Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Fósturmóðir mín, ODDNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR frá Hofströnd, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurnesja 15. mars. Hún verður kvödd í kirkjunni í Ytri Njarð- vík föstudaginn 22. mars kl. 13.00. Sigmar Ingason. t Eiginmaður minn, faðir og afi, KRISTJÁN SIGURÐUR AÐALSTEINSSON fyrrv. skipstjóri á Gullfossi, Kleifarvegi 7, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 14. mars. Útförin verður auglýst síðar. Bára Ólafsdóttir, Erna Kristjánsdóttir, Kristján S. Guðmundsson, Ólafur S. Guðmundsson. Ástkær móðir^ okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA QUÐMUNDSDÓTTIR, Dalbraut 27, áður Hringbraut 87, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. mars kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Gylfi Jónsson, Guðrún Bergsveinsdóttir, Ólafur Rafn Jónsson, Danielle Somers, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HJARTAR JÓHANNSSONAR fyrrv. vörubifreiðastjóra, er lést 3. mars sl. Guðmundina Guðmundsdóttir, Unnur Hjartardóttir, Jóhann Guðmundsson, Oddur R. Hjartarson, Soffía Ágústsdóttir, Sigrún Hjartardóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNS HÓLM JÓNSSONAR, Réttarholtsvegi 35, Reykjavík. Elin Bjarnadóttir, Kristinn B. Jóhannsson, Sigrún Einarsdóttir, Hrönn G. Jóhannsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Jón A. Jóhannsson, Ólöf Stefánsdóttir, Pétur Jakob Jóhannsson, Sigurborg I. Sigurðardóttir og barnabörn. t Alúðarþakkir til ykkar allra, sem sýnduð okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KARLS F. THORARENSEN frá Gjögri, Vallholti 20, Selfossi. Regína Thorarensen, Hilmar F. Thorarensen, Ingigerður Þorsteinsdóttir, Guðbjörg K. Karlsdóttir, Búi Þór Birgisson, Guðrún E. Karlsdóttir, Rúnar Kristinsson, Emil Thorarensen, Bára Rut Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. NOEL JOHNSSON + Noel Johnsson fæddist 7. júlí 1899. Hann lést á heimili sínu í Pac- ific Beach í Banda- ríkjunum 21. jan- úar síðastliðinn. Þann 21. janúar síðastliðinn lést Noel Johnsson á heimili sínu í Pacific Beach í Bandaríkjunum, 96 ára að aldri. Hann fæddist þegar meðal- aldur karlmanna var 47 ár og kvenna að- eins hærri. Foreldrar hans voru bændur af norskum uppruna og í æsku tók hann fullan þátt í erfiðum bústörfunum líkt og aðrir í íjöl- skyldunni. Lífið á smábænum ein- kenndist af mikilli vinnu, hreinu lofti og útvist en mataræðið var óholit; sætar kökur, feitt kjöt, mest brasað og steikt. Noel gekk í herinn árið 1919 um það leyti sem Bandaríkin hófu þátt- töku sína í fyrri heimsstyijöldinni. Hann tók hins vegar aldrei þátt í bardögum því vopnahléi var komið á áður en hann lauk þjálfun sinni. í hemum hóf hann að stunda hnefa- leika og æfði reglulega fram til ársins 1941 að hann hætti alveg skipulegri líkamsrækt. Noel reykti og drakk töluvert magn af bjór líkt og margir samlandar hans. Hann sagði síðar að 38 ára gamall hafi hann verið verulega mæðinn og oft átt í öndunarerfiðleikum af völdum reykinga. Sjötugur var Noel Johnsson svo illa farinn af hreyfingarleysi, röngu mataræði og hjartasjúk- dómi að hann sagðist varla hafa getað lyft sígarettunni að vörun- um. Kona hans Zola og hann höfðu ætíð verið mjög samrýnd og dreymt sameiginlega dagdrauma um ferðalög og ánægjulegt líf á eftir- launaaldri. Þegar til kom var Noel hins vegar svo slappur að hann varla treysti sér út úr húsi. Zola veiktist alvar- lega og dó. Syni hans þótti nóg komið og hvatti föður sinn til að láta ekki fara eins fyrir sér. Noel tók mark á orðum hans, leit á sjálf- an sig í spegli og sá gamlan, of feitan karl. Hann vildi ekki verða byrði á fjölskyldu sinni og sneri blaðinu við hóf líkamsæfingar af miklum móð og gætti vel að matar- æði sínu. Hann kynntist fljótlega High Desert blómafrjókornum, drottningarhunangi og propolis og kvaðst þá hafa fundið æskubrunn- inn. „Frjókomin eru hin fullkomna fæða,“ sagði hann. Þá varð ekki aftur snúið og frá sjötugu og fram að níræðisaldri hljóp hann 21 mara- þon og setti fjölmörg heimsmet í sínum aldursflokki á hlaupabraut- inni. Níutíu og tveggja ára kláraði hann New York maraþonið elstur allra til að hafa lokið marþoni. Af því tilefni sagði hann við frétta- menn: „Við sköpum okkar eigin örlög og getum orðið það sem við viljum. Flest fólk á mínum aldri getur ekki einu sinni gengið og ÞORGRÍMUR JÓNSSON + Þorgrímur Jónsson fæddist í Höfn á Akranesi 27. mars 1913. Hann lést 10. