Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 23 einn mesti landflótti, sem við höfum haft á síðari árum. Við slíkan óróleika á vinnumark- aði, er mjög erfítt fyrir sósíaldemókratískan flokk, sem á að höfða til hinna vinnandi stétta, að vera í stjómarsamstarfi með Sjálf- stæðisflokki, flokki kapítalsins og eigenda atvinnutækjanna, án þátttöku Alþýðubanda- lags.“ Ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar var erfíð. „Innan þingflokksins vom margir ungir og óreyndir menn og hefði ég helst viljað að flokkurinn fengi að vera í stjómarandstöðu um tíma til að veðrast og öðlast reynslu enda hafði hann nýlega risið úr öskustónni. Þingflokkurinn samþykkti reyndar stjómar- slit að mér forspurðum, er ég var í stuttu leyfí í Bandaríkjunum, og þegar ég fór á fund Ólafs til að tilkynna úrsögn okkar, brosti hann og sagði að ég væri víst rétt á undan formanni Alþýðubandalagsins. Ólafur vildi ekki sitja þar til ný stjóm yrði mynd- uð, eins og venja er. Það varð því að ráði að ég myndaði bráðabirgðastjórn með stuðn- ingi Sjálfstæðisflokks." Alþýðuflokkurinn var í sámm eftir hvem klofning, sérstaklega 1938, að sögn Bene- dikts. „Slíkir atburðir ala á hatri og tor- tryggni og spilla því andrúmslofti, sem þarf að ríkja í flokki, er sækist eftir fylgi lands- manna. Lítið bætir úr skák þótt ljóst verði eftir á að Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaðið hafi um langt árabil haft rétt fyrir sér varð- andi Moskvutengsl keppinauta sinna. Al- þýðuflokkurinn hefur á hinn bóginn reynst hafa oddastöðu og dugmikla forystumenn til að taka þátt í mörgum ríkisstjórnum og koma þannig fram stefnumálum sínum er lúta að mannréttindum, velferð þegnanna og öryggi ríkisins." Alþýðuflokkurinn lenti utan ríkisstjómar eftir síðustu kosningar þar sem það hentaði Sjálfstæðisflokknum betur að stjórna með Framsókn, segir Benedikt. „Þetta er sú stjómargerð, sem vinstri flokkamir hafa ávallt óttast mest og talið varhugaverðasta fyrir launþega. Þetta samstarf gæti þó enst eins og það gerði 1950-56. Núverandi formaður Alþýðuflokksins hef- ur leitt flokkinn til forystu í Evrópumálinu og mun vafalaust halda því áfram. Það er veigameira en aðildin að NATO var fyrir framtíð lýðveldisins. Ólíklegt er að innganga íslands í Evrópusambandið verði afgreidd án þess að Alþýðuflokkurinn komi þar við sögu. Erfitt er fyrir flokkinn að standa að niður- skurði á velferðarkerfinu þótt það kunni að vera óhjákvæmilegt miðað við halla ríkis- sjóðs. Velferðarkreppa er nú einnig í öðmm ríkjum skyldum okkur. Flokkurinn verður að fara varlega í þessum efnum utan stjórn- ar sem innan. Umræðan um sameiningu vinstriflokk- anna hefur enn vakið áhuga yngri liðs- manna. Kanna þarf það með gætni hvort einhveijar nýjar leiðir opnast. Þetta er mál, sem hefur margar hliðar og hefur lengi ver- ið rætt en reynst því flóknara sem umræðan kemst lengra." Að mati Benedikts hefur Alþýðuflokkur- inn nú þróttmikinn og litríkan formann og nokkur góð ráðherraefni, en hefur misst forystumenn, sem horfíð hafa frá stjórnmál- um til starfa á öðram sviðum. Mikilvægt er að styrkja forystuliðið með nýju og ungu fólki. „Stjómmálin munu taka miklum breyt- ingum með tækni upplýsingaaldar. Hið öra samband milli manna og stofnana mun veita flokkunum ný tækifæri til sambands við kjósendur. Ef þessi tækni verður ekki of dýr, getur farið svo að minni flokkamir fái nýjar leiðir til fylgisöflunar sem jafna að- stöðu þeirra og hinna stærri. Það er þegar ljóst að rík þörf er fyrir flokk eins og Alþýðu- flokkinn að standa vörð um velferðarkerfið þegar komið er að þeim mörkum skattlagn- ingar, sem þjóðin vill á sig taka. Flokkurinn verður að höfða til hinnar nýju kynslóðar menntaðra heimsborgara sem nýrík þjóð okkar hefur verið að ala upp. Gamla róman- tíkin í pólitík er liðin tíð.