Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Zophaníasson, aðaleigandi og forstjóri Miðlunar ehf. Morgunbiaðið/Sverrir TVÖSKREF ÁFRAM OGEITT AFTURÁBAK eftir Hall Þorsteinsson MIÐLUN ehf. hefur selt sænska símafyrirtæk- inu Telia viðskiptahug- myndina að rekstri Gulu línunnar, sem veitir almenn- ingi uppiýsingar um vörur og þjón- ustu í gegnum síma. Telia kaupir hugbúnað af Miðlun sem notaður hefur verið við rekstur Gulu línunn- ar og annst Miðlun uppsetningu búnaðarins og kemur starfseminni af stað, en Telia mun síðan annast reksturinn sem hefst 20. maí næst- komandi. Jafnframt hefur Miðlun annast þjálfun starfsmanna - sænska fyrirtækisins, sem mun nota stjórnunaraðferðir Miðlunar sem byggjast á gæðastjórnun. Árni Zophaníasson, aðaleigandi og for- stjóri Miðlunar, segir samninginn við Svía skila fyrirtækinu tekjum um ókomna framtíð, en umfang samningsins segir hann vera á bil- inu 50-60 milljónir sé litið til næstu þriggja ára. Hugmyndin að Gulu línunni hefur einnig verið seld til Lúxemborgar og byijar Miðlun að starfa að uppsetningu þar í apríl, og segist Árni eiga von á að fleiri verkefni bíði fyrirtækisins á þessu sviði erlendis. Greinist í fjögur starfssvið Árni hóf að miðla upplýsingum úr fjölmiðlum fyrir sextán árum samhliða námi og öðrum störfum, en þremur árum síðar var byrjað að byggja þessa starfsemi upp sem fyrirtæki. Fyrsti starfsmaðurinn var Örn Þórisson, framkvæmda- stjóri Miðlunar, sem í dag er hlut- hafi í fyrirtækinu. Miðiun ehf. greinist í fjögur starfssvið og hjá fyrirtækinu starfa um þessar mundir um 30 manns. I fyrsta lagi er um að ræða elsta hluta fyrirtækisins, sem er fjöl- SÍMAÞJÓNUSTA Gulu línunnar er nú orðin að verðmætri útflutningsvöru. VIÐSKIPri AIVINNULÍF Á SUIMNUDEGI ► Árni Zophaníasson er fæddur 1959 og lauk hann verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands 1977. Hann tók stúdentspróf utanskóla frá Ármúlaskóla 1981 og stundaði nám í sagnfræði við Háskóla íslands á árun- um 1981 til 1984 án þess að ljúka prófgráðu. Árni setti á stofn fyrirtækið Samskipti sf. ásamt öðrum árið 1978, en seldi hlut sinn í því nokkrum árum síð- ar. Fyrirtækið er enn í fullum rekstri og annast ljós- ritun og skylda þjónustu. Með háskólanáminu segist Árni hafa rekið úrklippustarfsemi „af eldhúsborðinu“ heima hjá sér, en 1983 hófst rekstur Miðlunar ehf. sem fyrirtækis með ráðningu fyrsta starfsmannsins. miðlavaktin sem hefur það hiut- verk að fylgjast með ölium fyölmiðl- um á íslandi og vinna úr þeim efni sem miðlað er til viðskiptavina í samræmi við þarfir þeirra og áhugasvið. Einnig eru allar auglýs- ingar í prentmiðlum og ljósvakam- iðlum skráðar, þ.e. auglýsendur, efnisflokkar, stærðir og kostnaður samkvæmt verðskrá. Fyrirtæki geta keypt þessar upplýsingar, sem gefa glögga mynd af þróun auglýs- ingamarkaðarins. Nýjasta við- fangsefni Miðiunar á sviði fjölmiðla- vaktarinnar er miðlun upplýsinga úr erlendum blöðum og tímaritum, t.d. allt efni er varðar sjávarútveg. Gerðir eru útdrættir bæði á ensku og íslensku sem sendir eru við- skiptavinunum. I öðru lagi er svo það sem Ámi kallar gular uppiýsingar, þ.e. miðl- un á upplýsingum um vörur og þjónustu. Undir þetta flokkast Gula línan, handbókaútgáfa, þjónusta á alnetinu og þjónustuskráin AtilÖ sem væntanleg er á markað næsta haust. Starfsemi Gulu línunnar felst í því að fólk hringir inn og spyr um upplýsingar um vörur og þjón- ustu. Þær upplýsingar eru byggðar á fyrirtækjum sem eru á skrá hjá Gulu línunni og greiða þau fyrir skráninguna, en uppiýsingamar eru veittar að kostnaðarlausu. Dæmi um bækur sem Miðlun hefur gefíð út á þessu sviði eru Markaðsförunautur, bækur fyrir ferðamarkaðinn, Iceland Export Directory, sem gefín var út í sam- vinnu við Útflutningsráð íslands og Netfangaskrá sem gefin var út í samvinnu við