Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Listaklúbbur Leikhúskjallarans STEINÞRYKK Morgunblaðiö/Ásdís CAMILLA Söderberg, Snorri Örn Snorrason og Arnar Jónsson, en Camilla og Snorri munu meðal annars leika tónlist frá tímum Shakespeares. Matthías Jochumsson skáldið og þýðandinn í LISTAKLÚBBI Leikhús- kjailarans mánudagskvöldið 18. mars kl. 20.30 mun Arnar Jóns- son leikari fjalla um Matthías Jochumsson og lesa úr verkum hans. Arnar er fæddur og uppal- inn í námunda við Sigurhæðir og Matthíasarhús á Akureyri. í dagskránni á mánudagskvöld- ið skýrir hann okkur frá því hvernig skáldtröllið Matthías þrengdi sér inn í vitund barns sem fæddist laust fyrir miðja öldina. Hann kynnir fyrir okkur skáldið og verk hans eins og þau hafa komið til hans í gegnum tíðina. Matthías þýddi leikrit WiLliams Shakespeare Macbeth, Hamiet, Othello og Rómeó og Júlíu. Arnar les meðal annars eintöl úr þessum þýðingum. Einnig munu Camilla Söder- berg og Snorri Örn Snorrason leika tónlist, meðal annars frá timum Shakespeares. meira en kortagerðarmaður mann- lífs og landslags, eins og menn lýsa athöfnunum stundum. Hann fyllir þvert á móti hóp þeirra vel mennt- uðu listamanna, sem auðgað hafa listina með afburða vel gerðum myndum frá viðkomustöðum sínum, þar á meðal íslandi, líkt og t.d Collingwood hinn enski og Auguste Mayer hinn franski, en gerir það á sinn sérstaka hátt. Það sem hann sýnir núna eru steinþrykk frá Danmörku, Færeyj- um og íslandi, og þótt hann útfæri myndir sínar á allt annan veg en t.d Mayer í sömu tækni getur mað- ur í langri fjarlægð þekkt einkenni hennar. Þetta er nú það sem telst aðall góðs grafíklistamanns, eða gerði það a.m.k. alla tíð fyrir daga „nýaldar" sem hófst víst fyrir litlum aldarfjórðungi eða svo. Meðal afreka Mikkelsens má nefna, að hann myndskreytti fræ'ga bók hins snjalla rithöfundar Martins A. Hansens „Rejse paa Island", sem var árangur ferðalags þeirra um landið árið 1965. íslendingar eiga að bera gæfu til að meta verk slíkra manna á meðan þeir eru enn starf- andi, og sem dæmi um næmt auga fyrir staðbundnum sérkennum ásamt framúrskarandi vinnubrögð- um í steinþrykki, langar mig helst til að nefna myndirnar „Hestur“ (1981) og „Skógabakki, Fyns Hoved“ (1973). íslenski hesturinn er lifandi kom- inn í þeirri fyrri í ákaflega hreinum og verðmætum vinnubrögðum í steinþrykki, sömuleiðis skynjar maður einkenni dansks landslags í hinni seinni og tæknibrögðin eru engu síðri en nú einföld og djúp. Þær sameina hvor á sinn hátt verð- mætustu eiginleika listamannsins, sem eru ást á miðlinum og hugsæi á viðfangsefnið. Bragi Asgeirsson MYNPLIST Norræna húsid — a n d d y r i sTeinþrykk Sven Havsteen-Mikkelsen. Opið alla daga á opnunartíma hússins. Til 18 marz. Aðgangur ókeypis. SVEN Havsteen-Mikkelsen (f_ 1912), á sér sérstæðan feril bæði í lífí og list sem á vissan hátt mark- ast af að faðir hans, sem starfaði sem verkfræðingur í Argentínu, var af íslenzkum ættum. Eftir skilnað foreldranna flutti hann með móður sinni til Danmerkur. Hins vegar sótti hann menntun sína til listahá- skólans í Ósló, þar sem lærimeistar- ar hans voru þeir nafnkenndu lista- menn og prófessorar Axel Revold og Per Krogh. Þar varð hann fyrir miklum áhrifum af tréskurði og myndvefnaði miðalda á fornminja- safninu. Hann fann þó ekki hjá sér neina hvöt til að sækja myndefni til feðraslóða í Argentínu, þótt slíkt hefði verið eins forvitnilegt, heldur var hann gagntekinn af hinni nor- rænu hlið þeirra. Var kominn til Færeyja 15 ára gamall og tók seinna þátt í rannsóknarleiðöngrum