“ KJARTANJOHANNSSON Hefur átt í stríði við sjálfan sig „ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur að mínum dómi gegnt mikilvægu hlutverki í íslenskum stjórnmálum og haft rík og góð áhrif á ís- lenskt þjóðlíf. Að hinu leytinu hefur flokkur- inn oft átt í stríði við sjálfan sig og klofnað margsinnis, eins og kunnugt er. Það hefur auðvitað sett sitt mark á vegferð hans,“ segir Kjartan Jóhannsson, sem sat í form- annsstóli frá árinu 1980 til 1984, eða þar til Jón Baldvin Hannibalsson bauð sig fram gegn sitjandi formanni og felldi hann í kosningum. Kjartan segir að Alþýðuflokkurinn hafí staðið vörð um stöðu og kjör launafólks og þeirra, sem höllum fæti standa í þjóðfélag- inu. Hlutur hans í að koma á löggjöf um almannatryggingar verði seint ofmetinn, en hann hafl líka skilið að velferðarkerfinu séu takmörk sett og að. það yrði að vera reist á traustum og raunhæfum grunni. „Flokkurinn hefur beitt sér fyrir heilbrigð- um viðskiptaháttum og oft verið í farar- broddi á því sviði, á þeirri forsendu að ein- ungis með þeim hætti sé unnt að skapa traust efnahagslíf, sem er undirstaða góðra og öraggra lífskjara. Sömuleiðis hefur flokkurinn verið alþjóðlega sinnaður og lagt ríka áherslu á samstöðu okkar með grann- þjóðum og alþjóðlegri samvinnu. Á málefna- grundvelli hefur flokkurinn ágætt vega- nesti. Um þessar mundir er hann að koma út úr seinasta klofningi og er að rétta sig af eftir hann með sama hætti og hann hef- ur áður gert við sömu aðstæður." Aðspurður um framtíðarhorfur flokksins, segist Kjartan gera ráð fyrir því að hann muni halda hlut sínum í íslenskum stjórn- málum og verða áfram raunsær og framfa- rasinnaður stjórnmálaflokkur. „Heimurinn breytist ört. Stefnumið og áherslur verða að breytast í samræmi við það. Alþýðuflokk- urinn hefur sífellt endurnýjað sig stefnulega og ég efast ekki um að svo verði áfram. Hann hefur ágæta arfleifð að vernda og hugsjón til að hafa að leiðarljósi. Á þeim grunni hlýtur stefnan á hveijum tíma að markast og útfærast. Alþýðuflokkurinn hefur oft horft lengra fram á veginn en gerist og gengur í stjórnmálum. Það er stundum erfítt og ber ekki endilega ávöxt strax, en þannig eiga menn sérstakt erindi við fólkið. Sá sem á erindi, á sér góðar fram- tíðarhorfur." Þrjár meginástæður nefnir Kjartan þeg- ar talið berst að ástæðum þess að flokkur- inn hafi ekki náð þeirri fótfestu sem sam- bærilegir flokkar nágrannalandanna hafa náð. íslenskt þjóðfélag sé frábrugðið hinum að því leyti að hér eru færri verksmiðju- störf. Kjördæmaskipan hafi verið óhag- stæð flokknum og í þriðja lagi hafi klofningur innan hans verið mjög áberandi og tíður sem hljóti að hafa mikil áhrif á gengi í stjórnmálum. Sem formaður þurfti Kjartan að horfast í augu við klofning þegar Vilmundur Gylfason gekk út og til varð Banda- lag jafnaðarmanna. Og það nefnir hann einmitt sem eitt hið erfiðasta mál, sem hann þurfti að giíma við á formannsferli sínum. Að öðru leyti eru honum minnisstæðust ágæt kynni af mörgu og skemmtilegu fólki úr flokknum