Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ____________________FRETTIR Æfíngasvæði varnar- liðsflugvéla stækkað ÆFINGASVÆÐI orrustuþotna varnarliðsins á miðhálendinu hefur verið stækkað og er það liður í við- leitni íslenzkra stjómvalda til að bæta aðstöðu flugsveitarinnar á Keflavíkurflugvelli til æfinga, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Æfíngar fara einungis fram á virkum dögum yfír vetrarmánuð- ina. Ein forsenda veru orrustuþotna í varnarstöðinni I sameiginlegri bókun Islands og Bandaríkjanna við vamarsamning ríkjanna frá 1951, sem undirrituð var í Reykjavík í gær, kemur fram að ríkin muni „áfram gera sitt bezta“ til að bæta aðstöðu flugvéla varnarliðsins til æfínga, bæði til flugs yfír land og lágflugs. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ein forsenda þess að tryggja veru fjögurra bandarískra F-15 orrustuþotna hér á landi sú, að þeim sé tryggð aðstaða til æf- inga, meðal annars til lágflugs og til flugs yfír landi, en þoturnar æfa einnig yfír sjó. Þetta er meðal ann- ars nauðsynlegt til þess að orrustu- flugmennirnir fái nægilega æfingu til að uppfylla skilyrði til þess að fljúga slíkum þotum, nú þegar verkefnum þeirra hefur fækkað. Orrustuflugsveitin hefur um ára- bil haft æfíngasvæði á miðhálend- inu, sem hún hefur mátt nota fímm daga vikunnar, en ekki um helgar. Æfíngar hafa sömuleiðis takmark- azt við tímabilið frá 15. september til 15. maí. Utanríkisráðuneytið hefur, að höfðu samráði við önnur ráðuneyti, fastsett ákveðna ieið, þar sem flugvélarnar mega fljúga lágflug. Miðað hefur verið við ákveðna umhverfisstaðla við val á æfíngasvæði og flugleiðum. Þess- um skilyrðum hefur ekki verið breytt við stækkun svæðisins, en hún hefur nú verið í gildi um nokk- urt skeið. Einhliða ákvörðun Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er ákvörðunin um að stækka æfingasvæðið ekki hluti af samkomulagi Islands og Bandaríkj- anna um framkvæmd varnarsamn- ingsins, heldur einhliða ákvörðun íslenzkra stjómvalda og háð mati þeirra á aðstæðum. ■ Varnarstöðin mikilvæg/33 Davíð Gill Jónsson og Hall- dóra Sif Halldórsdóttir íslenskir sigrar í Blackpool Blackpool. Morgfunblaðið. ÍSLENSKIR dansarar hafa unnið sigra í tveimur flokkum í Dans- keppninni í Blackpool, óopinberri heimsmeistarakeppni bama og unglinga í samkvæmisdönsum. I gærkvöldi lentu íslenskir dansarar í 1., 2. og 4. sæti í sömbu í flokki 12 ára og eldri. Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir sigruðu í flokki 11 ára og yngri í cha-cha-cha á mánudag. Annað íslenzkt par dans- aði í undanúrslitunum, þau Guðni Kristinsson og Helga Helgadóttir. í flokki 12 ára og eldri (12-16 ára) var dönsuð samba í gær og urðu íslensk pör í 1., 2. og 4. sæti. Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselía Sigurðardóttir urðu í 1. sæti, Sigur- steinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir í 2. sæti og Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdótt- ir urðu í 4. sæti. í flokki 12-13 ára keppti eitt is- lenskt par í cha-cha og rúmbu í gær. Snorri Engilbertsson og Doris Osk Guðjónsdóttir komust í úrslit og höfnuðu í 7. sæti. Tvístefna SVR á Hverfisgötu BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu umferðardeildar um að verða við ósk stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur um að akstur vestur Hverfisgötu verði eingöngu leyfður strætisvögnunum til reynslu í eitt ár. í bókun borgarráðsmanna Sjálf- stæðisflokksins kemur fram að fyrir tveimur árum hafi því verið lýst yfir af borgarráðsfulltrúum meiri- og minnihluta að Hverfísgata yrði gerð fyrir tvístefnuakstur. Sú ákvörðun að tvístefna gildi eingöngu fyrir SVR væri ekki í samræmi við það loforð. Almenn tvístefna myndi ótvírætt styrkja og efla verslun og þjónustu á Laugavegs- og Hverfisgötusvæð- inu og auðvelda aðgengi að bíla- stæðahúsum við Hverfísgötu, segir í bókuninni. Auk þess sé almenn tvístefna á Hverfísgötu í samræmi við staðfest deiliskipulag Skúlagötusvæðisins. Sjálfstæðismenn minna á að þessi ákvörðun nú hljóti að leiða til þess að á næsta ári verði komið á al- mennri tvístefnu á Hverfisgötu, vilji borgarfulltrúar standa við loforð sín. Mismunandi hagsmunir í bókun Reykjavíkurlista segir að með samþykki borgarráðs sé verið að taka þá grundvallarafstöðu að gera Hverfisgötu að tvístefnuakst- ursgötu, þó þannig að fyrsta árið verði akstur í vesturátt eingöngu leyfður SVR til reynslu. Með þessu kerfi sé reynt að taka tillit til mismun- andi hagsmuna verslunarmanna við Laugaveg og Hverfisgötu og íbúa. Tugir eftirlitsmanna fara á Flæmska hattinn NÚ ÞEGAR eru 23 íslensk skip á leið til rækjuveiða á Flæmska hatt- inum eða hafa þegar hafíð þar veið- ar. Eftirlitsmenn á vegum Fiskistofu eru um borð í öllum skipunum og hefur gengið vel að ráða eftirlits- menn til starfa að sögn Guðmundar Karlssonar, forstöðumanns veiðaeft- iriits Fiskistofu. Guðmundur segir ljóst að ráða þurfi fleiri eftirlitsmenn því búist er við að fleiri skip muni sækja á rækju- miðin á Flæmska hattinum. „Við höfum verið að afla okkur upplýsinga um hversu mörg skip þetta verða og mér sýnist að þau geti orðið 33 þeg- ar mest verður. Það er mjög mikil aukning frá seinasta ári,“ segir Guð- mundur. Á seinasta ári veiddu 18 íslensk skip rækju á Hattinum. Flest- ir eftirlitsmannanna sem ráðnir hafa verið eru með skipstjórnarréttindi. Sat með kransakökuna í fanginu í átta tíma Setið um söngvara LÖGREGLAN var kölluð að Hótel Sögu aðfaranótt sunnu- dags, en þar var ónæði af unglingsstúlkum, sem freist- uðu þess að hitta heimsþekkt- an poppara. Damon Albarn, söngvari bresku hljómsveitarinnar Blur, hefur dvalið á Hótel Sögu síð- ustu daga, en fréttir af dvöl hans breiddust hratt út meðal aðdáenda. Lögreglan vísaði unglingsstúlkunum frá og fóru þær til síns heima. Hellu. Morgunblaðið. VÍÐA UM Suðurland fóru ferm- ingar úr skorðum vegna óveðurs- ins á skírdag og var jafnvel sums staðar frestað, t.d. í Skálholti. 