Morgunblaðið - 21.03.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 21.03.1996, Síða 1
88 SIÐUR B/C/D 68. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar vilja full- vinna fisk í Noregi Hyggjast kaupa gjaldþrota fisk- vinnslufyrirtæki Ósló. Morgunblaðið. RÚSSNESK fiskvinnslufyrirtæki í Múrmansk, Arkangelsk og í Moskvu eru á höttunum eftir gjald- þrota fiskvinnslufyrirtækjum í Finnmörk í Noregi. Þar vilja þau hefja fullvinnslu á rússneskum og norskum fiski og selja síðan afurð- irnar í Noregi og annars staðar í Evrópu. Milligöngu um kaupin hefur norsk-rússneska fyrirtækið Scann- autic, sem er aðallega i rússneskri eigu, og hefur það meðal annars augastað á fiskvinnslufyrirtækinu Nordkyn Products í Mehamn, en það varð gjaldþrota fyrir jól. Erfitt ástand á mörkuðum Norð- manna, einkum saltfiskmörkuðun- um, og aðrar ástæður hafa valdið því, að mörg fiskvinnslufyrirtæki í Finnmörk eru ýmist í greiðslustöðv- un eða gjaldþrota. Fiskur fyrir tíu milljarða á síðasta ári Erik Loken, framkvæmdastjóri Scannautic, sagði í viðtali við norska blaðið Aftenposten, að meiningin væri að stunda full- vinnslu í Noregi og selja afurðirnar þar í landi og til annarra Evrópu- ríkja. Verður tekið við fiski jafnt af norskum sem rússneskum skip- um en á síðasta ári seldu Rússar fisk i Noregi fyrir meira en tíu milljarða ísl. kr. í Finnmörk er verulegur áhugi á þessu máli, jafnt hjá einstökum sveitarstjórnum og í fiskvinnslunni sjálfri, og vona margir, að hugsan- leg fjárfesting Rússanna geti reynst vítamínssprauta fyrir atvinnulifið á svæðinu. Formaður vinnuveitendasamtak- anna í Finnmörk hefur fagnað tíð- indunum og einnig fiskimálastjór- inn þar, en talsmaður hagsmuna- samtaka sjávarútvegsins kvaðst ekki sáttur við, að eignaraðild Rússa að fiskvinnslufyrirtækjum yrði meiri en 50%. Kínverjar segjast ánægðir með heræfingarnar á Tævansundi Reuter STUÐNINGSMAÐUR Lee Teng-hui, forseta Tævans, veifar fána á kosningafundi í Taipei. Fyrir ofan hann er mynd af forsetanum (t.v.) og varaforsetaefni tævanskra þjóðernissinna. Telja sig full- færaumað hertaka Tævan Peking. Reuter. KINVERJAR sögðu í gær að heræf- ingar þeirra á Tævansundi hefðu gengið mjög vel og þær sýndu að að kínverski herinn væri fullfær um að ná Tævan á sitt vald. Haft var eftir yfirmönnum hersins að Kín- veijar gætu flutt innrásarlið til Tævans á fimm eða sex klukku- stundum en vestrænir sérfræðingar sögðu þá ýkja hernaðarmátt sinn tii að hræða Tævani. Níu daga heræfingum herþotna og herskipa sunnarlega á Tævan- sundi lauk í gær samkvæmt áætl- un. Öðrum heræfingum norðar á sundinu verður hins vegar haldið áfram þar til tveimur dögum eftir forsetakosningarnar á Tævan á laugardag. Hlé var þó gert á þeim í gær vegna veðurs. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði að fyrri æfingarnar væru til marks um „mikinn hernaðarmátt“ Kínveija. Yfirmenn kínverska hers- ins væru sammála um að hann gæti varið Kína og „sameinað Tæv- an föðurlandinu". Dagblað í Hong Kong, sem Kínverjar fjármagna, hafði eftir kínverskum hernaðarsér- fræðingum að Kínaher gæti sent innrásarlið til Tævans á fimm eða sex klukkustundum. „Ef nauðsyn krefur getur kínverski herinn leitt deiluna til lykta með hernaðarað- gerðum og tryggt endursameiningu landsins," sagði dagblaðið. Staðhæfingarnar vefengdar Vestrænn stjórnarerindreki í Peking sagði þessar staðhæfingar rangar og kvað markmiðið með þeim að skjóta almenningi á Tævan skelk í bringu fyrir forsetakosning- arnar. William Perry, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, og ýmsir bandarískir sérfræðingar hafa sagt að Kínveijar geti ekki.tekið Tævan með hervaldi. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með 369 atkvæðum gegn 14 í fyrrakvöld ályktun þess efnis að Bandaríkjaher ætti að koma Tævan til aðstoðar ef Kínveij- ar réðust á landið. Bandarískir embættismenn skýrðu frá því í gær að Bandaríkja- stjórn hefði samþykkt að selja Tæv- önum háþróuð vopn, meðal annars Stinger-eldflaugar, og viðbúið er að Kínveijar bregðist harkalega við sölunni. Róm. Reuter, The Daily Telegraph. TENÓR-söngvarinn Luciano Pavarotti, sem hefur játað að hafa verið í þingum við unga konu, hefur samið við eiginkonu sína um skilnað að borði og sæng eftir 35 ára hjónaband. Hjónin tilkynntu þetta í stuttri yfirlýsingu sem lögmaður eigin- konunnar gaf út. „Þau undirrituðu skilnaðarsamkomulagið án að- stoðar lögfræðinga," sagði lög- maðurinn en bætti við að þau kynnu að ná sáttum síðar og hefðu ekki sótt um lögskilnað. „Vera má að á morgun, eða eftir mánuð eða ár, snúist þeim hugur og þau hefji sambúð aftur.“ Orðrómur hafði lengi verið á kreiki um að Pavarotti, sem er Pavarotti skilur við eig’inkonuna sextugur, ætti í ástar- sambandi við einkaritara sinn, 26 ára konu, Nico- letta Mantovani. Þau neituðu þessu þar til í febrúar þegar ítalskt tímarit birti myndir af þeim kyssast og kjassa á strönd Barbadoseyju. „Við Nicoletta erum Pavarotti mjög hamingjusöm. Að leyna því eða neita væri glæpur,“ hafði tímaritið eftir Pavarotti. Eiginkonan æf Eiginkona söngvar- ans, Adua, varð ókvæða við þessum tíðindum og sendi itölskum dagblöð- um opið bréf þar sem hún varaði Pavarotti við því að með því að fórna 35 ára farsælu hjónabandi fyrir unga konu kallaði hann yfir sig einmanalegt líf og hugarvíl í ellinni. Pavarotti og ástkona hans fóru saman til Uruguay fyrir nokkrum dögum í boði forseta landsins. Hún var ráðin ritari söngvarans árið 1993. Eiginkonan hefur annast fjár- mál Pavarottis í mörg ár og hún verður áfram einn af umboðs- mönnum hans. Hún er sögð næst- um því jafn auðug og söngvar- inn, en tekjur hans eru taldar nema jafnvirði 1,4 milljarða króna á ári. Reuter Bandidos-for- ingi kvaddur 150 LEÐURKLÆDDIR liðsmenn bifhjólasamtakanna „Bandidos" voru í gær viðstaddir útför Uffe Larsens, foringja í Bandidos- gengi sem var drepinn í Kaup- mannahöfn 10. mars. Larsen var jarðsunginn frá kirkju í Stenlose, bæ nálægt Kaupmannahöfn. Bandidos-félagar frá Evrópu, Bandaríkjunum og Astralíu, sem fylgdu Larsen til grafar, sóru að hefna hans. Þeir sögðu „Vítis- engla“ hafa staðið fyrir drápinu þar sem þeim stæði ógn af upp- gangi Bandidos á Norðurlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.