Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Mótað rými Norræna kvikmyndahátíðin í Rúðuborg Agnes og sænsk erótík o g danskar heimildarmyndir MYNPUST G a 11 c rí Ingólfsstræti 8 HÖGGMYNDIR Kristinn E. Hrafnsson. Opið alia daga (nema mánud.) kl. 14-18 til 28. mars. Aðgangur ókeypis MYNDHÖGGVARAR eru sam- kvæmt eðli miðilsins öðru fremur að fást við samspil forms og rým- is. í gegnum aldimar hefur list- sköpun þeirra öðru fremur falist í að móta formin, eins og t.d. má sjá í kraftalegum höggmyndum Michelangelos jafnt sem ljúflegum draumsveinum Thorvaldsens. A þessari öld hafa listamenn tekið að leggja ekki síðri áherslu á mót- un þess rýmis sem höggmyndir koma inn í, bæði sem hlutir og áhrifavaldar á umhverfið. í því samhengi er einfalt að benda á verk jafnólíkra listamanna og Henry Moore og Richard Serra, sem báðir hafa haft gífurleg áhrif á hvemig rýmishugsun högg- myndalistarinnar hefur þróast á öldinni. Kristinn E. Hrafnsson hefur í verkum sínum einkum tekist á við þá þætti náttúruaflanna, sem eiga drýgstan þátt í að móta umhverfí okkar í heild. Orka vatnsins, guf- unnar, jarðskorpunnar - allt hefur þetta mótað umhverflð og lífsgæði þess, sem maðurinn leitast síðan við að virkja sér til hagsbóta. í tveimur verkanna á sýningunni hér heldur Kristinn áfram á þess- um vettvangi, þegar hann fjallar á Ijóðrænan hátt um mótunaráhrif vatns, annars vegar á suðurströnd- ina - frá Garði að Eystrahomi - og hins vegar á leiðinni frá ijalli til strandar. Rými landsins er þannig mótað með einföldum dráttum. Framlag listamannsins felst hins vegar bæði í eðli fram- setningarinnar (sandblásin teikn- ing á granít) og því skáldaleyfi sem hann tekur sér um hana, þ.e. skipt- ingu lína, flata og tenginga, sem áhorfandinn leitast við að skapa heild úr á ný. í öðram verkum hér er unnið út frá umbúðum, þar sem einnig er verið að taka fyrir mótun rýmis- ins, eða eins og listamaðurinn orð- ar það í viðtali í sýningarskrá: „Þetta era pakkningar utan af reiknivélum, tölvum eða sjónvörp- um. Alveg eins og landið umhverf- is vötnin era sama fyrirbæri og umbúðirnar utan um þessa fram- leiddu hluti. Kannski er umhverfið bara til í stærðum?“ Þarna er komið að eiginlegu manngerðu umhverfi, þar sem mótunin miðast við þá vernd sem umbúðimar eiga að veita, en efnis- valið aðeins við fáfengileik einnota- lífsins. Kristinn tekur fyrir létt- vægan umbúnað þeirra tækja, sem eru vel á veg komin með að taka yfír alla stjóm á lífsmynstri manns- ins, og gefur honum aukið vægi með því að breyta plasti í pottjárn og tóminu í steinsteypu eða granít - umbreyting sem er í fullu sam- ræmi við þyngd og vægi hins vél- ræna en líflausa heims tækjanna. í ljósi þessa fjalla verk lista- mannsins ekki lengur aðeins um rýmið skilningi náttúruaflanna, heldur einnig um á hvern hátt lífi mannsins er markað ákveðið um- KRISTINN E. Hrafnsson við verk sín. hverfi. Vatnið holar steininn, gref- ur farvegi og mótar land, en tækn- in þjónar manninum, býður honum þægindi - en gerir hann um leið háðan sér og þrengir að lokum að honum á kostnað þess umhverfís, sem náttúran hefur mótað. Eiríkur Þorláksson NORRÆNU kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg iýkur í dag eftir 11 daga úthald. Agnes er eina íslenska myndin á hátíðinni og meðal átta sem keppa til verðlauna. íslending- ar eiga þó hlut í fleiri aðalmyndum hátíðarinnar, Hilmar Örn Hilmars- son samdi tónlistina í norsku mynd- inni Pan og Skapti Guðmundsson var klippari Eggs, sem líka er norsk. Yfir 300.000 manns sækja hátíðina nú eins og síðustu ár, hún er virt í Frakklandi og nýtur sérstakra vin- sælda ungs fólks. Enda hafa ungir leikstjórar tekið þátt í auknum mæli, komið úr skugga meistara á borð við Dreyer og Bergman, eins og aðstandendur hátíðarinnar segja. Norrænar myndir hafa laðað fólk að