Morgunblaðið - 17.03.1996, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.03.1996, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 33 Flugmálastj órn Roykj avíkurílug-- völlur stenst til- skilin öryggismörk FLUGMALASTJORN lýsir furðu sinni á þeim málflutningi, sem efnt hefur verið til af hálfu markaðs- og atvinnumálanefndar Reykjanesbæjar varðandi öryggismál Reykjavíkur- flugvallar og segir að tilgangurinn sé augljóslega að ýta undir að milli- landaflug einkaflugvéla verði með stjómvaldsákvörðun flutt til Keflavík- ur. Stofnunin mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum, sem beitt hefur verið til að gera völlinn tortryggileg- an. Ranglega hafí verið gefið í skyn að lífi þeirra 350 þúsund farþega, sem um flugvöllinn fara á ári hveiju, sé stefnt í hættu og grafið undan trausti almennings á þessu mikil- væga samgöngutæki. Flugmálastjórn telur athyglisvert að svonefnd „úttekt á flugmálum Keflavíkurflugvallar með tilliti til fetju-, millilanda- og innanlands- flugs“ snúist að mestu um að tíunda ágalla Reykjavíkurflugvallar og áhættu samfara flugi um þann flug- völl. í Morgunblaðinu 12. mars hafi verið haft eftir Ingimari Erni Péturs- syni, rekstrarráðgjafa, að engin flug- braut á Reykjavíkurflugvelli uppfyllti þau skilyrði, sem sett séu af Alþjóða- flugmálastofnuninni, ICAO, um slík mannvirki og væru öryggissvæði sér- staklega tilgreind í því sambandi. „Hér er mjög flókið öryggismál af- greitt á afar einfaldan hátt. Ljóst er að flestar hindranir, sem koma í veg fyrir að ýtrustu kröfum um stærð öryggissvæða sé fullnægt á Reykja- víkurflugvelli, hafa verið til staðar allt frá því að hann var byggður fyrir 55 árum. í ljósi þessa hefur Flugmálastjórn gert ítarlega útreikn- inga með tölvuforriti frá ICAO er sýna ótvírætt að blindaðflug að norð- ur-suður flúgbraut Reykjavíkurflug- vallar er innan tilskilinna öryggis- marka,“ segir í fréttatilkynningu frá Flugmálastjórn. „Margir alþjóðaflugvellir uppfylla ekki ýtrustu kröfur ICAO á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að flug- vellirnir í Bergen, Stavanger og Hels- inki uppfyila ekki kröfur ICAO um breidd öryggissvæða umhverfís flug- brautir. I Stavanger eru þessi svæði 150 m á breidd en ekki 300 m eins og gert er ráð fyrir skv. ströngustu kröfum ICAO. Norður-suður flug- brautin á Reykjavikurflugvelli hefur nákvæmlega jafnbreið öryggissvæði og sams konar blindaðflugsbúnað. Völlurinn hefur því enga sérstöðu að þessu leyti." Jafnframt segir í tilkynningu Flugmálastjórnar að fullyrðingar um að íslens'k flugmálayfirvöld hafi ekki frá árinu 1990 skilað skýrslum til ICAO um ástand flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli væru einfald- lega rangar. „Allir flugmenn vita að upplýsingar um flugvelli eru í sér- stökum upplýsingahandbókum, sem flugmálastjórnir í hverju landi gefa út. Slíkar upplýsingar um Reykjavík- urflugvöll er að finna í sérstakri handbók, sem Flugmálastjórn gefur út á íslensku og ensku og er öllum flugmönnum aðgengileg. Þar kemur t.d. skýrt fram breidd öryggissvæða, sem og allar hindranir við flugvöllinn. Engum er ljósara en Flugmála- stjórn hve brýnt er að heijast handa um endurbætur á Reykjavíkurflug- velli. Þetta mál hefur verið rækilega kynnt fyrir alþjóð á undanförnum mánuðum, þar með talin verkfræði- leg úttekt sem gerð hefur verið á ástandi flugbrauta. Þar hefur verið lögð áhersla á hve mikilvægt er að hafist verði handa hið fyrsta um þetta verk og vel til þess vandað, ekki hvað síst af flugöryggisástæð- um. Hinsvegar ber engan veginn að túlka þessa afstöðu þannig að núver- andi ástand flugvallarins sé fyrir neðan tilskilin öryggismörk. Flug- málastjóm myndi ekki leyfa að Reykjavíkurflugvöllur væri notaður ef stofnunin teldi að kröfum um flug- öryggi væri ekki fullnægt með viðun- andi hætti.“ ÞEIR sem voru heiðraðir fyrir blóðgjafir. 