Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 10/3 -16/3 i%#|:____ Rannsókn á ásökun- ► ALLSHERJARNEFND Alþingis hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breyt- ingar á skaðabótalögum. Það felur í sér hækkun á margföldunarstuðli lag- anna úr 7,5 í 10 en það þýðir 33% hækkun á skaða- bótum. Talsmenn trygg- ingafélaga segja þetta óhjákvæmilega leiða til hækkunar á iðgjöldum. ► FISKAFLI í febrúar varð alls 452.000 tonn sem er um 170.000 tonnum meira en í sama mánuði í fyrra. Loðnuafli varð alls um 406.000 tonn, en í febr- úar í fyrra öfluðust 235.000 tonn af loðnu. Bolfiskafli varð alls um 38.400 tonn í febrúar. ► Fyrirtækin sem standa að Atlantsálverkefninu hafa ákveðið að endurskoða sam- vinnu við Landsvirkjun og ríkisstjóm fyrri áætlanir um verkefnið með það fyrir augum endurmeta hag- kvæmni þess að reisa álver á Keilisnesi. Iðnaðarráð- herra segir að með þessu sé Atlantsálverkefnið vakið af þeim dvala sem það hafi legið í síðastliðin flmm ár. ► LÖGREGLAN i Reykja- vík hefur tekið upp þá ný- breytni við kvaðningar til þeirra sem skulda sektir að einkennisklæddir lög- , reglumenn á vakt annast það að fyigja kvaðningun- um eftir og boða þá sem þurfa að mæta þjá lögreglu og ekki hafa staðið skil á sektargreiðslum. ► íbúar Hveragerðis vökn- uðu upp við snarpa jarð- skjálfta aðfaranótt fimmtu- dags og mældist sterkasti kippurinn 3,7 á Richter- kvarða. um í garð biskups RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að fram fari opinber rannsókn á ásökunum á hendur biskupi Íslands, hr. Ólafi Skúlasyni, um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar. Ákvörðun ríkis- saksóknara kemur í kjölfar greinar- gerðar frá biskupi þar sem krafist er rannsóknar á sakarefnunum. Biskup hafði áður farið fram á opinbera rann- sókn á þessu máli en Ríkissaksóknara- embættið taldi þá ekki tilefni ti! rann- sóknar að svo stöddu. Frumvarp um lífeyr- ismál ekki afgreitt nú FRUMVARP um breytingar á lífeyris- sjóði opinberra starfsmanna verður ekki afgreitt á þessu þingi í ósátt við kennara, að sögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segist vonast til að frumvarpið verði lagt fram sem fyrst. Hann segir að ef einstakir hagsmuna- hópar komi í veg fyrir eðlilegar breyt- ingar á lögum sjóðsins eigi ríkið engan annan kost í stöðunni en að loka sjóðn- um og ráða nýja ríkisstarfsmenn á öðrum kjörum. Leikhússtjóra LR vikið úr starfi MEIRIHLUTI leikhúsráðs Leikfélags Reykjavíkur hefur vikið Viðari Egg- ertssyni leik- hússtjóra úr starfi. For- maður LR segir að Við- ar hafi farið langt út fyrir umboð ieik- hússtjóra með því að bjóða nokkr- um leikurum viðbótargreiðslu vegna starfslokasamninga’án samþykkis leik- húsráðs. Borgarstjóri segir að sér finn- ist mjög mikil mistök felast í því hjá LR að segja Viðari upp, en hann segir ljóst að í málinu hafi málefni einstakl- inga vegið þyngra en veiferð leikhúss- ins sjálfs. Fjöldamorð í Skotlandi MAÐUR vopnaður fjórum skammbyss- um skaut sextán böm á aldrinum fimm og sex ára til bana í leikfimisal grunn- skóla í bænum Dunblane í Skotlandi á miðvikudag. Einnig myrti hann kennara bamanna og særði tólf böm. Að loknu ódæðisverkinu svipti maðurinn sig lífi. Þetta er skelfilegasta íjöldamorð, sem framið hefur verið með skotvopnum í Bretlandi og ríkir þjóðarsorg í landinu vegna atburðarins. Morðinginn hét Thomas Hamilton og er ekki vitað hvers vegna hann framdi morðin. íbúar