Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ALÞÝÐUFLOKKURINN
ÁTTRÆÐUR
Alþýðuflokkurinn var stofnaður í Reykjavík 12. mars 1916 og stend-
ur því nú á áttræðu. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér sögu flokks-
ins og ræddi um fortíð, nútíð og framtíð við þá Gylfa Þ. Gíslason,
Benedikt Gröndal, Kjartan Jóhannsson og Jón Baldvin Hannibals-
son, sem allir hafa setið á formannsstóli.
ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur
aldrei náð viðlíka fótfestu hér á
landi og sósíaldemókratískir
flokkar á hinum Norðurlöndun-
um. Þrátt fyrir það eru nú um
þessar mundir 80 ár liðin frá
stofnun hans, en Alþýðuflokkur-
inn var stofnaður í Reylgavík
12. mars árið 1916. Framan af
var hann hluti af Alþýðusam-
bandi íslands og ætlað starfssvið
á vettvangi sveitarstjórnarmála
og þjóðmála.
A þessum árum voru flokks-
menn einir kjörgengir til
trúnaðarstarfa innan ASI. Þessi
flokkspólitísku sérréttindi innan
launþegasamtakanna urðu til-
efni mikillar óánægju og átaka
er stundir liðu fram. Samtök
launþega innan Sjálfstæðis-
flokksins háðu harða baráttu
fyrir jafnrétti innan ASÍ, en hin
umdeildu tengsl flokks og laun-
þegahreyfingar voru ekki full-
rofin fyrr en árið 1940 þegar
ASÍ var formlega skilið frá Al-
þýðuflokknum.
Helstu frumkvöðlar að stofn-
un Alþýðuflokksins voru Jón
Baldvinsson, Ottó N. Þorláks-
son, Olafur Friðriksson og Jónas
Jónsson frá Hriflu sem jafn-
framt stóð að stofnun Fram-
sóknarflokksins, sem formlega
var stofnaður sama ár og Al-
þýðuflokkurinn. Jónas mun
einkum hafa hugsað Alþýðu-
flokki starfsvettvang við sjáv-
arsíðu en Framsóknarflokki til
sveita. Alþýðuflokkurinn var
reistur á viðhorfum lýð-
ræðisjafnaðarstefnu, en innan
hans voru á fyrstu árunum jafn-
framt einstaklingar, sem að-
hylltust marxísk-kommúnísk
sjónarmið.
Innbyrðis átök hafa verið tíð
sem m.a. hafa margsinnis leitt
til klofningsframboða, síðast
með útgöngu Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, fyrrum varaformanns.
Árið 1922 klofnaði flokksfé-
lagið í Reykjavík í lýðræðisjafn-
aðarmenn og kommúnista.
Ágreiningsefnið var einkum
hvort Alþýðuflokkurinn skyldi
gerast aðili að Alþjóðasambandi
kommúnista, Komintern. Árið
1926 gekk flokkurinn í Alþjóða-
samband jafnaðarmanna og árið
1930 klauf kommúníski armur
Alþýðuflokksins sig frá flokkn-
um ogstofnaðiKommúnista-
flokk Islands. Átta árum síðar
var Héðni Valdimarssyni vikið
úr Alþýðuflokknum vegna
meintra tilrauna hans til að sam-
>
eina flokkana tvo. Kommúnista-
flokkurinn gekk þá til samstarfs
við Héðinsmenn, var síðan lagð-
ur niður og stofnaður var Sós-
íalistaflokkurinn - sameininga-
flokkur alþýðu. Héðinn og
stuðningsmenn hans gengu síð-
an úr þeim flokki árið 1939
vegna réttlætingar flokksins á
innrás Sovétríkjanna í Finnland. .
Árið 1956 gekk Hannibal
Valdimarsson og Málfundafélag )
jafnaðarmanna, sem stutt hafði
Alþýðuflokkinn, til samstarfs við
Sósíalistaflokkinn í kosninga-
samtökum, sem hlutu nafnið AI-
þýðubandalag. Það varð síðan
formlegur stjórnmálaflokkur
1968. Gengu þá Björn Jónsson
og Hannibal úr samtökunum og
stofnuðu Samtök fijálslyndra og )
vinstri manna. Síðar gengu þeir
báðir til samstarfs við Alþýðu-
flokkinn. Þá stóðu fyrrum al-
þýðuflokksmenn ásamt fleirum
að stofnun Bandalags jafnaðar-
manna 1983 undir forystu Vil-
mundar Gylfasonar.
