Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 15 LISTIR Harmljóð og tröllaslagur TÓNLIST Hljómdiskar JÓN LEIFS: FINE I & II ELEGY, ICELAND CANTATA, ICELANDIC OVERTURE Chorus of the Icelandic Opera Iceland Symphony Orchestra Peti'i Sakari. Hljóðritað í samvinnu við RÚV. Framleiðandi: Chris Webster. Tónmeistari: Bjarni Rúnar _ Bjarnason. Utgefandi: Islensk tónverkamiðstöð CHANDOS Chan 9433. TVÖ fyrstu verkin, íslenskur forleikur eða Minni íslands (Op. 9) og Alþingishátíðarkantata (Op. 13), eru samin á Þýskalandsárum tónskáldsins (1926 og 29-30) — seinna verkið, fyrir blandaðan kór og hljómsveit, er samið í tilefni þúsundára afmælis Alþingis, en sem kunnugt er var efnt til sam- keppni um kantötu við texta eftir Davíð Stefánsson vegna hátíðar- innar. Að vísu tók Jón Leifs ekki þátt í samkeppninni þegar til kom, enda talið sig eiga litla möguleika af ástæðum sem búið er að fjalla um og óþarfi að rifja_ upp hér. Hátíðarkantata Páls ísólfssonar hlaut viðurkenningu dómnefndar. Fátt' er sameiginlegt með þessum ágætu verkum nema textinn. Verk Jóns Leifs er mikilúðlegt, innlifað og fagurt í sínu „frumstæða" og áleitna tónmáli (berið saman síð- asta þáttinn, Brennið þið vitar -). Islenskur forleikur hefur heyrst oftar, eins konar sinfónískt ljóð sem ætlað er að lýsa Islandsbyggð í þúsund ár. Þetta er þó í fyrsta sinn sem niðurlag verksins er hljóð- ritað með kór og barnakór (Gradualekór Langholtskirkju). Verkið er meira eða minna samið um þjóðlagabrot og stemmur, sem birtast og hverfa í brotaþrotum á stórbrotnum ferli þess. „Óleyfileg“ aðferð, sem gengur upp á hrífandi hátt. Hin verkin á hljómdiskinum eru meðal seinni tónsmíða Jóns Leifs. Elegy eða Harmljóð (Op. 53) er eitt af fegurstu verkum tónskálds- ins, tregafullt — eins og nafnið gefur til kynna, persónulegt og einmanalegt, með skærri birtu og skuggum, líkt og í hægum útsynn- ingi. Fine I og II (Op. 55 og 56) eru samin á heimili tónskáldsins í Reykjavík í nóvember 1963 — með undirtitli „Kveðja til jarðnesks lífs“. Fyrra verkið er dramatískt og ógnvekjandi þrátt fyrir fremur laustengt form. Hið síðara, fyrir strengi og víbrafón, er mildari kveðja — ekki óskyld Elegyunni, en hér er hugboð um nánd dauð- ans sem snýr að tónskáldinusjálfu. Enn einn merkur hljómdiskur með verkum Jóns Leifs, að þessu sinni frá Chandos. Sinfóníuhljóm- sveit Islands leikur undir stjórn Petri Sakari ásamt kór íslensku óperunnar og Gradualekórnum. Flutningur er mjög góður eins og vænta má, stundum magnaður. Hljómsveitin í fínu formi og Petri Sakari virðist vel með á nótunum hvað varðar „einkamál“ og trölla- slag Jóns Leifs — svo sem landi hans, Osmo Vánska. Hljóðritun mjög góð. Oddur Björnsson Konur skelfa, fullt hús í einn og hálf- an mánuð ALHEIMSLEIKHÚSIÐ hefur sýnt Konur skelfa eftir Hlín Agnars- dóttur á Litla sviði Borgarleik- hússins fyrir fullu húsi í einn og hálfan mánuð. Sýningarhlé verður gert í eina viku vegna fjarveru Maríu Ellingsen sem verður við- stödd sýningar á Agnesi á kvik- myndahátíð í Frakklandi. Næsta sýning verður miðvikudaginn 20. mars. Uppselt er að verða á allar sýningar fyrir páska, en sýningar eftir páska verða auglýstar síðar. Nýverið gaf Alheimsleikhúsið úr þrettán laga geisladisk með frumsaminni tónlist eftir hljóm- sveitina Skárren ekkert úr leikrit- inu Konur skelfa. Geisladiskurinn fæst í verslunum Japis og Borgar- leikhúsinu. -—..♦ ♦ ♦----- Skyggnur á Sóloni EINAR Ólafsson sýnir á Sóloni íslandus svart/hvítar skyggnur með lifandi tónlist sem flutt verður í dag, sunnudag, kl. 21. og mánu- dagskvöld kl. 21. Myndirnar voru teknar síðastliðið sumar í miðausturhluta Spánar á gamalli pílagrímaslóð kaþólikka og segja þær ferðasög- una. Allir eru velkomnir. Holland heldur höfði KVIKMYNPm Iláskólabíó ÓPUS HERRA HOLLANDS („MR. HOLLAND’S OPUS“) ★ ★ ★ Leikstjóri Stephen Hereck. Handritshöfundur Patrick Sheane Duncan. Kvikmyndatökustjóri Oliver Wood. Tónlist Michael Kamen. Aðalleikendur Richard Dreyfuss, Glenne Headly, Jay Thomas, Olympia Dukakis, W.H. Macy, Alicia Witt, Terence Howard, Jean Louisia Kelly. Bandarisk. 