Rúðuborg árlega síðan 1988. Nú eru þær líka sýndar í grennd- inni, í Havre og Dieppe, gefið er út dagblað hátíðarinnar og mynd- band sýnt um hvern dag. í lokin veitir dómnefnd verðlaun fyrir bestu myndina og besta leik karls og konu. Jafnframt kjósa áhorfendur og ungir áhorfendur bestu mynd- ina. íslenska myndin Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen hlaut aðalverð- laun dómnefndar 1993, en annars kannast líklega flestir við verð- launamyndina frá 1988, Gestaboð Babettu eftir Daniel Axel. Auk myndanna sem keppa til verðlauna hafa átta glænýjar kvik- myndir fengið að rúlla á hátiðinni. Bo Widerberg virðist stjarna norrænu kvik- myndahátíðarinnar í Rúðuborg í ár. Yfirlit mynda hans fæst á há- tíðinni og sú nýjasta keppir til verðlauna við íslensku myndina Agnesi meðal annarra. Þórunn Þórsdóttir skoðaði dagskrána. Tvær þeirra frá Litháen því Eystra- saltslöndin þrjú hafa síðan 1992 verið með. í ár hefur jafnframt gefist færi á að sjá myndir þriggja meistara: Bo Widerberg, sem raun- ar hefur nýjustu mynd sína í keppn- inni, danska heimildarmynda- mannsins Jörgens Roos og norska brautryðjandans Tancred Ibsen. Minning fínnska leikarans Matti Pellonpáá hefur verið heiðrað með sýningu mynda hans, margra eftir bræðurna Kaurismáki. Sænsk erótík áranna 1950-60 hefur eflaust vakið forvitni, nýir Eystrasaltsleikstjórar hafa átt góða daga og norrænum stuttmyndum gerð nokkur skil. Ei sígur deigur Sjónþing Braga Að hugsa, finna, elska og þjást UMRÆÐUR á Sjónþingi Menninga- miðstöðvarinnar Gerðubergs 11. febrúar sl. um Braga Ásgeirsson myndlistarmann eru nú komnar út í kveri í samantekt Kristínar Maiju Baldursdóttur. Um leið og Bragi sýndi áhorfend- um í sal verk sín á litskyggnum svaraði hann spumingum um líf sitt og list, um störf sín sem myndlistar- maður, gagnrýnandi og kennari. Spyijendur voru Einar Hákonarson listmálari, Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Jón Proppé heim- spekingur. Auk þess komu margar fyrirspurnir frá gestum sem sátu þingið. Hannes Sigurðsson listfræð- ingur var stjórnandi þingsins og flutti í upphafí æviágrip Braga. í ávarpi sagði Bragi: „Inntakið í list minni tel ég öðru fremur að hugsa, fínna, elska og þjást, og þetta allt en ekki neitt afmarkað atriði, eða eins og hið mikla nýlátna skáld Jósef Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Bragi Ásgeirsson Brodský orðaði það: „Takmark fram- þróunar er fegurð.“ Lífíð er þannig blóð, tár og sviti, en engin stærð- fræði né fjarstýrð hugmyndafræði. Mikilvægast er að vera trúr sjálfum sér, jarðtengdur upprana sínum og umhverfí — vera alltaf nýr, forvitinn og virkur í samtímanum." Útgefandi kversins er Menning- armiðstöðin Gerðuberg. Nýjar bækur Einsöngstónleikar í Norræna húsinu • ÍSLENSKI kiljuklúbburinn hef- ur sent frá sér þijár nýjar bækur; Við Urðíirbrunn eftir Vilborgu Davíðsdóttur fékk verðlaun sem besta unglingabókin árið 1993 hjá Reykjavíkurborg. „Sagan sýnir les- andanum inn í heim fyrstu kynslóð- ar Islendinga. Goðunum eru færðar blóðúgar fórnir og gæðingar leiddir saman í harðvítugum hestavígum. Aðalsöguhetjan Korka er ung stúlka fædd af ambátt en laundóttir norsks landnema. Hún er blendin í trúnni en heillast af galdri rúnanna. í bar- áttu sinni fyrir betra lífi teflir hún á tæpasta vað“, segir í kynningu. Bókin er 204 bls. og kostar 899 kr. Karlafræðarinn - karlmenn undir beltisstað eftir Kenneth Purvis er bók fyrir karla og konur á öllum aldri. í kynningu segir: „Höfundurinn hefur lagt stund á „karlalækningar" um árabil og lýsir reynslu sinni á beinskeyttan, spaug- saman og notalegan hátt.