GYLFI Þ. GISLASOIM
Naut ekki
réttláts
tækifæris
til vaxtar
„ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur tvímælalaust
haft mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag. Um mörg
af fyrstu baráttumálum flokksins eru nú allir
sammála, en styrkur hans hefur ekki verið
sá, sem málstaður
hans á skilið. Það á
sér fyrst og fremst
skýringu í ranglátri
kjördæmaskipan.
Þegar íslendingar
fengu heimastjóm
1904 var haldið
áfram að kjósa skv.
kjördæmaskipan,
sem ákveðin hafði
verið 1874 þótt þjóð-
félagið væri gjör-
breytt. Og henni var
ekki breytt fyrr en á
fjórða áratugnum
þegar hún var orðin
meira en 60 ára göm-
ul. Alþýðuflokkurinn
fékk ekki réttlátt tækifæri til vaxtar í þjóðfé-
lagi þar sem kjördæmaskipunin mótaðist af
einmenningskjördæmum í dreifbýli. Þetta stóð
ekki aðeins flokknum í heild fyrir þrifum,
heldur varð einnig undirrót ítrekaðra klofn-
inga,“ segir Gylfi Þ. Gíslason, formaður
1968-74.
Gylfi hefur löngum verið talinn til uppreisn-
armanna innan Alþýðuflokksins ásamt
Hannibal Valdimarssyni. Hann var ekki kjör-
inn formaður fyrr en árið 1968 þó rætt hafi
verið um hann sem formannsefni strax árið
1952 þegar Stefán Jóhann Stefánsson var
felldur og Hannibal kjörinn. Gylfí var inntur
eftir því hvaða áhrif hann téldi að sviptingar
innan flokksins á þessum árum, kosning
Hannibals og fall tveimur árum síðar hafi
haft á stefnu og starf flokksins þar á eftir.
„Stefán Jóhann hafði lengi verið umdeildur
sem formaður, í raun og veru allar götur frá
því hann beitti sér fyrir þátttöku Alþýðuflokks-
ins í þjóðstjórninni 1939 aðeins ári eftir að
flokkurinn hafði klofnað. Við, sem þá vorum
kallaðir „ungir menn“ í Alþýðuflokknum vor-
um mjög andvígir þessari stjórnarmyndun,
sem gerði hinn nýja Sósíalistaflokk að eina
stjórnarandstöðuflokknum. Ég var í hópi þess-
ara „ungu manna“ ásamt þeim, sem ég hafði
þá nánast tengsl við í flokknum, Jóni Blöndal
og Finnboga Rúti Valdimarssyni. En það var
ekki aðeins þessi hópur, sem vildi skipta um
formann 1952 og kjósa Harald Guðmundsson.
Hópur eldri flokksmanna og vina Stefáns
gengu á fund hans undir forvstu Guðmundar
G. Hagalín og báðu hann um að draga sig í
hlé, en hann kvaðst hafa hug á að sitja eitt
kjörtímabil enn. Þá neitaði Haraldur að gefa
kost á sér. Ég neitaði því sömuleiðis, kvaðst
óska eftir að halda sæti mínu sem ritari flokks-
ins. En þegar Hannibal reyndist fús til þess
að bjóða sig fram, kusum við hann og Bene-
dikt Gröndal sem varaformann. Fyrrum for-
ystumenn flokksins tóku þessum úrslitum afar
illa og höfnuðu samstarfi við hina nýju for-
ystu. Hannibal varð jafnframt ritstjóri Alþýðu-
blaðsins. Ástæða þess að Haraldur tók við af
honum tveimur árum síðar var rík óánægja
út af því að daginn fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingar í Kópavogi 1954 iýsti Alþýðublaðið yfir
stuðningi við lista Óháðra án þess að hafa
um það nokkurt samráð við aðra forystumenn
flokksins, en það var listi Finnboga Rúts, bróð-
ur Hannibals.