1995. TÓNLISTARMAÐURINN Glenn Holland (Richard Dreyfuss) hefur nýlokið námi og hyggst taka að sér menntaskólakennslu um skeið, til að fjármagna æðri tak- mörk í lífinu. En tónsmíðarnar sitja á hakanum og dvöl hans við JFK menntaskólann teygist í þrjá ára- tugi. Holland ky.nnist því á fyrstu dögum að kennsla er ekkert íhlaupastarf - ef menn ætla að sinna því af kostgæfni og laða fram árangur hjá mislitum nemendahóp. Holland fer nýjar og fijálslegar leiðir og vinnur hylli nemenda sinna og flestra samstarfsmanna en eiginkona (Glenne Headly) og sonur verða útundan.. Er hann lít- ur yfir farinn veg í myndarlok er sýnin þó ekki sem verst. Ópus herra Hollands minnir um margt á þá ágætu mynd, Forrest Gump. Spannar yfir lungann úr lífshlaupi eftirtektarverðrar per- sónu, samtímamanns Gumps, og hún krydduð með dægurtónlist og innskotum úr stjórnmálavafstri síns tíma. Gamalkunna Demó- kratasætsúpan með Víetnamívaf- inu; Dylan, Hendrix, Bítlunum, og þeim félögum öllum, á sínum stað. Við blasir rósrautt Disneyraunsæi úr öllum áttum. Söguþráðurinn kryddaður mjög dramatískum há- punktum, einsog heyrnarmeinum sonarins, stirðum Ijölskyldumál- um, platónsku framhjáhaldi. Skemmtigildið er engu að síður ótvírætt, þrátt fyrir óhóflega lengd, þetta er prýðilega vel gerð vasaklútamynd með línurnar hans Lennons sáluga að leiðarljósi, sem hljómuðu einhvern veginn á þann veg að „lífið væri það sem gerðist á meðan þú værir upptekinn af því að snúast í öðru“. Útkoman væri þó ekki jafn ásættanleg ef Ric- hards Dreyfus nyti ekki við. Það beinlínis stormar af honum þar sem hann spannar lífshlaup herra Hol- lands frá þrítugu til sextugs. Slær aldrei feilnótu í sterkri og blæ- brigðaríkri túlkun, gerir meðalefni forvitnilegt og áhrifaríkt og ekki ólíklegt hann uppskeri Óskarsverð- launin seinna í mánuðinum. Dreyf- uss ríkir yfir myndinni og kann heldur betur að notfæra sér að Ópus herra Hollands fjallar fyrst og fremst um titilpersónuna, aðrir eru aukanúmer. Glenne Headly fer, þegar best lætur, þolanlega með hlutverk eiginkonunnar, vís- ast valin í hlutverkið til að skyggja ekki á stjörnuna. W.H. Macy, Jay Thomas og einkum Olympia Duk- akis (góð lumma kompásatriðið), eru mun brattari í hlutverkum samkennara Hollands. Það er þó hin unga og efnilega leikkona, Jean Louisia Kelly sem stendur uppúr hópi meðleikaranna í hlutverki efnilegs og aðlaðandi nemanda Hollands, sem stendur í svipuðum sporum og lærimeistari hennar í myndarbytjun. Þessi fínlega ástar- saga er smekklega sögð, þar sem hið gullfallega lag Gershwins, Someone to Watch Over Me, skip- ar stórt hlutverk. Ópus herra Hol- lands, með öllum sínum kennara- myndaklisjum, telst seint til stór- virkja, en gamli refurinn hann Ric- hard Dreyfuss sér til þess að hún situr eftir í minningunni. Holland er hans besta hlutverk og frammi- staða um árabil. Sæbjörn Valdimarsson íslensk gæðaframleiðsla Hnakkurinn Smári agtoUH-BEBTYiaSMM Stðumúta 34, sími/fax 588 3540. TST Þessi hnakkur hefur frábært sæti og knapinn er í góðu sambandi við hestinn. Kynningarverð. Söðlasmiðurinn Pétur Þórarinsson NÝSMÍÐI - VIÐGERÐIR • VERSLUN Stökktu til Benidorm um páskana fyrir 29.932 3. til 14. apríl Við seljum nú síðustu sætin til Benidorm um páskana og bjóðum þér nú einstakt ferðatilboð þar sem þú getur notið þess besta í yndislegu veðri á Benidorm um páskana. Þannig gengur það fyrir sig: Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á frábærum kjörum. Þú bókar á morgun eða hinn og ’tryggir þér sæti og gistingu í páskaferðina og fimm dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir í fríinu. v..,. 29.932* m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, skattar innifaldir. Verðkr 39.960 m.v. 2 fullorðna í íbúð, 3. apríl, skattar innifaldir. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.