og utan hans sem og af erlend- um stjórnmálamönnum. Einnig á hann margar góðar minningar af ferðum um landið og fundahöldum, málefnaumræðum og skoðanaskiptum af vettvangi stjórnmál- anna. „Þetta voru miklir umrótstímar. Verðbólgan og baráttan við hana setti mjög mark sitt á þennan tíma. Ymislegt sem Alþýðuflokkurinn beitti sér fyrir þá til þess að ná tökum á henni og gera hreint í efnahagslífinu bar ekki nema takmarkað- an ávöxt strax, en átti þátt í því áratug síðar að stöðugleiki náðist og verðbólgan var kveðin niður. Hugmyndir okkar um kjarasáttmála náðu ekki fram að ganga þá, en samskonar hugmyndir urðu seinna liður í þeim árangri, sem náðst hefur í verðlagsmálum. Fiskveiðistefnan átti líka ríkan þátt í málefnastarfi okkar og mál- flutningi. Ofveiði og stóraukin afkastageta flotans umfram veiðiþol lá fyrir. Mótun stefnu til að bregðast við þessu var á frum- stigi og árekstrar út af henni voru oft býsna harðir. Stefnan mótaðist svo stig af stigi; Evrópuumræðan var líka á frum- stigi á íslandi, en á þessum árum og í kjöl- far þeirra voru fyrstu skrefin stigin til stefnumörkunar um samband okkar við Evrópu þótt EES-samningarnir kæmu ekki fyrr en miklu síðar,“ segir Kjartan. JON BALDVIN HANNIBALSSON Metnaðurinn miðar að 20-30% ÞEGAR Jón Baldvin Hannibalsson bauð sig fram til formennsku árið 1986, var staða flokksins vægast sagt slæm. Fylgið mældist 3% áiandsvísu þrátt fyrir að flokkurinn væri í stjórnarandstöðu. Hinn nýi formaður var með fastmótaðar hugmyndir um það hvernig ná ætti flokknum upp úr öldudalnum. Hann lagði fram ítarlega stefnuyfirlýsingu fyrir flokksþing um hvernig jafna ætti tekju- og eignaskiptingu landsmanna, reið síðan á vaðið og hélt eina hundrað fundi vítt og breitt um landið á árunum 1984-84 undir yfirskriftinni „Hveijir eiga ísland?“. Þessi herferð nýkjörins formanns leiddi til þess að flokkurinn rétti úr kútnum og mældist með 30% fylgi skv. skoðana- könnunum fyrir kosningar 1987. At- burðarás innan ann- arra flokka var hins- vegar ófyrirséð. Þor- steinn Pálsson, þá- verandi forsætisráð- herra, rak sam- flokksmann sinn Al- bert Guðmundsson úr ríkisstjóm og til varð Borgaraflokk- urinn, sem hlaut 10% fylgi í kosningum og tók þar með mikinn vind úr seglum Alþýðuflokksins á endasprett- inum, að sögn Jóns Baldvins. Alþýðuflokkur- inn fékk í kosningunum 15% fylgi. „Ég lýsti því þá yfir að ég vildi endurreisa viðreisnarsamstarfíð með tveggja flokka rík- isstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, en því miður náði flokkurinn ekki þeim styrk, sem dugði til að mynda slíka stjórn. Niðurstaðan varð þriggja flokka ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar með Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Sú stjórn entist að vísu stutt, í eitt ár, og við tók ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, með A-flokk- unum báðum. Sú stjórn kom ýmsum umbóta- málum fram. M.a. voru gerðir hinir frægu þjóðarsáttarsamningar og það tókst að kveða niður verðbólgudrauginn." Þegar formaðurinn lítur til baka, segist hann vera ánægður með hlut Alþýðuflokksins í ríkisstjórnarsamstarfi að því leyti að flokk- urinn hefur reynst vel verki farinn. „Alþýðu- flokkurinn hefur beitt sér fyrir hugmyndum, sem upphaflega hafa verið minnihlutaskoðanir og taldar róttækar, en smám saman unnið sér fylgi. Alþýðuflokkurinn er allt annarrar gerðar en t.d. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er breitt valdabandalag ráðandi afla í þjóðfélaginu sem tekist hefur að safna utan um sig fjöldafylgi, ekki vegna þess að hann er að beita sér fyrir breytingum, heldur vegna þess að hann er að gæta hagsmuna í ríkjandi ástandi." Jón Baldvin segir að metnaður Alþýðu- flokksins fyrir næstu þingkosningar miði að því að ná kjörfylgi á bilinu 20-30% þannig að hann hafi nægan styrk til þess að verða ráðandi um myndun ríkisstjórnar á granni nútímalegrar jafnaðarstefnu. Sú stefna var mörkuð í lok sjötta áratugarins og hefur flokk- urinn í raun fylgt henni æ síðan. „Þá kvað flokkurinn upp með það, einn flokka vinstra megin við miðju, að hann væri eindregið fylgj- andi markaðslausnum í efnahags- og atvinnu- lífi, að hann væri gagnrýninn á ríkisforsjá, skömmtunarkerfi, einokun og fákeppni og rökstuddi þessa skoðun sína með því að reynsl- an sýndi að samkeppni skilaði mestum hag- vexti, mestum verðmætum og mestri vald- dreifingu í efnahagslífinu. Hin hliðin á nútíma- legri jafnaðarstefnu er sú að flokkurinn bygg- ir áfram á siðferðilegum grunni um félagslega samábyrgð sem lýtur að því að standa vörð um velferðarríkið." Verkefni dagsins í dag eru, að sögn for- mannsins, að skapa forsendur fyrir samein- ingu jafnaðarmanna, sem væra miklu fleiri en 11,5% kjósenda. Engar forsendur væru hinsvegar fyrir því að tilgreina hvaða flokkur væri draumasamstarfsflokkurinn að svo komnu. Formaðurinn segist ekki hafa verið bitur þegar núverandi stjórn var mynduð eftir að flokkurinn hafði verið um átta ára skeið í stjórn eða frá 1987. „Það er engum um að kenna nema sjálfum okkur. Þeir, sem veiktu Alþýðuflokkinn með því að kljúfa hann, bera auðvitað höfuðábyrgð á því. Það er ekki við aðra að sakast. Ef að flokkurinn hefði haidið styrk sínum, hefði hann sömuleiðis haldið stöðu sinni og því málefnafrumkvæði, sem hann hefur átt í íslenskum stjórnmálum á undanförnum árum og vafalaust verið í stöðu til að vera ráðandi um það hvers konar rikis- stjórn hefði verið mynduð. Á það reyndi ekki.“ Að mati Jóns Baldvins var engin raunveru- leg ástæða fyrir klofningi á síðasta ári með útgöngu Jóhönnu Sigurðardóttur og stofnun Þjóðvaka og hann telur að ekkert réttlæti það að flokkarnir starfi hvor í sínu lagi enda seg- ist hann ekki sjá neinn mun á stefnu þessara tveggja flokka. „Ágreiningur í stjómarsam- starfi um einstakar tillögur réttlætir ekki klofning og er ekki forsenda stofnun nýrra flokka. Slík flokksbrot eiga sér ekki sjálfstæð- an tilverugrundvöll og hafa enga sjálfstæða hugmyndafræði til að standa á. Þetta voru pólitísk mistök. Að sama skapi viðurkenni ég að þetta hefur verið eitt erfíðasta tímabilið á mínum formannsferli enda vitum við hversu skaðlegar afleiðingar síendurtekinn klofningur getur haft, en miðað við þau spjót, sem stóðu á flokknum fyrir síðustu kosningar, má segja að við höfum unnið viðunandi varnarsignr." „Ég lít á núverandi ríkisstjórn sem einskon- ar biðstofu, nokkurs konar hlé á því sem kalla má nauðsynlega framfarasókn þjóðarinnar enda höfum við margfalda reynslu af því hvað ríkisstjórnir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks standa fyrir. Þar ná saman þeir flokkar, sem eru þess eðlis að ríkjandi hagsmunaöfl hafa sterkust ítök í þeim og þar af leiðandi er ekki mikilla breytinga að vænta. Þeir eru við völd valdanna vegna. Þeir stinga höfðinu í sandinn og segja að stærsta mál samtímans, aðild okkar að Evrópusambandinu, sé alls ekki á dagskrá." Formaður Alþýðuflokksins segir að þeim kapítula úr þjóðarsögunni, sem heiti „við- reisnardraumurinn“, sé lokið. „Reynslan af samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn sýndi að sá flokkur er ekki reiðubúinn til að taka þátt í umbreytingum, sem hægt er að líkja við hina róttæku tiltekt viðreisnarstjórnar. Undir núverandi forystu er Sjálfstæðisflokkurinn allt annars konar flokkur en hann þá var.