Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 17 ) ) ) í ► I I c > & W s i i g* ; LISTIR ÖWUKIÖR tÖUIUUWSLUN OPNRR i SKHFUHMIEFTIR NOKKRRORöj Myndlistar- sýning leik- skólabarna í Bakkahverfi MYNDLISTARSÝNING á verkum leikskólabarna í Bakkahverfi verð- ur opnuð þriðjudaginn 19. mars kl. 14. Sýningin verður í húsnæði SVR í Mjódd. Opnunarhátíð verður haldin í göngugötunni og þar verða einnig hópverkefni. Sýningin er árlegur menningarviðburður og er liður í samstarfi þriggja leikskóla: Arnarborgar, Bakkaborgar og Fálkaborgar í Neðra-Breiðholti. I kynningu segir: „Börn á leik- skólaaldri hafa ríka þörf fyrir að tjá sig á myndmáli á skapandi hátt. Leikskólarnir gegna hér mik- ilvægu hlutverki. Fjölbreytileg myndgerð og myndsköpun skipar veglegan sess í uppeldisstarfi leik- skólanna og tengjast öðrum þátt- um þess með ýmsum hætti. Myndlistarsýningin er afrakstur vetrarstarfsins á leikskólunum. Sýningar undanfarinna ára hafa lífgað upp á húsnæði SVR og vak- ið athygli þeirra sem lagt hafa leið sína í Mjóddina. í ár stendur sýn- ingin frá 19. mars til 12. apríl.“ Dagskrá opnunarhátíðarinnar 19. mars kl. 14 er eftirfarandi: Ávarp, bamakór, gestum boðið að skóða sýninguna. -----»-■»■ ♦- Islendinga- kvöld í GÆR var íslendingakvöld í Jóns- húsi. Tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar að kynna starfsem- ina í þessu sögufræga húsi, en hún er nokkuð margþætt, og hins veg- ar sá að fólk hittist og skemmti sér saman. Boðið var upp á kvöld- verð og lék Pétur Pétursson píanó- leikari létta tónlist undir borðhald- inu. Tveir ungir menn, Elvar Logi Hannesson og Róbert Snorrason, sáu um skemmtiatriði og kynn- ingu dagskrár. Þeir stunda nám við einkarekinn skóla í Kaup- mannahöfn, Commedia, en sá skóli sérhæfir síg í trúða og lát- bragðsleik og tekur námið 1-2 ár. Einnig kom Böðvar Guðmundsson rithöfundur við sögu og kór safn- aðarsins söng. -----♦ ♦ ♦--- Skólahljómsveit heimsækir Kópavog ÞESSA helgi hefur Skólalúðrasveit frá Selfossi verið í heimsókn hjá vinum sínum ú Skólahljómsveit Kópavogs. Hljómsveitirnar hafa æft saman nokkur lög og ætla í framhaldi af því að halda sameiginlega tónleika í dag, sunnudaginn 17. mars. Tónleikarnir verða í Hjallaskóla í Kópavogi og hefjast kl. 14. Að- gangur er ókeypis og öllum heim- ill. Ljóðakvöld endurtekið á Hótel Hveragerði Leikfélag Fljótsdalshéraðs Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir DÓRÓTHEA (Margrét Stefánsdóttir), pjáturkarlinn (Ólafur Magnús Sveinsson) og fuglahræðan (Benedikt Benediktsson). Hveragerði. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Hveragerðis stóð fyrir námskeiði í ljóðalestri fyrir skömmu og fékk Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu til að leiðbeina á námskeið- inu. Að námskeiðinnu loknu bauð leikfélagið á ljóðadagskrá á Hótel Hveragerði. Dagskráin hlaut nafnið „Leikið af fingrum fram“ og saman- stóð af ljóðalestri með söng og grín- atriðum á milli. Skemmst er frá því að segja að húsfyllir var á skemmt- uninni og skemmti fólk sér hið