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 15. mars. Fyrir mörgum ámm kynntumst við heiðurshjónunum Þorgrími og Margréti á Kúludalsá. Sameiginlegt áhugamál, hest- amir, leiddu til langra og ánægju- legra kynna. Oft var lagt af stað úr Kalmannsvík og haldið sem leið liggur að Kúludalsá. Móttökurnar voru alltaf jafn hlýjar og góðar. Þorgrímur og Margrét áttu marga góða hesta og þó að hann væri að mestu hættur að fara á bak, þá hafði hann mikið yndi af því að tala um hrossin sín og oft fórum við með þeim að skoða hópinn þeirra, einkum á vorin þegar litlu folöldin voru komin. En allt er þetta líf breytingum háð. Þú upplifðir mikla sorg við sonar- missinn og varst þá orðinn sjúkur sjálfur. Þá fundum við sem þekktum þig vel að þú trúðir á hið eilífa líf, svo styrkur varstu. Við hjónin og böm okkar þökkum þér allt, þú varst traustur maður og vinur vina þinna. Margrét mín og fjölskylda. Við vottum ykkur innilegustu samúð og biðjum guð að styrkja ykkur. Samúel og Fjóla, Linda og Guðni, Ólöf og Árni. t Eiginkona mín, GUÐRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Sléttuvegi 15, Reykjavík, lést í Landspítalanum 4. mars sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Haraldur Einarsson. t Faðir okkar, EGILL SIGURGEIRSSON hæstarréttarlögmaður, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. mars. Edda Urbancic, Agla Egilsdóttir, Ingibjörg Egilsdóttir, Jón Axel Egilsson, Guðrún Egilsdóttir. Ásta Egilsdóttir. þeir segja að ég hafi náð stórkost- legum árangri. Hvað þýðir það? Hvers vegna er það? Þannig þarf það ekki að vera.“ Þessa lífsspeki sína áréttaði hann í bók sinni Lifandi sönnun (The Living Proof) sem við félagarnir gáfum út í sameiningu í Bandaríkj- unum árið 1989. Við kynntumst um það leyti sem ég sjálfur fór að nota fijókornin og drottningarhunangið sem hann taldi sig eiga svo mikið að þakka og á tveggja ára tímabili ferðuðumst við um heiminn til að kynna afurðir býflugunnar og árangur Noels af notkun þeirra. Við gerðum víðreist um Bandaríkin, víða um Evrópu, meðal annars fór- um við til allra Norðurlandanna og síðast alla leið niður til Ástralíu. Þar tóku allar sjónvarpsstöðvar Ástrala á móti okkur og fjölluðu mikið um allt sem við tókum okkur fyrir hendur. Reyndar var sú raun- in hvar sem við komum að fólk flykktist um hann, spurði, spáði og spekúleraði út í þennan einstaka árangur sem þessi maður náði. Eitt New York maraþon Noels var mér heiður að kosta. Hann var einstaklega kurteis og þægilegur í viðkynningu og verður kannski best lýst þannig að hann hafi verið hvers manns hugljúfi. Noel kom til ís- lands árið 1983 og hljóp Reykjavík- ur maraþon. Margir Íslendingar eiga góðar minningar um dvöl hans hér. Noel trúði því að svarið við flest- um kvillum sem hijá mennina væri að finna í náttúrunni. Læknar höfðu dæmt hann nánast vesaling þegar hann var 65 ára og hjartað svo veilt að ekki væri vert að hann reyndi einu sinni að slá blettinn við húsið sitt og líftryggingarfélagið, hans hafði ógilt trygginguna. Noel sannaði að hægt er að snúa óheilla- þróuninni við og taka sér tak á hvaða aldri sem er. Hann taldi að blómafijókomin innihéldu öll nær- ingarefni sem líkaminn þarfnaðist til endumýjunar og uppbyggingar og sú vinna sem hann lagði í líkams- rækt legði svo til það sem á vantaði. Vísindamenn rannsökuðu hann oft og gerðu á honum ótal tilraun- ir. Áður hafði verið talið að hjarta og æðaskemmdir gætu ekki gengið til baka eða batnað eftir sjötugsald- ur en Noel neyddi rannsóknarmenn til að endurskoða þá kenningu. Sjálfur sagðist hann ekki sjá neina ástæðu gegn því að menn næðu 150 ára aldri og trúði því að blómafijó- kornunum væri að þakka sú bót sem orðin var á hjarta hans og krans- æðakerfi. Fijókornin væru ein besta fýrirbyggjandi meðferð sem völ væri á en læknisfræðin væri of upptekin af að greina og lækna einkenni til að gefa gaum að slíku. Vísindamenn og læknar kölluðu hann Superman en Noel var alla tið argur út í þann titil. Hann sagði: „Sterkasta aflið í mannskepnunni er sjálfsbjargarviðleitnin og ef þú heldur áfram að gera það sama alla tíð verður þú ætíð hinn sami.“ Hann var sannfærður um að hver sem er gæti náð sama árangri og hann sjálfur, vilji væri allt sem þyrfti. I upphafi hefði hann oft ver- ið kominn að því að gefast upp og renna í sama farið aftur. „Versti óvinur minn var ég sjálfur,“ sagði hann, „en ég gerði mér grein fyrir að ég yrði að hugsa sjálfstætt og taka sjálfur ábyrgð á eigin heilsu. Enginn annar gæti gert það fyrir mig.“ Nú er þessi merki afreksmaður látinn, af völdum hjartaáfalls að vísu, en þijátíu árum seinna en læknar spáðu fyrir um. Hann dó í svefni án nokkurra veikinda og aðeins örfáum árum frá því tak- marki sínu að lifa tvenn aldamót. Við hér á landi eigum góðar minn- ingar um heimsókn hans hingað og ekki síst þau okkar sem kynntumst honum náið. Þessum orðum er ætl- að að rifja upp gömul kynni og mæra einstakan ljúfling. Lífsspeki hans og viðhorf verða þeim sem kynna sér þau ógleymanleg. Hann á það sameiginlegt með norræna guðinum okkar Þór að hafa tekist á við Elli kerlingu og knésett hana. Ragnar Þjóðólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.