1 Oddakirkju á Rangárvöllum var fermt bæði fyrir og eftir hádegi á skírdag og lentu fermingar- börnin og fjölskyldur þeirra í miklum hremmingum þar sem hjilu ættirnar sátu ýmist fastar í sköflum uppá heiði eða veður- tepptar hér og þar. Amma og afi eins fermingar- barns á Hellu lentu í 23 bíla árekstrinum sem varð á Hellis- heiði í óveðrinu á skírdag. Bíll þeirra gjöreyðilagðist en fólkið slapp að mestu ómeitt. Innan- borðs voru matarföng í ferming- arveislu barnabarnsins og voru þau selflutt í bíl annars ættingja sem kom á eftir. í honum sat ein frænkan með kransakökuna í fanginu næstu átta tímana en til Heliu komust þau við illan leik klukkan 19.30 um kvöldið. Átti von á níutíu gestum - þrír komu Bergrún Björnsdóttir og Styrmir Grétarsson áttu von á ættingjum sínum og vinum í ferminguna en þeirra fólk býr mest allt á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Amma, afi og ein frænka Bergrúnar brutust. aust- ur um morguninn og voru þijá tíma á leiðinni en í góðu færi er rúmlega klukkustundar akstur á Hellu. Þau komu hins vegar of Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson PÁLMI, Björn og Sigrún þar sem bíllinn fór út af. Björguðust úr bíl, sem hvolfdi út í Hornafjarðarhöfn Var farin að gleypa sjó Hornafirði. Morgunblaðið. ÞRJÚ ungmenni frá Hornafirði, Sigrún Björnsdóttir 16 ára, Björn Brynjólfson 17 ára, og Pálmi Sig- urðssson 17 ára, sluppu ómeidd, þegar bíll, sem þau voru í, hafn- aði á hvoífi í höfninni á Horna- fírði. Rétt fyrir miðnætti á páska- dagskvöld lenti bíll ungmennanna á hvolfí í höfninni við svokallaða bræðslubryggju í Óslandi. Segist Pálmi, sem var undir stýri, ekki hafa gert sér grein fyrir beygj- unni á veginum en við hana er greið leið út í höfnina ef eitthvað Ser út af. Bílnum hvolfdi, þegar Pálmi reyndi að taka beygjuna og hafnaði hann á toppnum rétt við bakkann. Hefði líklega ekki farið svona vel, ef ferðin hefði verið meiri, en bíllinn, sem er lít- ill Mazda-sportblll, hafnaði á syllu rétt við bakkann og þar við tekur svo fimm metra dýpi. Strákarnir björguðu Sigrúnu, sem sat í aftursætinu, og segist móðir hennar seint geta þakkað þeim björgunina þótt þeim fyndist það hafa verið alveg sjálfsagt mál. „Ég man að bíllinn rakst í eitt- hvað og var svo kominn á hvolf í sjóinn. Bíllinn fylltist fljótt af sjó því topplúgan var opin. Ég reyndi strax að komast út en komst ekki,“ segir Sigrún. „Ég reyndi að bijóta rúðuna en gat það ekki,“ segir Björn. „Og Pálmi gat heldur ekki opnað hurð- ina sín megin. Að lokum tókst mér svo að opna hurðina og við Pálmi komumst út. Sigrún var föst og við rétt sáum grilla í ljós- an jakka, sem hún var í, og okk- ur tókst að toga hana út úr bíln- um og koma henni upp úr.“ „Ég var farin að gleypa sjó svo ekki hefur mátt tæpara standa,“ segir Sigrún. Ævar Ævarsson sjómaður varð vitni að óhappinu en hann vár á bryggjunni á móti og sá hvar þau lentu út í. Hann keyrði ásamt bróður sínum á staðinn, en þegar þangað kom, voru þau komin upp úr og á leið inn í bræðsluna til að hringja eftir hjálp. Að sögn Ævars voru þau ótrúlega róleg og höfðu sloppið óslösuð. _________________ Morgunblaðið/Aðalheiður FERMINGARVEISLUR Bergrúnar Björnsdóttur og Styrmis Gretarssonar urðu famennari en til stóð vegna veðurs. seint og misstu af sjálfri ferming- unni. Það sama var upp á tén- ingnum hjá fermingarbróður Bergrúnar, Styrmi Grétarssyni. Tvær ömmur, afi og fleira skyld- fólk hans sat fast í Hveragerði en önnur amman hafði bakað og skreytt flestar terturnar í veisl- una og var með þær í farangrin- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.