Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 13 ERLEIMT Páfagarður herðir tökin á kirkjunni í Rómönsku Ameríku Frelsunar- guðfræðingar á undanhaldi Jóhannes Páll II. páfi hefur á síðustu árum skipað tugi íhaldsamra biskupa í Rómönsku Ameríku og þannig dregið úr áhrifum frelsunarguð- fræðinnar, sem skaut rótum innan kirkjunnar í þessum heimshluta fyrir rúmum aldarfjórðungi. SVONEFNDA frelsunar- guðfræði má rekja til 2. Vatíkanþingsins (á árun- um 1962-65) sem gekk frá ályktunum um stöðu kirkjunn- ar og aðlögun hennar að sam- tímanum. Á næstu árum tóku kaþ- ólskir frelsunarguðfræðingar í Rómönsku Ameríku að tengja guð- fræðina við marxíska þjóðfélags- gagnrýni. Þetta leiddi til „kirkju- legra grunnsamfélaga“, þar sem leikmenn og klerkar brutu til mergjar trúarleg og félagsleg rit og beittu sér fyrir samfélagslegum breytingum til að leysa alvarleg vandamál eins og fátækt. Sumir fylgismenn frelsunarguð- fræðinnar réttlættu ofbeldi til að ná félagslegum markmiðum sín- um. Nokkrir þeirra gengu til liðs við vinstrisinnaðar skæruliða- hreyfingar til að beijast gegn hægrisinnuðum stjórnvöldum, Páfagarði til mikillar hrellingar. Jóhannes Páll páfi hefur alltaf verið tortrygginn í garð guðfræði- kenninga sem bera keim af marx- isma, enda bjó hann við kommún- isma í Póllandi og stuðlaði síðar að hruni hans. Fyrstu árin eftir að hann tók við páfadómi vildi hann þó veita frelsunarguðfræð- ingum ákveðið svigrúm innan kirkjunnar og vígði jafnvel biskupa sem aðhylltust þessa stefnu. Þegar páfi heimsótti Mið-Ameríku i fyrsta sinn, árið 1983, lét hann þó svo um mælt að fylgismenn frelsunarguðfræðinnar gengju of langt. Síðustu árin hefur róttækum guðfræðingum síðan snarfækkað meðal æðstu manna kirkjunnar í Rómönsku Ameríku og þessi stefna verið á miklu undanhaldi. Umdeildur erkibiskup Þessi þróun kom berlega í ljós í vor þegar páfi skipaði prelátann Fernando Saenz Lacalle sem erki- biskup af San Salvador. Saenz fæddist á Spáni og var áður tengi- liður kirkjunnar við herinn í E1 Salvador og var í Opus Dei, íhald- sömum samtökum leikmanna og presta sem leggja áherslu á rétt- trúnað og klerkavald. Saenz tók við af Arturo Rivera y Damas, sem var hlynntur frelsunarguðfræði, og forveri þeirra var Oscar Arnulfo Romero, sem dauðasveitir hægrimanna skutu til bana við messu árið 1980. Romero er þekktasta fórnarlamb hersins í E1 Salvador í borgara- styijöldinni, sem kostaði 75.000 manns lífíð, og frelsunarguðfræð- ingar hafa síðan vegsamað hann sem „dýrling, spámann og píslar- vott Rómönsku Ameríku". ISLAND GETIJR LEITT HEIMINN INN í NÝJA ÖLD segir Vestur-íslendingurinn Steve Thoriaksson, með því að virða Lög Móses sem LÖG LANDSINS Máfrfö í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI JÓHANNES Páll páfi hefur sætt vaxandi gagnrýni á undanförn- um árum vegna íhaldssamra skoðana sinna. Nú virðist halla mjög á fijálslynd öfl innan kaþólsku kirkjunnar i Rómönsku Ameríku. Sú ákvörðun páfa að vígja íhald- saman preláta sem erkibiskup af San Salvador olli miklu uppnámi meðal presta í landinu, sem höfðu óskað eftir því að náinn aðstoðar- maður Romero yrði fyrir valinu. Óánægjuraddirnar endurómuðu í mörgum ríkjum Rómönsku Amer- íku. Tugir íhaldsamra biskupa Joseph E. Mulligan, bandarískur jesúíti sem býr í Nicaragua og hefur skrifað mörg