Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kann ungt fólk til almennra húsverka eins og að þrífa, strauja, elda og yf- irleitt að þjóna sér? Er þetta eitthvað sem lærist af sjálfu sér eða er betra að læra vinnubrögðin í skóla? Hildur Frið- riksdóttir komst að því að átta ungar stúlkur að norðan töldu kunnáttu sína ekki upp á marga fiska og hófu því hússtjómamám. STÓRA, virðulega húsið sem stendur á horni Sólvalla- götu og Blómvallagötu hefur ætíð haft einhverja dulúð yfir sér. Sú var tíðin að börn- in í nágrenninu horfðu stórum aug- um inn fyrir garðshliðið og mændu á húsið þaðan sem kökuilmurinn og matarlyktin barst daglega. Ungu piltarnir spígsporuðu aftur á móti framhjá eins oft og kostur var í þeirri von að einhver blómarósanna, sem þar var við nám, yrði á vegi þeirra. Nú eru börnin að mestu horfin af götunum og komin í leikskóla, þar sem þau fá sjálf að „elda“ og ungu mennirnir eru hættir að spíg- spora fyrir utan en hitta stúlkurnar þess í stað á pöbbum eða öðrum opinberum stöðum. Þó svo að þessi tími sé liðinn og hraðinn og framabrautin sé róman- tíkinni yfírsterkari er aðsóknin að Hússtjórnarskóla Reykjavíkur aftur farin að glæðast og færri komist að en vilja. „Hússtjórnarnám er á uppleið,“ sögðu átta kátar stúlkur sem gáfu sér tíma til að líta upp frá saumaskap og matartilbúningi stutta stund og rabba við blaða- mann. Stúlkurnar eiga það sameiginlegt að hafa lokið stúdentsprófi frá MA vorið 1995 eða prófi frá Verk- menntaskólanum á Akureyri nú um áramótin. Ein þeirra, Sólveig Val- geirsdóttir, er undantekning en hún flutti sig yfir í Kvennaskólann eftir tveggja ára nám í MA og lauk stúd- entsprófi þaðan síðastliðið vor. Stúlkurnar eru Unnur Ragnarsdótt- ir, Steinunn María Þórsdóttir, Lilja Rögnvaldsdóttir, Sigurlaug Hauks- dóttir, Inga Robertsdóttir, Þorgerð- ur Sævarsdóttir og Svanhildur Áskelsdóttir. Þegar þær eru spurðar hvers vegna fímm mánaða hússtjómamám hafi orðið fyrir valinu kemur' í ljós að þær vildu afla sér verklegrar kunnáttu, enda búnar að fá nóg af bóknámi að svo stöddu. „Ég ákvað þetta fyrir löngu því ég er ekki sú sleipasta í eldhúsinu," segir Þorgerð- ur. Undir þetta taka hinar og segja að gott sé að kunna að sauma, pijóna og elda mat. Sumar em þó engir viðvaningar því þær eru famar að búa og þekkja það að sjá um heim- ili. Þær stefna allar á annað nám og nefna ljósmæðra- og fóstmnám, hjúkmn, viðskiptafræði, sögu og eina þeirra, Ingu, segist langa til að verða hundaþjálfari. Góður heimanmundur Tuttugu og fjórar stúlkur á aldr- inum 16-26 ára em í skólanum og skiptast þær í tvo hópa, sauma- og matreiðsluhóp. Eftir fyrstu átta vik- urnar demba þær sem hafa verið í eldamennsku sér í saumaskapinn og öfugt. „Maður lærir svo margt hér eins og að vinna skipulega í eldhúsinu og treysta á sjálfa sig,“ segir Sólveig, sem er í matreiðslu- hópnum. „Við eiguni að sauma dragt, vöggusett, brauðdúk, barna- náttföt, buxur eða pils, jakka og skírnarkjól," segir Svanhildur sem tilheyrir saumahópnum. „Við emm líka í ræstingu einu sinni í viku og þá þrífum við allt húsið, Iæmm að pússa skó, strauja skyrtur, pússa silfur og ýmislegt annað.“ „Það er ágætis heimanmundur, sem þið búið að,“ skýtur blaðamað- ur inn í fullur aðdáunar. „Þetta er erfiðara en ég hélt,“ segir Unnur. „Skólinn er frá 8.30-16.30 og við sitjum við að prjóna og sauma meiripart dags. Það dugir þó ekki til, svo að oft sitjum við líka við á kvöldin.“ Báðir hóparnir byrja í bóklegUm tímum fyrst á morgnana, t.d. í næringarfræði fjölskyldufræði eða vömfræði. „Síðan er morgunmatur og upp úr því byrjum við í mat- reiðsluhópnum strax að elda hádeg- ismat og að baka fyrir kaffítím- ann,“ segir Lilja. Athugasemd um hvort ekki sé erfitt að passa auka- kílóin innan um allan þennan bakst- ur og matargerð svara þær með þeim orðum að alla vega grennist þær ekki, þó að húsið sé á fjórum hæðum og það kosti mikil hlaup. Læra borðsiði Meðal þess sem þær læra er að bera á borð og þjóna. „Fyrst leist okkur ekkert á borðsiðina eins og að mega ekki hafa olnboga uppi á borði,“ segir Þorgerður og síðan hefst mikil umræða um borðvenjur. Nú segjast þær strax taka eftir hvernig fólk hegðar sér á veitinga- húsum og hvort þjónarnir fari rétt að. „Það er ekkert skrýtið þó að fólk kunni ekki borðsiði lengur, því enginn hefur tíma til að setjast nið- ur og borða í rólegheitum," segir Unnur. „Mér finnst reyndar einum of að sitja alltaf í 90° stellingu, ekki með olnbogana uppi á borði. Ég geri það ekki heima hjá mér,“ ljóstrar Steinunn upp. Undir þetta taka fleiri. „Það er samt munur að kunna sig þegar maður er í matar- boði eða úti að borða," segir Sigur- INGIBJÖRG Þórarinsdóttir, skólastjóri Hús- stjórnarskóla Reykjavíkur, segir að ásóknin í námið sé að aukast. K M P, 1 sn G E R I R E K K I F-19.2 Heildarrúmmál 180 Itr. í m • Kæliskápur: 166 lítrar ■ «2 færanlegar hiilur i • 2 grænm. og ávaxtaskúffur i • Færanlegar hillur innan á hurð i» Frystihólf: 14 lítrar 1 • 1 hólf • 102 x 54 x 55 cm (h-hr-d) «sjlýssal lF-23.2 Heildarrúmmál 220 Itr. .•• Kæliskápur: 206 lítrar 3 færanlegar hillur 2 grænm. og ávaxtaskúffur « - Færanlegar hillur innan á hurö, • Frystihólf: 14 lítrar ! • 1 hólf )• 121,5 x 54 x 55 cm (h-br-d) | ’T'—j, j ;F-2S Heildarrúmmál 240 Itr. Kælískápur: 184 lítrar • 4 færanlegar hillur • 2 grænm. og ávaxtaskúffur * • Færanlegar hillur innan á hurö j • Frystiskápur: 56 lítrar • 2 hillur ]• 139,5x54x55cm(h-br-d) J ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.