Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt félag lyfsölu- leyfishafa stofnað STOFNAÐ hefur verið Félag ís- lenskra lyfsöluleyfishafa og er gert ráð fyrir að það taki við hlutverki Apótekarafélags íslands, en gamla félaginu verði lokað og það hætti að taka við nýjum meðlimum. í nýja félaginu geta allir gerst félagar sem hafa lyfsöluleyfi hér á landi. Stofnfundur félagsins var haldinn 9. mars síðastliðinn að loknum aðal- fundi Apótekarafélagsins. Formaður undirbúningsstjómar var kjörinn Vilhelm H. Lúðvíksson, en aðrir í stjóm em Hanna María Siggeirs- dóttir og Sigurður G. Jónsson. Gert er ráð fyrir að framhaldsstofnfundur hins nýja félags verði haldinn síðari hluta aprílmánaðar, en markmið fé- lagsins er að standa vörð um hags- muni lyfsöluleyfishafa, skapa félags- mönnum samstarfsgrundvöll og auka skilning og kynni þeirra á milli. Litlar breytingar á lögum Vilhelm sagði að nýja félagið ætti að geta haft alla lyfsöluleyfishafa innan sinna vébanda og gæta hags- muna þeirra, hafa áhrif á löggjöf um þau málefni sem snerta félags- menn og starfsemi þeirra og annast gerð kjarasamninga fyrir hönd fé- lagsmanna. Vilhelm sagði að litlar breytingar væru á lögum þessa félags frá þeim lögum sem giltu í gamla félaginu. Hins vegar hefði þótt henta betur að stofna nýtt félag heldur en breyta lögum þess eldra, enda ætti gamla félagið ýmsar eignir og fleira, sem ekki þætti eðlilegt að útdeila til þeirra sem væru að koma nýir inn. Ætlunin væri að menn reyndu að finna sér sameiginlegan starfsgrun- dvöll í nýja félaginu, þó að sjónarm- iðin væru mismunandi á milli þeirra sem hefðu verið í gamla Apótekara- félaginu og þeirra sem kæmu nú nýir inn vegna breytinga á lögum. Akrafjalls- vegur boðinn út VEGAGERÐIN hefur boðið út fyrsta áfanga í vegagerð sem tengist gerð Hvalfjarðarganga. Um er að ræða styrkingu Akra- fjallsvegar frá Leyni við Akra- nes að aðkomuvegi ganga í landi Innra-Hólms og lagningu bund- ins slitlags á veginn. Vegagerðin er meðal annars tilkomin vegna aukinnar um- ferðar um veginn vegna jarð- gangagerðarinnar. Aðalvegur- inn frá göngunum til Akraness og hringvegurinn austur fyrir Akrafjall verða boðnir út í sum- ar. Núverandi Akranesvegur mun verða innansveitarvegur eftir að göngin verða tilbúin. Kókaínsmyglið í Höfn Málið dregst álanginn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. RANNSÓKN á kókaínsmygli, sem tvítug íslensk stúlka er grunuð um aðild að, fer enn fram fyrir luktum dyrum. Gæsluvarðhald hennar hefur verið framlengt og hún situr enn í einangrun eins og Nígeríu- mennimir tveir, sem handteknir hafa verið í sambandi við málið. Stúlkan hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. arlega oft virðist koma fyrir að ófagmannlega sé að smyglinu staðið þrátt fyrir að farmurinn sé að verðmæti tuga milljóna króna. Vera má að þeir snjöllu sleppi, en mjög margir þeirra, sem teknir eru við eftirlit á flugvellinum, hafa efnin ekki sérlega vel falin í far- angri sínum. Leiifárvogur Gmndar- tangj. Akrafjall yJpHubunga ...s'sy's ýa/lsvegur Akranes ‘^Jarðgöng Hvalfjarbargöng og fyrirhugabar vegtengingar Styrking vegar sem nu er boðin út. Þessi vegur heitir nú AkrafjalLvegur en mun verða nefndur Innnesvegur og Innrahólmsvegur Slökkviliðsmenn um málefni Neyðarlínunnar Hafna alfarið að mál- ið snúist um kjaramál Efnið í handtöskunni Eins og áður hefur komið fram var stúlkan tekin á Kastrupflug- velli með 2,5 kg af kókaíni. Efnið var í handtösku hennar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins fara um 70 prósent af kókaínsöl- unni í Kaupmannahöfn um Vestur- brú, sem er hverfið við járnabraut- arstöðina, og ekki er ósennilegt að flest „burðardýrin“ séu ráðin þar, eða á knæpum í miðborginni. Að sögn kunnugra er sjaldnast hægt að leita uppi slík tilboð, held- ur er þeim komið á framfæri við fólk. „Ráðningin“ fer fram á tilvilj- anakenndan hátt á þeim stöðum, sem eiturlyfjasalar og handlangar- ar þeirra stunda. Það vekur furðu þeirra sem vinna að fíkniefnamálum hve und- í»«rj«nWaWti "-*'>M-axxsss;x:. MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 40 blaðsíðna blaðauki sem nefnist Fermingar. For- síðumynd Kristins Ingvarsson- ar er af fermingarstúlkunni Rakel Ósk Halldórsdóttur í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. Hár- greiðslu Rakelar annaðist Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir á hárgreiðslustofunni Kristu. SLÖKKVILIÐSMENN hafna því alfarið að afstaða þeirra í máli Neyðarlínunnar hf. snúist um kjaramál þeirra eins og haft var eftir aðstoðarmanni