Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina Dead Man Walking -------------——— ----------———————-—————————————■ >» með Susan Sarandon og Sean Penn í aðalhlutverki. Þau eru bæði tilnefnd til Oskarsverð- launa fyrir leik sinn í myndinni eins og leikstjórinn, Tim Robbins. í biðsal dauðans SUSAN Sarandon leikur systur Helen Prejean og Sean Penn leikur hinn dauðadæmda Matthew Poncelet. DEAD Man Walking, Dauða- maður nálgast, fjallar um málefni sem er ofarlega á baugi í Bandaríkjunum; dauðarefsingu. Kannanir benda til þess að dijúg- ur meirihluti Bandaríkjamanna sé hlynntur dauðarefsingu og að- standendur myndarinnar hafa við kynningu á henni meðal hins refsi- glaða almennings lagt áherslu á að hana beri ekki að skilja svo að þeir taki afstöðu með eða á móti dauðarefsingu heldur leggi þeir ekki síður áherslu á að koma á framfæri sjónarmiðum aðstand- enda fómarlamba ofbeldismanna en málstað þeirra sem beijast gegn dauðarefsingu. Ahorfendum myndarinnar fær þó varla dulist sú niðurstaða að aftakan megnar síður en svo að lina sársauka eftirlifendanna og færir þeim ekki það réttlæti sem þeir sóttust eftir með baráttu sinni fyrir því að hún færi fram. Aðalleikarar myndarinnar, Susan Sarandon, sem leikur syst- ur Helen Prejean, og Sean Penn, sem leikur hinn dauðadæmda Matthew Poncelet, sem gerst hef- ur sekur um að myrða tvö saklaus og vamarlaus ungmenni, eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni sem og leikstjórinn, Tim Robbins, sem jafnframt framleiddi myndina og samdi handrit eftir samnefndri bók systur Helen. í bókinni fjallar nunnan um kynni sín af dauðadæmdum föng- um og aðstandendum fómar- lamba þeirra en hún hefur verið sálusorgari og andlegur ráðgjafi þriggja dauðadæmdra og líflát- inna glæpamanna í Louisiana- fylki þar sem hún er búsett. Jafn- framt hefur hún tengst og kynnst fjölskyldum fómarlamba mann- anna, sem takást á við missi sinn án stuðnings yfirvalda og andlegr- ar aðhlynningar og trúa því oft að aftakan muni færa þeim rétt- læti sem geri sorgina og sársauk- ann léttbærari. I skrifum sínum þykir systir Helen sýna sjón- armiðum og tilfinningum beggja einlæga og raunverulega samúð og skilning. Sá Matthew Poncelet sem varð til í handriti Tim Robbins er sam- sett persóna úr lýsingu systur Helen á tveimur mannanna sem hún hafði kynni af. Þetta gerði Tim Robbins til að varast að gefa myndinni heimildarblæ og jafn- framt til þess að komast hjá því að gera morðingjann að geð- felldri söguhetju. Það var ekki ætlunin að draga taum hans og gera lítið úr voðaverki hans held- ur bregða raunverulegri birtu á umíjöllunarefnið; dauðarefsing- una. Tim Robbins, leikstjóri myndarinnar, og eiginkona hans, aðalleikkonan Susan Sarandon, eiga allan heiðurinn af því að myndin Dead Man Walking var gerð. Þegar Susan vann að gerð myndarinnar The Client í New Orleans hitti hún systur Helen Prejean, og hreifst af konunni og skrifum hennar. Susan gaf manni sínum bókina með þeim orðum að úr sögunni mætti e.t.v. vinna kvikmynd. Robbins hreifst strax með, skrif- aði handritið og gekk vel að fá menn hjá PolyGram til að fjár- magna gerð kvikmyndar eftir handritinu. Auk þess að vera eftirsóttur leikari hefur Robbins notið virðingar sem leikstjóri og kvikmyndahöfundur eftir frum- raun sína á því