Icepro. Nýjasta verkefnið er útgáfa í samvinnu við norska fyrirtækið Telenor Media, en það er dótturfyrirtæki Pósts og síma í Noregi. Þetta er þjónustu- skrá sem heitir AtilÖ, þjónustuskrá Gulu línunar. „Með þessari útgáfu ætlum við að tryggja okkur markaðshlutdeild og koma því sem ég vil kalla lagi á þennan markað hér á íslandi og gera úr honum það sem hann er erlendis. Telenor Media hefur gefið svona skrár út í um 80 ár í Noregi og með samvinnunni við fyrirtækið teljum við okkur geta komið með alveg nýjan vinkil inn á markaðinn hér heima. Öll heimili og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu munu fá þessa skrá sér að kostnaðarlausu, en hún verður ekki í neinni líkingu við það sem hefur verið hér á mark- aðinum. Þarna fá allir þjónustuaðil- ar á höfuðborgarsvæðinu ókeypis skráningu í starfrófsröð á hvítum síðum og í einn þjónustuflokk á guium síðum, en kostnaðinum verð- ur mætt með auglýsingum sem verða í skránni. í henni verður að auki ritstjómarefni með margvís- legum fróðleik fyrir heimilin," segir Árni. Hann segir þennan svokallaða gula markað vera um 4% af heild- arauglýsingamarkaðnum á íslandi, en víðast hvar á Vesturlöndum sé hann á bilinu 7-8%. Þarna sjái hann ákveðna möguleika og ætlun Miðl- unar sé að verða leiðandi fyrirtæki á þessum gula markaði almennt. Þriðji þátturinn í starfsemi Miðl- unar er Yellow Line alnational, sem hefur að markmiði að selja þá færni og þekkingu sem byggð hefur verið upp á Gulu línunni, og er samning- urinn við Telia í Svíþjóð stærsta skrefið í þá átt. í fjórða lagi er svo Miðlun símaþjónusta, en það er dótturfyrirtæki Miðlunar, sem fyr- irtækið á 50% hlut í á móti fyrir- tæki í Malasíu. Meðal þeirrar síma- þjónustu sem veitt er má nefna Símastefnumót, Íþróttalína _ og i Símakrókur fyrir Fiskistofu. Árni ^ segir að þessi viðskipti hafi minnk- að mikið á síðasta ári vegna vax- 1 andi samkeppni og skorða sem Póstur & sími hafi sett þessari þjónustu með því að banna þjón- ustu sem áður var leyfð. Gula línan nánast brautryðjendastarf „Þegar við byijuðum með Gulu línuna fyrir 9 árum gerðum við ráð * fyrir að við værum að setja á I markað þjónustu sem alls staðar | væri til í nágrannalöndunum og ætluðum við að leita okkur að sam- starfsaðilum tii að fá víðari sjón- deiidarhring og starfa með. En við komumst fljótlega að því að þessi þjónusta var hreinlega ekki til og við vorum nánast fyrsta fyrirtækið í heiminum sem við vitum um að hafi miðlað gulum upplýsingum j með símanum. Þetta kom okkur á óvart og við álitum þá sem svo að ' það hlyti að vera einhver markaður | fyrir þá þekkingu og reynslu sem við vorum að byggja upp,“ segir Árni. Hann segir að kannski sé of sterkt til orða tekið að kalla Miðlun frumkvöðul að þessu leyti í heimin- um, en hins vegar hafi enginn byggt upp svona þjónustu sem sérstæða einingu sem sé til sölu á > markaði. Aðrir hafi fyrst og fremst j gert þetta sem hluta af útgáfu- k starfsemi sinni, og að þessu leyti sé því um brautryðjendastarf Miðl- unar að ræða. „Árið 1990 hófum við undirbún- ing að því að gera Gulu línuna að útflutningsvöru. Þremur árum síð- ar seldum við hugmyndina til Dan- merkur til símafyrirtækis sem þjónar Kaupmannahafnarsvæðum. j Vegna innanhússósamkomulags ákváðu þeir hins vegar að setja ’ ekki upp þessa þjónustu. I Síðastliðið haust gerðum við svo samkomulag við Telia í Svíþjóð um að setja þessa þjónustu á markað þar. Fyrsta markaðssvæðið opnar í Jönköping 20. maí en síðan breið- ist þetta smátt og smátt út um Svíðjóð og er gert ráð fyrir að í ársbyijun 1997 verði þetta orðin landsþjónusta. Fyrir okkur þýðir i þetta aðallega tvennt. Þetta styrk- \ ir okkur fjárhagslega því af þessu i verða umtalSverðar tekjur og þjón- usta, og í öðru lagi verður sölutil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.