Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D 68. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar vilja full- vinna fisk í Noregi Hyggjast kaupa gjaldþrota fisk- vinnslufyrirtæki Ósló. Morgunblaðið. RÚSSNESK fiskvinnslufyrirtæki í Múrmansk, Arkangelsk og í Moskvu eru á höttunum eftir gjald- þrota fiskvinnslufyrirtækjum í Finnmörk í Noregi. Þar vilja þau hefja fullvinnslu á rússneskum og norskum fiski og selja síðan afurð- irnar í Noregi og annars staðar í Evrópu. Milligöngu um kaupin hefur norsk-rússneska fyrirtækið Scann- autic, sem er aðallega i rússneskri eigu, og hefur það meðal annars augastað á fiskvinnslufyrirtækinu Nordkyn Products í Mehamn, en það varð gjaldþrota fyrir jól. Erfitt ástand á mörkuðum Norð- manna, einkum saltfiskmörkuðun- um, og aðrar ástæður hafa valdið því, að mörg fiskvinnslufyrirtæki í Finnmörk eru ýmist í greiðslustöðv- un eða gjaldþrota. Fiskur fyrir tíu milljarða á síðasta ári Erik Loken, framkvæmdastjóri Scannautic, sagði í viðtali við norska blaðið Aftenposten, að meiningin væri að stunda full- vinnslu í Noregi og selja afurðirnar þar í landi og til annarra Evrópu- ríkja. Verður tekið við fiski jafnt af norskum sem rússneskum skip- um en á síðasta ári seldu Rússar fisk i Noregi fyrir meira en tíu milljarða ísl. kr. í Finnmörk er verulegur áhugi á þessu máli, jafnt hjá einstökum sveitarstjórnum og í fiskvinnslunni sjálfri, og vona margir, að hugsan- leg fjárfesting Rússanna geti reynst vítamínssprauta fyrir atvinnulifið á svæðinu. Formaður vinnuveitendasamtak- anna í Finnmörk hefur fagnað tíð- indunum og einnig fiskimálastjór- inn þar, en talsmaður hagsmuna- samtaka sjávarútvegsins kvaðst ekki sáttur við, að eignaraðild Rússa að fiskvinnslufyrirtækjum yrði meiri en 50%. Kínverjar segjast ánægðir með heræfingarnar á Tævansundi Reuter STUÐNINGSMAÐUR Lee Teng-hui, forseta Tævans, veifar fána á kosningafundi í Taipei. Fyrir ofan hann er mynd af forsetanum (t.v.) og varaforsetaefni tævanskra þjóðernissinna. Telja sig full- færaumað hertaka Tævan Peking. Reuter. KINVERJAR sögðu í gær að heræf- ingar þeirra á Tævansundi hefðu gengið mjög vel og þær sýndu að að kínverski herinn væri fullfær um að ná Tævan á sitt vald. Haft var eftir yfirmönnum hersins að Kín- veijar gætu flutt innrásarlið til Tævans á fimm eða sex klukku- stundum en vestrænir sérfræðingar sögðu þá ýkja hernaðarmátt sinn tii að hræða Tævani. Níu daga heræfingum herþotna og herskipa sunnarlega á Tævan- sundi lauk í gær samkvæmt áætl- un. Öðrum heræfingum norðar á sundinu verður hins vegar haldið áfram þar til tveimur dögum eftir forsetakosningarnar á Tævan á laugardag. Hlé var þó gert á þeim í gær vegna veðurs. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði að fyrri æfingarnar væru til marks um „mikinn hernaðarmátt“ Kínveija. Yfirmenn kínverska hers- ins væru sammála um að hann gæti varið Kína og „sameinað Tæv- an föðurlandinu". Dagblað í Hong Kong, sem Kínverjar fjármagna, hafði eftir kínverskum hernaðarsér- fræðingum að Kínaher gæti sent innrásarlið til Tævans á fimm eða sex klukkustundum. „Ef nauðsyn krefur getur kínverski herinn leitt deiluna til lykta með hernaðarað- gerðum og tryggt endursameiningu landsins," sagði dagblaðið. Staðhæfingarnar vefengdar Vestrænn stjórnarerindreki í Peking sagði þessar staðhæfingar rangar og kvað markmiðið með þeim að skjóta almenningi á Tævan skelk í bringu fyrir forsetakosning- arnar. William Perry, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, og ýmsir bandarískir sérfræðingar hafa sagt að Kínveijar geti ekki.tekið Tævan með hervaldi. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með 369 atkvæðum gegn 14 í fyrrakvöld ályktun þess efnis að Bandaríkjaher ætti að koma Tævan til aðstoðar ef Kínveij- ar réðust á landið. Bandarískir embættismenn skýrðu frá því í gær að Bandaríkja- stjórn hefði samþykkt að selja Tæv- önum háþróuð vopn, meðal annars Stinger-eldflaugar, og viðbúið er að Kínveijar bregðist harkalega við sölunni. Róm. Reuter, The Daily Telegraph. TENÓR-söngvarinn Luciano Pavarotti, sem hefur játað að hafa verið í þingum við unga konu, hefur samið við eiginkonu sína um skilnað að borði og sæng eftir 35 ára hjónaband. Hjónin tilkynntu þetta í stuttri yfirlýsingu sem lögmaður eigin- konunnar gaf út. „Þau undirrituðu skilnaðarsamkomulagið án að- stoðar lögfræðinga," sagði lög- maðurinn en bætti við að þau kynnu að ná sáttum síðar og hefðu ekki sótt um lögskilnað. „Vera má að á morgun, eða eftir mánuð eða ár, snúist þeim hugur og þau hefji sambúð aftur.“ Orðrómur hafði lengi verið á kreiki um að Pavarotti, sem er Pavarotti skilur við eig’inkonuna sextugur, ætti í ástar- sambandi við einkaritara sinn, 26 ára konu, Nico- letta Mantovani. Þau neituðu þessu þar til í febrúar þegar ítalskt tímarit birti myndir af þeim kyssast og kjassa á strönd Barbadoseyju. „Við Nicoletta erum Pavarotti mjög hamingjusöm. Að leyna því eða neita væri glæpur,“ hafði tímaritið eftir Pavarotti. Eiginkonan æf Eiginkona söngvar- ans, Adua, varð ókvæða við þessum tíðindum og sendi itölskum dagblöð- um opið bréf þar sem hún varaði Pavarotti við því að með því að fórna 35 ára farsælu hjónabandi fyrir unga konu kallaði hann yfir sig einmanalegt líf og hugarvíl í ellinni. Pavarotti og ástkona hans fóru saman til Uruguay fyrir nokkrum dögum í boði forseta landsins. Hún var ráðin ritari söngvarans árið 1993. Eiginkonan hefur annast fjár- mál Pavarottis í mörg ár og hún verður áfram einn af umboðs- mönnum hans. Hún er sögð næst- um því jafn auðug og söngvar- inn, en tekjur hans eru taldar nema jafnvirði 1,4 milljarða króna á ári. Reuter Bandidos-for- ingi kvaddur 150 LEÐURKLÆDDIR liðsmenn bifhjólasamtakanna „Bandidos" voru í gær viðstaddir útför Uffe Larsens, foringja í Bandidos- gengi sem var drepinn í Kaup- mannahöfn 10. mars. Larsen var jarðsunginn frá kirkju í Stenlose, bæ nálægt Kaupmannahöfn. Bandidos-félagar frá Evrópu, Bandaríkjunum og Astralíu, sem fylgdu Larsen til grafar, sóru að hefna hans. Þeir sögðu „Vítis- engla“ hafa staðið fyrir drápinu þar sem þeim stæði ógn af upp- gangi Bandidos á Norðurlöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.