sviði, myndina Bob Roberts, þar sem hann lék aðalhlutverk, skrifaði handrit, leikstýrði og samdi tónlist, með eftirminniiegum árangri. Kvik- myndaiðnaðurinn í Bandaríkjun- um beið þess að Robbins léti næst á sér kræla með eigin kvik- mynd og því leið ekki nema ár frá því að hann las fyrst bókina þar til kvikmyndatökum var lok- ið, sem er ótrúlega skjót fram- vinda mála í Hollywood. Val leikara í aðalhlutverkin vafðist ekki fyrir Tim Robbins. Susan Sarandon, sambýliskona hans og bamsmóðir, var sjálfkjör- in í hlutverk systur Helen, og um leið voru vinsældir hennar ákveðin trygging fyrir því að myndin stæði undir kostnaði. Sean Penn var sá eini sem talað var við um að leika Matthew Poncelet. „Ég hef lengi verið aðdáandi hans og sá engan annan fyrir mér í þessu hlut- verki,“ segir Robbins. „Sean Penn er einn sárafárra góðra leikara sem eru óhræddir við að leika ógeðfellt fólk,“ segir Susan Sar- andon og lofar mótleikara sinn, sem er eitt óreglusömu vandræða- barnanna í Hollywood, en hefur skilað eftirminnilegum leik í The Falcon And The Snowman, At Close Range og Carlito’s Way, auk þess að vekja á sér athygli sem leikstjóri í myndinni The Indi- an Runner. í lykilhlutverk í tækniliði sínu valdi Robbins menn sem hann hefur góða reynslu af að vinna með; Roger Deakins myndatöku- mann, sem Robbins vann með við gerð Shawshank Redemption og Richard Hoover leikmyndahönnuð myndarinnar um Bob Roberts. Afraksturinn er myndin Dauða- maður nálgast, Dead Man Walk- ing, sem gagnrýnendur og áhorf- endur vestanhafs tóku tveim höndum og talin er til lítils hóps mynda sem kalla má markvert framlag kvikmyndaborgarinnar í Hollywood til málefnis sem skiptir raunverulegu máli í Bandaríkjun- um. Endanlega kemur í ljós hver uppskera Tim Robbins og félaga verður annan mánudag þegar Óskarsverðlaunin verða afhent. Kvikmyndastj ömur í hjónabandi SUSAN Sarandon og Tim Robbins búa saman og eiga þrjú börn. Þau kynntust fyrir einum níu árum við gerð mynd- arinnar Bull Durham, þar sem bæði voru í stóru hlutverki, en hafa síðan varla unnið saman, ef undan er skilin myndin Bob Roberts, frumraun Robbins sem leikstjóri. Þau hafa nú sam- einað krafta sína við gerð myndarinnar Dauðamaður nálgast og fá bæði að vita ann- an mánudag hvort bandaríska kvikmyndaakademían telji framlag þeirra til hennar Ósk- arsverðlauna virði. Tim Robbins ólst upp i Greenwich Village í New York, sonur þekkts þjóðlagasöngv- ara, Gil Robbins úr hljómsveit- inni The Highwaymen. 12 ára gamall var hann farinn að troða upp á götum úti með tilrauna- leikhópum. 19áragamall ákvað Tim að hleypa heimdrag- anum og flytjast til Los Angeles þar sem hann innritaðist í leik- listardeild UCLA-háskóIans. Á námsárunum gekkst hann fyrir stofnun tilraunaleikhúss nemenda, var listrænn stjórn- andi hópsins um skeið og lið- lega tvítugur var Tim Robbins tilnefndur sem Ieikstjóri til eft- irsóttustu leikhúsverðlauna stórborgarinnar. Robbins hefur fengist við kvikmyndaleik í á annan áratug og leikið í myndum á borð við Bull Durham, Jacob’s Ladder, Cadillac Man, Miss Firecracker, Five Corners, Erik the Viking, The Sure Thing, Tapeheads (þar sem hann samdi einnig tónlistina), og farið með smá- hlutverk í Top Gun og Jungle Fever. Undanfarin ár hefur vegur Robbins farið vaxandi, bæði sem leikara og