Hannibal fannst hafa verið komið illa fram
við sig meðan hann var formaður. Með mér
og hinum eldri forystumönnum tókust sættir,
einkum fyrir tilverknað Haraldar Guðmunds-
sonar. En milli þeirra og Hannibals gréri í
raun aldrei um heilt. Þegar Framsóknarflokk-
urinn og Alþýðuflokkurinn ákváðu kosninga-
bandalagið 1956, var afstaða Hannibals lengi
vel óviss. Ég lagði mig allan fram um að
Hannibal yrði ekki viðskila við flokkinn. Ég
taldi samkomulag hafa náðst á flokksstjórnar-
fundi í nóvember 1955 og beitti mér fyrir því
að Hannibal yrði einn af ræðumönnum flokks-
ins í útvarpsumræðum í janúar 1956. En svo
fór að Hannibal tók þátt í stofnun Alþýðu-
bandalagsins fyrir kosningarnar og varð for-
maður þess. Það var mikil ógæfa fyrir Alþýðu-
flokkinn. Ég tel að allar þessar gömlu væring-
ar hafí haft mikil áhrif á ákvarðanir Hanni-
bals sumarið 1956.“
Gylfi varð formaður á viðreisnarárunum,
en sat með flokkinn í sárum í lok þeirra 1971.
„Það var erfítt, en hvorki ég né aðrir misstu
kjarkinn. Auðvitað hlaut nýstofnaður flokkur,
Samtök frjálslyndra og vinstri manna, undir
forystu manns eins og Hannibals Valdimars-
sonar, forseta Alþýðusambandsins, að hafa
mikla sigurmöguleika í kosningunum, ekki
síst þegar haft er í huga að stjórnarflokkunum
urðu á tvenn alvarleg mistök í kosningaundir-
búningnuin. Þeir mörkuðu ekki nægilega
skýra og einfalda stefnu í landhelgismálinu.
Tillaga þeirra hafði verið að kjósa nefnd allra
flokka til að móta stefnuna. Hitt var að of
lengi hafði dregist að endurskoða almanna-
tryggingalögin, sem Viðreisnarstjórnin hafði
stórbætt við upphaf ferils síns. Því höfðu vald-
ið efnahagserfíðleikarnir á síðustu árum
stjórnarinnar. En í apríl 1971 var samt sam-
Gylfi Þ.
Gíslason
þykkt frumvarp um verulegar endurbætur á
tryggingakerfinu. Þær áttu hinsvegar ekki að
taka gildi fyrr en í byijun næsta árs. í kosning-
unum var því í gildi áratuga gömul löggjöf
um almannatryggingarnar sem bitnaði mjög
á Alþýðuflokknum. Sigur Samtakanna átti sér
því sínar skýringar, en þau lifðu aðeins í sjö
ár. Þá vann Alþýðuflokkurinn mesta kosninga-
sigur sögu sinnar."
Alþýðuflokkurinn er í dag málsvari mikil-
vægra sjónarmiða, sem miða einkum að því
að í þjóðfélaginu skuli ríkja réttlæti og hag-
kvæmni gætt á öllum sviðum, að sögn Gylfa.
„Þess vegna leggur hann áherslu á endur-
skipulagningu atvinnuveganna. Hann vill að
landbúnaðurinn verði miklu hagkvæmari en
hann er, neytendum og bændum sjálfum til
hagsbóta. Hann leggur ríka áherslu á að eyða
því ranglæti og þeirri óhagkvæmni, sem á sér
stað í sjávarútvegi og kemur fram í ókeypis
einkaleyfum til hagnýtingar á sameign þjóðar-
innar og offjárfestingu í veiðiskipum og
vinnslustöðvum. Flokkurinn bendir á að þessi
forréttindi sjávarútvegsins skaði iðnað, verslun
og þjónustu og séu þannig hemill á möguleg-
an hagvöxt. Þess vegna er flokkurinn eindreg-
ið fylgjandi veiðigjaldi. Og hann telur að með
slíkri grundvallarendurskoðun á skipulagi og
starfsaðstöðu atvinnuveganna megi ráða bót
á atvinnuleysinu ef innviðir vinnumarkaðarins
eru jafnframt teknir til skoðunar.