rit um kirkjuna í Mið-Ameríku, er einn þeirra sem gagnrýndu ákvörðun Páfagarðs. Hann segir að tugir íhaldsamra presta hafi tekið við biskupsdómi af fijálslyndari mönnum í Róm- önsku Ameríku á síðustu árum. „Þessir menn gæta þess að feta setta braut í málum sem varða kennisetningar kirkjunnar, segja má að þeir séu já-menn,“ segir Mulligan. Hann bætir við að kirkjan í Rómönsku Ameríku hafi því að mestu fallið frá þeirri öflugu bar- áttu fyrir samfélagslegu réttlæti og frelsi sem einkenndi starfsemi hennar á áttunda og níunda ára- tugunum. Æ minna ber einnig á frelsunar- guðfræðingum meðal presta. Sum- ir þeirra hafa verið neyddir til að láta af embætti eða segja sig úr reglum sínum, t.a.m. Jean-Bertr- and Aristide, fyrrverandi forseti Haítí, og Fernando kardináli í Nic- aragua. Aðrir, svo sem sex jesúítar sem stjórnarhermenn í E1 Salvador tóku af lífi árið 1989, eru orðnir að píslarvottum í hugum margra í Rómönsku Ameríku. Losa sig við „rauða klerka“ Biskupinn af Estelí í Nicaragua, Abelardo Mata Guevara, þykir dæmigerður fyrir þá biskupa sem hafa tekið við. Hann sagði í við- tali við blað kirkjunnar að frá því hann tók vígslu árið 1988 hefði honum tekist að „koma á reglu“ í biskupsdæminu og losað það við „rauðu klerkana", eins og hann orðaði það. Svipuð þróun hefur átt sér stað í Brasilíu, Mexíkó, Chile og Kól- umbíu. Biskuparáðstefna Róm- önsku Ameríku, sem hafði tvisvar lagt blessun sína yfir grundvallar- kenningar frelsunarguðfræðinnar, tók því harðari afstöðu til hennar á síðasta fundi biskupanna árið 1992. Þessi þróun hefur torveldað störf presta, sem aðhyllast frelsun- arguðfræði. Biskuparnir eru tregir til að styðja þá þegar þeir lenda í deilum við yfírvöld, minna fjár- magn fæst til verkefna sem prest- amir standa fyrir, og „róttækir prestar“ eru oft fluttir úr sóknum þar sem þeir hafa náð fótfestu. Of langt til hægri? Nýi erkibiskipinn hefur sagt að frelsunarguðfræðin sé í reynd byggð á „marxískri endurskoðun á Fagnaðarerindinu og tilhneig- ingu til ofbeldis“. Þeir sem hafa gagnrýnt erkibiskupinn segja hins vegar að hann hafi gengið of langt í hina áttina, með því að vingast við hægrimenn í stjórnarflokknum, ráðandi öfl í þjóðfélaginu og æðstu menn stjórnarhersins. „Á tímum þriggja forvera erki- biskupsins varð aðskilnaður milli ríkis og kirkju,“ segir frelsunar- guðfræðingurinn Miguel Ventura. „Við erum þess vegna hissa á því að æðstu menn kirkjunnar skuli nú reyna að sameina þetta tvennt." ■ Byggt á International Herald Tribune. Nýtt útbob ríkisvíxla mánudaginn 18. mars Ríkisvíxlar til 3, 6 og 12 mánaba, 6. fl. 1996 Útgáfudagur: 19. mars 1996 Lánstími: 3, 6 og 12 mánuöir Gjalddagar: 20. júní 1996, 18. september 1996, 19. mars 1997. Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000, 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: Verða skráðir á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. f * Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóöum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóöum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, að gera tilboð í meðalverö samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa ab hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00 á morgun, mánudaginn 18. mars. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.