dómsmálaráð- herra í Morgunblaðinu í gær. Höskuldur Einarsson, aðstoðar- varðstjóri hjá Slökkviliðinu í Reykjavík og einn fulltrúa starfs- manna, segir að slökkviliðsmönn- um hafi aldrei verið boðið að starfa Vh ár hjá Neyðarlínunni hf. og hverfa síðan aftur til starfa hjá slökkviliðinu eins og aðstoðarmað- BRIDSSPIL ARAR víðs vegar að af landinu fjölmenntu á föstudag til höfuðborgarinnar en þá hófst 40 sveita undankeppni íslands- mótsins í sveitakeppni. Margir þekktir athafnamenn koma til ur dómsmálaráðherra hélt fram. Þá sagði hann slökkviliðsmönnum aldrei hafa verið boðin hærri laun enda snúist málið ekki um það. Höskuldur segir að slökkviliðs- menn annist nú neyðarsímsvörun fyrir mestan hluta laridsins en Slysavarnafélagið svari fyrir lítinn hluta landsins. Þessu eigi hins veg- ar að fara að breyta og stækka svæði Slysavarnafélagsins. „Þar er fólk sem ekki hefur þjálfun til að svara,“ segir hann. keppninnar sem oft á tíðum skil- ar óvæntum úrslitum. Spilað er um 10 sæti í úrslitakeppninni, sem fram fer um bænadagana. Undankeppninni lýkur um kvöld- matarleytið í dag. Nýstárlegt hestamót Gradda- mótí Gunnars- holti ALLNÝSTÁRLEGT hestamót verð- ur haldið í Gunnarsholti sunnudag- inn 24. mars nk. þegar Stóðhesta- stöðin í Gunnarsholti og Skeið- mannafélagið efna til svo kallaðs „Graddamóts ’96“. Er þar um að ræða mót fyrir stóðhesta en keppn- isgreinar eru tölt og 150 metra skeið. Eins og skilja má af nafni móts- ins er aðeins heimilt að mæta til leiks með heila hesta eins og Har- aldur Sveinsson, stjómarmaður stöðvarinnar, orðaði það og má af þeim orðum ætla að kannað verði á mótsdag hvort allir hestarnir sem mæta til leiks séu heilir milli aftur- fóta. Meðal verðlauna má nefna að Hrossaræktarsamband Suðurlands gefur folatolla í fyrstu verðlaun í hvorri grein, í skeiði er það folatoll- ur hjá Reyk frá Hoftúni og í tölti folatollur hjá Andvara frá Ey. Vitað er að mikill fjöldi stóðhesta er í góðri þjálfun um þessar mundir og verður fróðlegt að sjá kynbótahest- ana samankomna á þessum árs- tíma. Skráning er ekki hafin en henni lýkur föstudaginn 22. mars. Heyrst hefur að í skeiðið muni mæta Svartur frá Unalæk, Reykur frá Hoftúni og Kveikur frá Mið- sitju. Ekki hafa nein nöfn verið nefnd jafn ákveðið vegna þátttöku í töltkeppninni en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins munu eig- endur og aðstandendur Oríons frá Litla-Bergi, Víkings frá Voðmúla- stöðum og Loga frá Skarði vera að hugsa alvarlega um þátttöku. >» Islandsmeistaramót í brids afkoman ►Þeir sem hafa verið forsjálir og sjá fram á tekjuafgang á elliárum, fá ekki notið þessa inni á elliheimil- um þar sem tryggingakerfið tekju- tengir þátt þjónustuþega í vist- gjöldum. /10 Frelsunarguðfræð- ingaráundanhaldi ►Páfagarður herðirtökin á kirkj- ’unniíRómönskuAmeríku. /13 í tísku að taka til ►Af átta ungum stúlkum að norð- an, sem töldu kunnáttu sína í heim- ilisfræðum ekki upp á marga fiska og hófu því hússtjómarnám sunn- anheiða. /20 Tvö skref áfram og eitt afturábak ►í Viðskiptum/At'.nnnulífi á sunnudegi er rætt við Áma Zop- haníasson í Miðlun. /24 B ► l-32 Vatnaveröld ►í sjóvarpsþáttaröð sinni Sporða- köst hefur kvikmyndagerðarmað- urinn Börkur Bragi Baldvinsson ásamttækniliði sínu freistað þess að komast í návígi við vatnabúana í veiðiám landsins og fanga þá vatnaveröld sem þeir lifa og hrær- astí. /1 Mig fór að dreyma fólk um nætur ► Nú standa yfir tökur á kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir eyjabálki Einars Kárason, sem segir hér m.a. frá tilurð sagnanna. /4 Hrunadansinn Mardi Gras ►Árstíðahátíðin mikla í New Orle- ans með augum Þorkels Þorkels- son. /16 FERÐALÖG ► 1-4 Flórída ►Um Fort Myers, borgar pálm- anna, þar sem m.a. er að finna heimili, tilraunastofu og fjölskrúð- ugan garð Tómasar Alva Edisons. /3 Alparnir bráðna... ►Þverrandi aðdráttarafl austurrí- skra og svissneskra skíða- brekkna. /3 13 BÍLAR ________________ ► 1-4 Nýr Lancer ► NÝI Lancerinn, sem nú er sýnd- ur á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf, verður kynntur hjá Heklu hf. um næstu helgi. /1 Reynsluakstur ►Vel búinn Carina E og hljóðlátur á hraðbrautum. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Skák 44 Leiðari 28 Fólk í fréttum 46 Helgispjall 28 Bíó/dans 48 Reykjavíkurbréf 28 íþróttir 52 Minningar 36 Útvarp/sjónvarp 53 Myndasögur 42 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 42 Mannlífsstr. 10b ídag 44 Dægurtónlist 12b Brids 44 Kvikmyndir 14b Stjömuspá 44 INNLENDAR Fí tÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.