Alþýðuflokkurinn er í dag flokkur nútíma-
jafnaðarmanna. Hann er andvígur forréttind-
um og gæslu sérhagsmuna. Hann er fylgjandi
heilbrigðri samkeppni í frjálsum viðskiptum,
bæði innanlands og gagnvart útlöndum. Þess
vegna hvetur hann til þess að haft sé vakandi
auga með þróuninni í Vestur-Evrópu til þess
að forðast að íslendingar einangrist frá þeim
heimshluta, sem þeir hafa verið og eru tengd-
astir. Sá flokkur, sem boðar slíka stefnu, hlýt-
ur að geta horft björtum augum til framtíðar."
Aðspurður um erfiðasta viðfangsefnið á
stjórnmálaferlinum, er Gylfa efst í huga vinna
að fylgi í flokknum við myndum Viðreisnar-
stjórnar árið 1959. „Þótt ég hafi orðið jafnað-
armaður á menntaskólaárum mínum, var ég
aldrei marxisti. Hins vegar var ég, eins og
allir jafnaðarmenn þá, fylgjandi áætlunarbú-
skap og þjóðnýtingu stórfyrirtækja. Þessar
skoðanir mínar breyttust á árunum eftir
heimsstyijöldina, eins og raunar skoðanir
flestra annarra jafnaðarmanna. Við tókum að
aðhyllast markaðsbúskap í stað áætlunar-
búskapar og þjóðnýtingar, ekki aðeins af því
að með því væri meiri hagkvæmni tryggð,
heldur einnig af hinu að þá yrði í raun og
veru auðveldara að auka réttlæti.
Þetta voru þá nýjar skoðanir í Alþýðuflokkn-
um og það tókst að vinna þeim fylgi. Ýmsir
innan flokksins voru gagnrýnir á Viðreisnar-
stjómina, einkum fulltrúar verkalýðshreyfíng-
arinnar. En hún sat samt í tólf ár og þótt það
væri ekki orðið ljóst þegar hún tapaði kosning-
um 1971, kom síðar í ljós að það ár voru þjóð-
artekjur hærri á íslandi en nokkru sinni fyrr.“
BENEDIKT GROIMDAL
Gamla
rómantíkin
ípólitík
er liðin tíð
„SAGA Alþýðuflokksins hefur verið við-
burðarík og sérkennileg, full af gleði og
sorg, sigrum og ósigrum. Flokkurinn boð-
aði jafnaðarstefnu sem leið til frelsis, jafn-
réttis og bræðralags í íslensku þjóðfélagi
og eru þær hugmyndir kjarni þess velferðar-
ríkis, sem nú er við lýði. Hinsvegar hefur
flokknum ekki tek-
ist að vinna pólitískt
fylgi í sama mæli.
Hvað eftir annað
hafa átök og klofn-
ingar valdið því að
flokkurinn hefur
ekki orðið jafn
sterkur og farsæll
og sams konar
flokkar í nágranna-
löndunum. I öllum
íslensku flokkunum
et fjöldi fólks sem-
telur sig aðhyllast
markmið jafnaðar-
stefnu þótt það
styðji ekki Alþýðu-
flokkinn," segir Benedikt Gröndal, sem tók
við formennsku árið 1974 og gegndi henni
til 1980.
í formannstíð Benedikts fékk flokkurinn
sína glæsilegustu kosningu til þessa, 22%
fylgi og 14 menn kjörna árið 1978 og sett-
ist hann þá sjálfur fyrst í ráðherrastól eftir
að Ólafi Jóhannessyni, formanni Fram-
sóknarflokks, tókst að mynda samstjórn
A-flokka og Framsóknar. Meðalhraði verð-
bólgunnar var 52% og þjóðin í mikilli efna-
hagskreppu. Benedikt segir að þrátt fyrir
að þá hafi verið meirihluti fyrir nýrri við-
reisnarstjórn, hafi hugur hans ekki stefnt
að slíku stjórnarsamstarfi með Alþýðu-
bandalagið úti.
„Þó svo að viðreisnin hafí verið stórmerk
og söguleg stjórn og gengið vel lengst af,
megum við ekki gleyma því að á síðari árum
viðreisnar skall á kreppa. Efnahagslífíð varð
okkur mjög erfítt. Atvinnuleysi kom til og
I
!
l
P
i
I
I
í
I
I
fc
1
»
I-