Dun- blane segja Hamilton hafa verið úthróp- aðan fyrir að hafa verið afbrigðilegur. Hamilton var að sögn íbúa undarlegur einfari er ávallt gekk álútur og hafði dálæti á skotvopnum. Hann var rekinn úr stöðu skátaforingja árið 1974 vegna óviðurkvæmilegrar hegðunar. John Major forsætisráðherra og Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, heim- sóttu Dunblane á fóstudag og vottuðu íbúum bæjarins samúð sína. Nýr formaður jafnaðarmanna GÖRAN Persson fjármálaráðherra var á föstudag kjörinn formaður sænska jafnaðarmanna- flokksins. Tekur hann við embættinu af Ingvar Carlsson, fráfarandi forsætis- ráðherra. Persson nýtur virðingar á fjármálamörkuðum og meðal erlendra fjárfesta fyrir að- gerðir tii að lækka skuldir hins opin- bera. Vinstrimenn í röðum jafnaðar- manna hafa hins vegar gagnrýnt hann frir niðurskurðinn á velferðarkerfinu. Göran Persson ► LEIÐTOGAR 27 ríbja komu saman í Egyptalandi á miðvikudag til að ræða frið í Miðausturlöndum. Fordæmdu leiðtogarnir hermdarverk af öllu tagi og hvöttu til að friðarviðræð- um araba og ísraela yrði haldið áfram. Hosni Mubar- ak Egyptalandsforseti lýsti yfir ánægju sinni með fund- inn og sagði að fjármögnun hermdarverkasamtaka yrði stöðvuð. Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hélt til ísrael að loknum fundinum og hét þar fullum stuðningi í bar- áttunni við hryðjuverka- menn. ► FÉLAGI í mótórhjóla- klúbbnum Bandidos var skotinn til bana á Kastrup- flugvelli í Kaupmannahöfn á sunnudag og þrír særðust í skotárás, sem talið er að félagar í Hells Angels hafi staðið á bak við. ► BOB Dole öidungadeild- arþingmaður sigraði með yfirburðum í forkosningum repúblikana í sjö ríkjum á þriðjudag. Hann hefur nú tryggt sér 717 kjörmenn, en þarf tæplega þúsund til að verða tilnefndur sem for- setaefni flokksins á flokks- þingi. Auðjöfurinn Steve Forbes tilkynnti í kjölfarið að hann hygðist draga sig í hlé í baráttunni. Dole gaf í vikunni i skyn að hann hefði hug á að Colin Pow- ell, fyrrverandi forset her- ráðsins, yrði varaforseta- efni hans. FRÉTTIR Áður ókunn kirkjuteikning eftir Rögnvald Ólafsson komin í ljós FRAMSTAFN Bakkagerðis- BAKKAGERÐISKIRKJA eftir Rögnvald Ólafsson húsameistara. kirkju. Teikningarnar eru merktar marz-apríl 1912. Merkur fundur eftir 85 ár FUNDIST hafa á Borgarfirði eystra teikningar eftir Rögnvald Ólafsson húsameistara frá 1911 af kirkju sem aldrei hefur verið reist, en virð- ist hafa verið ætlaður staður á Borgarfirði. Bakkagerðiskirkja á Borgarfírði eystri var hins vegar reist fyrr, eða 1901. Teikningarnar fundust eftir að ábendingar þar að lútandi bárust frá Þorsteini Guð- mundssyni, brottfluttum Borgfírð- ingi, sem hafði afhent þær eystra fyrir um 6-7 árum síðan. Þorsteinn segir að teikningarnar hafí hann fundið í dánarbúi föður síns, Guðmundar Einarssonar, sem starfaði lengi sem smiður á Borgar- firði, ásamt teikningum Sigurðar Hannessonar af kirkjunni í Húsavík í Borgarfjarðarhreppi. Guðmundur lést árið 1937 og kveðst Þorsteinn ekki kunna neinar skýringar á því að teikningar Rögnváldar hafi kom- ist í eigu föður síns. Ekkert vitað um uppruna „Þessir pappírar voru í hans fór- um, undirskrifaðir af Rögnvaldi, en ég heyrði föður minn aldrei ræða um þá eða veit hvernig hann fékk teikningamar í hendur. Ég ákvað að fara með teikningarnar austur því að ég áleit að þær ættu heima þar,“ segir Þorsteinn. „Ég vissi að Rögnvaldur var frægur arkitekt og höfundur margra merkra kirkna og bygginga annarra, þannig að ég gerði mér vel grein fyrir gildi þeirra.