“ Jón Baldvin segir að baráttumál Alþýðu- flokksins á komandi áram verði að stöðva þá öfugþróun, sem birtist í því að við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum. „Við þurf- um að leysa þann skipulagsvanda, sem háir okkar grundvallaratvinnulífi hvað varðar hið skelfilega landbúnaðarkerfi, sem við búum nú við, svo og að tryggja það að landsmenn allir njóti arðsemi af auðlindum sínum. Við þurfum að beina íslensku efnahags- og at- vinnulífi áfram í átt til aukinnar samkeppni og draga úr ríkisforsjá, einokun og fákeppni til að rétta hlut íslenskra neytenda því stað- reyndin er sú að ísland er orðið að láglauna- landi sem skýrist af ónógri samkeppni, mið- stýringu og ríkisforsjá. Á félagslega sviðinu þarf að stuðla að auknum jöfnuði, draga úr tilhneigingu, sem er ríkjandi, til vaxandi mis- skiptingar, en á grundvelli öflugs atvinnulífs. Við skorumst heldur ekki undan því að fást við vanda velferðarkerfisins en til þess þarf efnahagslífið að njóta stöðugleika. Stærsta áhyggjumál mitt þegar ég horfi til framtíðar er að okkur hefur mistekist að breikka tilverugrundvöll þessa þjóðfélags. ísland er enn verstöð og við erum nú ennþá háðari sjávarútvegi en áður fyrr. Hlutfall útflutnings hefur verið í stöðnun árum sam- an. Á sama tíma erum við að mennta þúsund- ir af ungu fólki innanlands sem utan til þess að búa það undir störf í fjölbreyttu og nútíma- legu þjónustuþjóðfélagi. Atgervisflótti er hættulegur fámennri eyþjóð. Skattakerfið hefur þróast þannig að jaðarskattar eru orðn- ir alltof háir og vinnuletjandi, og það torveld- ar barnafjölskyldum, sem hafa hvað mesta útgjaldaþörf, að vinna sig út úr skuldum. Til að leysa þennan vanda þurfum við m.a. að koma á veiðileyfagjaldi, sem er bæði réttlæt- is- og hagkvæmnismál, og við þurfum að koma á fjármagnstekjuskatti. Hann á að taka mið af því að menn borgi eftir efnum og ástæðum en ekki eins og núverandi tillögur gera ráð fyrir að lagður verði á 10% flatur skattur, sem er fyrst og fremst skattur á hinn venjulega sparifjáreiganda enda ekkert frítekjumark." I vor verða tólf ár liðin frá því að Jón Baldvin var kjörinn formaður. Er hann ekk- ert orðinn leiður? „Svo lengi sem ég tel að ég hafi verk að vinna í íslenskri pólitík, þá leyfí ég mér ekki þann munað að segja að þetta sé leiðinlegt eða vonlaust. En sú kemur tíð að ég get afhent keflið nýrri kynslóð, sem vonandi lætur drauminn rætast um Jafnaðar- mannaflokkinn sem stærsta flokk þjóðarinn- ar.“ Formaðurinn segir að ótalmargt standi upp úr á ferlinum, en nefnir EES-málið öðru frem- ur. „Það tók fjögur ár og þó það hafi oft verið erfitt og tvísýnt, er það stærsta stund- in á mínum pólitíska ferli að ná því máli í höfn. Persónulega þykir mér þó vænst um að hafa haft aðstöðu til að leggja lið sjálf- stæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, þegar þær þurftu á slíkum stuðningi að halda.“ Kjartan Jóhannsson Jón Baldvin Hannibalsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.