UPPSELT 3. júlí 2 SÆTILAUS 4 • júlí 10 SÆTI LAUS 10. júlí 8 SÆTILAUS ll.júlí LAUS SÆTI 17. júlí ÖRFÁ SÆTI LAUS 18. iúlí UPPSELT 24. júlí UPPSELT 25. júlí LAUS SÆTI 31. júlí UPPSELT ÁGÚST 1. ágúst UPPSELT 14. ágúst LAUS SÆTI 21. ágúst LAUS SÆTI 28. ágúst LAUS SÆTI SERSTMT FERÐATILBOÐ -gildir í stuttan tíma! BILLUND: Brottför 4. júlí.-11. júlí og 25. júlí Verð pr.mann: *Verð dæmi: Miðað við 2 fullorðna og 2 böm 2-11 ára sem ferðast saman. Flugv.skattar innif. 24.410.- Verð pr.mann: Flugv.skattar innif. • • NU FÆRIST FJ0R í SÓUNA... pr. mann. I vika á Pil Lari Playa í nuií. júní og • kj, r—y»«n.i september. Verð miðað við 2 Jullorðna og 1 barn 2-11 ára. Innifalið: Flug, gisting og jlugv.skattar. 1 vika á Ondina í maí, júní og sept. Verð miðað við 2 fullorðna (tveggja manna herb. Innifalið: Flug, gisting hálft fœði og flugv.skattar. • v v pr. mann. Verð miðast við farbókun og greiðslu fyrir 29. mars. Farþegar PLÚSferða fljúga eingöngu með Flugleiðum. FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík. S(mi: 568 2277 Fax: 568 2274 pr. mann. 1 vika á Feliz Choro ( maC jún( og september. Verð miðað við 2 fidlorðna og 2 börn 2-11 ára saman í (búð. Innifalið: Flug, gisting ogflugv.skattar. 1 vika á Feliz Choro ( ma(,jún( og sept. Verð miðað við 2 fullorðna (Studíó r QfJ \J y 0 Innifalið: Flug, gisting og pr. mann. flugv.skattar. OTTÓ AUOLÝSINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.