“ Séra Sverrir Haraldsson, fyrrver- andi sóknarprestur á Borgarfirði eystra, veitti skjölunum viðtöku á sínum tíma og ákvað í samráði við eiginkonu sína að setja þau í geymslu á bókasafninu þar. Teikn- ingarnar lágu þar í kyrrþey þangað til umræða um skemmdir á Bakka- gerðiskirkju hófst fyrir skömmu, en þá hafði Þorsteinn samband við menn eystra sem leituðu teikning- arnar uppi. Þær em nú geymdar í eldtraustum skáp i bankaútibúinu á Borgarfirði eystra. „Teikning Rögnvaldar er gerð einum áratug eftir að Bakkagerðis- kirkja er reist, þannig að ég botna ekkert í því hvernig á henni stend- ur. Það veit enginn af hveiju Rögn- valdur teiknaði þessa kirkju eða hvernig varðveislu þessara skjala var háttað síðan,“ segir Sverrir. Fögur en látlaus Hann segir kirkjuteikninguna fallega en látlausa. „Það hefði verið mikill sómi að þessari kirkju, þótt hún sé ekki með hinum sérstaka listisvip Rögnvaldar eins og sjá má á Húsavíkurkirkju," segir hann. Rögnvaldur Ólafsson (1874- 1917) nam byggingarlist fyrstur íslendinga en lauk ekki námi sínu í Kaupmannahöfn sökum veikinda. Hann starfaði sem ráðunautur landsstjórnarinnar um húsagerð frá 1904 og teiknaði jafnframt fjölda bygginga, einkum í anda þjóðlegrar rómantíkur og nýklassísks stíls. Rögnvaldur hannaði m.a. Húsavík- urkirkju sem var reist á árunum 1905-1907, berklahælið á Vífils- stöðum 1910, Þjóðkirkjuna í Hafn- arfirði sem var reist 1912-1914 og Pósthúsið við Pósthússtræti í Reykjavík sem var byggt á árunum 1914-1915. Garðar Halldórsson húsameistari ríksins kveður sér ekki hafa verið kunnugt um umrædda teikningu, en embættið geymir megnið áf gögnum Rögnvaídar. „Það vantar hins vegar talsvert SÉÐ inn kirkjuskipið upp að altarinu. Predikunarstóllinn er gamall og sá hinn sami og er nú í kirkjunni á Bakka- gerði í Borgarfirði eystra. inn í safnið og teikningar hans hafa lent á ýmsum stöðum. Hann var sjúklingur seinustu ár ævi sínnar og það getur verið að farist hafi fyrir að halda utan um þessi skjöl og muni. Mest af því sem Rögnvald- ur teiknaði var reist, en ég veit þó um hús sem hann gerði tillögur að en voru ekki byggð á sínum tíma,“ segir Garðar. Merkur fundur ef að líkum lætur Hann segir að teikninga Rögn- valdar sé gætt eins og menningar- sögulegra verðmæta, enda um frumrit að ræða og mörg þeirra afar vel gerð og mikil vinna að baki þeim. „Við reiknum með að þetta séu verðmæti sem þjóðir geymir í fram- tíðinni á Þjóðskjalasafninu því þær hafa mikið varðveislugildi sem hluti menningararfsins. Það er til mikið af teikningum eftir Rögnvald en hver og ein hefur mikið gildi, þann- ig að ég tel mjög sennilega um merkan fund að ræða á Borgarfirði eystra," segir hann. Garðar segir að farið verði í gegnum muni Rögnvaldar vegna fundarins eystra og kannað hvort að einhveijar heimildir séu til um kirkjuteikningu þessa, afrit eða frumrit. Morgunblaðið/Þorkell 80 ára af- mæli Alþýðu- flokksins MARGVÍSLEG hátíðahöld eru í tilefni af áttatíu ára afmæli Alþýðuflokksiuns í ár. Þess var meðal annars minnst með kvöldverðarhófi í Borgartúni 6 á föstudagskvöld, en á mynd- inni eru tveir fyrrverandi for- menn flokksins með núverandi formanni. Taldir frá vinstri Gylfi Þ. Gíslason, Jón Baldvin Hannibalsson og Benedikt Gröndal. t I P t ' M € í. ■ I I c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.