til Austur-Grænlands og kom þá við á íslandi. Var m.a. um tíma á franska rannsóknarskipinu Pourqu- oi-pas, sem hinn víðfrægi dr. Charc- ot stýrði og seinna fórst við Mýrar. Listamaðurinn varð þannig snemma handgenginn norrænni sögu og náttúru og þangað hefur hann sótt viðfangsefni sín alla tíð. Hann er svo engin óþekkt stærð á íslandi, því að árið 1980 var sýning á grafíkverkum hans í anddyri Nor- ræna hússins og þrem árum síðar yfirlitssýning í kjallarasölunum. Mikkelsen telst til þeirra sem skrásetja það sem fyrir augu ber á ferðum sínum, en hann er þó mun HESTUR 1981 Morgunblaðið/ li i i Háðfuglar hjartans TONLIST Þjóúlcikhúsió VÍ SNATÓNLEIKAR Ljóð og lög eftir Benny Andersen. Povl Dissing baríton, Benny Anders- en, píanó og Jens Jefsen, kontra- bassi. Þjóðleikhúsinu, þriðjudaginn 12. marz kl. 21. HVERT sæti var skipað á tón- leikunum sl. þriðjudagskvöld á veg- um Þjóðleikhússins og danska sendiráðsins. En ekki létu áheyr- endur þar við sitja, því andrúmsloft- ið var þrungið hlýlegri eftirvænt- ingu, og undirtektir urðu að sama skapi jákvæðar, svo ekki sé meira sagt. Því hvað sem segja má um núverandi vinsældir fyrsta erlenda tungumálsins sem kennt er í ís- lenzkum skólum, þá var ekki að sjá og heyra annað en að tónleikagest- ir nytu þess sem fram fór af lífi og sál. Svo mjög, að Povl Dissing reyndist það leikur einn, sem mörg- um erlendum skemmtikrafti hér um slóðir hefur orðið um megn, að fá salinn til að raula undir í viðlagi. Má eflaust þakka það að verulegu leyti vinsældum fyrstu hljómplötu þeirra Dissings & Andersens, Svantes viser, er varð eftirlæti þeirra einstaklinga af hérlendu 68- kynslóðinni sem á annað borð náðu að slíta sig frá sýrurokkinu. Hæpið væri að fullyrða, að þær skífur dúósins sem í kjölfarið komu næstu tvo áratugi, hafi notið svip- aðrar hylli hér á landi. Lítið hefur á suðurskandínavískri vísnatónlist borið í plötuverzlunum, auk þess sem dönskukunnáttan virðist hafa verið að eldast af þegnum lýðveldis- ins og textar á dönsku því æ sjald- heyrðari í útvarpi, að ekki sé talað um þá döpru en oft gleymdu stað- reynd, að þessi bezti fjölmiðill máls og menningar þjóða á milli nær enn - hér á hátækniöld - ekki hingað frá frændþjóðunum í suðri. Hefðu menn séð holskeflu engil- saxneskra áhrifa fyrir í tæka tíð, væri fyrir löngu farið að endurút- varpa skandinavísku gæðaefni, eins og raunar var ráðgert við stofnun Ríkisút- varpsins 1930. Hvers vegna aldrei varð úr því, er manni ráðgáta, og er nöturlegt til þess að hugsa, að meðan fjarlægustu heimsálf- ur færast okkur óðum nær með gervihnatta- sjónvarpi, heldur ein- angrunin frá skyldasta menningarsvæði okk- ar áfram af fullum þunga. Þeir Islendingar sem ratað hafa inn fyrir FM-geisla danskra, norskra og sænskra útvarps- stöðva, ættu þó að hafa pata af því, að samstarfi þeirra And- ersens og Dissings væri ekki lokið með Svantes viser. Jafnvel hér norður frá hefur, að vísu með heljarlöngum millibil- um, heyrzt eitt og eitt yngra lag, sem hlustendur umrætt kvöld hafa kannski kannazt við, eins og Mánen over Yangtzekiang og Skvalderkál Blues. M.ii.s. sinfónískar útsetning- ar - og ekki aðeins af vísum Svant- esar, heidur einnig, að manni minnir, af annarri þrágengri per- sónu Andersens, henni Rósalínu. Við þau tækifæri hafa unnendur Dissings eflaust rekið upp stór eyru ífyrstu, því viðbrigðin frá venjulegu hvæsi og rymjandi söngvarans yfir í eitthvað sem líktist bel canto, þeg- ar 90 manna sinfóníuhljómsveit bættist við, hafa verið álíka hrikaleg og þegar Bob Dylan á