52 viðurkenningar AÐALFUNDUR Blóðgjafafélags Islands var haldinn á Hótel Lind 28. febrúar sl. Meginefni fundarins var eftirfarandi: Venjuleg aðalfund- arstörf, blóðgjöfum veittar viður- kenningar, Rauði kross íslands til- kynnti um gjöf til Blóðbankans til kaupa á blóðsöfnunarbíl, fræðsluer- indi. Auk blóðgjafa var sérstaklega boðið til þessa fundar Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Vigdísi Magnús- dóttur, forstjóra Ríkisspítala, Ólafi Ólafssyni landlækni og Hafþóri Jónssyni, fulltrúa Almannavarna ríkisins. Fráfarandi stjórn var endurkjörin Blóðgjöfum voru veittar viður- kenningar fyrir að gefa blóð 50 og 75 sinnum en að þessu sinni hafði enginn náð að gefa 100 sinnum á árinu 1995. Fimm einstaklingar hafa áður náð 100 gjafa markinu. Samtals voru veittar 52 viðurkenn- ingar. Á síðasta ári voru rúmlega 14 þúsund blóðgjafir gefnar í Blóð- bankanum, en það er aukning frá árinu á undan. Nýir blóðgjafar voru rúmlega 800. Sérstök viðurkenning var veitt dr. ólafi Jenssyni en hann var gerður að heiðursfélaga í Blóðgjafafélagi Islands fýrir heillarík störf að mál- efnum blóðgjafa á íslandi. Ólafur stofnaði félagið árið 1981 og gegndi formennsku til ársins 1993. Hann er vel að þessum heiðri kominn. Anna Þ. Þorkelsdóttir, varafor- maður Rauða kross íslands, til- kynnti á fundinum um gjöf til Blóð- bankans á fullkomnum bíl til blóð- söfnunar. Sveinn Guðmundsson, forstöðulæknir Blóðbankans, veitti gjöfinni viðtöku og sagði við það tilefni að bíliinn yrði vonandi kom- inn á götuna til notkunar í haust. Með þessum bíl gæti starfsfólk Blóðbankans farið í styttri ferðir út fyrir bæjarmörkin og einnig kom- ið til fyrirtækja innanbæjar. Með þessu gerir Blóðbankinn sér vonir um að geta aukið þjónustu sína við blóðgjafana og um leið breikkað blóðgjafahópinn.Davíð Á. Gunnars- son, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, kom í fjarveru ráðherra og sagði m.a. að góð blóðgjafasveit eins og þjóðin á er lífsnauðsynlegur hlekkur og reyndar ein af undirstöðum í heil- brigðiskerfi nútímans. Hafþór Jóns- son, fulltrúi Almannavarna ríkisins, sagði af þessu tilefni að bíli sem þessi væri ákaflega mikilvægur með tilliti til rekstraröryggis Blóðbank- ans og almannavarna. Sveinn Guðmundsson forstöðu- læknir hélt erindi um blóðgjafir á íslandi þar sem hann lýsti blóð- hlutavinnslu og notkun blóðs í nú- tíma heilbrigðisþjónustu. Lýsti hann hvernig blóðsöfnunarbíll eykur möguleika Blóðbankans á að sinna sínu hlutverki. Blóðgjafafélagið er vettvangur allra blóðgjafa á íslandi til að hafa áhrif á málefni blóðsöfnunar og blóðgjafastarfsemi á íslandi. Blóð- gjafafélag íslands er áhugafélag sem heldur uppi fræðslustarfsemi um mikilvægi blóðlækninga, um blóðsöfnun og blóðbankastarfsemi og notkun blóðs á sjúkrahúsum hérlendis og erlendis. Einnig heldur það uppi fræðslu um rannsóknir á blóðefnum og erfðaþáttum blóðsins og þýðingu þeirra fyrir heilbrigða og sjúka. Félagar geta orðið allir blóðgjafar og aðrir einstaklingar sem hafa áhuga á málefnum þeim sem félagið lætur sig varða. „EKKERTVOL HELDUR ÞOL” HJÁ MAGNÚSI SCHEVING I Gestir Magnúsar aö þessu sinni hafa allir komiö nálægt íþróttum með einhverjum hætti. Bryndís Ólafsdóttir, kraftlyftingakona og fyrrverandi afrekskona í sundi. Jóhannes Eövaldsson, fyrrverandi atvinnumaöur í knattspyrnu. Ómar Ragnarsson, fréttamaöur. Sigurður Sveinsson, handknattleiksmaður og kona hans, Sigríöur Héðinsdóttir. SUNNUDAGSKVÖLD KL.21:15 GESTIRCHJÁ MAGMÚSl SCHEVING) Magnús spjallar við þau um íþróttir og heilnæma lífshætti. Toscana (Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir), einn heimilismanna, tekur þetta mál að sjálfsögðu föstum tökum með því að hefja framleiðslu á Aerobic myndbandi sem hún nefnir „Ekkert vol heldur þol“. t-illi leigjandi (Steinn Ármann Magnússon), nýi leigjandinn á heimilinu, sýnir þessu máli ekki sama áhuga, enda má segja að Lilli standi fyrir öll þau gildi í lífinu sem Magnús foröast eins og pláguna. Ekki missa af Gestum, þeir eiga engan sinn líka í íslensku sjónvarpi. Komdu og fáðu *Ef greitt er meö boögreiðslum, annars 2.145 kr. S T O Ð Áskriftarsími 533 5633

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.