“ Stefán Steinssori læknir þýddi. Bókin er 188 bls. ogkostar 799 kr. Á Svörtuhæðer skáldsaga eftir enska rithöfundinn Bruce Chatwin. Sagan hefst um síðustu aldamót og era rakin til okkar daga örlög tveggja ættlipa á bænum Sýn á Svörtuhæð. Ámi Óskarsson þýddi. Bókin er 277 bls. ogkostar 799 kr. LEIKLIST Fjölbrautaskólinn í Á r m ú I a LÁTTU EKKI DEIGAN SÍGA, GUÐMUNDUR eftir Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur. Leikstjóri: Dofri Her- mannsson. AðaUeikendur: Tumi Þór Jóhannsson, Gunnlaugur Egilsson, Sóldögg Hafliðadóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Jenný Andreudóttir, ÁsthUdur Ragnarsdóttir, Þóra Birg- isdóttir, Elín Sigurðardóttir. Forsýn- ing í Loftkastalanum 12. mars. EDDA og Hlín skrifuðu þetta leikverk eftir pöntun Stúdentaleik- hússins og var það fyrst sýnt á KRISTJÁN F. Valgarðsson bariton og Ólafur Vignif Albertsson píanó- leikari halda einsöngstónleika í Norræna húsinu í Reykjavík mánu- daginn 19. mars nk. kl. 20.30. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Á efnisskránni eru ljóð eftir Vaughan Williams, Duparc og Fauré, íslensk sönglög eftir Jón Ásgeirsson, Gunnar Reyni Sveins- son og Hjálmar H. Ragnarsson, aríur eftir Purcell og Hándel og óperaaríur eftir Wagner og Verdi. Kristján Fannar Valgarðsson er búsettur í Hafnarfirði, en fæddur og uppalinn í Reykjavík, og lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði vorið 1987. Hann hóf vegum þess á Listahátíð árið 1984. Hér rakinn á skoplegan hátt ferill 68 kynslóðarinnar eins og hann liggur í gegn um persónu Guðmund- ar, ábyrgðarlauss og villuráfandi sýndarvinstrisinna, sem hrekst frá einni myndbirtingu mótmælaflór- unnar til annarrar í leit að sjálfum sér en finnur hvergi. Enda leitar hann helst að sér í konum eins og er háttur sumra ungra manna. Framhaldsskólar hafa stundum sett þetta leikrit upp, enda er það næsta auðvelt í meðförum, gerir ekki miklar kröfur um sviðsbúnað og er tiltölulega meðfærilegt til orðs og hugsunar. Þar að auki get- ur ungt fólk kortlagt ýmislegt í hugmyndafræði foreldranna með því að kynnast þessu verki. Þeir söngnám við Tónlistarskóla Garðabæjar undir leiðsögn Snæbjargar Snæbjarnar og Davíðs Knowles og lauk þaðan prófí úr almennri deild, 8. stigi vorið 1994. Sama haust hóf hann nám við Söngskólann í Reykjavík, og eru aðalkennarar hans þar Snæbjörg Snæbjarnar og Ólafur Vignir Al- bertsson. Þaðan lauk hann fyrri hluta burtfararprófsins vorið 1995 en tónleikarnir eru lokaáfangi prófsins. Ármýlingar fara snoturlega með sumt á sviðinu en skorti bersýnilega enn nokkuð æfingu á forsýning- unni, einkum í hópatriðum. Mest mæddi á Tuma Þór sem Guðmundi og sást hvernig hann óx inn í hlut- verkið þegar á sýninguna leið. Stúlkurnar sem verða á vegi hans til einsemdarinnar eru hver með sínum hætti en Garpur sonur hans er ansi góður og aflsappaður í túlk- un Gunnlaugs Egilssonar. Búning- arnir voru eitt það besta við þessa sýningu, hæfilega druslulegir, marglitir og röndóttir til að vekja endurminningu um áferð liðinnar tíðar. Til þess hjálpaði líka kröftug- lega sungin tónlist sem fylgdi tíðar- andanum. Guðbrandur Gíslason Kristján tók þátt í uppfærslu Óperusmiðjunnar á La Bohéme eftir Puccini og uppfærslu Þjóðleik- hússins á Valdi örlaganna eftir Verdi. Hann hefur tekið virkan þátt í kórstarfi og er nú félagi í Iíór íslensku óperannar. Jafnframt námi sínu hefur hann sótt söngtækninámskeið hjá Hel- ene Karusso og óperunámskeið hjá Eugeniu Ratti, þar sem hann fór með einsöngshlutverk í uppfærslu á Nina pazza per amore eftir Paisi- ello. í óperadeild Söngskólans hef- ur hann sungið hlutverk í Töfra- heimi prakkarans eftir Ravel og Carmen eftir Bizet, auk þess að hafa komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Kristján stundar nú nám við söngkennaradeild Söngskólans. Ólafur Vignir Albertsson, píanó- leikari og meðleikari Kristjáns á tónleikunum, er kennari við Söng- skólann í Reykjavík. Kristján F. Valgarðsson baritonsöngvari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.