besta. Þátttakendur í ljóðadagskránni voru ellefu talsins, á aldrinum 13-95 ára. Að öðrum ólöstuðum vakti athygli frábær flutningur elsta þátttakand- ans Stefáns Sigurðssonar kennara, á Vísum Kvæða-Önnu eftir Fornólf. Vísurnar eru 29 erindi alls og flutti Stefán, sem verður 95 ára nú í vik- uni, kvæðabálkinn utanbókar. Vegna fjölda áskorana hefur Leikfélag Hveragerðis nú ákveðið að endurtaka dagskrána í kvöld klukkan 20.20 á Hótel Hveragerði. Aðgangur að skemmtuninni er ókeypis. Galdrakarlinn í Oz N emendasýning í Þjóðleikhúsinu HIN árlega nemendasýning List- dansskóla íslands verður í Þjóð- leikhúsinu þriðjudaginn 19. mars kl. 20. Efnisskráin er fjölbreytt; t.d. ævintýrið „Áfmælisgjöfin“ þar sem allir nemendur skólans koma fram. Þar verða dansaðir meðal annars þjóðdansar frá ýmsum löndum. Ennfremur eru atriði úr þekktum dansverkum s.s. Svana- vatninu, Þyrnirós o.fl. Þá verða fluttir frumsamdir dansar eftir kennara Listdansskólans. í vetur hafa rúmlega 80 nem- endur stundað nám við Listdans- skóla Islands og eru þeir yngstu 9 ára. Fastir kennarar við skólann í vetur er: Nanna Ólafsdóttir, Mar- grét Gísladóttir, en auk þess hafa kennt í vetur Lauren Hauser, Birg- itte Heide, David Greenall, Hany Hadaya og Ásta Arnardóttir. í byijun janúar kom gestakennarinn Tom Bosma frá Konunglega b'all- ettskólanum í Haag, en sérgrein hans er þjóðdansar. Skólastjóri Listdansskólans er Ingibjörg Björnsdóttir. HIN árlega nemendasýning Listdansskóla íslands verður I Þjóðleikhúsinu á þriðjudag. Egilsstöðum, Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Fljótsdalshér- aðs sýnir um þessar mundir leikritið Galdrakarlinn í Oz í leikstjórn Asdísar Þórhalls- dóttur. Fjöldi barna hefur tekið þátt í að skapa þessa sýningu en börn eru bæði í hlutverkum og hafa unnið að undirbúningi, m.a. við gerð búninga, leikmynd o.fl. Margrét Stefánsdóttir leik- ur Dórótheu. Hún er 13 ára og hefur aðeins stigið á fjal- irnar, bæði í skólanum og svo lék hún kisu í Kardemommu- bænum hjá Leikfélagi Fljóts- dalshéraðs. Margrét hefur ennfremur leikið í mynd sem gerð var í kringum Lagar- fljótsorminn og sýnd var í Stundinni okkar fyrir nokkr- um árum. Aðrir leikarar eru Benedikt Benediktsson sem leikur fuglahræðuna, Olafur Magnús Sveinsson sem leikur pjáturkarlinn, Jón Gunnar Axelsson sem leikur ljónið, en þeir leika allir aukahlut- verk að auki, og Sigrún Lár- usdóttir sem leikur Vestan- nornina. Sigurgeir Baldurs- son leikur galdrakarlinn í Oz auk fleiri hlutverka og Þór- halla Snæþórsdóttir leikur Norðan-nornina góðu auk Emmu frænku. Putalingarnir eru leiknir af þrettán krökk- um. Ásdís Þórhallsdóttir leik- sljóri hefur sett upp sýningar hjá MH, leikhópnum Érlendi, Kaffileikhúsinu og Frú Emil- íu. Ennfremur hefur hún starfað að fjölmörgum sýn- ingum hjá Þjóðleikhúsinu. Galdrakarlinn í Oz er fyrsta verkefni Ásdísar hjá áhuga- leikfélagi. Morgunblaðið/Aldís STEFÁN Sigurðsson, sem varð 95 ára nú í vikunni, flyt- ur Vísur Kvæða-Onnu eftir Fornólf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.