Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ? Nytsamleg gjöf : við öll tækifæri! HVERFJALL. Tölvuborð : með 3 hillum: - -• Stóll: I:K:>Al!Til»:lClrt A.GUÐMUNDSSON ehf. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100 Heilsubótardagar á Reykhólum í sumar Viö bjóðum þig velkominn í 7 daga hvíldar- og hressingardvöl í júní og júlí. Þar veröa kynntar leiðir til að bæta heilsuna, öðlast meiri frið og lífsgleði. Við tojóðum upp á: • Heilsufæði (fullt fæði) • Líkamsæfingar, yoga • Hugkyrrð, slökim • Uppskriftir • Nudd • Rúmgóð tveggja manna herbergi • Gönguferðir • Præðsluermdi • Tónleika tf.'.MLULl'.lWf 23. júní - 30. júní 2. júlí - 9. júlí 9. júlí -16. júll 16. júlí - 23. júlí 23. júlí - 30. júlí * Sérsiakir fyrirlesarar oy tónlistarmepr > ucröa ó hverju námskeiöi. Á staönum eryUrsileg suncilaug og nuddpottar. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Olsen i sima S64 3434 á milli kl. 10og 12 alla virka daga, eða heima í sima S88 4888. Kcer kt’cöja. Sigrún Olsen & Þórir Barödal. Hverfjall — ekki Hverfell i. Kristján Þórhalls- son í Björk í Mývatns- sveit hefur beðið mig að leiðrétta þann mis- skilning, að fjall það, sem hér birtist mynd af, heiti Hverfell. Það heitir Hverfjall. Sigfús Illugason frá Bjargi við Reykjahlíð hefur nú í rtokkur ár reynt að fá fjallsnafninu breytt, en í Tímanum 20. mars sl. rekur vin- ur minn frá Vogum í Mývatnssveit, Þorlák- ur Jónasson, þetta rækilega ofan í Sig- fús. Þannig lýkur Þorlákur grein sinni: „Landmælingar Islands hafa látið í ljós samstöðu með vilja heimamanna. Hveijir eru heima- menn? Heimamenn eru hér fyrst og fremst eigendur fjallsins (Vog- ungar) og ber Landmælingum því að fara eftir vilja og sannfæringu þeirra í máli þessu. Eigendur fjallsins munu aldrei sætta sig við rangnefni á Hverfjalli, einni dýr- ustu perlu sveitarinnar." II. Það eru tæp 60 ár síðan ég kom fyrst í Mývatnssveit, til sum- ardvalar í Vogum. Þá náði bílvegurinn að- eins að Höfða, eða að Sviðningi, sem svo er nefndur, en þar tóku Mývetningar á móti Kristjáni X. þetta sumar, 1936. Þar hét Konungsskarð, sem vegagerðarmenn brutust sumarið 1935 í gegnum hraunkamb einn mikinn, en nú er skarð þetta horfið. Hverfjall er allt í landi Voga, eignarréttur Vogabænda að íjall- inu því alger. III. Þannig segir Þorvaldur Thor- oddsen árið 1911 í bók sinni Lýs- ing Islands, II. bindi, bls. 179: „Af hinum mörgu gígum, sem eru vestan við Námufjall, er Hverfjall (1536 fet yfir sjávarmáli = 468 metrar) hinn lang stærsti, það er afar mikill bolli, nærri hálf míla að ummáli. Fjall þetta er allt byggt úr hraunsandi og hraunmolum með hraunbjörgum stórum hér og hvar saman við. Að innan ganga smágil og rásir niður í botn, og hafa þau myndast af vatnsrennsli og grjóthruni. Rönd ijallsins er lægst að vestan og víða geilar í. Á -botni skálarinnar er sandslétta með stórgjörðum svörtum gjall- sandi. Á miðri sléttunni er melhóll, um 50 fet (15 metrar) á hæð, teng- ist hann -við suðurhlíðina af dálitl- um melhrygg. Hverfjall hallast um 20° að utan og 15-20° að innan. Norður af því vottar fyrir stórum gjám og ein þeirra gengur alveg upp í Dalljall og endar með stórri klauf við Námaskarð.“ IV. • í Landinu okkar, 2. bindi, bls. 168-9 segir aftur á móti svo: „Hverfjall, Stór hringlaga sprengi- gígur við austanvert Mývatn, um 140 metra djúpur og um 1.000 metrar í þvermál. Hveríjall er í röð fegurstu og reglubundnustu sprengigígamyndana sem getur að líta á íslandi og talið í röð þeirra stærstu sinnar tegundar á jörð- inni. Telja má víst, að fjallið sé myndað við sprengigos og er aldur þess áætlaður 2.500 ár. Það er gróðurlaust að mestu og þakið vikursandi og möl. í miðri skálinni er um 20 m hár hóll.“ Leifur Sveinsson Það væri álíka og að fara að kalla Island Garðarshólma, segir Leifur Sveinsson, að segja Hverfell í stað Hverfjalls. v. Þjóðsagan segir, að það sé gull í hólnum á botni Hverfjalls, en takist að finna það, þá brenni Reykjahlíðarkirkja. Þrátt fyrir þessi álög fórum við Haraldur bróðir minn þetta sumar með skóflu og hugðumst freista þess að ná gullinu úr hólnum, enda fæddir íjáraflamenn. Eigi höfðum við erindi sem erfiði og kirkjan ekki brunnin enn. VI. í síðustu ferðum mínum um Mývatnssveit hefi ég tekið eftir því, að slóð hefur myndast í Hver- fjall, þar sem ferðamenn klífa fjall- ið. Þetta eru auðvitað náttúru- spjöll, en ekki verður við þetta ráðið, 80.000 ferðamenn á sumri hljóta að skilja eftir sig einhver spor. Ekki átta allir erlendir ferða- menn sig á því í fyrstu, hvers konar fyrirbæri Hverijall er. Árið 1937 spurði t.d. ensk hefðarkona einn bóndann í Vogum, Sigfús Hallgrímsson, en hann var mæltur á ensku: „Er þetta gömul kola- náma, sem fullnýtt er?“ VII. Ég hefi átt þess kost að kynna mér rök Sigfúsar Illugasonar vél- fræðings, sem liggja frammi í Örnefnastofnun. Þar kemur fram, að á síðustu öldum var fjallið oft- lega nefnt Hverfell. I sóknarlýs- ingum, lögfestum og landamerkja- skrám er Hverfell oftast nefnt. En á 20. öldinni nær Hverfjall yfirhöndinni. í öllum kennslubók- um í jarðfræði víða um heim, er Hverfjallsnafnið. Við getum því ekki gert okkur að þeim fíflum, íslendingar, að fara að breyta nafni, sem alþjóðlega er þekkt í heimi jarðfræðinga og vísinda- manna. Það væri álíka og að fara að kalla ísland Garðarshólma. Höfundur er lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.