leikstjóra. Und- ir sljórn Roberts Altmans hefur hann sýnt stórkostlegan leik í þrígang, fyrst í The Player, en fyrir aðalhlutverk í þeirri mynd var hann valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1992 og var tilnefndur til Golden Globe-verðlauna. Sama ár hlaut hann frábæra dóma fyrir fyrstu kvikmyndina sem hann leikstýrði og ritaði hand- rit við, myndina um lýðskrum- arann Bob Roberts og klifur hans upp metorðastigann í bandarískum stjórnmálum. Árið 1993 sló Robbins enn f gegn undir stjórn Altmans, nú í Short Cuts, sem enn er sýnd hér á landi og þá getur enginn kennt frammistöðu hans í aðal- hlutverki Hudsucker Proxy eft- ir Coen-bræður um það að sú mynd stóð ekki undir vænting- um. 1994 var svo frumsýnd myndin Shawshank Redempti- on þar sem Robbins fór á kost- um ásamt Morgan Freeman. Þriðja verkefni hans í mynd eftir Robert Altman var í fyrra í myndinni Pret Porter. Tilnefning hans til Óskars- verðlauns sem leiksljóri Dauða- maður nálgast er fyrsta tilnefn- ing hans til þessara eftirsóttu verðlauna en auk þess að leik- stýra myndinni framleiddi hann hana og skrifaði handrit- ið. Fjórar tilnefningar á fimm árum Susan Sarandon hefur sex sinnum verið tilnefnd ti lÓsk- arsverðlauna, þar af fjórum sinnum á síðustu fimm árum, sem besta leikkona í aðalhlut- verki. Styttunni eftirsóttu hef- ur hún hins vegar enn ekki hampað. Fyrstu tilnefninguna hlaut hún árið 1979 fyrir leik á móti Burt Lancaster í mynd- inni Atlantic City. Árið 1991 var hún tilnefnd fyrir hlutverk sitt í Thelma & Lousie og árið eftir fyrir Lorenzo’s Oil. 1994 varð leikur hennar myndinni Client, þar sem hún lék á móti Tommy Lee Jones, til þess að tryggja henni fimmtu tilnefninguna og nú bætir hún enn einni rósinni í hnappagatið með tilnefningunni fyrir leik sinn í Dauðamaður nálgast. Það verður því æ erfiðara fyrir meðlimi akademíunnar að ganga fram hjá þessari gæða- leikkonu. Susan Sarandon fæddist í New York, eins og Tim Robb- ins, en ólst upp í New Jersey. Eins og Robbins er hún dóttir dægurlagasöngvara en faðir hennar gerðist síðar framleið- andi sjónvarpsþátta og forsljóri auglýsingastofu. Fljótlega eftir háskólanám þar sem hún lagði m.a. stund á leiklist, en einnig stærðfræði, heimspeki og hernaðarlist, hlotnaðist Sarandon fyrsta kvikmyndahlutverkið, í kvik- mynd Johns G. Avildsens, Joe, sem gerð var 1970. Hún lék í TIM Robbins og Susan Sarandon ásamt Sean Penn. TIM Robbins ásamt systur Helen Prejean, fyrirmynd aðalpersónunnar í myndinni. fjölda kvikmynda næstu árin. Áf fyrstu myndum hennar má nefna The Great Waldo Pep- per, Lovin’ Molly, The Front Page og The Rocky Horror Show sem gerð var 1975. Árið 1978 lék hún mömmuna í mynd Lois Malle, Pretty Baby, og árið eftir í Atlantic City, sem Malle leikstýrði einnig. Hún sneri sér síðan að sviðsleik um nokkurra ára skeið, en sneri aftur til Hollywood þegar hún lék í Nornunum frá Eastwick. Á eftir fylgdi Bill Durham, Sweet Heart’s Dance og The January Man. I White Palace lék hún miðaldra gengilbeinu sem verður ástfangin af ekkli sem er 14 árum yngri en hún, ekki ósvipað hlutverki hennar í Bull Durham. Árið 1994 lék hún í Little Women og næst sést hún væntanlega á hvítu tjaldi í í myndinni Safe Passage á móti Sam Shepard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.