sínum tíma datt af mótorhjóli, lagði gamla tuldrið á hilluna og fór að syngja. Povl Dissing, sem allt frá upp- hafi ferilsins um miðjan 7. áratug hefur verið einkar laginn við að túlka aðþrengda og örvinglaða lítil- magna, naut sín að vonum vel, hvort sem ógnvaldur textans væri skattstofan eða illgresið úti í garði. En hann átti fleiri hliðar. Dapur undirtónninn í norrænni vísnatón- list (ekki sízt sænskri) var að sjálf- sögðu til staðar, enda oft svo undir niðri í látlausum gamantextum Benny Andersens. Innfæddum Dön- um líðst, skv. óskráðum lögmálum heimamanna, að bera tilfinninga- semi á torg, sé hún hæfilega falin og krydduð kerskni, og tilfinninga- skali Dissings var furðuvíður, stöku sinni svo, að textinn átti fyrir vikið ógreiðari leið til íslenkra hlustenda en þurft hefði að vera. En sem betur fór höfðu aðstandendur verið svo tillitsamir að prenta 10 af 16 söngtextum dagskrár- innar í tónleikaskrá. Það kom eflaust ókunnugum á óvart, hvað hljóðfæraleikur tríósins - einkum þeirra Andersens o£ Jefsens - var í miklu misræmi við gæðastaðal hefðbund- innar vísnatónlistar, sem oft er ekki upp á marga fiska. Jens Jef- sen bassaleikari briller- aði í hvetju sólóinu á fætur öðru, þótt lág- stemmd væru, og Benny Andersen afhjúpaði lauflétta píanistahlið, sem hefði notið sín í hvaða jassbúllu sem væri, enda þótt ýmislegt fleira kæmi undan fing- urgómum hans en sveiflan ein, svo sem tangóar, sálmastíll, barnagælur og kínversk pentatóník. Færnin og fjölbreytnin voru í samræmi við vandvirknina í söngtextum Anders- ens, sem láta því minna yfir sér sem þeir loða þéttingsfastara við vitund hlustandans, þegar frá líður. Minnti það eina ferðina enn á skeytingar- leysi mörlandans um kómík. Á ís- landi mætir gamanefni afgangi, þegar vanda skal til verka, og held- ur sú afstaða óþarflega mörgum textum niðri á fyllirís- og skætings- plani. Viðleitni Dana til að kippa öllu háleitu niður á hvunndagsstig, að maður segi ekki niður í ræsið, get- ur í augum aðkomumanna borið keim af þjösnaskap og látalæti. Hversdagssjónarhorn Benny And- ersens er laust við þetta. Líkt og | sönnum listamanni er eiginlegt, er alþýðumennska hans einlæg og borin uppi af skilningi á mannlegu eðli í stóru og smáu, gleði og sorg. Sprellfjörug ánægja hans af orða- leikjum er öguð og teymd inn í stærra samhengi, og yfirborðið er það slétt, fellt og ferskt, að ljóðið virðist oft hafa verið hrist út úr erminni hér og nú, eins og þegar bezt lætur hjá nánustu hliðstæðu hans meðal hérlendra rithöfunda af sömu kynslóð, Jónasi Árnasyni. En í þeim efnum mun, sem kunn- ugt er, ekki allt sem sýnist. i Andersen hefur að því leyti meira svigrúm en Jónas, að hann semur sjálfur lög við Ijóðin sín. Lögin voru mörg falleg, smellin, angurvær eða allt í senn. Þó að fá þeirra gætu líklega staðið ein, þjónuðu þau text- anum skínandi vel. Og svo mikið er víst, að tónleikagestir Þjóðleik- hússins skemmtu sér það konung- : ( lega, að listamennirnir, sem skynj- uðu hvað vera mátti í vændum (hafi j 1 þá ekki einhver áður varað þá við l uppklöppunarhörku íslendinga), báðust undan meira lófataki að sinni eftir fyrsta framkallið, þar sem fljúga átti norður til Akureyrar snemma næsta dags. Þetta var að sönnu heimsókn meðal hinna fágætari, og væri óskandi, ef Rískisútvarpið sæi sér fært að nota tækifærið og safna í ( sarpinn, svo fleiri landsmenn gætu notið góðs af háðfuglum lijartans heima við arineldinn. ' Ríkarður Ö. Pálsson BENNY Andersen, Povl Dissing og Jens Jefsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.